Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 69 www.hm.is • Sími 5 88 44 22 Pils 3.158,- Bolur 1.563,- TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Öll laugardagskvöld! Le’Sing (Syngjandi þjónar) alla laugardaga. Sýning sem hefur slegið rækilega í gegn. Sími 533 1100 - broadway@broadway.is - www.broadway.is St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n /4 38 1 Veisluþjónusta Ferminga- og brúðkaupsveislur. Funda- og ráðstefnusalir af öllum stærðum. www.broadway.is - broadway@broadway.is Stórsýning í kvöld og laugardagskvöld Yfir 70 sýningar stutt í 10.000 gestinn sem verður leystur út með veglegum gjöfum. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. 2. apríl ABBA forever 3. apríl ABBA forever 3. apríl Le'Sing uppselt 10. apríl Songkran Thailensk hátíð 17. apríl Le'Sing uppselt 21. apríl Dansleikur með „Í svörtum fötum“ 22. apríl Violent Femmes 23. apríl Ungfrú Reykjavík 24. apríl Le'Sing 25. apríl Dansskóla Jóns Péturs og Köru 1. maí Le'Sing 8. maí Le'Sing 15. maí Le'Sing 19. maí Lokahóf HSÍ „Í svörtum fötum” 28. maí Listahátíð, Klezmer Nova 29. maí Ungfrú Ísland 30. maí Listahátíð, Susan Baca 31. maí Listahátíð, Susan Baca 5. júní Sjómannadagshóf Brimkló og Kalli Bjarni - framundan... Fimm rétta Thailenskur matur Thailenskir dansar og söngur Thailensk hljómsveit frá Noregi Kalli Bjarni IDOL Happdrætti, góðir vinningar. Miðaverð kr. 3.000. Sonkranhátíð laugardaginn 10. apríl SJÓMANNA- DAGSHÓF Sjómenn, útgerðarmenn nú verður sjómannadagshófið einkar glæsilegt á Broadway 5. júní Brimkló, Björgvin Halldórsson, Kalli Bjarni Idolstjarna og fleiri glæsileg skemmtiatriði. Matseðill: Indversk sjávarréttarsúpa "BOMBAY" Balsamic lambafille og kalkúnabringa á karmelluepli með camembert grape sósu, ristuðu grænmeti og fondant kartöflum. Súkkulaðiturn með engifertónaðri kirsuberjasósu. Munið að bóka í tíma. Guðmundur Hallvarðsson Gettu betur – úrslit frá upphafi  1986 Fjölbrautaskóli Suðurlands  1987 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti  1988 Menntaskólinn í Reykjavík  1989 Menntaskólinn í Kópavogi  1990 Menntaskólinn við Sund  1991 - 1992 Menntaskólinn á Akureyri  1993 - 2003 Menntaskólinn í Reykjavík  2004 ??? KEPPNIN í kvöld er nú þegar orðin söguleg þar sem sá merki viðburður átti sér stað í þarsíðustu viku að Borgarholtsskóli sló MR út úr keppni en MR hafði þá verið ósigrandi síðan 1993. Borgarholtsskóli, sem er ekki nema tæplega átta ára gamall, hefur verið að koma sterkur inn í Gettu bet- ur undanfarin ár og virðist til alls lík- legur. Verzlunarskólinn hefur nokkr- um sinnum í sögu keppninnar komist í úrslit en ávallt beðið lægri hlut. „Við höfum allt að vinna og engu að tapa,“ segir Björn og er hinn rólegasti. Pollrólegir Það kemur blaðamanni skemmti- leg á óvart hversu afslappaðir pilt- arnir eru – og líka góðir félagar. Þeg- ar hann hitti þá, þar sem þeir sátu á boðuðum fundarstað sem er kaffihús í austurbænum, voru þeir þegar í hrókasamræðum. Tilgangur spjallsins var að fá full- trúa stríðandi fylkinga í létt kaffi- spjall. Og það var býsna auðvelt. „Persónulega er ég dálítið hissa á hvað við erum komnir langt,“ segir Baldvin en segist þó ekki geta svarað fyrir félaga sína. Björn er að taka þátt í fyrsta skipti og segist hafa gaman af þessu, enda hafi hann fylgst grannt með keppn- inni síðan hann man eftir sér. Björn er nýkrýndur ræðumaður Íslands eftir sigur Versló í MORFÍS og því allt brjálað að gera um þessar mundir hjá honum. Strákarnir samsinna því að það sé stressandi að taka þátt í þessu. „En Logi Bergmann er mjög góður í því að róa menn niður og losa um spennu,“ segir Björn. „Hann er með þægilega nálægð. Svo þegar t.d. hraðaspurningarnar byrja þá gleymir maður öllu stressi og fellur í eins kon- ar leiðslu.“ Björn lýsir því í framhaldinu að hann finni ekki fyrir pressu frá sam- nemendum sínum í Verzlunarskól- anum. Segir að í raun hafi áhuginn fyrir Gettu betur verið lítill í skól- anum en hann hafi aukist eftir því sem lið hans hafi farið lengra. Baldvin hefur aðra sögu að segja enda er hann í skólanum sem lagði MR að velli. „En við ætlum bara að sýna svip- aðan leik í kvöld og við gerðum þá og erum því pollrólegir.“ Fjarri því góðir námsmenn Björn segir að sannarlega sé keppnin komin út í hálfgerða geð- veiki. Þetta sé nú fyrst og síðast bara spurningakeppni. Strákarnir sam- mælast þó um að það sé mikið til MR að þakka hversu miklar kröfurnar eru orðnar. Og þar með sé spennan meiri. „Það er auðvitað fyndið að vera að æfa eins og brjálæðingur fyrir spurn- ingakeppni og lepja upp staðreyndir á fullu,“ segir Baldvin. „Ég held að þessi keppni sé í dag orðin mjög föst hefð í menntaskólalífinu. Þetta er stærsti viðburðurinn sem varðar alla skólana.“ Hvað meintan páfagauksvinkil keppninnar varðar hlæja þeir við og eru sammála blaðamanni um að „ónothæf þekking“ sé ekki til. Bald- vin segir að maður geti a.m.k. virkað mjög menningarlegur og upplýstur í samræðum við eldra fólk ... „Það er ekki litið á mann sem heila- dauðan ungling (hlær).“ Björn og Baldvin segjast fjarri því vera dúxar. „Menntaskólinn er mjög skemmti- legur,“ segir Björn. „Og mér finnst ég vera að læra meira á því að vera að stússast í félagslífinu heldur en að vera að stunda námið eitthvað af viti. Ég myndi segja að það væri samband á milli þess að því verr sem þú stend- ur þig í skóla – því betur muntu standa þig í Gettu betur (hlær).“ Um dagskrárgerðina í Gettu betur sér Andrés Indriðason. Spyrjandi er Logi Bergmann Eiðsson, dómari og spurningahöfundur er Stefán Pálsson og stigavörður er Steinunn Vala Sig- fúsdóttir. Borgarholtsskóli og Verzlunarskólinn í úrslitum Gettu betur Morgunblaðið/Sverrir Munið krakkar, þetta er bara leikur! Björn og Baldvin í góðum „fíling“. Gettu betur er á dagskrá Rík- issjónvarpsins klukkan 20.10 í beinni útsendingu. arnart@mbl.is Gettu betur hefur lengi verið vinsælasta sjón- varpsefni landsins. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við keppinautana Baldvin Má Baldvins- son (Borgó) og Björn Braga Arnarsson (Versló) sem munu kljást í heilaglímu í kvöld. Ónothæf þekking er ekki til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.