Vísir - 29.06.1981, Side 22
22
vtsm
Mánudagur 29. júni 1981
Erfdaprinsinn
máttí þola tap
Norski erf&aprinsinn Hákon
Magnús er nú að byrja aö búa sig
undir lífið með skólagöngu og
öðru sem þvi fylgir að „læra” að
verða fuiiorðinn. Eins og aðrir
strákar á hans aldri hefur hann
gaman af knattspyrnu, eins og
meðfylgjandi myndir sýna, sem
Hér er erfðaprinsinn kominn á
fulla ferð með knöttinn.
nýiega birtust i norsku timariti.
Hákon Magnús æfir með knatt-
spyrnuliðinu Askers og leikur I
þeim aldursflokki sem samsvar-
ar 6. flokki hér á landi. Myndirnar
eru úr leik Askers og Bærum og
urðu prinsinn og félagar hans að
þola ósigur þar sem Bærum-
strákarnir sigruðu með einu
marki gegn engu. Haraldur krón-
prins, faðir Hákons, var i hópi
áhorfenda og hvatti Askers
óspart, en allt kom fyrir ekki, þótt
Hákon hafi lagt sig allan fram
eins og sést á myndunum.
Aö sögn þjálfara Askers, Jóhn
Dale, nýtur prinsinn engra for-
réttinda i liöinu og verður þvi að
leggja sig allan fram til að halda
sæti sinu þvi að 85 strákar sækja
æfingar i þessum aldursflokki og
hart barist um hvert sæti.
Hákon Magnús var hinn íþróttamannslcgasti að leik loknum þrátt fyrir
tapið og hér þakkar hann einum mótherjanum fyrir góðan ieik.
Áhuginn leynir sér ekki i svip Hákons Magnússonar i leiknum gegn
Bærum.
Bubbi á markad í júli
Hvcr var
maðurinn?
í fréttabréfi frá hljómplötuút-
gáfunni „Steinar h.f.” er frá þvi
greint aö sólóplata Bubba Morth-
ens, „Plágan”, sem koma átti út
17. júni s.l. verði ekki gefin út fyrr
en þann 17. júli n.k.
Pressumót plötunnar reyndust
smávægilega gölluð og kom eall-
inn ekki i ljós fyrr en á „elleftu
stundu” eins og það er orðað.
A plötunni „Plágan” eru átta
lög eftir Bubba við eigin texta og
annarra og er hún mjög ólik
fyrstu sólóplötu hans „Isbjarnar-
blús”, sem út kom fyrir réttu ári.
1 fréttapistli útgáfunnar er það
sérstaklega tekið fram, að mjög
hafi verið vandað til allrar vinnu
við hljóðritun, umslagagerð og
annars er tengist útgáfu plötunn-
Þegar skilnaðurinn milli
Benny og Annifrid í ABBA var
um garð genginn tók Frida sér
fri, ein sins liðs, og hélt fyrst
til Sviss en siðan til Bahama-
eyja. En þótt hún færi leynt
með ferðir sínar tókst sænsk-
um blaðamönnum að hafa upp
a henni og var hún þá i fylgd
með óþekktum Ijóshærðum
manni um fertugt, — og nú
getur sænska þjóðin ekki á
heilli sér tekið af forvitni og
spurningin brennur á vörum
manna: Hver var maður-
inn....? i
Bubbi Morthens: Nýja sólóplatan „Plágan” kemur út um miðjan júll.