Vísir - 11.07.1981, Síða 18

Vísir - 11.07.1981, Síða 18
18 Laugardagur 11. júlí 1981 VÍSIR 99ísland var köld sturta” eins < segir Sieglinde Kal óperusöngvari 1 í Helgarviötali Sieglinde Kahmann óperusöngkona var að taka til fyr- ir afmælisboð þegar ég kom til hennar í heimsókn. Um kvöldið ætlaði hún að halda syni sínum veislu í tilefni 19 ára afmælis. Ah, 19, verður mér á orði og hugsa: hvað það væri nú gaman að vera aftur orðin 19 ára! „Æ, heldurðu það?" segir Sieglinde. „Ekki vildi ég vera 19 aftur, það veit guð. Ha, og eiga þetta allt eftir! Nei, það vildi ég ekki!" „Einen Kaffe i samband” Hún geislar af orku og lifsgleði, svipbrigði kvikna eins og ljós i andlitinu og á meðan hún talar og segirfrd, skýsthiin fram í eldhús til að setja „einen Kaffe i sam- band” eins og hún orðar það hlæjandi aösjálfri sér. Röddin og hlátrarnir dansa um allan tón- skalann, og raunar hún öll. Frammi í eldhúsi heldur hún áfram að segja mér hvers vegna hún vill ekki veröa unglingu’ aftur. HUn þarf ekki að hækka róminn, hvert orð berst til min inn í stofuna. „Þegar ég var 17 ára, þá kvaddi ég foreldrahUsin og stakk af vest- ur. Já, ég er frá Austur- Þýskalandi. Rússarnir vildu setja mig í vélaverksmiðju, hugsaðu þér það — en ég hafði nú annað i huga.” HUn kemur inn með kaffið, sest og skenkir og heldur áfram: „Ég er frá Drésden. Ó, það var svo falleg borg, perla i Þýska- landi. En eftir striðið.... og hUn baðar höndunum.” Leyfist mér að spyrja hvaða ár hún hafi verið 17 ára? „Biðum við, já, það hefur verið 1947. Pabbi var þá enn i fanga- búðum i' Siberiu, en mamma var heima og ég kvaddi hana og fór til að læra að syngja. Söngáhuginn? hann kviknaði fljótt. Kveikjan var áreiðanlega Maria Cebotari, sú mikla söngkona. Ég bæði heyrði hana syngja og kynntist henni. Þannig var að eldri maður, hann var tengdur móður minni og var mikill f jölskylduvinur heima, hann var leiklistarráðunautur við óperuna i' Dresden. Hann kom mér í kynni við leikhUslifið og fólkið.Mérvarsagtég hefði rödd, nU, ég vildi syngja. Það var ekki hlaupið að þvi að komast vestur, en þessi eldri maður vildi að ég færi og hann hjálpaði mér. Einn góðan veðurdag sagði hann: Nú förum við yfir á morgun. Og það var það, við fórum.” Strauk af uppeldisheimilinu „Við höfðum eiginlega enga peninga og gátum ekki notað lest- arferðir eða þvi um likt , við bara gengum. Stundum fórum við á puttanum, þvi hefði ég auðvitað aldrei þorað ein, þetta voru hættulegir timar. Stundum burft- um við að dveljast einhvers staðar til að vinna okkur inn far- areyri til að komast áfram. Ég var auðvitað alls ekki orðin fullveöja og oft voru vandræði út af þvf.Viðkomumst þó tilFrank- furtaö lokum, en þar var ég tekin föstog settá uppeldisheimili fyrir vandræöastúlkur! Hugsaðu þér það! Það varekki skemmtileg, þú getur imyndað þér. Ég var ung og afskaplega saklaus og þetta voru nú ekki beint bestu lifsskilyröin fyrir stUlkuna. En svo strauk ég af þessu heimili og hélt áfram, komst til Stuttgart, þá ákváðum við að þar skyldi ég reyna að komast inn i tónlistarháskölann. Og inn fór ég. Þá voru liðin 3 ár siðanég fór að heiman. Nei, takk, ég vildi ekki lifa þetta aftur — þegar ég hugsa um hvernig það er að vera unglingur nú til dags, þau hafa allt til alls, þurfa varla annað en að biðja um hlutina, þá koma þeir á silfurfati. Ekkert fyrir neinu haft”. Ekkert grin HUn verður alvarleg og hugsi, segir svo: „Min æska og unglingsár voru ekkert grin. Strið, svo eftirstriðs- ár, eilif barátta. Maður var svangur og kaldur og þreyttur. Ég á fáar góðar bernskuminn- ingar.” Þetta er ekki sagt af beiskju, heldur likt og henni hafi hugkvæmst þetta núna fyrst. Alvaran hverfur úr andlitinu jafn skjóttog húnkom.aftur er hlegið. Bjartsýnn kraftur, sem lætur það liöna kyrrt liggja. „Kraftur, orka, bjartsýni, þetta| eru nauðsynlegir eiginleikar, —' ekki sist fyrir listafólk. Það vant- ar kannski hér, baráttuvilja, energi, ha?” Svo þurrkar hUn öll svipbrigði burt: „Svona? Þetta gengur ekki. Stundum finnst mér þessir listamenn hér á landi, sumir hverjir, þurfi meiri kraft. An hanserekkerthægt.Þegar ég var að byrja, þá þýddi ekki aö sitja með hendur i skauti og biða eftir að hlutirnir geröust.” „Þó var ég heppin. Ég lauk námi 1954 og fékk strax samning við Rikisóperuna i Stuttgart. Og ég var heppin með kennara. Eftir striðið var hörgull á góðum kennurum i Þýskalandi. Sumir höfðu látið lifið, aðrirfluið burt og komu ekki aftur... A 3. áratugn- um var blómaskeið i tónlist i Þýskalandi, allt i hápunkti. Þeir, sem þá stóðu á tindinum, hefðu átt aö vera orönir lærimeistarar næstu kynslóðar, en fæstir þeirra voru i landinu. Þaö er eiginlega ekki fyrr en á siðustu 10 árum, sem þessi gjá er brúuð. Nú er allt i uppgangi”. La Figaro — fyrst og siðast Fyrsta rullan min við óperuna i Stuttgart var Barbarina i La Figaro. Það er skemmtileg til- viljun að sibasta hlutverkið mitt i þýsku leikhúsi var i þeirri sömu óperu, en aðalhlutverkið, greif- ynjan”. Var þér vel tekið fyrst? — „Já, mjög vel tekið. Ég féll áhorfendum i geð, gagnrýnendur hrósuðu mér, allir sögðu mér að ég væri upprennandi. Ég gerði lukku!” HUn virðist laus við stærilæti, er aðeins að segja mér staðreyndir. Mér finnst það hressandi, hér er ekkert upp- gerðarlitillæti á ferðinni og get ekki á mérsetið að segja svo. HUn hlær að mér: „Hvers vegna ætti ég ekki að

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.