Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 1
 JOLABLAD I Slíkur er vor Guð „Það, sem er orðum efra, þegir einnig á jólum“; segir sá prestur, sem nú er frægastur á íslandi, Jón primus. Hann hefur eitthvað lært af austrænni trú- arbók, sem segir: í upphafi var Tómið, að baki alls er Tómið. Og Tómið þegir, einnig á jólum, þegir eilíflega. En trúarbók kristinna manna segir: í upphafi var Orðið, á bak við allt er Orðið. Það, sem er orðum efra, þegir ekki. Því efra þar, efst og allra hinzt, er hugur, sem vakir, vitund, sem hugsar, barmur, sem elskar. I upphafi var talað út í tómið og þá varð heimur, talað út í myrkrið og þá varð ljós, talað yfir efninu og þá varð líf. Og enn var talað yfir duftinu og þá varð maður, þá varðst þú. Þetta er sköpunarsaga Biþlíunnar, margumtöluð. Sú saga endar ekki á fyrsta blaði hennar. Hún held- ur áfram aftur á síðasta blað. Og þar bendir hún áfram —- Guð talar og þá verður nýr himinn og ný jörð. En hvörfin í þessari miklu sögu nefnir Biblían „fyllingu tímans“: Þegar fylling tímans kom sendi Guð son sinn, Orðið varð hold. Það var sagt við mannkyn: Yður er frelsari fæddur, orð minnar elsku er hjá yður, mitt innsta hjartans mál birtist í lífi manns. Slíkur er vor Guð. Hans ímynd er hvorki fjallið í upphafinni, dauðri ró, né starandi stjarna né þögull geimur, heldur lif- andi barn og stríðandi maður, sem talar með vörum og verkum. Vor Guð er sá, sem hefur íklætt orð sitt, huga sinn, mannlegri mynd til þess að geta haldið áfram að skapa duftsins son, til þess að geta um- skapað duftsins glataða son til sinnar myndar. Vor Guð er nógu mikill til þess að gera sig smáan, ef það mætti verða þinni smæð til bjargar. Hann gist- ir í fjárhúsi, ef þess þarf til þess að komast til móts við þig. Hann lætur festa sig á kross, ef það er nauð- synlegt til þess að leysa þig úr álögum. Hann er fús til þess að dveljast í þröngu, saurguðu manns- hjarta, svo að þar verði ljós, þar verði líf, þar verði gleði englanna, friður himnanna. Þú ert aldrei of smár fyrir hann, aldrei of óhreinn, aldrei of vitgrannur eða orðlaus. En þú get- ur gert þig of stóran, of breiðan, of mikillátan, of mál- gefinn. Og þá verður ekki rúm fyrir Guð í þínu glæsta gistihúsi, þínum mikla heila, þinni merkilegu veröld, ekki rúm fyrir Guð í umsvifum þínum, framtakssemi og fyrirhyggju, gáfum og gengi. Og þá kemur að því, að þú sérð þínar borgir hrundar, þú horfist í augu við þig og þitt og allt, og sérð tóm, aðeins gapandi gæfulaust tóm, jólalaust skammdegsimyrkur. En nú talar Guð, talar enn á ný á þessum jólum, og biður um rúm í lífi þínu. Hann kann að lúta, auð- mýkja sig, beygja sig í duftið, ef það mætti verða til þess að lyfta þér, blessa þig. Hann afklæddist dýrð sinni til þess að það mætti birta á jörð, daga í þér og aldrei dimma meir. Hann vill verða þér „borg á bjargi traust“, vill að þú sért „hans armi studdur óttalaust“, hvað sem mæta kann. Þannig er vor Guð. Þinn Guð. Þinn í því barni, sem fæddist á jólum. Þinn í þeim Kristi, sem er hjá þér nú og vill ekki við þig skilja, aldrei að eilífu við þig skilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.