Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 39

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 39
TÍMINN - JÓLABLAÐ 39 Elínborg Lárusdóttir Frú Elinborg Lárusdóttir skáldkona hefur tekið saman tvo þætti í Jólablað Tímans.- Þennan, er bér birtist og annan, sem birtur er á bls. 57. Þættir þessir eru byggðir á frásögn- um, sem á sínum tíma komu í dönskum blöðum. manninn minn. — Ég er hrædd um, að þau verði fyrir mikiHi óhamingju. Hann s'agði auðvita'ð engum frá þessu. En ári síðar, og þrem dögum áður en hún átti að taka emlbætt- ispróf sitt, varð maður henn- ar lamaður og var fluttur á sjúkraíhiús. Ári síðar andaðist hann á sjúkrahúsinu, en unga konan stóð nú ein uppi nseð lítinn dreng í vöggu, sem hún varð að sjá farlborða. Ef ég hefði sagt þeim þetta fyrir, hvernig hefði þeim þá Mðið? En af því, að ég þagði, nutu þau haimingjustunda í ríkum mæM, þetta eina ár, sem þau vom samvistum. Oftar hef ég haft hugboð um ýmsa óþægilega viðburði innan fjölskyidu okkar hjóna, en aldrei gefið neitt í skyn. Þessi vitneskja hiefur stundum orðið mér harla erfið, og guði sé lof fyrir það að ekkert minna barna hefur erft þessa hæfileika tnína, að sjá fram í tímann. Eins óg ég gat um að framan erfði ég þetta frá afa. Margar sagnir uim hann eru enn við líði. Ætla ég að geta einnar Eitt fagurt sumarkvöld sat ég í fjölmennu samkvæmi mörg hundr.uð metra frá heim- iM mínu. Við fórum þangað hjónin til áð fagna atburði, sem gerðist í fjölskyldunni. Okkur leið dásamlega vel. All- ir voru glaðir og fagnandi. En mitt í glaumnum og gleðinni, sá ég allt í einu heim. Sýn- inni brá sem leiftri fyrir. En nógu lengi til þess að vita að dóttir okkar, eUefu ára, var í lifshœttu. Gegnum allan glaum inn heyrði ég rödd hennar kalla: „Mamma, mamma“- Ég bað manninn minn að aka heim. Hann ók mjög hratt, því að leiðin var löng. Þegar við komum loks heim, mætti vinnustúlkan mér í anddyrinu og sagði að dóttir okkar, sem ég gat um áðan, heifði hellt yfir sig sjóðandi vatni, sem var í potti á eldavélinni og hafði brennzt svo mikið að hún var þegar flutt á sjúkrahús. Henni Íeið mjög illa og hún hafði hrópað hvað eftir annað: „Mamma, mamma“, alveg á sama tima og rödd hennar barst til mín úr mörg hundr- uð metra fjarlægð. Þegar við hjónin stóðum við sjúkrabeð hennar þessa sömu nótt, gáfu læknarnir ekki mikl ar vonir. Þeir fullyrtu að hún ætti ekki eftir að lifa nema fáa klukku-tíma. Orð þeirra fengu ekki á mig. Ég vissi að hún mundi Mfa, fann það ein- hvern veginn á mér. En slíkt bar oft við að ég fann og hafði hugboð um eitt og annað, og brást það aldrei að allt gekk eftir því sem mér fannst það mundi gera. Svo fór að þessu sinni, þótt ’æknarnir gæfu enga von. Hún þjáðist mikið og lá lengi, en náði sér að lokuim alveg. Ég hef erft hæfileika til að skynja og sjá fram í tímann, eða hvað þið viljið kalla það. En ég flíka þeim ekki. — Ég segi fólki ekki og læt ekki berast því til eyrna hvað ég sé, eða skynja viðkomandi ó- komnum tíma. Sú vitneskja, sem ég fæ á þennan hátt er full erfið mér, þótt ég myrkvi ekki líf annarra með henni. Sennilega hef ég þessar dul- gáfur frá afa mínum. Hann var á sinni tíð mikið umrædd- ur og taMð var að hann vissi lengra en nef hans náði. Enn í dag ganga kynlegar sagnir um hann í heimasveit hans á Jótlandi, en þar bjó hann. Sagt er. áð hann hafi læknað menn og skepnur með því að horfa á það. Ungur fór hann með fjölskyldu sína til Ameríku. Hann fékk land og ætlaði að setjast þar að. Dvöl hans varð aldrei nemia eitt ár. Eitt kvöld sagði hann við ömmu: Láttu farangur okkar niður í töskur. Við förum heim með fyrstu fierð. Ég sé að landið eyðileggst og miklar hörm- ungar steðja að þeim, sem hér búa. Amma þekkti afa og and- mælti ekki. Hún gerði eins og hann skipaði fyrir. Fjölskyld- an, sem var þá níu að tölu hélt heim til Danmerkur. ,Afi seldi jörðina fyrir hlægilega lágt verð. ítali nokkur keypti hana handa sér og fjölskýldu sinni. Afi, sem ekki vildi vamm sitt vita, sagði ítalanum óður en kaupin fóru fram hivers yegna hann seldi og flytti. En ítalinn hélt víst að afi vœri geðbilaður, að minnsta toosti tók hann ekki mark á orðum hans. Hann keypti og settist þarna að með sitt fólk, en afi hélt beim. Rúmu hálfu ári eftir brott- för afa, skullu náttúruhamfar- ir yfir stórt svæði af Ame- ríku. Meðai þeirra býla, sem eyðilögðust algerlega, var jörð in, sem afi hafði átt. Fólkið fórst umvörpum. Dóu fimm manns af ítölsku fjölskyldunni en tveir komust lífs af. Á leiðinni heim bar ýrnis- legt fyrir afa. Þau fóru með skipinu Ólafi Helga. Eina nótt- ina vakti afi ömmu og sagði: — Nú var faðir minn að deyja. Þegar heim kom, var lang- afi minn dáinn. Hann varð 78 ára og andaðist sömu nóttina og á sama tíma og afi sagði. Ektoert af börnum afa erfði þessa dulgáfu, ekki heidur neitt barnaharna hans, nema ég. Guð sé lof fyrir það. Stund um er ákaflega óþægilegt að vera svona. Ég var í skóla er ég varð þess vör, að ég líktist afa í þessu. í miðjum reikningstíma stóð ég allt í einu upp og bað kennslukonuna að lofa mér að fara heim, því að hest- urinn minn væri dauður. Hvenær dó hann? spurði hún. — Fyrir fáum mínútum, svaraði ég samstundis. Eennsiukonan hélt víst að ég væri rugluð. samt leyfði hún mér að fara. Þegar heim kom var mér fylgt á éngið þar sem litli hesturinn minn átti að vera. Ég fann hann fast upp við girðinguna. Hann var dauður. Eldingu hafði lostið niður og drepið hann. Ég hef þá föstu reglu að hafa sem minnst orð á skyggni minni. Ég man aðeins eftir tveim undantekningum. í fyrstu má ég geta þesis, að mað urinn minn var að leggja af stað í langferð. Svo var ráð fyr- ir gert, að hann yrði samferða erlendum verzlunarmanni, sem var hér á ferð. — Það skaltu ekki gera, — sagði ég, þá fer illa fyrir þér. Máðurinn minn lét það eins og vind um eyrun hjjóta. En ég tót þessu fast fram'. Af því að hann vissi hvernig ég var, fór hann að mínnlm ráð- um. Hann reyndi Iffca að aiftra því að erlendi verzlunawnað- urinn færi þessa leið í bíin- um, sem hann hafði með hönd- um. En því miður tókst það ekki. Hann tók ekkert mark á orðum mannsins míns og lagði ótrauður af stað, eins og hann hafði ákveðið. r Daginn eftir varð slysið, sem mig hiafði órað fyrdr. Vagninn eyðilagðist gersamlega. Verzl- unarmaðurinn og stúdent, sem hann tók upp í vagninn á leiðinni, létu lífið samstund- is. _ í annað sinn var um að ræða mágkonu mína. Hún missti mann sinn frá stóruim barna- hópi. Þau áttu stóran búgarð úti á landi og mjög indælt heimili. En eftir að hún missti mann sinn, varð fjárhagurdnn svo þröngur að útiit var fyrir að búgarðurinn yrði seldur á nauðungarupphoði. Morgun einn er ég hafði lok- ið húisverkunum, gekk ég að shnanum og hringdi til þessar- ar mágkonu sinnar og sagði henni að kaupa miða í landibúnaðarhapp'drættinu. — Mér finnst, áð þú eigir að gera þetta, sagði ég. Hún fór að mínum ráðum og keypti, víst fyrir sinn síð- asta eyri. Þremiur vikum síðar var dregið í happdrættinu. Næst hæsti vinningur kom á miðann hennar. Það var nægi- legt fé til þess að losa hana úr f járhagsörðugieikunum. Að ég sagi fátt um framtíð annarra, á rót sína að rekja til þess að ég sé braut þeirra ekki alltaf blómum stráða. Skal ég þessu til sönnunar nefna aðeins eitt dæmi: Fyrir nokkrum árum kom til okkar maður, sem við hjónin þekktum og okkur þótti mjög vænt um. Kona hans var með honum. Þau voru nýgift og mjög hamingjusöm. Þau sátu lengi hjá okkur og gerðu áætlanir langt fram í tímann. í huga þeirra voru engir skugg ar né neitt, sem rofið gat hamingjusól þeirra. Ég játa, að útlitið var harla glæsilegt. ,^-Haim hafði lökið embættis- prófi og átti vísa stöðu þá þeg- ar. Hún var líka í háskóla og ætlaði að taka próf. Hann spurði hvað ég sæi hjá þeim, hvort framtíð þeirra yrði ekki björt og draumar þeirra rættust. Ég kvaðst ekker-t sjá. En það var aliis ekki satt, enda sagði ég sama kvöldið viö enn. Hann hefur víst ekiki þjáðst eins mdkið og ég af því að vera svona, að verða að vita og bera óhamingju annarra, löngu áður en hún skaJl yfdr. — Og þó, hver get- ur um það borið. Enginn veit hive margt afi geymdi hjá sér. Stundum gat hann verið ber- orður eins og eftirfarandi saga sýnir: Eitt sinn var hann í fjöl- mennri veiziu í sveitinni. Borð- dama afia var einhver rákasta og mikilliátasta toonan í sveit- inni. Hún var mjög þekkt kona, ekki eingöngu vegna auð æfa sinna heldur og vegna þess, hve málug og orðihvöss hún var um þá, sem orðið hafði eitthivað á. Á meðan menn sátu undir borðum var hún að fræða afa um siðferði einnar bóndadótturinnar í sveitinni. Hún hafði verdð und- anfarin tvö ár í kaupstað, en var nú komin heim með ný- fætt harn, sem hún átti. Frú- in var mjög hneyksluð yfir framferði stúlkunnar og sagði að 'lokum: — Svona dræsur tounna ekki að skaimmast sín. Afi minn hlýddi á hana án þcss að svara einu orði. En við síðustu orðin sneri afi sér snögglega að henni og sagði: — Ef ég væri sem þú, myndi ég halda heim. Ég sé, áð dóttir þín situr í hlöðuani og er í þann veginn að fyrir- fara sér. Það kom fát á frúna. Hún átti ekki von á dóttur Framhald á bls. 43. NÝBÚK IÝÐRÆBISLEG FHAGSSTÖRF M ENN EIN ÚRVALSBÓK FRÁ FÉLAGSMÁLASTOFNUNINNI LÝÐRÆÐISLEG FÉLAGSSTÖRF eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing. Bókin fjallar m. a. í máli og myndum. um lýðræðisskipu- lagið og félags- og fundastarfsemi þess, fundarsköp, mælsku, rökræður og undirstöðuatriði rökfræðinnar, áróður og hlutverk forystumanna funda og félaga, félags- leg réttindi og skyldur, félagsþroska o. fl. Yfir 20 skýr- ingarmyndir og teiknincfar. Falldg bók í góðu bandi, 304 bls., rituð af skarpskyggnl, þekkingu og fjöri um málefni, sem alla varðar. GEFIÐ VINUM YKKAR GÓÐA OG GAGNLEGA JÓLABÓK Vlu FÉLAGSIVIÁLASTOFNUNIN PÓSTHÓLF 31 — REYKJAVÍK — SÍMI 40624
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.