Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 57

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 57
TÍMINN - JÓLABLAÐ 57 Oskiljanlegur atburðu Ungur danskur stúdent segir frá atburði, sem hann varð sjónarvottur að. Frásögn hans er á þessa leið: Sumar eitt sednt á stríðsár- unum, dvaldist ég í sumarleyíi, á búgarði frænda míns, á Aust- ur-Jótlandi. Umfaverfis búgarð- inn voru víðáttumiklir skógar og fcunni ég ágætlega við mig á þessum stöðvum. Þarna var friður og ró, skógarilmur og blómaangan. Búgarðurinn lá alllangt frá alfaravegi og langt var til næstu nágranna. Veturinn áður kvæntist einn sonur frænda míns, ungri stúlku úr sveitdnni. Þau höfðu þekkzt frá barnæsku og unn- ust faeitt. Það eitt varpaði skugga á hamingju þeirra, áð faún var heilsutæp og hafð: orðið að dvéljast lengi á sjúkra faúsi. Loks sigraði lífið og læknar töldu hana heilbrigða. Fögnuður hinna ungu unn- enda varð mikill. Þau hötfðu beðið svo lengi eftir að draum- urinn rættist. í fyrstu bar ekki á að Anna, en svo hét unga konan, væri neitt veil. Alit lék í lyndi. En skömmu áður en ég 'kom, veiktist hún skyndi lega og var flutt á sjúkrahús. Engum datt í hug, að þetta væri neitt alvarlegt. Allir von- uðust eftir henni heim bráð- lega aftur. En tíminn leið og henni þyngdi heldur. Einn morgun var hringt frá sjúkrafaúsinu og maður hennar beðinn að koma eins fljótt og unnt væri. Henni hafði hnign- að. Læknarnir vildu gera síð- ustu tilraun að bjarga lífi hennar með uppskurði, en allt kom fyrir ekki. Hún andaðist nóttina eftir uppskurðinn. Þetta ''ai þung sorg fyrir frænda minn og alla fjölskyld- una. Nú vildi ég draga mig i hlé og halda heim. Sumarleyfi mitt var líka að taka enda. Þá kom þessi ungi frændi minn til mín og bað mig að doka _við fram yfir jarðarför- ina. Ég lét til ieiðast Enginn vildd vísvicandi gera honum á móti. Hann var harmi lostinn en þó áð venju stilltur og Ijúf.ur í amgengni. Jarðarfarardaginn mætti margt fólk víðsvegar að úr sveitinni. En allir í vögnum og gengu hestar fyrir. Vegna bensínskómmtunar var ekki hægt að nota bílana, þá löngu leið. sem fara varð. Þegar athöfnin var úti og fólkið var að búast til heim- farar, vildi frændi minn halda aftur að gröfinni og staldra þar við um stund. Minnsti vagninn var látinn vera eftir handa honum. Fólkið þrengdi sér í hina vagnana.en bvernig sem að var farið, var ekkert rúm fyrir einn og eftir ósk frænda míns varð ég eftir hjá honum. Lengi stóð hann við gröf- ina. Það var tekið ?ð skyggja er við lögðum af stað. Við ræddumst ekkert við. Hestur inn brokkaði eftir veginum. sem lá í gegnum skóginn. Eftir litla stund hægði hestur- inr á sér og þá loks rauf frændi minn þögnina. Hann tók að tala um hina látnu og segja mér hve mikið ástríki hefði verið með þeim. Það var þögn og kyrrð ( skóginum, blæjalogn, svo að ekkert blað bærðist á greinum trjánna. Ég h.efði áreiðanlega heyrt ef ein- hver hefði verið á ferð i grennd við okkur. Þess vegna varð ég undrandi er ég sá veru rétt fyrir aftan vegninn. Hún kom nær og nær og leið loks fram með vagninum og greip um leið í aftari hurðar- húninn. Ég sat aftur í vagn- inum, en frændi minn í ekils- sætinu. Mikið varð ég undr- andi er ég þekkti að þetta var Anna, látna konan, sem var iarðsungin fyrir fáum klukku- tímum. Ég sá hana sumarið áður á búgarðinum og sá nú glögglega að þetta <rar hún. Mér flaug í hug: — En hve það er undarlegt að ég er ekkert hræddur. Hún leit á hvorugan okkar, en horfði beint fram Ég sat alveg hreyfingarlaus og starði á hana. En allt í einiu laut frændi minn að henni og sagði: — Svona, svona Anna litla. Nú verður þú að fara. í söma andrá tók hesturinn að frýsa og prjóna. Frændi minn veifaði svipunni og hest- urinn þaut áfram og linnti ekki á sprettinum fyrr en við komum út úr skóginum. Ég var rólegur og alveg óhrædd- ur meðan ég sá Önnu standa við hliðina á vagninum. En er hún hvarf og hesturinn tók að frýsa og prjóna og þó eink- um, er ég heyrði frænda minn tala til hennar, greip mig skelfi legur óhugur, sem hélzt allt meðan við vorum inni í skóg- inum. Ég sat eins og negldur við sætið og þorði ekki að líta upp, heldur starði stöðugt niður í góLfið í vagninum. Það eitt man ég að hesturinn þaut áfram og að frændi veifaði svipunni öðru hvoru yfir höfði hans. Hvorugur okkar mælti orð frá vörum fyrr en við vor- um komnir í gegn um skóg- inn. Þá blöstu við ljósin á búgarðinum og frændi stöðv- aði hestinn. , Hann sneri sér þá að mér, og bað mig að geta þess efcki á búgarðinum, hvað fyrir okk- ur bar á leiðinni. — Þetta var Anna, sagði hann. — Hún hét mér þessu áður en hún andaðist, hét að gefa mér öruggt tákn. GLEÐILEG JÓL FARSÆLT KOMANDI ÁR ÞÖKKUM GÓÐ VIÐSKIPTI OG SAMSTARF Á LÍÐANDI ÁRI Við bjóðum bezta verðið FRANSKT BYGG: AF UPPSKERU 1969 ÓmalaS bygg, ósekkjað á bifreið .............. kr. 5.350,00 pr. tonn Nýmalað byggmjög, laust á bifreið ............ — 5.600,00 — — Nýmalað byggmjöl, 45 kg. pr.sk............. — 5.980,00 — — Dönsk kúablanda — A — köggluð — ósekkjuð á biðreið — 7.380,00 — — Dönsk kúablanda — A — í 50 kg. sk........... — 7.780,00 — — P.P.H. fóðurblöndur eru viðurkenndar fyrir gæSi í Danmörku. Bændur verzliS þar sem úrvaliS er mest og verS- iS hagstæSast. LAUSFÓÐURS-FLUTININGABIFREIÐIN ER KOMIN í GANG OG REIÐUBÚIN TIL ÞJÓNUSTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.