Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 33
TÍMINN - JÖLABLAÐ
33
Já, auðvita'5. Tó'baikiS brenn
ur.
Ég bið foriáts, var sagt og
cinhverjir lióimandi öskubakk-
ar sífellt eitandi mig hvert sem
ég fór. Hm, hm, viljið þér
ekki nota bakkann?
Ó ,þér eigið við það!
Svona lagað kom oft fyrir
Munur en í þeim löndum, þar
sem ösfcuibakkar eru næstum
óþekktir, þar sem maður iegg-
ur vindlinga iogandi á borð eða
fcastar þeim á gólf. í Diissel-
<lorf kemur aldrei fyrir að
menn missi ösku á gólf, jafn-
vel efcki að maður sjái ösku
eða brunninn vindling í ösku-
foökkum: slíkur viðbjóður er
jafnan þveginn af öskubökk-
um jafnóðum, þjóðin er sam-
taka um slíkt, þiví er atorku og
þrifnaði hennar fyrir að þakka.
Jafnvel undirvitundin er á
verði, jafnvel undirvitunðin er
tamin, jafnvel hún gerir ek*ert
rangt lengur, fær engin köst,
enga drauma, þvi hún er á
verði. Kannski er hún of mifc-
ið á verði til á5 geta verið
undirvitund?
Margt varð til þess að mig
Langaði að fremja glæpi og
fara á sjóðaadi fyllirí, þótt
slíkt væri ofboðsiegt í svona
ríki, því dryxkja er ekki með
nokkru móti jafn skipuleg í
sniðuim og alsgáningin. En
þetta vissum við Parker
ekki, gáðum ekki að því. Við
drukfcum okkur hreinlega fulla
á næturvakt. Parker gekk
svo langt að revna áð tala við
kvenfólk sem kom klukkan sex
um morgun, úrillt og gegnfúlt
af ýldu skapsmuna sinna. Fór-
um dauðadrukknir heim að
morgni klukkan sjö. En þetta
varð til þess að við fengum
skriflega áminningu frá hótel-
stjóra. Ef slíkt kæmi fyrir á
ný, yrði okkur sagt upp, hann
áskildi sér jafnframt rétt til að
draga af okkur þriggja vikna
kaup, ef til uppsagnar kæmi.
takk
Furðulegt, sagði Parker.
Maður á að vinna, rnaður
Ihefur engan siðferðilegan rétt
til að vera á svona latri nætur-
vakt þegar nóg er að gera á
daginn og maður fengi ekki
einu sinni að seijast (því tösku-
burðarmönnum var stranglega
bannað að secjaíá í vinnutíma,
þótt stundum væri ekkert að
gera, einkaniega milli níu oe
tvö og fjögur til sjö). Maður
á að vinna miklu meira en
maður gerit og ekfci hugsa um
neitt sem gefur tiiefni tii noks
urs dunds og drauma.
Það er víst.
Þá getur ekkert komið fyrir
Það er ekki svona í Ameríku
Ekki á íslandi.
IV
Mér bauðst líka annars kon-
ar og langtum betur launuð
vinna á þessu hóteli, og hún
fólst í því að bera töskur gest-
anna frá afgreiðslu inní lyftu
og úr lyftunni inn á herbergi,
og auðvitað bar manni að vera
kurteis, móttaka peningalega
þóknun, sem gat orðið 40—50
mörk á dag (fór algerlega eftir
því hve einstakir Frakkar og
Ameríkumenn voru rausnarleg
ir, eða á ég að segja: þekktu
illa gildi þýzks gjaldmiðils?:
því þjóðver.iai sáfu ávallt háift
eða teilt mark, aldrei meira
þetta v-ai regla þeir þekktu
allir regluna og eðlish-vat
ir þeirra f-óru nákvæmlega eft-
ir henni), og manni bar að
segja tafck. En ég kaus frá önd-
verðu að vi'ina um nætui b-vi
þá fékk ég að vera einn oe
gat slórað um fimm til sex
tkna. Skömm En þar sem mig
langað- að kynnast hótelinu og
lífi bess, þáði ég að vinna við
töskuburð í eina viku.
H-erra Búdolf, sem var aðal-
maður gestamóttökunnar,
spurði mig að sjálfsögðu um
aldur, hvað ég hefði starfað og
annarra persónulegra spurn-
inga. Ég sagði honuim, að ég
hefði fengizt við hitt og þetta,
um dagana.
G-ott og vel. Hvað?
Útgáfustarfsemi, til dæmis.
ritstörf, sjómennsku og fleira.
Hótel minnir mig að nokkru
ley-ti á skip, sagði ég og lang-
aði til að sjá hann verða rnont-
inn, starf yðar á starf skip-
stjóra. Ahab skipstjóri var mik-
ill maður, og . . .
Já, það er að vissu leyti rétt,
það er líf í hótelrekstri.
Ég hef að vísu ekki gáfur til
að verða hótelfær, ég meina að
ég gæti aldrei gifzt . ..
Herra Sigurjónsson! Þér er-
uð persónúlegur-
Nú, já? En hvað ég vildi
segja, þá er varla h-ægt að
v-erða sæmilegur hóteLmaður
nem-a því aðeins maður sé reiðu
búinn að giftast . . .
Herra Sigurjónsson- Þér tal-
ið persónulega-
Ég meina, að ég viL ekki
giftast. . .
Þér eruð persónulegur!
. . . hóteii.
Starf yðar hérna á gestamót-
tökunni, er í því fólgið, að þér
verðið gestun-um til þjónustu
og berið upp töskur þeirra.
Já, ég ski-1. En ég v-erð að
segja að . . .
Þér verðið að raka af yður
hökuskeggið.
En þetta er mitt eigið skegg.
Þér verðið að gá að yður, aö
tala ekki svona persónulaga.
Ég meina, að ég hef haft það
í tvö eða þrjú ár, ef ekki sjö
eða átta ár, ég man ekki hve
lengi ég hef haft það, en syo
lengi, a'ð það er orðið að hluta
af sjálfum mér, og ég vsrð ?ð
sagja að ..
Herr Sigurjónsson! Orð yðar
eru persór.uleg!
Ég biðst afsökunar, en . . .
Þér verðið að gæta yðar!
Já, herr Rúdiolf. En ég get
ekki gifzt . . .
Þér um það, herr Sigurjóns-
son, það er yðar persónulega
mál, og kemur okkur ekki vi'ðj,
en ég vildi gjarnan að þér
yrðuð gestunum til þjónustu og
hjálpuðuð þeim blessuðum viðx
að koma upp töskunum þeirra.
Mér lízt ekki á að giftast
en ég skal samt reyna . . .
Þér fáið aila vega miklu
meira kaup hérna. TaLa nú ekki
u-m, eif þér eruð liðlegur við
þá, sérlega liðlegur, hefðuð það
í blóðinu eins og ítalirnir, sem
ég efast ekki um að óreyndu
Þér ættuð að hafa þrjátíu t.ii
fjörutíu mörk á dag í ölmusu
fyrir utan fastakaupið, ef ekki
fimmtíu, ef bér eruð sérlega
liðlegur! Þér fengjuð ekki
nema þetta fastakaup ef þér
ynnuð á næturvaktinni því þar
er ekki um ölmusu að ræða,
herra Sigurjónsson.
Maður verður að vera reiðu-
búinn að giftast slíku starfi.
Ég finn og ég sé, að enginn er
þess verðugur nema hann
hreint og beint giftist því, en
ég get ekki gifzt . . .
í guðanna bænum . . .
. . . hóteli.
Herra Rú.iolf sagði mér, að
ég gæti kannski orðið þýðing-
armikill á notelir.u með tið og
tíma, ef ég xatrði mig um, ef
ég vrði liðlegur, „unnið mig
upp“ eins og það er kalla'ð.
En ég vil ekki giftast
Þarna vann ég í eina viku.
Pá hafði ég t'engið nógu góða
þjálfun til i'ó geta kallazt ;ull
reyndur töikuberi. En tiæ1ti
bá. Þetta h6*t-> uokkur furða,
og er mér sjá-lfsagt ekki til
meðmælis, því f þessu starfi var
nóg að gera frá morgni til
kvölds og hér leyfðist enginn
slæpingur eins og í hinu starf-
inu. Alla vega var manni bann-
að að setjast þótt annað veifið
væri ekkert að gera. FaL-legti
Göfugt! Maður varð að standa
allan tímann, níu tíma á dag,
sex daga viku (í hinu starfinu
tveggja daga frí á viku), við-
búinn og mjög vökull, næmur
og klár. Herra RúdoLf sagði v-ið
mig fyrsta daginn, og v-ar m-jög
reiður, alLt um það reyndi að
skerpa vinnusamvizku mína:
Herra Sigurjónsson! Þér verðið
ekki aðeins að fylgjast með
hverri hreyfingu minni og
hiverju kalli, heldur þjóna mér,
ekki áðeins lfkamlega, heldur
sálarlega!
Herra Rúdolf var harður, en
hann hafði líka rétt til þess:
Þjóðverjar gefa sig vinnunni
af Lífi og sál og virtu vinnu-
veitendur sína. Hann, eins og
þeir al'lir, ætlaðist tilj að ég
bæri virðingu fyrir sér, sem
eldri manni og áhrifameiri, en
það var nokkuð sem ég átti
nokkuð erfitt með, ko-m raun-
ar ekki til rnála. Hins vegar
líkaði mér vel við hann. Það
var oft hægt að koma við hann
orði og stundum ræddum við
saman um heima og geima.
Hina var varla hægt að taia
við, sízt þá sem höfðu veigalitl-
ar stöður en höfðu hug á i.ð
„vinna sig upp“ með tíð og
tíma.
V
Ég viðurkenni glæpi mina.
En kannski fæ ég einhvern
tíma færi á að sleppa mér
' sælu atvinnubragðanna, ef
norski eða sænsfci verzluaar-
flotinn vildi nota mig, og ég
ska-1 missa af mér allt taum-
hak í sælu vinnunnar og púla
á vic hross.
Mér fannst eitthvað óvið-
kunnanlegt að fást við skóna,
enda bölvaði ég oft. Og þó
varð reiðin mér stundum eins
og góður félagi. Ég fékk að
minnsta kosti frábærar hug-
myndir i miðjum nóttum i
kompunni minni bar sem ég
skrifaði sturid-um, eða svaf, þeg-
ar ég ekki skrif'-ið' ég fékk
stundum öluvert iiit j.iálf-um
mér í ambáttinni og fannst
ekki að ég v-æri til neins, og því
var reiði minni fyrir að þakka
eða kenna. Ég 1-eit a-lla vega
niður á Þjóðverja, leit á þá
sem dauðingja, útbrunna fyrir
löng-u, þeir minntu mig hvað
helzt á afgömul óargadýr, sem
árum saman var búið að k-velja
ti-1 að -henta fyrir sirkus. Ég
fór að verða feginn því að vera
íslendingur, svo langt gekk
þetta. Mér virtist þeir a-llt um
það ekki nema hálftamdir, og
blessaði villim-ennsfcuna. Mér
fannst Þjóð'verjar mjög ólíkir
okkur að þessu leyti, að þeir
höfðu fengið menninguna, og í
of ríku-m mæli, við ekki, sem
betur fer. Skynsöm þjóð, þjóð
fuLl a-f vísindum, að minnsta
kosti vísindum hins borgara-
lega lífs, það er: vissu hvernig
átti að sitja og standa, en þjóð
sem hafði akki snefil af gáfuim.
Ég m-undi líklega síðast hafa
farið til Þjóðverja í leit að
sönigvurum eða fagurgölum,
aLlt um það fyrr til íslendinga,
þótt þeir séu kannski aðeins
gerðir fyrir gnófgerðan striga-
bassa. Og áiþráin kvaldi mig
og píndl mánuðum saman, bæði
til íslands og annarra landa,
kannski öllu helzt til íra, því
þar fann ég hið fulla mótvægi
við þessa þurru iauðhreinu
germani
Út á Þjóðverja er þó svo sem
ekkert hægt að setja Þeir éta
vel (hafa líklega aldrei orðið
að hung'-a á sama natt og við)
og eru i'ramúrskarandi heil-
brigðir. Svr, heilbngðir, að beir
geta ekki iðjuiausi: verið. Og
þar sem kvenfólkið (að því
leyti sem tn þess semur) he:
ur ekki -kvenlegt eð-li er bað
síhreinsandi allt >g alla. Það
er var-la hægt að óhreinka sig
í þessari borg, enda hef ég
aldrei séð gráan blett á Þjóð-
verja síðan ég Ko.-n. Þeim er
hver hreyfing neðvituð og
missa ekki úr bollum. Ég hef
séð konur drekka saffi en þær
bjuggu sig undir bað af stök
ustu ná'kvæmni svo að ekki
varð lengra komizt Þær sottu
framan á sig nokkurs konar
kaffivarnarsvuntur. eða á ég
að segja rjómavarnarsvuntur.
því líklega voru þær hvað helzt
.......starfið fólst í því að bera töskur gestanna frá afgreiðslu
inn í lyftu og úr lyftunni inn í herbergi, og auðvitað bar manni
að vera kurteis ....
til að koma í veg fyrir að rjóm-
inn af tertum þeirra læki nið-
ur á lær þeim, því slíkt væru
ósköp. Þó veit ég ekki til að
nokkur dropi félli á þær, býst
ekki við að slík-t hafi gerzt í
germanskri sögu, þvi Þjóðverj-
ar eru frábærlega nákvæmir
menn og aðgætnir í slíkum sök-
um. Ef kona missri rjóma fram-
an á sig, mun-di búr sjá-lfsagt
missa mannorðið o-g líkLega
verða að hrekjast ur borg.
Mann xangar í byltingu við
að bera vitni um slíkan þrifn-
að, frernja st-órglæpi, allt um
það ganga í makandi skítugum
fötum.
Vinur minn einn, varð svo ó-
lánsamur, að fara urn miðhorg-
ina á leiðinni heim til sín, í
stað þess að forðast umferða-
götur, en það varð til að um-
ferðin stöðvaðist um lengri •
tíma, þvd af bonum var s-vita-
lykt. F'óLk fann hana og stöðv-
aðist af hrolli. Borgin komst í
uppnám og taugahnútur borg-
arinnar þrútnaði af skelfingu
og hneykslun
Ég sagði honum að hann
mun-di gjarnan hafa frelsi til
að svitna á fsJandi, en hann '
skildi mig ekki.
Á hótelinu varð manni ein-
um á að greiða hár sitt af
fi-ngrum, og það um miðjan dag
þegar flest var
Þetta er a;veg hroðalegt!
sagði herra Rúdolf.
Alveg sjokkerandi endemi!
Ég sá þetta! Rúdolf! Fleiri!
Við urðum allir furðu lostnir
(um 240 manna starfslið hótels
ins). Hvað verður gert!
Aumingja maðurinn að
valda svona hneyksli, því auð-
vitað gerði hann það óviljandi.
gáði ekki að sér. Hvað verður
gert! Missir hann stöðuna!
Svona lagað nær engri átt,
satt að segja. Svona lagað ger-
ist ekki nema einu sinni tvisv-
ar á öld. Gott ef svona m-enn
flá nokkurs staðar vinnu.
Hótelið er að vísu á mjög
áríðandi stað, en mjög glanna-
legurn, satt að segja. Það fæst
víst sjaidan neitt gott í þessu
lífi nema eitthvað ljótt þurfi
alltaf að fylgja því. Glannaleg-
um stað. Ekkert má út af bera.
Grasflötin fyrir framan býður
hættun-um heim. Því eins og
þú sást í gær gerðu börnin sér '
lífið fyrir og féru að hoppa og
jafnivel velta sér á grænu gras-
inu. Svo það er ekki langt f
hneykslin!
Hvað hugsa gesth-nir! Þeir
borga fyriri að vera hérna í
hjarta borgarinnar, v en við
hverju m-á ekki búast þegar
svona lagað kemur fyrir. Hótel-
ið má ekki einu sinni hafa flöt.
Ekkert má vera flekklaust os
sætt.
Svona lagað nær ekki nokk-
urri átt herra Adolf, er sagt að
hótelstjórinn hafi sagt við
Adolf, niðurbrotinn manninn.
Þér verðið að þvo yður.
Þvo mér? sagði Ádo-lf.
Hyað haldið þér! Þér hafið
í sjálfum vinnutí-manum farið -
fingrum inn í hár yðar svo fólk
sá til, herra Adolf, þér voruð
staðinn að verki!
Já, herra.
Svona lagað getur sko ekki
gengið, það bljótið þér að sjá.
Já, herra.
Með fingurna inn í hárið!
Ég biðst innilega ...
Ég gef yður hér með áminn-
ingu herra Adolf, og læt það
nægja í þetta sinn, en ef svona H
lagað kemur fyrir í annað sinn.
verðið þér að fara. það hljótið
þér að geta skilið, Adolf.
Ég gerði það óviljandi,
herra. Ég á vanda til að . .
Herra Adolf! Gáið að yður, í •
guðanna bænum!
Ég meina, að ég á vanda til
að . . .
Þér ta-lið persónulega!
Ég biðst afsökunar.