Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 3
3 y Ví/\h)<) ■ ) i/1/1.ii n 1 > r ) i TIMINN - JOLABLAÐ Tíminn hefur vegna útkomu jólablaðs lagt spurningu fyrir nokkra kennimenn landsins og báða vígslubiskupana. Einnig hefur herra biskupinn, séra Sigurbjörn Einarsson, ritað ávarpsorð í blað- ið af þessu tilefni. Spurning blaðsins er dregin af upphafi á sáhni Lúthers, sem hljóðar svo: Sigurbjöm Einarsson biskup HVE TRAUST ER SÚ BORG í SAMTÍMANUM PÉTUR SIGURGEIRSSON VÍGSLUBISKUP: Spurning Indriða G. Þor- 8teinis«onar minnir mig á um- mæli, er ég^ las eftir kunnan fræðiimann, Árna Óla: „Notókru eftir kristnitökuna hefir farið öflug trúarvakning- aralda um landið. En með siða skiptunum hjaðnaði hún, ög stendur svo fram undir sein- ustu aldamót. . . Vegna fórn- fýsi og áhuga manna á því að reisa nýjar kirkjur, er ekki of djarft að álykta, að ný trúar- vaknin" «ó qfj bnfiast í land- inu og að hún muni verða en.gu minni en trúarvakning- in á 12. öld.“ (Lesbók Mbl. 7.3. ‘65) Ég veit efcki, hve margír hafa tekið eftir þessum skrif- um, en ég tel ástæðu til að vekja athygli þeim varðandi þessa_ spurningu ritstjórans. — Eg er á þeirri skoðun, að trú manna á Guð sé sízt minni nú en á liðnum tímum. Hvað er guð? — „Hinn sanni Guð er alfullkomin æðsta vera, sem allt hefir skap að og öllu stjórnar. Hann er ósýnilegur ótakmarkaður andi, sem hefir líf, vitund og frjáls- ræði, en engan líkama. (Helga- kver 1. katfli, 8. grein) Trúin á Guð er manninum ásköpúð. En maðurinn getur gert margt og mikið bæði til þess að veikja og styrkja trú sína. Og rás viðburðanna í lífi bans hefir sterk trúarleg áhrif. Um trúna á Guð hefir merk- ur trúfræðingur komizt þann- ig að orði: „Guðsmyndin kem- ur fram í viðleitni þinni að láta réttlætið bera efri skjöld í meðaumbun þinni og misk- unnsemi, og hvenær sem þú leggur þitt eigið í sölurnar ai kærleika til annarra." — (Nvtt Kirkjublað 15.2. ‘13) Ég gæti bent á mörg dæmi úr hinu daglega lifi, er renna stoðum undir þá skoðun, er ég hefi öðlazt í prestsstarfi mínu á þriðja áratug, að guðstrú manna er bæði almenn og sterk. — Einn af okkar þjóð- kunnu athafnamönnum, Ragn- ar Jónsson í Smára, skrifaði vettvang dagsins urn viðhorf sitt til orða Jesú í fjallræð- unni, þar sem talað er um guðs ríki og að þess skuli leitað fyrst aills: „Ég trúði þessu eins og öðru, þegar óg var barn, blindandi, sem unglingur þreif aði ég á því margsinnis, en áratuga lífsstrit hefir til við- bótar staðfest þessa barnatrú. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“ (Mbl. 19.11. ‘68) — Ég vildi mega taka undir orð hans, og svo veit ég, að er um fleiri, sem Framhald á bls. 60. SIGURÐUR PÁLSSON VÍGSLUBISKUP: „Vor Gúð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja“. . . Þessi sálmur er eftir Mart- ein Lútlher og orti hann sálm- inn út af megin hugsun Davíðs konungs í 46. sálmi hans, en bann hefst svo: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins“. Lúther gaf sálminum einnig þajð lag, sem honum hefur á- vallt fylgt. Þessi sálmur er oft nefndur fánasöngur mótmæl- enda af því að allar kirkju- deildir þeirra nota hann. Eng- inn sálmur mótmælenda er til í jafn mörgum þýðingum og hann. T.d. er talið að enskar þýðingar hans séu 70 talsins. Auk þess er hann þýddur á flestar þær þjóðtungur, sem kristnir menn nota. Hin ís- lenzka þýöing, sein nú er not- uð, er eftir Helga Hálfdánar- son lector, einn hinn merkasta sálmaþýðanda íslands fyrr og síðar. Sálmurinn var fyrst nrentaður í ..Kluers Gesanff- buch“ 1529. Sumir fræðimenn telja að hann sé ortur í sam- bandi við ríkisþingið í Speier, sem haldið var það vor og þar sem mótmælendur fengu fyrst nafnið „protestantes“. Vegna hins hreina trúarvið- horfs og hins bjargfasta guðs- trausts, er sálmur þessi haf- inn yfir trúarstefnur og breyt- ingar tímanna. Því er hann öll- um kristnum mönnum tiltæk- ur, sem leita trúartrausts eða vilja túlka það. Hann er líka hafinn yfir takmörk kirkju- deilda. Það kom í ljós þegar rómversk kaþólsk messa var fyrst sungin á ensfcu í Ameríku. Þá lét biskupinn i St. Louis syngja þennan sálm. Nú er spurt, hvað þessi sálm ur þýði fyrir nútímamanninn? Þá kemur erfiðleikinn, að gera sér grein fyrir, hvernig er „nútímamaðurinn“. Hvað er átt við með þessu orði, sem venjulega er notað án hugsun- ar? Sumir kalla sjálfan sig og samsinnunga sína „nútíma- menn“ og annað ekki. Aðrir kalla það, sem þeim er ógeð- Framhald á 45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.