Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 40

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 40
40 TÍMINN JÓLABLAÐ G-einmundur heljarsikinn átti ríki á Rogalandi, en þegar Haraldur liifa hafði lagt und- ir sig ríkið allt, sá hann sinn kost vænstan að ráðast brott, því hann fékk þar engar sæmd ir. Tók hann það ráð að leita til íslands, sigldi skipi sínu inn Breiðafjörð og lagðist við Ell- iðaey. Spurði hann að fjörður- inn væri fullbyggður að sunn- an en lítið eða ekki vestra. Héílt hann þá inn að Meðal- fellsströnd og nam Iand frá Fábeinsá að Kloíasteinum. Ifann var hinn fyrsta vetur á Búðardal en bjó síðan á Geir- mundarstöðum undir Skarði. Geirmundur var mikill höfð- ingi og hafði rausnarbú fjöi- mennt. Þótti honum því land- nám sitt lítið um of, fór vest- ur á Strandir, nam þar land og setti upp fjögur bú. Eitt þeirra fékk hann til varðveizlu Atla þræili sínum og einnig fjórtán þræla, er hann skyldi hafa forráð fyrir. Þegar Vébjörn Sygnakappi braut skip sitt undir hömrum þeim, er síðan heita Sygna- bleif, bauð Atli honum vetur- setu, ásamt systkinum og fylgd arliði, bað hann þau engu launa vistina, sagði Geirmund eigi skorta mat. Hella-Björn fór til íslands og kom í Bjarnarfjörð með al- skjölduðu skipi. Síðan var hann Skjaldar-Björn kallaður. Hann nam land frá Straum- nesi til Dranga og í Skjalda- bjarnarvik bjó hann, en átti bú í Bjarnarnesi. Geirólfur braut skip sibt við Geirólfsgnúp. Hann bjó þar síðan undir gnúpnum. Er ekki ólíklegt að skáli hans hafi stað- ið í Sigluvík. Þorvaldur, faðir Eiríks rauða, bess er fann Græníand, nam Drangaland og Drangavík til Enginess og bjó á Dröng- um alla ævi. Þrir synir Herröðs hvítaskýs námu land á Ströndum. Ey- vindur Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð og Ingólfur Ing- ólfsfjörð. Þeir bjuggu þar síð- an. Þannig eru fornar sagnir skráðar um upphaf þeirrar byggðar, sem síðan hélzt nær óslitið fram yfir miðja þá öld, er við lifum, en sú byggð er nú ekki tengur tli. Allt frá Bæjarhverfinu á Snæfjallaströnd, landnámi Þór ólfs fasthalda, til Ingólfsfjarð- ar er nú aðeins eitt byggt ból, heimkynni vitavarðarins á Horni. Er jwí augljóst, að nú- tímafólki, kvnslóð tæknimennl aðrar aldar. sýnist ekki jatn fýsilegt að hafa barna stað- festu og forfeðrum og for- mæðrum fyrir því nær hálfri elleftu öld. En erfitt er að trúa því. að þeir, sem komu þá nm langvegu austan yfir haf, hafi af ráðnum bug viljað dæma sig og niðja sína til eymdar- lífs á hala veraldar. Ekki verður dregið í efa, að ósnortin náttúra hefur um margt boðið betri kosti til lands og sjávar fyrstu byggj- endum landsins, en þeir síðar máttu við búa. En fullvíst er þó, að enniþá eru útstrandir ekki svo rúna - öllum nytjum eða náLtúran naumgjöful, að Fjöllin eru brött og torgeng. þær orsakir einar hafi til þess dugað, að fólkið braut áttbaga böndin og lét byggðina auða eftir standa. Af fornum jarðalýsingum má sjá, að þarna hafi verið gagnsöm býli og hótt metin. Fylgdu þeim margs konar hlunnindi, t.d. eggver í eyjum og björgum, silungur í ám og lónum, selveiði, viðarreki og góðir möguleikar til útræðis, auk þess, sem þar voru einnig grösug og víðlend engi. Á flest um býlum austan Horns, sem nú eru í eyði, var á fyrri hluta aldarinnar rekinn myndar- búskapur og sums staðar stór- búskapur, þegar öll föng eru til tínd. A Hesteyri voru um skeið miklar athafnir, meðan h.í. Kveldúlfur haíði þar síldar- stöð. Þá höfðu útvegsbændur í Aðaivík, sérstaklega á Sæbóli og Látrum, mikil umsvif og gerðu 'sinn Mut góðan margt ár. Kirkjan á Hesteyri var byggð af Norðmönnum 1899 og þjón- að af prestum í Aðalvík eins og um útkirkju væri að ræða. Þar var séra Jónmundur Ilalldórs- son síðast preslur. Öll bygigðin austan Horns, að Geirólfsgnúp, tilheyrði Grunnavíkurprestakalli og eru um það fornar heimildir, að kirkja hafi staðið í Kirkjubóli í Reykjarfirði — annexía frá Stað — þá voru einnig bæna- hús í Bolungarvík og Furu- firði. Bænahúsið þar endur- byggt 1899 og skyldi sóknar- presturinn fllytja þar tíðir tvisv ar á ári. Um Furufjörð er sagt, að hann sé ágætis bújörð, dalur- inn fagur, breiður og grösug- ur, enda var þar jafnan fjöl- býli. í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalín, segir, að þar sé „óbærilegur troðn- ingur og kostnaður af gest- bvæmd þeirra, er úr Jökul- fjörðum koma þangað með hesta eftir viði vetur og sum- ar og verða þar að dvelja með- an trén eru löguð á hestana“ Þessu mun jafnan hafa ver- ið svona farið meðan byggð hélzt í Furufirði, að bændur komu vestan yfir Skorarheiði og sóttu trjávið til Stranda- manna. Þá mun einnig hafa átt sér stað, að bændur vestan frá Djúpi fóru austur um Jök- ul og sóttu rekavið að Dröng- um. Þær fornu heimildir, sem greina frá búsetu manna og lífsháttum á Ströndum bæði austan og vestan, telja að ó- blíð veðrátta hafi þrengt mest kosti fólksins. Þokur og regn á sumrin, svo hey urðu ekki þurrkuð, og ísalög á vetrum og fram eftir vori, svo ekki varð komizt til miða og jarð- bönn og gróðurleysi stefndi bú stofni í voða. Þessu lögmáli hnattstöðunn- ar hefur byggðin orðið að lúta á öllum öldum og fólkið að búa sig undir að mæta þeim erfið- leikum, eftir því sem það á hverjum tíma hafði tök á. Og ekki er eðlilegt að álykta, að maður tæknialdarinnar hafi til þess lakari skilyrði að bregð- ast við og forða áföllum, en hinir, sem fyrr voru á ferð. Þótt Mt árferði kreppti mjög kjör fólks fyrr á tímum og geri, að því er virðist, ennþá, flutti hafísinn stundum tiappa- feng á fjörur útskagabúanna Árið 1817, lá hafís með öll- um Ströndum austan Ilorns og ve?ían' ^a kom inn á Aðalvík grúi af vöðuselskópum, svo fyllt ur var hver báturinn eftir ann- an. Og árið 1837 komu þar á land ellefu stórhveii undan hafís. Árið 1876, kom Þorvaldur Thóroddsen inn á Aðalvík með danska eftirlitsskipinu Fyllu, hafði það hrakizt þangað und- an ís. Hann getur þess, að meðan þeir lágu inn á víkinni. þrjá daga, kafi verið dreginn þar óþrjótandi fiskur, þorskur, ýsa og lúða. Getur hann þess sérstaklega, að veiðzt hafi 80 punda lúða á þrítugu dýpi. Enda þótt oft vœri hart í ári á 19. öld, verður ekki séð, að lífisb j argar vegir Stranda- manna hafi verið lakari en í öðrum byggðarflöaum. Árið 1838 ganga til dæmis tuttugu róðrarskip frá Gjögri. Þegar Þorvaldur Thór- oddssen fór um Strandir árið 1886 og með honum Ögmund- ur Sigurðsson, síðar skóla- stjóri í Hafnarfirði, var mjöig illviðrasamt sumar, enda virð- ist honurn ekki greiðar götur þar um byggð, né mildur út- hafsandinn, sem inn yifir land ið blœs. Og án þess þó að draga á nokkurn hátt í efa, sannleiksgildi þeirra sagna, er hann síðar skráir um lands- hætti þar og lífsbjargarvegi, gæti maður þó látið sér koma til huigar, að nokkru mildara hefði verið með farið, ef glað- ir sunnan vindar hefðu leikið um ibyggðina og sófl Ijömað yf- ir hafi. Það var víðar en á Strönd- um, sem óruddir og fáfarnir götutroðningar urðu ógneiðfær ir eftir langvarandi regnveð- ur í byggð og krapahríð á fjöll um, ekbi sízt þar sem leiðin liggur um brattar skriður og grýtt fjallaskörð. Ekki verður þó sagt annað, en landið þar norður frá eigi tiil nokkra mýikt, þar sem eitt burðar- hross þeirra flélaga hrasar í Barðsvíkursbörðum og tek- ur marg^r veltur og boflilsteyp- itr því nær niður á jafnsléttu án þess að saka að öðru en því, að af sprettur reiðingur og baggarnir losna. Um búskap í Bjarnarnesi norður undan Homi, seg- ir^ Þorvaldiir: „Á Bjarnamesi býr Jón bóndi Guðmundssoin, sá eini, sem heldur fróttablliað á norðurströndum. Fól&ið á Bjarnarnesi lifír einuagis á sjávarafla, káili (sennilega .skarfabáli), fjallagrösuim og fugilatekju í Hornbjangi“. Um annan bónda, Guðanund Óllafs- son í Smiðjuyík, getur hann þess, að hann sé í Þjóðvinafé- laginu. Að öðru leyti lætur hann flítið yfír bókakosti heim- ilanna eða möguleikum fófks- ins til samskipta við umheim- inn, enda hefur einangrun sem afleiðing erfiðra samgöngu- hátta, verið Mutskipti út- strandahúans um afllar aidir. Þessir annmarkar byggðar- innar munu þó fyrst hafa orð- íð fólkinu fiyllilega Ijósir.' þeg- ar læknaþjónusta barst ís- lendingum og Strandamenn urðu 'þar öðrfumi afskipítari. f miðborginni í Reykjaivík eru búsettir fcveir rosknir menn úr hópi þeirra síðustu sem yfirgáfu byggð sína á Hornströndum. Sigurður Finn bogason frá Sæbóli í Aðaiivík og Sumariiði Betúelsson frá Höfn í Hornavík. Sigurður átti heima á Sæ- bóli í 54 ár og áður höfðu þar búið foreldrar hans, Finnbogi Finnbjörnssón og Hansína Bæringsaóttir. Þau undu þar vel hag sínum og börn þeirra liðu ekki skort. Engin haíði orð á. því eða taidi, ti-1 tíðinda, þótt nobkuð þyrfti á sig að leggja til þess að ná lífsbjörginni. Fjöllin eru brött og torgeng og brimlend- ing víða viðsjál þeim er sjó sækja. En þessum kosti varð fólkið að sæta. Það þckkti ekki annan betri sér til handa. í byggðinni voru sterkar og ó- slitnar taugar át.thagatryggðar og ættarerfða. Þeir voru engir stórbændur Sæbólsmenn. Fimmtán til tutt ugu kindur, ain til tvær kýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.