Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er stórkostleg sýning,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra, eftir að hann og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, höfðu skoðað yfirlitssýningu á verkum Dieter Roth, en hún er sett upp á tveimur stöðum í New York, Mus- eum of Modern Art og listastofn- uninni PS1. Dieter Roth fæddist í Sviss árið 1930 og lést 1998. Eins og glögg- lega kemur í ljós á sýningunum varð Ísland mikill áhrifavaldur í lífi Roths, en hann kvæntist árið 1956 Sigríði Björnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Allar götur síðan var Roth með annan fótinn á Íslandi og sér þess víða stað í gríðarlega um- fangsmiklu og tilraunakenndu lífs- verki hans, teikningum, grafík, tón- list, bókverkum, myndböndum og skúlptúrum. Yfirlitssýningin á verkum Dieter Roth hefur fengið afar lofsamlega umfjöllum í bandarískum fjöl- miðlum. Í New York Times var tal- að um að Roth væri annar tveggja risa þýskrar eftirstríðsáralistar, samhliða Josef Beuys. Forsætisráðherrann og fylgd- arlið hans skoðaði sýningarnar í fylgd sýningarstjóranna. „Þetta er mjög áhrifarík uppsetning á verk- um Dieter Roth. Maður er eiginlega í hálfgerðu losti eftir að hafa geng- ið í gegnum lífssögu hans hér.“ Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen skoða verkið Grosser Teepich sem Dieter Roth vann með veflistakonunni Ingrid Wiener á árunum 1984–86. Verkið er á yfirlitssýningu á verkum listamannsins í Museum of Modern Art. „Stórkostleg sýning“ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti sér starfsemi Ferðamálaráðs Íslands í Norður-Ameríku, í heim- sókn á skrifstofu þess í New York. Ferðamálaráð deilir húsnæði með sambærilegum stofnunum hinna Norðurlandanna, og þar tóku Einar Gústavsson framkvæmdastjóri og Pétur Ómar Ágústsson markaðs- stjóri, auk Magnúsar Oddssonar, for- stjóra Ferðamálaráðs, á móti ráð- herranum. Í máli Einars kom fram að Ferða- málaráð og Icelandair hefðu náið samstarf um markaðssetningu Ís- lands sem ferðamannalands í Banda- ríkjunum, og hefði átak síðustu miss- era, „Iceland Naturally“, þegar skilað mjög góðum árangri. Gengur það út á að sameina boðskap allra þeirra aðila sem áður voru að reyna að vekja at- hygli á Íslandi sem viðkomustað. Árið 2003 var 120 bandarískum blaðamönnum boðið til Íslands en fjallað var yfir 300 sinnum um landið í bandarískum fjölmiðlum á árinu. „Við erum í tísku og höfum verið það síð- ustu fjögur, fimm árin,“ sagði Einar. Nærri 25.000 fyrirspurnir berast skifstofu Ferðamálaráðs í New York á hverju ári og vakti Einar sérstaka athygli á því að þrátt fyrir að þetta væri sameiginleg skrifstofa allra Norðurlandanna væru langflestar fyrirspurnanna um Ísland. Það væri mikilvægt að fjölga bandarískum ferðamönnum, engir aðrir ferðamenn skildu eins miklar tekjur eftir í land- inu. Ísland sagt í tísku hjá Bandaríkja- mönnum FÉLAGSMENN í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur (VR) hófu í gær að kjósa um kjarasamning VR við Félag íslenskra stórkaupmanna á Netinu (FÍS) en um 10% fé- lagsmanna í VR starfa samkvæmt samningnum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segist telja að þetta sé fyrsta kosningin um kjarasamning á Netinu hér á landi og hún slái tóninn fyrir það sem koma skal. „Við sjáum fram á það að ef við myndum viðhafa póstatkvæða- greiðslu þyrftum við að senda þrjú umslög með atkvæðaseðli, skýring- arblaði og kostnaður á hvern fé- lagsmann væri 400–500 krónur. Fé- lagsmenn í VR eru rúmlega tuttugu þúsund þannig að slík kosning myndi kosta um tíu milljónir. Þannig að við erum að gera þetta í hagræðingar- skyni,“ segir Gunnar Páll. Félagsmenn í VR sem þiggja laun samkvæmt samningi VR og FÍS fengu sent lykilorð í pósti og geta síðan kosið með því að fara inn á vef VR, www.vr.is, fyrir 23. apríl. Fyrsta rafræna kosningin um kjara- samning ÞAÐ blés hressilega á fjórtándu hæð í fyrstu turnbyggingunni af þremur sem einkenna munu 101 Skuggahverfi sem óðum er að rísa í miðborg Reykjavíkur. Uppsteypu fyrsta áfanga er lokið og var tímamótunum fagnað með heitu kakói og kleinum í glampandi sól- skini og hávaða roki í annarri af tveimur þakíbúðum í turninum í gær. Að sögn Einars I. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra 101 Skuggahverfis, hefur sala á íbúðum gengið samkvæmt væntingum og hafa 35 íbúðir af 79 í fyrsta áfanga þegar verið seldar. „Það hefur gengið eftir okkar væntingum og reyndar heldur betur en við reiknuðum með. Það er nokkuð í að íbúðirnar verði af- hentar og nú þegar húsið er uppsteypt fer aðalsölutíminn í hönd,“ segir hann. Fyrsta skóflustungan var tekin 15. mars í fyrra og er áformað að afhenda fyrstu íbúð- irnar í lok september á þessu ári. Að sögn Einars hefur talsvert verið selt af stærstu íbúðunum og þeim minnstu og nokkrar íbúð- ir í milliflokki. Stærsta einkaframkvæmd í miðborginni Forsvarsmenn framkvæmdarinnar segja uppbyggingu 101 Skugghverfis vera stærstu einkaframkvæmd í miðborginni. Alls verði 250 íbúðir í hverfinu fullbyggðu sem muni leiða til 30% íbúafjölgunar í miðborginni eða sem nemur 800 nýjum íbúum. „Þetta mun hjálpa verulega til við að hleypa lífi í miðborgina. Hér er verið að vinna brautryðjendastarf og sama þróun hef- ur verið að eiga sér stað annars staðar í mið- borgum í Evrópu,“ segir Einar. Sem dæmi um byggingarstærðir fóru alls um 9.000 fermetrar af steypu og 1.100 tonn af járni í fyrsta áfangann. Grunnflötur bygg- inganna verður 35.000 fermetrar auk 8.400 fermetra bílageymslu. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um sex milljarðar króna. Stærð íbúðanna er frá 69-280 fermetra og kosta þær frá 14,5 milljónum, til 50-60 milljóna króna, dýrustu þakíbúðirnar. Framkvæmdir við húsið eru í höndum Eyktar en Eignamiðlun og Húsakaup annast sölu íbúðanna. Kynning stendur nú yfir á 101 Skuggahverfi í Kringlunni við verslun ÁTVR. Tæpur helmingur af 79 íbúðum í fyrsta áfanga 101 Skuggahverfis í Reykjavík seldur Fyrstu íbúðirnar af- hentar í september Morgunblaðið/Ásdís Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, rekur sögu framkvæmdanna. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti í ríkisstjórn í gær til- lögur minkanefndarinnar svonefndu. Nefndin leggur m.a. til að frá næstu áramótum verði sett lög til næstu sex ára um aðgerðir gegn útbreiðslu minks, bæði með rannsóknum og veiðum, í því skyni að afla þekkingar um hvort og þá hvernig hægt sé að stuðla að útrýmingu minks í ís- lenskri náttúru. Áætlaður kostnaður við verkefnið á tímabilinu 2005–2010 er metinn á 600 til 700 milljónir. Minkanefndin var ekki einhuga og skilaði fulltrúi Náttúrufræðistofnun- ar Íslands séráliti. Siv Friðleifsdóttir segir að þar sem um sé að ræða mjög viðamiklar tillögur, sem feli bæði í sér lagafrum- varp og mikil fjárútgjöld, hafi rík- isstjórnin að sinni tillögu ákveðið að setja á fót nefnd sem mun yfirfara þessar tillögur og sjá hvernig verður hægt að koma þessum málum í fram- kvæmd. Í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að mat á stofnstærð minks liggi ekki fyrir, þótt ljóst sé að út- breiðsla minks sé mikil og að hann sé að finna um allt land. Nú sé álitið að stofnstærð minks geti verið allt að 35 þúsund dýr að hausti. Nefndin leggur til að hafnar verði veiðar á mink í útrýmingarskyni á völdu svæði, vel afmörkuðu, sem hægt verði að verja. Hafa Vestfirðir ásamt Dalabyggð verið nefndir þar sérstaklega. Í tillögum nefndarinnar segir jafn- framt að frá því að skipulegar að- gerðir hófust 1957 hafi 900 milljón- um króna verið varið til minkaveiða á núverandi verðlagi, þar af um 200 milljónum á síðustu fimm árum. Ár- leg veiði hafi verið á bilinu 6–7 þús- und dýr og tekist hafi að halda af- mörkuðum svæðum nær minklausum með stöðugri veiði. Gagnrýnt af Náttúrufræðistofnun Þá leggur nefndin til að ábyrgð á veiðum verði færð frá sveitarfélög- um yfir til ríkisins enda ljóst að til- tölulega fá sveitarfélög standi undir meginkostnaði við minkaveiðarnar vegna þeirra hlunninda sem þar sé að finna og annarra náttúrulegra verðmæta. Ekki var fullkomin sam- staða í nefndinni og skilaði Guð- mundur A. Guðmundsson, fulltrúi Náttúrufræðistofnunar, séráliti. Hann telur m.a. að vegna skorts á upplýsingum um stærð minkastofns- ins sé óverjandi að fara út í auknar veiðar með tilheyrandi kostnaði, án undangenginna rannsókna. Telur Guðmundur að það hafi verið óþarft og óráðlegt að setja sér lög. Það sé stefna meirihluta nefndarinnar að hefjast handa við aðgerðir sem muni kosta mörg hundruð milljónir króna, án þess að nokkrar líkur séu á að þær beri tilætlaðan árangur. „Nátt- úrufræðistofnun er mótfallin því að ráðist verði í þessar afar dýru tilraun til útrýmingar minks á Íslandi sem áætlunin er að ráðast í án viðhlítandi þekkingar á stofnstærð og núver- andi veiðiálagi,“ segir m.a. í álitinu. Ný lög um aðgerðir gegn mink Annarri nefnd verður falið að skoða tillögur minkanefndarinnar ♦♦♦ ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að halda áfram flugi til Sauðárkróks. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin sé tekin vegna mikilla viðbragða við áformum um að hætta flugi þangað í maí næstkomandi. Unnið sé hörðum höndum á mörg- um vígstöðvum að framtíðarlausn flugsins til Sauðárkróks og í trausti þess að sú lausn verði fundin næsta haust sé þessi ákvörðun tekin. Ís- landsflug hefur í vetur flogið átta sinnum í viku til Sauðárkróks og ætl- ar að hafa fimm ferðir í viku í sumar. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir þessi tíð- indi frá Íslandsflugi vera fagnaðar- efni. Ákvörðun félagsins gefi sam- gönguráðuneytinu rýmri tíma til að vinna að lausn málsins til framtíðar. Engin niðurstaða sé komin hjá ráðu- neytinu um hvort og hvernig sam- gönguyfirvöld geti stutt við áætlun- arflug til Sauðárkróks. Vonandi náist það fyrir næsta haust. Íslandsflug heldur áfram að fljúga til Sauðárkróks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.