Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk HJÁLP! ÉG ERHRÆDDURVIÐSTÓRA,STERKAKÖTTINN HJÁLP! ÉG ER HRÆDDUR VIÐ STÓRA, STERKA KÖTTINN! HVAÐ? HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA ÞARNA INNI? ÞAÐ SAMA OG ÞÚ ERT AÐ GERA ÉG VOR- KENNI ÞÉR! ÉG VORKENNI ÞÉR LÍKA! ÞETTA ER ÞAÐ SEM GERIST EF MAÐUR HEFUR ENGAR ÁHYGGJUR... Svínið mitt © DARGAUD ZZZZ SKJÓTTU ÞÁ ALLA NIÐUR! GROI! BANG BANG GROIN! GROI GROIN GROIN MÁ ÉG LÍKA? Ó! MAMMA OG PABBI ERU AÐ KOMA ELSA! ÞÚ VERÐUR AÐ VAKNA! ÞAU ERU KOMIN! ÞÚ VERÐUR AÐ FARA GROIN! AAAAAHHHHHHH! JÚHÚ! VIÐ ERUM KOMIN HEIM! VORU ÞAU GÓÐ? JÁ, MJÖG PRÚÐ BLESS, BLESS ELSKURNAR MÍNAR BLESS ELSA AF HVERJU ERU ÞAU ALLTAF SVONA GÓÐ ÞEGAR ELSA ER AÐ PASSA ÞAU EN EKKI ÉG? KANNSKI KANN ELSA BARA BETUR EN ÞÚ Á BÖRN... HMM BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÓTTINN við að tjá sig í margmenni er ein algengasta hræðslutilfinning sem til er. Því er haldið fram að það jafnist á við dauðahræðslu hjá sum- um. Kannast einhver við þessa til- finningu? Ert þú kannski einn þeirra sem bíða eftir að einhver annar beri upp spurninguna sem brennur á þér? Eða sárlangar þig til að flytja ætt- ingja eða vini smátölu af sérstöku til- efni en lætur það ógert og sérð alltaf eftir því? Hvers vegna skortir kjarkinn? Það er ef til vill óttinn við að verða sér til skammar frammi fyrir öðrum, jafnvel vinum sínum, óttinn við að gleyma einhverju eða óttinn við ókunnuglegar aðstæður. Skýring- arnar eru ótalmargar. Stundum er kjarkurinn til staðar en æfinguna skortir. Í flóknu samfélagi nútímans eykst stöðugt krafan um hæfni í samskipt- um í víðustu merkingu. Hæfileika sem byggist á sjálfstrausti, skýrri hugsun, framkomu og tjáningu ásamt hæfileikanum til að hlusta. Hæfni sem er nauðsynleg í daglegu lífi, hvort sem um er að ræða einfald- ar samræður, skoðanaskipti á fund- um eða ræðuhöld af stóru eða smáu tilefni. Fólk fæðist ekki með leiðarvísi að sjálfu sér en í ITC – Þjálfun í sam- skiptum, gefst tækifæri til að eflast persónulega á skjótan og árangurs- ríkan hátt. Laugardagurinn 17. apríl er al- þjóðlegur kynningar- og fræðslu- dagur ITC-samtakanna. ITC (Int- ernational Training in Communication) eru alþjóðleg sam- tök sem sérhæfa sig í sjálfsnámi í framkomu, tjáningu, skipulagi og stjórnun með markvissri þjálfun. Menntun byggð á fræðsluefni sem samið er af og byggt á reynslu fag- fólks í fremstu röð. Samtökin starfa í flestum heimsálfum og eru opin báð- um kynjum, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum og þar fer fram for- dómalaus umræða. Markmiðið er sjálfstyrking, uppbygging á eigin persónu og samskipti af virðingu við aðra. Auk þess að félagarnir verði færari um að tjá sig á formlegan hátt með þátttöku í og stjórnun félags- mála. Á Íslandi hafa samtökin starfað í yfir 20 ár og innan Landssamtaka ITC eru nú tíu deildir þar sem grunnþjálfunin fer fram. Flestar starfa á höfuðborgarsvæðinu en þrjár utan þess, á Selfossi, Hellu og í Þingeyjarsýslu. Deildirnar halda fundi tvisvar í mánuði og á fundun- um fer fram þjálfun í fundarsköpum ásamt flutningi fjölbreyttra verk- efna, ýmist óundirbúinna eða und- irbúinna. Félagar njóta einnig góðs af nauðsynlegu uppbyggilegu frammistöðumati reyndari félaga. Hver og einn gengur í samtökin á eigin forsendum með mismunandi þjálfunarmarkmið en í ITC hafa margir öðlast þjálfun og hugrekki til að takast á við flóknari viðfangsefni í námi eða starfi, auk forystustarfa í starfsmanna- eða verkalýðsfélögum og sveitarstjórnum. ITC samtökin eru nú um allan heim að taka í notkun nýtt þjálfunar- efni sem er samið af sérfræðingum á sínu sviði. Þar er sérstaklega lögð áhersla á ímynd, raddáhrif og lík- amstjáningu. Ef þú vilt læra að hafa áhrif með framkomu þinni þá eru nóg tækifæri í ITC til að þjálfa hæfileika þína og byggja upp sjálfstraust á ódýran hátt, í glaðværum og góðum fé- lagsskap í vinsamlegu umhverfi. Kynntu þér málið án skuldbindinga Vertu velkominn. F.h. ITC deildarinnar Hörpu, Reykjavík, ÁSTHILDUR SIGURÐ- ARDÓTTIR. Tölvupóstfang: itcharpa@hotma- il.com Veffang: www.life.is/itcharpa/ Landssamtök ITC á Íslandi: Tölvupóstfang: itc@simnet.is- Veffang: www.simnet.is/itc ITC – Þjálfun í samskiptum – Leiðar- vísir að sjálfum þér Frá ITC-deildinni Hörpu, Reykja- vík, Ásthildi Sigurðardóttur: Í FORYSTUGREIN þessa blaðs mánudaginn 29. mars sl. er frá því greint að kerfisbreytingar og upp- stokkun fari nú fram í Bretlandi og Danmörku í utanríkisþjónustu þess- ara landa og í stað sendiráða komi „fartölvusendiherrar“ sem tengdir verða tölvupósti og Netinu og skera niður eða loka sendiráðum og fasta- nefndum sem fá fasta punkta, eins og þar segir. Þennan niðurskurð ættum við Íslendingar sannarlega að íhuga vandlega og áforma heldur að stofna og reka rafrænar skrifstofur til sparnaðar í utanríkisþjónustunni. Þetta kalla ég stórtíðindi sem mundu spara tugi milljarða fyrir íslenskt þjóðfélag. Áform um slíkar kerfis- breytingar hljóta að verða að veru- leika varðandi sendiherrastörfin aug- ljóslega og endanlega. Þau störf hljóta að leggjast af að verulegu leyti. Um það þarf ekki að velta vöngum, eins og málum er háttað í Bretlandi og Danmörku. Og venjulegir konsúl- ar nú til dags verða „tölvukonsúlar“ eða venjulegur skrifstofumaður. Þetta verða endalok þessara starfa; þau verða stokkuð upp og aflögð; það verður niðurstaðan. PÁLL G. HANNESSON, Ægisíðu 86, 107 Reykjavík. Uppstokkun í vændum í utanríkisráðuneytinu Frá Páli G. Hannessyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.