Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKFÉLAGIÐ á Blönduósi og Ingrid Jónsdóttir leikstjóri leika sér frjálst og skemmtilega að einþátt- ungi Brechts í félagsheimilinu þessa dagana. Það er eitthvað sérlega við- eigandi við að taka þennan leikþátt frá sjötta áratugnum og færa hann upp á samtímann sem ekkert veit skemmtilegra en stór brúðkaup og gegndarlausa neyslu og skiptir þá minna hvort undirstöðurnar eru heilar eða ekki. Í Smáborgarabrúð- kaupi fjallar Brecht nefnilega um yf- irborðsmennskuna sem hið nýríka vestræna samfélag var gegnsýrt af á tíma leiksins en skáldið hefur vænt- anlega ekki órað fyrir því hve mjög neyslan færðist í aukana næstu ára- tugina. Leikhópurinn er leikverkinu trúr að mestu leyti fyrir utan tilraunir til að færa málið til nútímans þegar það á við og breytir auk þess einni karl- persónu í kvenpersónu og tekst það mjög vel. Það sem hér er talið er varla nóg til þess að hópurinn skrifi sig sem höfund verksins ásamt Brecht. Hins vegar spinnur hann senu framan við verkið þar sem leik- húsgestum er boðið að taka þátt í sýningunni sem brúðkaupsgestir, þeim er boðið upp í dans og taka þátt í fjöldasöng á meðan beðið er eftir brúðhjónunum. Þetta heppnast vel, ekki síst þar sem eftirvæntingin er vakin strax í anddyrinu þar sem leikararnir spinna út frá hlutverkum sínum og hver einasti gestur er boð- inn velkominn í brúðkaup. Í sal fé- lagsheimilisins sjást hefðbundnar brúðkaupsskreytingar en leikið er á dansgólfinu og sviðið nýtt fyrir hljóðfæraleik og þær uppákomur sem gerast í svona veislum. Leikritið segir frá brúðkaups- veislu Maríu og Jakobs sem taka á móti gestum sínum. Framan af halda gestir þeirra uppi kurteisis- hjali og ræðuhöldum en þegar líður á og vínið fer að virka fara aðrir og óþægilegri hlutir að gerast; undir- stöðurnar eru ekki eins traustar og ætla mætti. Brecht snertir aðeins á þeirri framúrstefnu í leikritun sem var vinsæl á ritunartímanum og kall- ast absúrdismi. Fólk segir og gerir undarlega og óraunsæja hluti upp úr þurru. En eins og Ingrid leikstjóri leggur sýninguna verða þessi absúrd stökk ofur raunsæisleg í ljósi drykkjumenningu Íslendinga og slá- andi hve verkið á vel við samtíma okkar. Ingrid hefur mjög skýra sýn sem leikstjóri og nýtir rýmið vel og frumlega. Eins og svo algengt er í áhugaleikfélögum er rúmur helm- ingur leikaranna byrjendur en leik- hópurinn var samstilltur og agaður. Nýgræðingurinn Sylvía Rún Ell- ertsdóttir var örugg og tilfinninga- rík sem brúðurin og Egill Pálsson lék brúðgumann mjög vel, hann brá fyrir sig öguðuðum grínleik en hafði líka á valdi sínu djúpar tilfinningar eins og sorg og einmanakennd. Það kæmi ekki á óvart að sjá Egil mikið á sviðinu í framtíðinni. Þórarinn Torfason lék Jón föður brúðarinnar af miklu öryggi, með gott vald á kó- mík í líkamsbeitingu. Brúðkaups- gestinn Barða, sem í handriti er nefndur Maðurinn, lék Guðmundur Karl Ellertsson með því umkomu- leysi sem einkennir leiða eiginmenn en var alveg sérstaklega sannfær- andi þegar hann missti stjórn á skapi sínu og rauk út. Slíkt ,,grand exit“ er ekki heiglum hent, einkum þegar fara þarf yfir næstum allan salinn. Svipaða sögu má segja um nýliðann Kristínu Ingibjörgu Lárus- dóttur sem kom, sá og sigraði í hlut- verki Hrabbýjar en sú er kvengerð- ur vinur brúðgumans úr handriti. Fyrir utan það hvað vel tókst hjá Ingrid og Kristínu að halda karl- mannlegum persónueinkennum vin- arins í þessari konu, þá hvíldi leik- konan vel í hlutverkinu og gaman sjá hana fara alltaf alla leið með tilfinn- ingarnar. Að öllu sögðu heldur Leikfélag Blönduóss skemmtilega og óvænta brúðkaupsveislu um þessar mundir undir styrkri stjórn hins skapandi leikstjóra Ingridar Jónsdóttur og allir eru velkomnir. Brúðkaup á Blönduósi LEIKLIST Leikfélag Blönduóss Höfundar: Bertolt Brecht og leikhóp- urinn. Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir. Tón- listarflutningur: Þórunn Ragnarsdóttir. Danskennari: Hinrik Valsson. Félags- heimilið á Blönduósi, 10. apríl 2004. SMÁBORGARABRÚÐKAUP Hrund Ólafsdóttir SÝNINGUM fer fækkandi á kabarettinum Paris at night sem Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi í Borgarleikhúsinu 28. mars sl. Þar flytja Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson ljóð Jacques Préverts í tali og tónum. Sýningar á vorinu geta ekki orðið margar og er ástæðan m.a. mikið annríki listamanna í sýningunni. Sýningum lýkur því 28. apríl. Ekki hefur enn verið gengið frá því hvort sýningin snýr aftur í haust. Næsta sýningar er á sunnudag kl. 15. Aðrar sýningar verða 21. apríl kl. 20.15, 25. apríl kl. 15, 25. apríl kl. 21 og 28. apríl kl. 20.15. Nánari upplýsingar má finna á www.senan.is. Kabarett-sýning- um lýkur í apríl Felix Bergsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. YNDISLEGT kvöld er heiti leikrits eftir Pál Hersteinsson, sem frumsýnt verður í Iðnó í dag. Það er Höfundaleikhús Dramasmiðj- unnar sem að sýningunni stendur, og er þetta þriðja sýningin sem haldin er á þeirra vegum, en áður hafa verið sýnd verkin Korter eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur og Stóra málið eftir Svan Gísla Þorkelsson. Páll Hersteinsson er betur þekktur sem prófessor í líffræði við Háskóla Íslands en leik- skáld, en hann hefur einnig gefið út smásagna- safn og fræðibækur. Ennfremur hlaut hann Ís- lensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 í flokki fræðirita ásamt Pétri M. Jónassyni fyrir bók- ina Þingvallavatn, en þetta er frumraun Páls í leikritun. „Það kom þannig til að ég fór á nám- skeið til að víkka sjóndeildarhringinn fyrst og fremst. Ég hafði nú ekki hugsað mér að skrifa leikrit, heldur langaði mig að læra meira um samtöl,“ segir Páll. „Ég er í frekar krefjandi vinnu og þá þarf maður að hafa eitthvað til að reka á eftir sér til að gera eitthvað annað. Námskeið eru vel til þess fallin, því þá verður maður að fara á kvöldin og hugsa um þessa hluti. Það æxlaðist þannig að ég endaði í Dramasmiðjunni hjá Hlín Agnarsdóttur og álpaðist til að samþykkja að skrifa heilt verk.“ Afrakstur þessa, leikritið Yndislegt kvöld, er grimmur gamanleikur sem gerist á heimili sérfræðings í lýtaaðgerðum og konu hans. Þau hafa boðið vinahjónum sínum í matarboð sem snýst upp í hálfgerða martröð fyrir þau öll og er spurning hvort allt fer vel að lokum. „Í báð- um tilvikum eru eiginkonurnar hundóánægðar með eiginmennina, og einnig er mikill fjár- hagslegur aðstöðumunur á hjónunum, lækn- ishjónin hafa það mjög gott, en hin aftur á móti mjög skítt. Þetta tvennt er undirstaðan í þessu drama,“ segir Páll. Hann segir hugmyndirnar að þessu verki koma víða að. „Þetta er nú bara það sem mað- ur hefur séð á langri ævi í samskiptum fólks og ekki hægt að benda á neinn sérstakan sem fyrirmynd að hinni eða þessari persónunni. En maður hefur séð það í hjónaböndum að það sem ein eiginkona hatar í fari mannsins síns, það kann að vera það sem laðar aðra að honum og jafnvel það sem laðaði hana að honum í upp- hafi. Fjárhagsaðstaða getur oft á tíðum valdið erfiðleikum í hjónabandi, sérstaklega ef annar aðilinn telur að hinn hafi gert mistök í fjár- málum og þetta þyrfti ekki að vera svona.“ Páll segist ekki taka afstöðu í leikriti sínu og ef eitthvað, taki hann fremur afstöðu gegn körlunum með konunum. „Ég vona hins vegar að fólki líki misvel við persónurnar,“ segir hann. Sýningin í dag hefst kl. 15 í Iðnó. Næstu sýningar eru laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. apríl kl. 15. Óánægja eigin- kvenna og frá- brugðinn fjárhagur Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikararnir Hjalti Rögnvaldsson, Margrét Ákadóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson ásamt leikstjóranum, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, og höfundinum, Páli Hersteinssyni. Á FULLTRÚARÁÐSFUNDI Listahátíðar í Reykjavík sem haldinn var í gær, var tilkynnt að Þórunn Sig- urðardóttir hefði verið endurráðin sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Á fundinum undirrituðu mennta- málaráðherra og borgarstjóri yfirlýs- ingu um framlög ríkis og borgar til Listahátíðar sem verða samtals 66 milljónir króna í ár, en Listahátið verður haldin árlega héðan í frá. Í fréttatilkynningu frá stjórn Listahátíðar segir að Þórunn Sigurð- ardóttir sé endurráðin listrænn stjórnandi hátíðarinnar til fjögurra ára frá og með haustinu 2004, sam- kvæmt samþykktum hátíðarinnar. Þórunn kom til starfa þegar umtals- verðar skipulagsbreytingar höfðu verið gerðar á hátíðinni og varð fyrsti listræni stjórnandi hennar. Stjórnin er sammála um að hún hafi staðið sig afar vel í því starfi, bæði listrænt og fjárhagslega, undir hennar stjórn hef- ur hátíðin styrkst og alþjóðlegt sam- starf aukist til muna. Umtalsverðar breytingar eru framundan nú, þegar ákveðið hefur verið að halda árlega hátíð og er stjórnin sammála um að Þórunn Sigurðardóttir sé afar hæf til að leiða það ferli. Fundurinn lýsti ánægju með endurráðningu Þórunn- ar Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Sigurðardóttir, Halldór Guðmundsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórólfur Árnason. Þórunn Sigurðardóttir endur- ráðin listrænn stjórnandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.