Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
sagði Brahimi í yfirlýsingu í Bagdad
á miðvikudag.
Brahimi vill að stjórnin verði við
völd frá 1. júlí og fram að þingkosn-
ingum í janúar. „Við erum vongóð
um að hægt verði að mynda slíka
stjórn tímanlega, það er í maí-
mánuði.“
Brahimi leggur ennfremur til að
Írakar efni til þjóðfundar skömmu
eftir valdaframsalið til að stuðla að
þjóðareiningu og sáttum. „Á þjóð-
fundinum yrði kosið ráðgjafarþing
sem starfaði með ríkisstjórninni
fram að þingkosningum í janúar,“
sagði Brahimi.
Hann bætti þó við að ástandið í ör-
yggismálum þyrfti að batna verulega
til að kosningarnar gætu farið fram í
janúar.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í
New York sagði að embættismenn
þeirra, íraska framkvæmdaráðið í
Bagdad, hernámsstjórnin og hópur
íraskra dómara myndu velja ráð-
herra í bráðabirgðastjórnina.
„Ekki þörf á löggjafarþingi“
Mikill ágreiningur hefur verið
milli íraskra stjórnmálamanna og
bandarísku hernámsstjórnarinnar
um stjórnarfyrirkomulagið fram að
kosningum. Ágreiningurinn varð til
þess Bandaríkjastjórn féll frá þeirri
áætlun sinni að efnt yrði til sérstakra
funda í írösku héruðunum til að velja
ráðherra í ríkisstjórn.
Stjórn Bush hafði gert ráð fyrir
því að framkvæmdaráðið, sem er nú
skipað 25 Írökum, yrði stækkað og
bætt yrði við fulltrúum íraskra
stjórnmálahreyfinga sem eiga nú
ekki aðild að ráðinu. Framkvæmda-
ráðið átti að starfa sem nokkurs kon-
ar löggjafarþing fram að kosningum.
„Ég er algjörlega sannfærður um
að flestir Írakar vilja einfalda lausn á
deilunni um stjórnarfyrirkomulagið
fram að kosningum,“ sagði Brahimi.
„Það er ekki þörf á löggjafarþingi á
þessu stutta tímabili.“
Verði framkvæmdaráðið lagt nið-
ur er líklegt að flestir Írakar fagni
því. Ráðið hefur verið óvinsælt í Írak
og þeir sem eiga sæti í því njóta lítils
stuðnings í landinu og eru álitnir
handbendi hernámsstjórnarinnar.
BANDARÍSK stjórnvöld hafa tekið
vel í nýjar tillögur aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
um að írösk bráðabirgðastjórn taki
við völdunum í Írak af bandarísku
hernámsstjórninni 1. júlí. Aðstoðar-
framkvæmdastjórinn, Lakhdar Bra-
himi, vill að íraska framkvæmdaráð-
ið í Bagdad verði þá lagt niður og
bráðabirgðastjórnin verði við völd
fram að þingkosningum sem fram
fari í janúar á næsta ári.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að tillögur
Brahimis væru „mjög skynsamleg-
ar“. Hann bætti þó við að bandarísk
stjórnvöld þyrftu að ræða tillögurn-
ar frekar við Sameinuðu þjóðirnar,
ríkin sem taka þátt í hernámi Íraks
og framkvæmdaráðið í Bagdad.
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði tillögurnar mikilvægt innlegg í
umræðuna um hvernig stjórnarfyr-
irkomulagið ætti að vera í Írak fram
að kosningum sem Bandaríkjastjórn
hefur gert ráð fyrir að fari fram ein-
hvern tíma á næsta ári. Boucher
bætti við að bandaríska stjórnin teldi
þó ekki enn tímabært að lýsa yfir
stuðningi við tillögurnar.
The New York Times skýrði frá
því í gær að stjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefði samþykkt
meginatriði tillagnanna. „Að svo
stöddu sé ég ekkert í tillögunum sem
við myndum hafa áhyggjur af,“ hafði
blaðið eftir Condoleezza Rice, þjóð-
aröryggisráðgjafa Bandaríkjanna.
Brahimi fer til New York á næst-
unni til að gera Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
grein fyrir tillögunum. Hann fer síð-
an aftur til Íraks og ræðir þá málið
frekar við Íraka.
Scott McClellan, talsmaður Bush,
sagði að forsetinn fagnaði tillögum
Brahimis og þátttöku hans í að
greiða fyrir því að valdaframsalið
gæti farið fram á tilsettum tíma.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, tók einnig vel í tillögurn-
ar og sagði að breska stjórnin væri
staðráðin í að efna það loforð að
Írakar tækju við völdunum og her-
náminu lyki 1. júlí.
Brahimi hefur lagt til að írösk
bráðabirgðastjórn taki þá við af her-
námsstjórninni sem bandaríski land-
stjórinn Paul Bremer fer fyrir. „Við
sjáum fyrir okkur ríkisstjórn undir
forystu forsætisráðherra og að í
henni sitji Írakar, konur og karlar,
sem eru þekkt fyrir heiðarleika, ráð-
vendni og hæfni. Ennfremur er gert
ráð fyrir forseta, sem verður þjóð-
höfðingi, og tveimur varaforsetum,“
Stjórn Bush tekur vel
í tillögur SÞ um Írak
Framkvæmdaráðið verði lagt niður
og Írakar stjórni fram að kosningum
Lakhdar Brahimi, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Washington, Bagdad. AP, AFP.
FÓLK, sem lendir í höndum mann-
ræningja, til dæmis í Írak, upplifir
það, sem kallað hefur verið „and-
legur og tilfinningalegur rússí-
bani“, skelfingu og doða á víxl, og
sleppi það lifandi, þarf það oft á sál-
rænni aðhlynningu að halda árum
saman. Álagið á ættingja þess og
ástvini er líka óskaplegt og skilur
stundum eftir sig ævilöng ör.
„Upplifun gísla er að því leyti
ólík öðrum sálrænum hremm-
ingum, að hún getur staðið yfir í
svo langan tíma,“ sagði breski sál-
fræðingurinn Peter Hodgkinson en
hann starfar hjá stofnun í York-
shire, sem sinnir sérstaklega fólki,
sem orðið hefur fyrir skyndilegri
og mjög erfiðri, sálrænni reynslu.
„Þessu hefur verið líkt við rússí-
bana. Toppurinn er skelfing og ótti
við örlögin, dalurinn doði og upp-
gjöf. Þetta endurtekur sig síðan
hvað eftir annað.“
Bandarísk hernámsyfirvöld í
Írak telja, að þar séu nú um 40
manns í haldi mannræningja og síð-
astliðinn miðvikudag var fyrsti gísl-
inn líflátinn, ítalski öryggisvörð-
urinn Fabrizio Quattrocchi.
Nokkrum gíslum hefur verið
sleppt.
Sérfræðingum ber saman um, að
það sé óvissan, sem leggist þyngst á
sálarlíf þeirra, sem haldið er í gísl-
ingu. „Óvissan er langverst. Öryggi
og vissa eru ein af frumþörfum
allra manna,“ segir sálfræðing-
urinn John Potter en hann starfaði
áður fyrir breska varnarmálaráðu-
neytið og sá um að búa hermenn
andlega undir að falla í óvina-
hendur eða vera teknir sem gíslar.
Sálfræðingar segja það mjög
misjafnt eftir mönnum hve vel þeir
þoli álagið, sem gíslatöku fylgir.
„Þeir, sem eru fremur lokaðir, virð-
ast standast það best. Þeir virðast
geta ausið af sínum eigin sál-
arstyrk. Þeir, sem eru mjög opnir
og þrífast á viðbrögðum annarra,
kikna hins vegar oft undir álaginu,“
sagði John Potter.
Hodgkinson sagði, að um þriðj-
ungur gísla þyrfti á hjálp að halda í
nokkur ár á eftir en um fjórðungur
þeirra virtist ekki bíða neinn sál-
rænan skaða af þessari skelfilegu
reynslu. Sagði hann miklu skipta,
að fyrrverandi gíslar kæmu sér
strax heim eða skiptu um umhverfi
til að það minnti þá ekki á það, sem
þeir hefðu gengið í gegnum.
Hodgkinson sagði einnig, að fyrr-
verandi gíslar ættu oft erfitt með
að samlagast fjölskyldu sinni á nýj-
an leik. Upplifun þeirra ylli því, að
þeir hefðu ekki lengur áhuga á „lít-
ilfjörlegum“ viðfangsefnum hins
daglega lífs.
Álagið á ættingja og ástvini gísla
er oft litlu minna en á þá sjálfa.
Nagandi óvissan um afdrif þeirra
getur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir þá. Þeir eiga bágt með svefn
og eru líkamlega örmagna. Þeir
þjást af vonleysi, reiði og þunglyndi
og fyllast stundum löngun til að
stytta sér aldur.
Manabu Yanagi, sem starfar fyr-
ir japönsk samtök, sem reyna að
hafa uppi á týndu fólki, segir, að
fyrir ástvinina sé óvissan það versta
eins og fyrir gíslana. Því lengur
sem hún standi, því verr leiki hún
fólkið. Það bíði þess eins að hún
taki enda. „Jafnvel fréttir af dauða
gísls eða týndrar manneskju eru
léttbærari en áframhaldandi
óvissa.“
Sem dæmi um þetta má nefna
Shigeru og Sakie Yokota, foreldra
Megumi, sem Norður-Kóreumenn
rændu árið 1977. Þá var hún 13 ára
gömul og var að leika sér á strönd-
inni. Gengust N-Kóreumenn við því
og öðrum mannránum fyrir aðeins
tveimur árum. Sögðu þeir þá, að
Megumi hefði stytt sér aldur 1993
vegna andlegra erfiðleika.
„Í allan þennan tíma hef ég verið
eins og hálfdauð. Ég fór að leita
hennar á hverjum degi. Ráfaði um
öngstrætin án þess að hugsa um að
borða og virti fyrir mér íbúðir.
Hugsaði sem svo: „Kannski er
henni haldið þarna,“ sagði Sakie en
alla daga, áður en faðir Megumi fór
til vinnu, gekk hann niður á strönd-
ina til að kanna hvort sjórinn hefði
skilað líki dóttur hans á land.
Eins og „and-
legur rússíbani“
Reuters
Ættingjar tveggja japanskra gísla féllust grátandi í faðma er þeir fréttu,
að þeim hefði verið sleppt. Eru japönsku gíslarnir þrír nú á heimleið.
Sálfræðingar segja, að gíslataka geti skilið eftir
sig ævilöng ör, jafnt hjá gíslunum sem ástvinum þeirra
London, Tókýó. AFP.