Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 43
Öllu er afmörkuð
stund, sérhver hlutur
undir himninum hefur
sinn tíma. Á þessa stað-
reynd höfum við enn
einu sinni verið minnt, nú þegar okk-
ar góði félagi, Ólafur J. Þórðarson, er
burtkallaður eftir stutta sjúkdóms-
legu.
Hann var fæddur á hinum sögu-
fræga stað Hrafnseyri við Arnar-
fjörð þar sem fegurð Vestfjarða er
hvað dýrlegust. Það var því ekki að
undra að heimahagarnir áttu ávallt
sterk ítök í honum og engum duldist
hvar ræturnar lágu, þótt hann byggi
lengst af ævi sinnar fjarri þeim.
Þegar við félagar hans í Fram-
sóknarfélagi Akraness þökkum hon-
um gengin spor er það orðið tryggð
sem aftur og aftur kemur upp í hug-
ann. Í starfi sem okkar er fátt mik-
ilvægara en einmitt tryggðin. Að eiga
félaga sem eru tilbúnir að þola jafnt
súrt og sætt, þannig félagi var Óli.
Hann hvatti til dáða, byggði upp og
studdi. Hann var þrautgóður á
raunastund og allra manna kátastur
þegar vel gekk. Slíkir menn eru
máttarstólpar hvað sem þeir taka sér
fyrir hendur. Í eðli sínu var hann fé-
lagslyndur samvinnumaður, keppn-
ismaður góður, enda vel þekktur
frjálsíþróttamaður á sinni tíð, þar
sem kúluvarp var hans sérgrein.
Hann flutti til Akraness árið 1960.
Hann lét fljótt til sín taka á Skag-
anum, var kosinn í bæjarstjórn 1962
og sat þar til 1970. Ótaldar eru þær
nefndir og ráð sem hann var kjörinn
til á vegum Akranesbæjar í gegnum
árin. Síðustu árin sat hann í yfirkjör-
stjórn þar sem reynsla hans og þekk-
ing naut sín til fullnustu.
Við félagar hans sjáum hann fyrir
okkur birta okkur nýjustu kosninga-
tölur, þá leyndi sér ekki gamla
keppnisskapið sem aldrei var langt
undan. Ungmennafélagshugsjónin
fylgdi Óla alla tíð. Hann kom ávallt til
að verða að liði og þar sem hann kom
var hann frábær liðsmaður í lífi og
starfi. Hann var einn stofnenda Ung-
mennafélagsins Skipaskaga og fyrsti
formaður þess. Það liggja víða sporin
hans, þegar hann fluttist til Akraness
hóf hann störf hjá Kaupfélagi Suður-
Borgfirðinga. Síðar vann hann á
Skattstofu Vesturlands og síðast hjá
Akranesveitu. Óli var maður sem
hreykti sér aldrei hátt en var óþreyt-
andi við að nýta reynslu og þekkingu
í þágu félaga sinna.
Góður drengur er genginn. Hon-
um fylgja þakkir fyrir öll hans störf.
Eiginkonu hans, Valgerði Jóhanns-
dóttur, dætrum hans og fjölskyldum
þeirra sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félaga hans í Fram-
sóknarfélagi Akraness
Guðmundur Páll Jónsson.
Það er fátt, sem bindur menn frek-
ar vináttuböndum heldur en íþrótta-
þátttaka, sérstaklega á þeim sviðum
íþrótta, þar sem þátttakan er ekki
mikil.
Þannig er það til dæmis að taka
með þátttöku eldra fólks, 35 ára og
eldra, í frjálsíþróttum, svokallaðra
öldunga. Einkum á það við um eldri
flokkana, yfir sextugt.
Þá hefur gjarnan fækkað svo í
hópnum, að allir þekkja alla, og eyk-
ur það vináttuna.
En því fylgir einnig sár sorg, þeg-
ar einhver úr hópnum leggur í sína
hinstu för, þá för, sem enginn fær
umflúið, en er alltaf jafn sár fyrir þá
vini, sem eftir standa.
Og nú sjáum við á bak Ólafi Jóni
Þórðarsyni, vini okkar og félaga og
ÓLAFUR JÓN
ÞÓRÐARSON
✝ Ólafur Jón Þórð-arson fæddist á
Hrafnseyri við Arn-
arfjörð 24. septem-
ber 1930. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 8. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akraneskirkju 16.
apríl.
formanni Öldungaráðs
Frjálsíþróttasambands
Íslands, sem lést á skír-
dag.
Ólafur var drengur
góður, þéttur á velli og
þéttur í lund og tryggur
vinur vina sinna.
Hann var á ungum
aldri góður frjáls-
íþróttamaður, en þó bar
hann einkum af, þegar
hann tók að keppa í
flokki öldunga 57 ára
gamall, og því hélt hann
ótrauður áfram öldina
út.
En saga hans sem frjálsíþrótta-
manns og íþróttamanns verður ekki
sögð, nema getið sé starfs hans í Öld-
ungaráði. Hann tók sæti í ráðinu
1992 og starfaði í því til dauðadags,
síðustu sex árin sem formaður. Við
þökkum þau störf öll.
Blessuð sé minning hans.
F.h. Öldungaráðs FRÍ
Þórður B. Sigurðsson.
Kveðja frá Frjálsíþrótta-
sambandi Íslands
Fallinn er frá einn af betri vinum
frjálsíþrótta hér á landi. Þeim sem
voru svo lánsamir að kynnast Ólafi,
þótt stuttlega hafi verið, og þeim
gegnheila áhuga á frjálsíþróttum,
ásamt ljúfleika og góðvild sem hann
hafði til að bera, munu seint eða aldr-
ei gleyma honum.
Ólafur var virkur í frjálsíþrótta-
hreyfingunni til margra ára og mjög
farsæll í sínum störfum, og oft leitað
til hans enda var greiðvikni hans og
áhugi á frjálsíþróttum alltaf jafnmik-
ill.
Ólafur gegndi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir frjálsíþróttahreyfinguna.
Hann sat í dómstól Frjálsíþrótta-
sambandsins frá árinu 1973 og allt
þar til dómstólinn var lagður af fyrir
fjórum árum og var lengst af formað-
ur hans. Hann var í nokkur skipti for-
seti og varaforseti á þingum FRÍ á
sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar. Þá var hann skoðunarmaður
ársreikninga sambandsins í um tylft
ára. Hann átti enn fremur sæti í öld-
ungaráði FRÍ frá 1994 og gegndi
hann störfum formanns frá árinu
1996 og þar til á þingi sambandsins
sem haldið var í lok síðasta mánaðar.
Gullmerki FRÍ hlaut Ólafur árið
1984 fyrir störf sín fyrir hreyfinguna.
Ólafur var ekki aðeins farsæll í fé-
lagsmálum hreyfingarinnar, því
keppnisferill hans spannaði rúman
aldarfjórðung. Hann var vaskur
kastari og kastaði kringlunni mjög
laglega, jafnvel öðrum til fyrirmynd-
ar.
Þegar horft er á eftir góðum
mönnum er eftirsjá oft mikil. Fram-
lags og félagsskapar Ólafs verður
lengi minnst innan hreyfingarinnar.
Ég vil fyrir hönd Frjálsíþrótta-
sambandsins færa ekkju Ólafs, börn-
um og öðrum aðstandendum samúð-
arkveðjur frá hreyfingunni.
Jónas Egilsson, formaður FRÍ.
Elsku Oddrún. Það
er svo erfitt að kveðja
þig. Ég reyni að
sleppa þér frá mér en
þú ert alltaf hjá okk-
ur. Ég trúi því varla að ég geti ekki
heimsótt þig oftar. Stundum er
ODDRÚN INGA
PÁLSDÓTTIR
✝ Oddrún IngaPálsdóttir fædd-
ist í Lunansholti í
Landsveit í Rangár-
vallasýslu hinn 22.
ágúst 1922. Hún and-
aðist á Landakots-
spítala 22. mars síð-
astliðinn og var
jarðsungin frá Bú-
staðakirkju 2. apríl.
nærvera þín svo sterk
að ég skil betur hvað
ástin þýðir.
Takk fyrir allt sam-
an, elsku Oddrún.
Takk fyrir barnið þitt
sem er núna maðurinn
minn og frábær mann-
eskja. Ég lofa því að
passa hann eins vel og
ég get, eins og þú
hefðir sjálf gert.
Ég kveð þig með
miklum söknuði og
þakka þér allar góðu
stundirnar. Hvíldu í
friði, elsku Oddrún
mín.
Elvira Méndez Pinedo.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og lang-
amma,
SOFFÍA ÁSGRÍMSDÓTTIR LUNDBERG,
Rødstupeveien 28,
Kristiansand S,
Noregi,
lést sunnudaginn 11. apríl.
Útförin fer fram í Kristiansand miðvikudaginn
21. apríl.
Kjell Lundberg,
Astrid Lundberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN TEITSSON,
Eyvindartungu,
Laugardal,
sem lést á skírdag, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn
20. apríl kl. 14.00.
Sigurður Jónsson, Ásdís Hrönn Viðarsdóttir,
Laufey Jónsdóttir, Sigurður Örn Leósson,
Helga Jónsdóttir, Snæbjörn Smári Þorkelsson
og barnabörnInnilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út-
farar elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
HELGU STEFÁNSDÓTTUR,
Þykkvabæ III,
Landbroti.
Hilmar Jónsson, Skúli Jónsson,
Stefán Jónsson, Ragnar Jónsson,
Elín Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR ÓLAFSSON,
Kleppsvegi 144,
sem lést á Landspítala Landakoti mánudaginn
12. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 20. apríl klukkan 13.00.
Ragnheiður Garðarsdóttir,
Anna Th. Rögnvaldsdóttir,
Ólafur Rögnvaldsson,
fósturbörn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR M. JÓHANNSSON
fiskvinnslufræðingur,
Bleikjukvísl 18,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 13. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
föstudaginn 23. apríl kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð.
Sigríður G. Jóhannsdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Bogi Ásgeirsson,
Gísli Marteinsson,
Jóhann Einarsson, Hrafnhildur H. Þorgerðardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN KRISTINN HAFSTEIN
tannlæknir,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni
föstudagsins 16. apríl.
Sigrún Kr. Tryggvadóttir,
Þórunn Hafstein, Harald Snæhólm,
Tryggvi Hafstein, Auður Bjarnadóttir,
Kristín Ásta Hafstein, Ingólfur Jörgensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
HRAFN JÓNASSON
frá Melum,
lést á hjartadeild Landspítalans miðviku-
daginn 14. apríl.
Jónas R. Jónsson, Elín Þ. Þórhallsdóttir,
Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson,
Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson,
Þóra Jónasdóttir,
Birna Jónasdóttir, Gunnar Vignisson,
systrabörn og fjölskyldur.
MÁR HARALDSSON
bóndi og oddviti,
Háholti,
lést fimmtudaginn 15. apríl.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Steinþórsdóttir.