Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni karla, 8 liða úrslit, odda- leikir: Hlíðarendi: Valur – FH.........................16.15 KA-heimili: KA – Fram ........................16.15 Sunnudagur: Úrslitakeppni karla, 8 liða úrslit, annar leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar..........16.15  Ef ÍBV vinnur fer oddaleikur fram á Ás- völlum á þriðjudaginn kl. 19.15. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Laugardagur: Efri deild karla, B-riðill: Fífan: FH – Keflavík..................................14 Efri deild karla, A-riðill: Boginn: Þór – Víkingur.........................15.15 Neðri deild karla, A-riðill: Leiknisvöllur: Sindri – Víðir......................12 Neðri deild karla, D-riðill: Boginn: Völsungur – Höttur ................17.15 Efri deild kvenna: Laugardalur: ÍBV – FH ............................14 Neðri deild kvenna: Laugardalur: Sindri – Þór/KA/KS ...........16 Sunnudagur: Efri deild karla, B-riðill: Laugardalur: ÍA – ÍBV..............................16 Egilshöll: Fram – Þróttur R......................18 Neðri deild karla, C-riðill: Fífan: HK – Víkingur Ó. ............................13 Boginn: Huginn – Afturelding .............15.15 Neðri deild karla, B-riðill: Fífan: KFS – Breiðablik ............................15 Egilshöll: Númi – Selfoss ..........................20 Neðri deild karla, D-riðill: Boginn: Magni – Fjarðabyggð .............13.15 Boginn: Tindastóll – Höttur .................17.15 Neðri deild karla, A-riðill: Leiknisvöllur: ÍH – Leiknir R...................20 Neðri deild kvenna: Laugardalur: HK/Víkingur – Sindri ........14 Reykjaneshöllin: Keflavík Þór/KA/KS ....14 BORÐTENNIS Síðasta stigamót Borðtennissambands Ís- lands, keppnistímabilsins 2003-2004, fer fram á morgun, sunnudaginn, í TBR-hús- inu. Úrslit verða kl. 12.30. TAEKWONDO Íslandsmótið fer fram í dag, laugardag, í Hagaskóla kl. 10. Úrslit hefjast kl. 13. UM HELGINA ÚRSLIT KNATTSPYRNA Deildabikarkeppnin Efri deild karla, A-riðill: Grindavík - Fylkir.................................... 1:4 Grétar Ólafur Hjartarson 8. - Sævar Þór Gíslason 2., 36., Ólafur Páll Snorrason 18., Kristján Valdimarsson 84.  Sævar Þór brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleik. KA - Víkingur R. ...................................... 1:1 Jóhann Þórhallsson 88. - Jón Guðbrands- son 65.  Jóhann Þórhallsson misnotaði víta- spyrnu í fyrri hálfleik. Staðan: KA 6 4 1 1 15:4 13 KR 6 4 1 1 13:8 13 Fylkir 6 4 0 2 14:12 12 Þór 5 3 0 2 8:9 9 Grindavík 6 3 0 3 10:13 9 Víkingur R. 5 1 2 2 7:8 5 Haukar 6 1 0 5 12:16 3 Njarðvík 6 1 0 5 8:17 3 Efri deild karla, B-riðill: ÍBV - Valur ............................................... 3:4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2, Jón Skafta- son. - Jóhann Georg Möller, Baldur Að- alsteinsson, Kristinn Lárusson, Sigurbjörn Hreiðarsson. Staðan: ÍA 6 5 0 1 17:10 15 Keflavík 6 4 2 0 19:10 14 Þróttur R. 5 3 1 1 11:8 10 FH 5 3 0 2 14:10 9 Valur 6 3 0 3 12:8 9 Fram 5 1 2 2 12:10 5 ÍBV 6 1 1 4 15:16 4 Stjarnan 7 0 0 7 5:33 0 Neðri deild karla, B-riðill: Reynir S. - ÍR............................................ 2:3 Neðri deild karla, D-riðill: Fjarðabyggð - Leiftur/Dalvík ................. 4:1 Efri deild kvenna: ÍBV - Valur ............................................... 0:3 Nína Ósk Kristinsdóttir 12., 17., Dóra Stef- ánsdóttir 60. Stjarnan - Breiðablik .............................. 4:4 Auður Skúladóttir 29.,46, Harpa Þorsteins- dóttir 63,78. - Erna Sigurðardóttir 17.,79., Björk Ásta Þórðardóttir vítasp. 14., Gréta Samúelsdóttir 60. Staðan: Valur 4 3 1 0 16:4 10 Breiðablik 3 1 2 0 13:7 5 Stjarnan 4 1 1 2 9:10 4 KR 2 1 0 1 2:3 3 ÍBV 2 1 0 1 4:6 3 FH 3 0 0 3 1:15 0 England Arsenal - Leeds .........................................5:0 Robert Pires 7., Thierry Henry 27.,33. vítasp.,50.,67. - 38,094. FORRÁÐAMENN danska úrvalsdeildarliðsins AGF vonast til þess að Helgi Sigurðsson verði í leik- mannahópi þess á morg- un þegar það fær FC Nordsjælland heimsókn til Árósa eftir því sem dagblaðið Århus Stiftstid- ende greinir frá. Helgi hefur æft af krafti þessa vikuna eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla um nokkurn tíma. Hann hefur aðeins tekið þátt í einum af fimm leikjum liðsins í deildinni síðan hann gekk til liðs við það snemma árs. Helgi æfði með aðalliðinu á fimmtudagskvöldið ásamt tveimur öðrum sóknarmönnum sem einnig hafa verið á sjúkralista upp á síðkast- ið og gekk vel. Þjálfari AGF segir að ekkert mæli gegn því að Helgi verði í leikmannahópnum á sunnudaginn. Helgi hafi ekki fundið fyrir meiðslum en skiljanlega sé hann ekki í mikilli leik- æfingu, en það sé nokkuð sem komi með tímanum. Það er AGF mikilvægt að fá sóknarmenn sína fríska á nýjan leik því bitlaus sóknarleikur hefur verið Akkilesarhæll AGF í undangengn- um leikjum og liðið vart náð að skora. Helgi með AGF gegn FC Nordsjælland Helgi RÚNAR Alexandersson fimleika- maður úr Gerplu tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum í fjöl- þraut á Evrópumeistaramótinu sem nú stendur yfir í Ljubljana í Slóveníu. Rúnar varð í 23. sæti í fjölþrautinni með 51,337 stig en 24 bestu fengu þátttökurétt í úr- slitakeppninni sem fram fer í dag. „Rúnar gerði mistök í æfingum sínum á svifránni en honum tókst vel upp í hinum fimm æfingunum og það dugði honum til að komast áfram. Best gekk honum á boga- hestinum þar sem hann fékk 9,6 í einkunn sem er frábær árangur þó svo það hafi ekki dugað hon- um til að komast í úrslit í keppni á einstökum áhöldum,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson lands- liðsþjálfari í fimleikum við Morgunblaðið í gærkvöld. Þetta er þriðja Evrópumótið í röð þar sem Rúnar kemst í úrslit í fjöl- þraut. „Rúnar er á mjög góðu róli og ég er bjartsýnn fyrir hans hönd hvað varðar þátttökuna á Ólymp- íuleikunum í sumar. Stefnan er að gera betur í úrslitunum á morgun (í dag) og vonandi gengur honum betur á svifránni,“ sagði Guð- mundur. Viktor Kristmannsson, Gerplu, hafnaði í 41. sæti í fjölþrautinni með 48,898 stig. „Þetta er hæsta einkunn sem Viktor hefur fengið og hann er á mikilli uppleið.“ Rúnar Alexandersson í úrslit á EM í fjölþraut Síðasta liðið til að leggja Arsenalað velli í úrvalsdeildinni var Leeds en í leik liðanna þann 4. maí á Highbury í fyrra fagnaði Leeds, 3:2, sigri. Síðan þá hefur Arsenal nú spil- að 35 leiki í röð án ósigurs, þar af 33 á yfirstandandi leiktíð, og ekki verður séð að liðið tapi leik í deildinni með sama áframhaldi. Robert Pires opaði markareikn- inginn fyrir Arsenal á 7. mínútu og Henry, sem var að leika sinn 150. leik í búningi Arsenal, bætti við tveimur fyrir hlé, því síðara úr víta- spyrnu. Henry kórónaði frábæra frammistöðu sína í síðari hálfleik með tveimur mörkum og þessi frá- bæri leikmaður, sem skoraði þrennu gegn Liverpool um síðustu helgi, hefur nú skorað 29 mörk í deildinni. „Ég fékk góða afgreiðslu frá sam- herjum mínum og mitt var að reka smiðshöggið. Það er gaman að spila með svona frábærum leikmönnum og ég nýt hverrar stundar sem ég leik með þeim. En mikilvægast af öllu var að við unnum leikinn og með sigrinum stigum við skrefi nær tak- marki okkar, því að vinna titilinn,“ sagði Henry eftir leikinn. Með sigrinum náði Arsenal 10 stiga forskoti á Chelsea í toppsæti deildarinnar og 13 á Englandsmeist- ara Manchester United sem á leik til góða. Ferna hjá Henry ARSENAL, með snillinginn Thierry Henry í broddi fylkingar, tók Leeds United í netta kennslustund í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. 5:0 urðu lokatölurnar á Highbury og gerði Henry sér lítið fyrir og skoraði fernu fyrir Lundúnaliðið. SKAUTAFÉLAG Akureyrar er besta íshokkílið landsins en Akur- eyringar tryggðu sér í gærkvöld Ís- landsmeistaratitilinn í 11. sinn þeg- ar þeir báru sigurorð af Skauta- félagi Reykjavíkur, 6:1, í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeist- aratitilinn sem fram fór á Akureyri. SA vann alla þrjá úrslitaleikina en fyrstu tveir leikirnir fóru 5:2 og 7:1, og Akureyringarnir sýndu og sönn- uðu að þeir eru með besta lið lands- ins en þeir unnu alla leiki sína á tímabilinu. „Leikurinn var jafn til að byrja með en þegar á leikinn leið tókum við hann í okkar hendur og við sig- um smátt og smátt frammúr. Reyk- víkingar eru með ágætt lið en við erum einfaldlega sterkari,“ sagði Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrir- liði SA, við Morgunblaðið eftir sig- urinn. Þetta var fjórði Íslandsmeistara- titill SA í röð og sá ellefti á 13 árum en Sigurður, sem er 27 ára gamall, var að vinna sinn þrettánda meist- aratitil, 11 með Akureyringum og tvö ár í röð var hann í sigurliði Skautafélags Reykjavíkur sem varð Íslandsmeistari árin 1999 og 2000. „Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið ansi sigursæll og það er alltaf gaman að hampa titl- um. Við höfum haft mikla yfirburði í vetur og það er ekki hægt að segja annað en að við séum vel að þessu komnir,“ sagði fyrirliðinn í sigur- vímu. Sigurður var að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik og annar af burðarrásunum í liði SA, Rúnar Rúnarsson, hættir þar sem hann hyggur á nám í Danmörku. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA, með Íslandsmeistarabikarinn ásamt aðstoðarfyrirliðum sínum, Birni Má Jakobssyni til vinstri og Rúnari Rúnarssyni til hægri. SA Íslands- meistari í 11. sinn PÉTUR Guðmundsson, sem þjálfaði kvennalið Grindavíkur í körfuknatt- leik í vetur og var yfirþjálfari yngri flokka félagsins, hefur verið leystur undan samningi að eigin ósk en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Þar með eru bæði karla- og kvenna- lið Grindavíkur þjálfaralaus en Frið- rik Ingi Rúnarsson ákvað sem kunn- ugt er að hætta með karlaliðið eftir tímabilið. „Ástæðurnar fyrir því að ég hætti hjá Grindavík eru persónu- legs eðlis. Það kemur vel til greina að þjálfa áfram enda finnst mér gaman að þjálfa en það verður bara að koma í ljós hvert framhaldið verður hjá mér, sagði Pétur við Morgunblaðið.“ Pétur hættur hjá Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.