Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 25
Fagridalur | Héraðssamningur al- mannavarnanefndar Mýrdals- hrepps við björgunarsveitina Vík- verja, svæðisstjórn Slysavarna- félagsins Landsbjargar á svæði 16 og Rauðakross Íslands, Víkur- deildar, var undirritaður nýverið. Í samningnum felst hvernig vinna á að skipun hjálparliðs vegna al- mannavarna til starfa á hættu- og neyðartímum. Samkomulagið er unnið upp úr samningi frá 2002 milli Almanna- varna ríkisins, Rauða kross Ís- lands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en hann fjallaði um hlutverk þeirra í heildarskipulagi hjálparliðs. Myndin er frá undirritun samn- ingsins í slökkvistöðinni í Vík, f.v.: Einar Bárðarson formaður Vík- verja, Bryndís Harðardóttir, for- maður svæðisstjórnar 16, Sigurð- ur Gunnarsson, sýslumaður Vík, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri og formaður almannavarnanefndar, Sigurður Hjálmarsson, formaður rauðakrossdeildar í Vík, og Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Endurskipulagning björgunarmála Ljósmynd/Örn Þórarinsson Stelpurnar í Sólgarðaskóla að lokinni sýningu á Kardimommubænum. Fljót | Árshátíð Sólgarðaskóla í Fljótum var haldin fyrir skömmu. Hún var að venju vel sótt af heima- fólki en afrakstur hennar rennur í ferðasjóð nemenda. Á hátíðinni fluttu nemendur ýmis atriði sem þau hafa æft undanfarið undir hand- leiðslu kennara sinna, Guðrúnar Halldórsdóttur og Halldórs Hálfdán- arsonar, en tónlistin var undir stjórn Önnu Jónsdóttur tónlistarkennara. Uppistaðan í skemmtuninni var hið kunna leikrit Kardimommubærinn. Þar sem nemendurnir eru aðeins fimm talsins urðu sumir að leika fleiri en eitt hlutverk, en það leystu þeir með prýði. Var dagskráin í rauninni ótrúlega fjölbreytt miðað við hvað fáir stóðu að henni og ljóst að mikil vinna hefur legið að baki undirbúningnum. Öflug dagskrá á árshátíð LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 25 Þórshöfn | Loðnu- og hrognafrystingu er lok- ið fyrir nokkru og langri og strangri vinnutörn hjá starfsfólki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar en mjög mikið var fryst á tiltölulega skömmum tíma. Í tilefni þessara vertíðarloka hélt starfs- mannafélag HÞ mikla matarveislu eða „loðnu- slútt“ í félagsheimilinu með skemmtidagskrá og þangað fjölmenntu þeir sem höfðu tekið þátt í þessari miklu vinnutörn. Margir Þórshafnarbúar hafa samvisku- samlega helgað Hraðfrystistöðinni alla starfs- krafta sína og aldrei slegið slöku við. María Jó- hannsdóttir er ein af þeim. Hún er ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum og dreif sig í loðnutörnina nú á dögunum þegar þörf var á mannskap þó að hún hefði ætlað að hætta vinnu í fyrra við 67 ára aldurinn. Árin hennar Maríu hjá Hraðfrystistöðinni eru nú orðin 45 og fannst samstarfsfólki henn- ar tilvalið að heiðra hana á þessu hátíðarkvöldi með blómum og gjöfum. Meðal gjafanna var vandaður áletraður skjöldur með loftvog og klukku. Vinnufélagarnir sögðu það vísa til ein- stakrar stundvísi Maríu og einnig til áhuga hennar á veðrinu en sannir Þórshafnarbúar missa helst ekki af veðurfréttunum. Að lokinni skemmtidagskrá var dansleikur fram eftir nóttu og gengu ballgestir jafn- vasklega fram í dansinum sem og í vinnunni. Lokagleði loðnufólks Morgunblaðið/Líney Enn ein vertíðin að baki: María Jóhannsdóttir heiðruð með góðum gjöfum eftir 45 ár starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.