Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 104. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kjötfars í hátíðarbúningi Meistarakokkar töfruðu fram nýstárlega rétti | Daglegt líf 33 Lesbók og Börn í dag Lesbók |Köld máltíð í kaupmannshúsi  Ekkert er algjörlega dautt Börn | Skylmingar eru líkamleg skák Stórmerkilegir Rómverjar og þrælauppreisn NEMENDUR í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík héldu sinn árlega peisufatadag í gær og dönsuðu og sungu í íslenskum þjóðbún- ingum víðsvegar um borgina. Kristín Ruth Jónsdóttir, nemandi í Kvenna- skólanum, segir daginn hafa heppnast ótrú- lega vel, og í minningunni verði þetta eflaust einn af bestu dögum skólagöngunnar. „Það er bara eitthvað við það að klæða sig svona upp og gera eitthvað öðruvísi, það kemur í raun- inni ákveðið þjóðarstolt við það að fara í bún- ingana,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Jim Smart Dönsuðu og sungu í íslenskum þjóðbúningum VÆNTA má fleiri stórra jarðskjálfta á Suðurlandssvæðinu á næstu árum, þar sem aðeins um þriðjungur þeirrar spennu sem hlaðist hafði upp á svæð- inu frá skjálftanum 1912, losnaði í jarðskjálftunum tveimur sem riðu yf- ir í júní árið 2000. Þetta kom fram í erindi Þóru Árna- dóttur, jarðeðlisfræðings á Norrænu eldfjallastöðinni, á Raunvísindaþingi Háskóla Íslands í gær. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að líklegt sé að orka sem enn er í berginu og muni losna í skjálftunum sé af svipaðri stærðargráðu og í þeim sem urðu fyr- ir fjórum árum. „Það sem er erfitt í þessu er að við getum ekki ennþá sagt til um hvar eða hvenær þessir skjálftar verða. Við getum einungis sagt að það séu ákveðnar líkur á að þeir verði á ein- hverjum árafjölda.“ Þóra segir ómögulegt að segja til um hvenær sú orka sem er í berginu á Suðurlandi muni leysast úr læðingi. „Orkan er fyrir hendi, en það sem ger- ir þetta mjög erfitt er að við skiljum spennuástandið í berginu núna ekki nógu vel. Ef við vissum hvaða mis- gengi er mjög nálægt því að brotna væri mun auðveldara að spá því hvar skjálftinn yrði, þó það yrði kannski erfiðara að segja fyrir hvenær.“ Spáð stórum skjálftum  Búist við / 4 Enn mikil spenna í bergi á Suðurlandi FORSETI Lettlands, Vaira Vike-Frei- berga, sagði í gær að rússneskir stjórn- málamenn hefðu skipt sér af innanríkismál- um Letta með því að skipuleggja mótmæli námsmanna gegn þeirri ákvörðun að lettn- eska skuli vera aðaltungan í ríkisskólum. Um 2.000 rússneskumælandi námsmenn mótmæltu lögunum við forsetahöllina í Riga í fyrrakvöld. „Svo virðist sem mót- mælin séu runnin undan rifjum stjórnmála- manna í Moskvu og það er íhlutun í innan- ríkismál okkar,“ sagði Vike-Freiberga. Rúmur þriðjungur íbúa Lettlands, sem eru alls 2,3 milljónir, er rússneskumælandi. Sakar Rússa um íhlutun í mál Letta Riga. AP. UNGLINGUR, vopnaður hníf og með hettu yfir höfðinu, réðst aftan að sextugri konu í Toronto í Kanada í vikunni, að sögn Toronto Star. En konan snerist þegar til varnar, lét höggin dynja á ræningjanum og tókst að sjá framan í hann með því að draga niður hettuna. Hann flúði í ofboði og konan slapp með minniháttar meiðsl. Ræninginn er sagður vera 17–18 ára, lágvaxinn, brúneygður og með brúnt hár. Snörp viðbrögð GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segjast hvergi munu hvika í baráttunni fyrir því að gera Írak að frjálsu lýðræðisríki, þrátt fyrir óöldina núna. „Írak verður frjálst, Írak verður sjálf- stætt, Írakar verða friðsöm þjóð og við munum ekki láta hræðslu og ógnanir hafa áhrif á okk- ur,“ sagði Bush eftir fund með Blair í Wash- ington í gær. Báðir lögðu áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar myndu leika mikilvægt hlutverk í Írak. Þeir gáfu til kynna stuðning við tillögur Lakhdar Brahimis, sendimanns framkvæmdastjóra SÞ, Kofi Annans, í Írak. Brahimi leggur til að írösk bráðabirgðastjórn taki við völdum 30. júní og á hún að stjórna þar til kosningar fara fram í jan- úar á næsta ári. Blair varaði menn við því að eft- ir því sem nær drægi 30. júní ykist hættan á of- beldisverkum. „Þetta gat aldrei orðið auðvelt og er það ekki núna,“ sagði Blair. Með fundinum var m.a. ætlunin að sýna fram á að leiðtogarnir væru einhuga. Fréttaskýrend- ur höfðu sagt að Blair myndi ef til vill gagnrýna aðferðir Bandaríkjamanna í Írak og segja þá ganga of hart fram, einnig stefnuna gagnvart Ísrael en það mun Blair ekki hafa gert. Leiðtogarnir lýstu báðir stuðningi við áætlun Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sem felur í sér að Ísraelar hverfi algerlega frá Gaza- svæðinu en haldi eftir nokkrum fjölmennum byggðum landtökumanna á Vesturbakkanum, auk Austur-Jerúsalem. Bandaríkjamenn hafa bent á að verði áætlunin að veruleika muni Ísr- aelar í fyrsta sinn leggja í reynd niður land- tökubyggðir á hernumdu svæðunum. Blair sagði að áætlunin gæfi tækifæri til að framfylgja Vegvísi til friðar, áætlun sem Sam- einuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Banda- ríkjamenn og Rússar lögðu fram í fyrra. Sagðist Blair vilja að þessir fjórir aðilar kæmu saman eins fljótt og unnt væri til að ræða aukinn fjár- hagslegan og pólitískan stuðning við heima- stjórn Palestínumanna. Segjast hvergi munu hvika Reuters Sammála George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gefa út sameiginlega yfirlýsingu sína í Rósagarðinum við Hvíta húsið eftir samráðsfundinn í gær. Washington. AP, AFP.  Stjórn/18  Al-Sadr/19 ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ KVIKMYNDIN Niceland eftir Friðrik Þór Frið- riksson er ein þeirra mynda sem þykja líkleg- ar til að komast í aðalkeppni kvik- myndahátíð- arinnar í Cannes, að mati Variety, virtasta kvikmyndarits í heimi. Alls munu 20 myndir keppa um Gullpálmann eftirsótta á hátíðinni sem standa mun yfir dagana 12.–23. maí nk. /71 Martin Compston leikur aðalhlutverkið. Orðuð við Cannes LÖGREGLAN í Reykjavík hafði afskipti af bíl á Vesturgötu á fimmtudagskvöldið en í henni voru tveir menn rétt innan við tví- tugt. Annar mannanna hljóp í burtu þegar lögreglan ætlaði að gefa sig á tal við þá. Maðurinn náðist þó fljótlega og fundust á honum 130 grömm af hassi og slatti af pen- ingum. Mennirnir voru báðir yfirheyrðir og viðurkenndi annar þeirra að eiga efnið. Telst málið upplýst og mönnunum sleppt. Reyndi að hlaupa undan lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.