Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞING Spánar samþykkti í gær stuðningsyfirlýs- ingu við José Luis Rodríguez Zapatero, leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem formlega tekur við emb- ætti forsætisráðherra í dag, laugardag. Zapatero er fimmti forsætisráðherra Spánar frá því að ein- ræðisstjórn Franciscos Francos leið undir lok við andlát hans árið 1975. Alls lýstu 183 þingmenn yfir stuðningi við Zapa- tero en 350 menn sitja í neðri deild spænska þings- ins. Í kosningunum sem fram fóru 14. fyrra mán- aðar fékk spænski Sósíalistaflokkurinn (PSOE) 164 menn kjörna en auk þeirra studdu átta þing- menn vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, fimm þingmenn Sameinuðu vinstrifylkingarinnar, þrír þingmenn frá Kanaríeyjum, tveir þjóðernissinnar frá Galisíu og þingmaður frá Aragon nýja forsætis- ráðherrann. Á móti voru 148 þingmenn Þjóð- arflokksins (PP) sem verið hafði í stjórn undanliðin átta ár en 19 þingmenn annarra flokka sátu hjá. Zapatero mun því fara fyrir minnihlutastjórn en hann mun geta reitt sig á minnst 13 atkvæði ann- arra vinstri flokka í neðri deildinni. Zapatero fer í dag á fund Jóhanns Karls Spán- arkonungs í Zarzuela-höllinni í Madríd og leggur fram ráðherralista sinn. Nýja ríkisstjórnin kemur síðan saman til fundar á mánudag. Í henni verða 16 ráðherrar, átta karlar og átta konur. Þingumræðan hófst á fimmtudag og tók Zapa- tero oftlega til máls. Hann lýsti yfir því að stjórn sín myndi hvergi bila í baráttunni gegn hryðju- verkaógninni í „öllum sínum myndum“. Vísaði hann með þessum orðum jafnt til hinnar hnatt- rænu hryðjuverkaógnar og ETA-samtaka bask- neskra þjóðernissinna sem háð hafa blóðuga bar- áttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á Spáni í tæp 40 ár. Zapatero ítrekaði það kosningaloforð sitt að 1.300 spænskir hermenn í Írak yrðu kallaðir heim hefðu Sameinuðu þjóðirnar ekki tekið við stjórn mála í Írak fyrir 30. júní en þá er áformað að við taki ný bráðabirgðastjórn heimamanna. „Ég mun standa við loforð mitt varðandi spænska hermenn í Írak,“ sagði Zapatero og ítrekaði þá skoðun sína og sósíalista að innrásin í Írak hefði verið „ólögleg aðgerð“. Í sama streng tók Miguel Angel Moratinos, verðandi utanríkisráðherra. Forsætisráðherrann nýi boðaði aukið frjálslyndi á sviði spænskra félagsmála og hét pólitísku sam- ráði við stjórnarathafnir. „Ég mun stjórna af auð- mýkt og sýna virðingu,“ sagði hann. Í máli hans kom og fram að hann vildi að gerðar yrðu ákveðnar breytingar á spænsku stjórnarskránni þó svo að hann boðaði ekki allsherjar endurskoðun hennar. Kvaðst hann m.a. vilja að lögum yrði breytt á þann veg að kona gæti orðið drottning Spánverja. Zapatero, sem er 43 ára gamall er lögfræði- menntaður og býr yfir langri þingreynslu. Sigur hans og Sósíalistaflokksins í þingkosningunum kom mjög á óvart og urðu margir til að setja hann í samhengi við fjöldamorð sem hryðjuverkamenn höfðu framið í Madríd þremur dögum áður þegar rúmlega 190 manns féllu í sprengjutilræðum. Frá- farandi forsætisráðherra, José María Aznar, var í hópi dyggustu stuðningsmanna Bandaríkja- stjórnar í Íraks-málinu. AP Þingmenn fagna kjöri José Zapatero, leiðtoga sósíalista, (t.v.) á Spánarþingi í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra Spánar í dag. Zapatero kjörinn forsætisráðherra STÚLKNASÖGURNAR bandarísku um Nancy Drew, sem leysir erfiðar glæpagátur af stakri snilld, hafa komið út í 74 ár. En nú hafa útgef- endurnir sagt höfundateyminu, sem ávallt kallar sig Carolyn Keene, að gera umtalsverðar breyt- ingar á söguhetjunni í von um að nútímaunglingar eigi auðveldara með að finna til samkenndar með henni. Nancy ekur nú um á svonefndum tvinnbíl, þ.e. vagni með bæði hefð- bundnum sprengihreyfli og raf- magnsmótor, einnig notar hún far- síma og tölvu og það sem gæti valdið nokkurri skelfingu: hún ger- ir stundum mistök. Fjórar nýjar sögur munu verða á boðstólum á næstu vikum. Sú fyrsta ber titilinn Without a Trace sem þýða mætti Sporlaust. Og framvegis segir Nancy sjálf söguna. „Þannig er hægt að nálgast Nancy betur, okkur fannst að það gæti vakið áhuga aðdáenda og les- enda,“ segir Jen Weiss, sem er að- stoðarritstjóri útgáfu á pappírskiljum fyrir börn hjá forlaginu Simon & Schuster. Hefðbundna lýs- ingin á Nancy var „að- laðandi, um það bil 18 ára stúlka“ sem var „klædd ljós- brúnum bómullarjakkafötum er fóru henni vel“. En nú er frjáls- ræðið aukið. Hún segir frá því hvernig hún æðir snarrugluð um herbergið sitt, með hárið í algerri óreiðu og kærastinn hennar, Ned segir frá því að hann noti „bleika inniskó“. Wiess segir að Nancy sé ekki lengur „ungfrú fullkomin“, hún hafi sína galla. Jennifer Fisher, sem heldur úti vefsíðu um Nancy Drew, segir að í nýju sögunum sé ívið meira um gamansemi. „Hún getur hlegið að sjálfri sér þegar hún hún gerir eitt- hvað heimskulegt. Ég held að krakkar verði hrifn- ir af því.“ Einnig eru nú meiri upplýs- ingar um heimaborg Nancy, River Heights, og ekki er lengur sagt um vin- stúlkuna Bess að hún sé „feitlagin“ heldur er hún „hnellin“, Bess er auk þess orðin snillingur í öllu sem við kemur bílum. Nancy á nú einnig óvin, Deirdre. En hve gömul er Nancy? Og hvað gerir hún? Weiss segir að þessi at- riði séu af ráðnum hug enn látin vera fremur óljós. Nancy er sem fyrr hvorki í framhaldsskóla né há- skóla. Höfundarnir vilja ekki að Nancy geti ekki leyst einhverja gát- una vegna þess að hún þurfi að fara í próf. Hin síunga Nancy er breytt The Washington Post. ’Ég held aðkrakkar verði hrifnir af því.‘ ERNST Welteke sagði í gær af sér sem seðlabankastjóri Þýzkalands. Hann hafði áður vikið tímabundið úr embætti vegna ásakana um spill- ingu fyrir að hafa þegið fjögurra nátta lúxusdvöl á hóteli í Berlín fyr- ir sig og fjöl- skyldu sína um áramótin 2001- 2002. Sem aðal- bankastjóri þýzka seðlabank- ans, Bundesbank, var Welteke hæst- launaði embættismaður Þýzkalands, en hóteldvölin var greidd af við- skiptabankanum Dresdner Bank. „Stjórn bankans telur að þetta sé rétt skref með tilliti til ímyndar stofnunarinnar og þess hvernig al- menningur skynjar skyldur hennar,“ segir í yfirlýsingu frá bankastjórn- inni þar sem hún tilkynnti að hún hefði fallizt á afsögnina. Welteke, sem hafði stýrt bankan- um síðan árið 1999, sagði í reiðilegu afsagnarbréfi að honum væri óger- legt að gegna skyldustörfum sínum í þeim anda trausts sem nauðsynlegur væri, í kjölfar þrýstings frá fjármála- ráðuneytinu um að hann skyldi sviptur embætti. Sagði hann þennan þrýsting vera nýjasta dæmið um að stjórnvöld virtu ekki stjórnarskrárbundið sjálf- stæði seðlabankans. Welteke hættur Ernst Welteke ♦♦♦ STUÐNINGSMENN stjórnarand- stöðunnar í Kákasuslýðveldinu Armeníu kröfðust í gær afsagnar forseta landsins, Roberts Kochar- ians, í trássi við bann stjórnvalda við slíkum mótmælaaðgerðum. Með kröfugöngunni í höfuðborg- inni, Jerevan, lét stjórnarandstaðan í fyrsta sinn reyna á mátt sinn síðan lögreglan beitti kylfum, skelfi- sprengjum og þrýstivatni til að leysa upp mótmælasetu stjórnarandstæðinga á þriðjudag. Talið er að um 6.000 manns hafi tekið þátt í göngunni og spenna var sögð ríkja í Jerevan. Lögreglumenn fylgdust með og í nágrenninu voru sérsveitir í viðbragðsstöðu auk hjúkrunarliðs. „Eins lengi og stjórn Kocharians er við lýði mun enginn dagur líða án mótmæla. Það verður enginn frið- ur,“ sagði Aram Sarkissian, fyrr- verandi forsætisráðherra sem nú fer fyrir stjórnarandstöðunni. Það er óánægja með bágt efnahags- og atvinnuástand í landinu sem helzt kyndir undir mótmælabylgjunni gegn ríkjandi stjórn í Armeníu, en ekki síður þó ásakanir um að Koch- arian forseti hafi staðið fyrir kosn- ingasvikum síðastliðið vor, en sam- kvæmt opinberum niðurstöðum þeirra kosninga tryggði hann sér þar völdin annað kjörtímabilið í röð. Mótmælaaldan sem nú gengur yfir landið hefur verið borin saman við „rósabyltinguna“ í nágrannalýð- veldinu Georgíu í haust sem leið, sem endaði með því að Edúard Shevardnadze forseti hraktist úr embætti. Stjórnmálaskýrendur segja hins vegar að tök Kocharians á völdunum séu það sterk, og stjórnarandstaðan það vanmáttug, að ólíklegt sé að hliðstæða georgísku „rósabyltingarinnar“ eigi sér stað í Armeníu. Armeníuforseti í mótbyr Jerevan. AFP, AP. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur skipað stjórnarerindrekum sínum í Sádi- Arabíu, öðrum en þeim sem annast brýnustu starfsemina, að fara það- an vegna hættu á fleiri hryðju- verkum. Í tilkynningu, sem ráðuneytið gaf út í fyrradag, voru Bandaríkja- menn varaðir við því að ferðast til Sádi-Arabíu og bandarískir ríkis- borgarar, sem dvelja þar, eindreg- ið hvattir til fara þaðan. Ráðuneytið kvaðst hafa fengið „nýlegar og trúverðugar upplýs- ingar“ sem bentu til þess að öfga- menn væru að undirbúa fleiri sprengjuárásir á Bandríkjamenn og Vesturlandabúa í Sádi-Arabíu. Er þetta í þriðja skipti á einu ári sem bandarískum stjórnarerind- rekum er skipað að fara frá Sádi- Arabíu. Sádi-Arabía Aukin hætta á hryðju- verkum Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.