Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur Allar kápur og úlpur á vortilboði Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10 - 14 Útsala - Lagersala 50% afsláttur Tilboðsslár kr. 1000 eða 3000 Heimagisting 20 km frá Hróarskeldu Tímabilið frá 1. maí-1. október. Möguleiki að sækja út á flugvöll. Upplýsingar gefur Hrafnhildur í síma 0045 44444 005. Geymið auglýsinguna. Gisting í Danmörku Áttu börn og ert þú tilbúinn að hjálpa okkur? Við erum hjón sem eigum ekki kost á því að eignast börn nema með utanaðkomandi aðstoð. Við leitum því að góðhjartaðri konu sem er tilbúin að gefa okkur egg. Fullum trúnaði er heitið, við komum ekki til með að vita hver þú ert og þú ekki hver við erum. Allur lyfja- og lækniskostnaður verður greiddur af okkur. Ef þú ert yngri en 35 ára, átt a.m.k. eitt barn, ert heilsuhraust og vilt veita okkur þetta tækifæri, biðjum við þig vinsamlega um að senda nánari upplýsingar um nafn, aldur og símanúmer til auglýsingadeildar Mbl., merktar: Egg - 15219, fyrir 1. maí og við munum biðja lækni að veita bréfi þínu móttöku og hafa samband. Vorútsala á peysum Aðeins í dag Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kringlunni sími 581 2300 mikið úrval SUMAR JAKKAR S M Á R A L I N D Sími 517 7007 www.changeofscandinavia.com UNDIRFÖT - NÁTTFÖT BAÐFÖT 25% afsláttur VORÚTSALA NÝTT FRÁ Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 3 gerðir af kaffibollum 20% kynningarafsláttur EKKI liggur fyrir á þessari stundu hvenær starfsmönnum Kísiliðjunn- ar í Mývatnssveit verður sagt upp en starfseminni verður hætt í árs- lok. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að starfsmönnum Kísiliðjunnar verði sagt upp í sum- ar. Fulltrúar stéttarfélaganna hafi fundað með sveitarstjóra Skútu- staðahrepps um málið og hvatt til þess að boðað verði til fundar með þingmönnum kjördæmisins um stöðuna. Þá hafi stéttarfélögin lagt fram nokkrar tillögur er varða starfsmenn og starfslok þeirra hjá verksmiðjunni og kynntar voru í fyrradag á starfsmannafundi. Að sögn Kristjáns Björns Garð- arssonar, framkvæmdastjóra Kís- iliðjunnar, liggur ekki fyrir hvenær starfsfólki verður sagt upp. Fyrir liggi að starfsemi verksmiðjunnar verði hætt í síðasta lagi um áramót og að kynnt hafi verið á fundi með starfsmönnum á miðvikudag að þar af leiðandi komi til uppsagna á árinu. Mislangur uppsagnarfrestur starfsmanna Að sögn Kristjáns eru starfs- menn með mislangan uppsagnar- frest, nokkrir með sex mánuði, sumir með fjóra og fimm mánuði en langflestir með þrjá mánuði. Breytilegur uppsagnafrestur sé til kominn vegna aldurs og starfsald- urs hjá fyrirtækinu. Stefnt er að uppsetningu á kísilduftverksmiðju eftir að Kísiliðjan hættir fram- leiðslu sem ráðgert er að taki til starfa árið 2006. Að sögn Kristjáns verða færri stöðugildi í kísilduft- verksmiðjunni, 35-7, borið saman við 46 hjá kísilgúrverksmiðjunni. Þá liggi fyrir að ráða þurfi fólk í sérhæfð störf. Gert er ráð fyrir tvö þúsund tonna framleiðslu í fyrsta áfanga en að hún verði aukin upp í níu þúsund tonn innan tveggja ára. Kísilduftsframleiðslan byggist á innfluttu kvartsi en ekki náma- vinnslu úr Mývatni. Að sögn Krist- jáns hentar gúr úr vatninu engu að síður prýðilega til framleiðslunnar. Óvíst hvenær uppsagnir í Kísiliðjunni taka gildi PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er efstur að stigum í svonefndri Frelsisdeild, sem er keppni á vegum Heimdallar milli þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins um titilinn „Frelsari ársins“. Frá þessu er greint á vefnum frelsi.is og þar segir að lokasprettur keppninnar sé hafinn. Er Pétur nú með 11 stig og næstir koma Guðlaug- ur Þór Þórðarson með sex stig og Sigurður Kári Kristjánsson með fimm. Neðstur á listanum er Einar Oddur Kristjánsson með -12 stig. Frá síðustu umferð hafa þær breyt- ingar orðið helstar að Einar K. Guð- finnsson hefur fallið úr öðru í fjórða sæti á listanum. Á vefnum segir að keppendur vinni sér inn stig með því „að losa fólkið í landinu undan járnkló rík- isvaldsins“. Þeir keppendur sem herða á taki „járnklóarinnar“ tapa stigum. Sigurvegari Frelsisdeildar hlýtur farandbikar til varðveislu í eitt ár. Stöðu einstakra þingmanna má skoða á www.frelsi.is. Pétur Blöndal efstur í „Frels- isdeildinni“ HOLLVINAFÉLAG líffræðiskorar var stofnað í fyrra- dag í tilefni af opnun Öskju, Náttúrufræðahúss Háskóla Íslands. Félaginu er ætlað að taka virkan þátt í áfram- haldandi uppbyggingu öflugrar lífræðimenntunar á Ís- landi. „Hlutverk þess verður að taka þátt í stefnumótun, efla og styrkja grunnrannsóknir í líffræði og vekja at- hygli á mikilvægi þeirra, styrkja tengsl líffræðinga inn- byrðis og við skorina og stuðla að auknu og betra vís- indastarfi í þágu allra landsmanna,“ segir í fréttatilkynningu sem undirbúningshópur að stofnun Hollvinafélagsins hefur sent frá sér. Undirbúningshópurinn segir að starfsvettvangur líf- fræðinga sé fjölbreyttur og að stöðug sókn hafi verið í líffræðinám við Háskóla Íslands. Um 40 einstaklingar hafi lokið námi frá líffræðiskor á hverju ári undanfarin ár. Frá stofnun skorarinnar árið 1968 hafi 822 kandí- datar útskrifast með BS-gráðu í líffræði, 108 lokið fjórða árs verkefni og 70 nemendur brautskráðst með meistarapróf. Þá hafi stór hópur þessa fólks sótt sér frekari menntun til annarra landa, nú séu 165 líffræð- ingar með doktorsgráðu í líffræði. Hollvinafélag líffræðiskorar Háskóla Íslands stofnað Morgunblaðið/Sverrir Árlega útskrifast um 40 nemendur frá líffræðiskor HÍ. Myndin er frá stofnfundi Hollvinafélagsins í fyrradag. Mun taka virkan þátt í uppbyggingu og stefnumótun FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.