Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ kemur ekki á óvart
að nýjasta Pottþétt
safnplatan, sem er sú
34. í röðinni, fari beint í
efsta sæti Tónlistans.
Það er löngu sannað
að þessar safnplötur
eru algerlega högg-
þéttar og vatnsþéttar,
nú og að sjálfsögðu
poppþéttar!
Að vanda er að finna
blöndu af því vinsæl-
asta í poppinu undanfarnar vikur, og er bæði
leitað til útlanda og Íslands í þeim efnum. Hér
má m.a. finna lag með „Stjörnunni“ Kalla
Bjarna, syni Íslands, sem ætti að gefa for-
smekkinn að því sem vænta má frá þeim pilti.
Höggþétt!
ÞAÐ er harla sjaldgæft
að tónlist „sígildrar“
ættar rati inn á Tónlist-
ann. En Hafliði Hall-
grímson, höfundur
verksins Passía, gerir
sér lítið fyrir og hentist
beint inn í tuttugasta
sætið með sam-
nefndan hljómdisk.
Verk þetta var frum-
flutt í febrúar 2001 en hljóðritun þessi var gerð
á föstudaginn langa 2002.
Það var Listvinafélag Hallgrímskirkju sem pant-
aði verkið af Hafliða, í tilefni af 1000 ára
kristnitökuafmæli, en verkið var frumflutt af
Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvurunum
Mary Nessinger og Garðari Thor Cortes og
hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Finnska útgáfufyrirtækið Ondine gaf diskinn út
fyrir síðustu jól en það voru þeir Halldór Hauks-
son, Sveinn Kjartansson og Sverrir Guð-
jónsson í Credo sem þrýstu á um útgáfuna.
Ástríða!
RAPPSKÍFAN One
Day með O.N.E. er
alíslenskt verkefni
en O.N.E. skipa
þeir Opee (Ólafur
Páll) og Eternal (Ei-
lífur Örn). Platan
var tekin upp í
hljóðverinu Grænir
fingur en það er Ei-
lífur sem sér um
taktsmíði og slíkt
en Opee sér um rappið. Tónlistin er m.a. dregin
úr hatti gamallar sálartónlistar og sinfónískum
stefum bregður meira að segja fyrir. Opee sjálf-
ur er orðinn ágætlega sjóaður í rappheimum en
hann hefur m.a. gestað í lögum hjá Quarashi.
One Day sýnir glögglega að íslenska rappvorið
er enn á fullu stími.
Einn!
RÚNAR Júlíusson er al-
veg ótrúlega afkastamik-
ill tónlistarmaður og
hann beinlínis dælir plöt-
unum út. Nýjasta platan,
Trúbrotin 13, er um
margt sérstök því að
platan er trúarleg en
hana gefur Rúnar út í
minningu foreldra sinna.
Tónlistin er gospel,
blandað rokki, poppi og
kántríi og eins og svo oft áður kemur fjölskylda
Rúnars að plötugerðinni á margvíslegan hátt.
Á plötunni er nokkuð um frumsamin lög en
einnig eru þarna sígildir sálmar.
Rúnar eða Rúnni Júl sannar hér enn og aftur að
hann er einstakur í röð íslenskra hljómlist-
armanna. Það er aðeins einn Rúnni!
Aðeins einn
Rúnni!
!" ## # #$%&#% #'( #)* #+#, #- #.# / #0#1 #) . 2#
3 42# #%!2# .-5 2#64 #7 2#&+#(#/ #(#8#9/ (
--1
%B
C
:/
; ##<(
:/
(-#6(
;(#&*-
!(/(=
:/
) ==
<>#6>
#7
9*#'4(
%#)4 %* #9#8
:/
,# 5 /# 5 /
9 **
< -#<
?( @#
8 .
<(==#A/
#)5
6( -#;(=
/#<*
<(#)B C9
'4 #3
%5 %5
9<
8(DE#
; #3
60=#F#
#7E#75
#7 #3(/
8*
) ".
G44+- 5#(
!-
!>=(#
7.#7 (
&#H#(- (
$#!-#I(
94-
, #+ "0
!
% #=5
! #J#7(( #$#!-#&(
@#
3 0#3./ (
7#) //#
;
'(
C
J #!/#;( #%
C#
!#-#(#G #8 ;#;"
#C#
8(DE
G
) .
9&$
)(
) .
) .
G
;/
) .
A
%&;
G
)
) .
)(
) .
)(
(/(
C
9&$
) .
A
A
%&;
%&;
)(
)/
) .
9&$
ÞAÐ ER ERFITT að skrifa áfell-
isdóm um Will Oldham. Svo glæsilegur
er rúmlega tíu ára ferill hans orðinn.
Gott samt að vita að enginn er fullkom-
inn.
Hugmyndin að þessari safnplötu er
bráðgóð og á pappírunum gaf að líta
skothelt meistaraverk. Will Oldham,
sem Bonnie Prince Billy, tekur upp úr-
val laga sem hann hefur áður hljóðritað
sem Palace með sjóuðum leiguspilur-
um frá Nashville. Hljómar vel, ekki
satt! Hér verður að koma smá útskýr-
inga-millispil. Nafnasúpan er þannig
tilkomin að Will Old-
ham hefur jafnan
hljóðritað undir öðr-
um nöfnum. Oftast
sem Palace (þá sem
Palace Brothers,
Palace Music, Pa-
lace Songs eða einfaldlega Palace) en
einnig sem Bonnie Prince Billy. Tónlist
B.P.B. er öllu melódískari og mýkri en
oft og tíðum víruð tónlist Palace og
þannig er þessi skemmtilega hugmynd
tilkomin. Að setja lög Palace undir
hattinn hans Bonnie. En tilraunin mis-
tekst hrapallega. Í stað þess að verða
glúrin jaðarsveitatónlistarplata – eða
þá vel heppnuð „hefðbundin“ sveita-
tónlistarplata dettur platan klaufalega
á milli þessara þilja. Hún er sannast
sagna vart fugl né fiskur. Hljómurinn
afkáralegur, lagavalið kenjótt og heild-
arupplifunin vonbrigði. Því miður.
Gengur betur næst.
Tónlist
Villi sveitó
Bonnie Prince Billy
Sings Greatest Palace Music
Domino/Drag City
Nýja Will Oldham-platan er ekki góð.
Arnar Eggert Thoroddsen
DIALOG, sem skrifuð er á Stein-
trygg, samstarfsverkefni hrynparsins
Sigtryggs Baldurssonar og Stein-
gríms Guðmundssonar, er tvímæla-
laust ein allra besta plata síðasta árs.
Hefur þessa fyrstu eiginlegu útgáfu-
tónleika því verið lengi beðið hér á bæ
og betra seint en aldrei.
Maður hafði náttúrlega vonað að
þeir gætu við slíkt tækifæri hóað sam-
an sem flestum af þeim fjölmörgu
hæfileikamönnum sem eiga framlag á
plötunni en þegar litið er til þess
hversu víða að þeir koma – frá Pól-
landi, Afríku, Hollandi, New York
(Sara Guðmundsdóttir er þar búsett)
og lengi mætti áfram – þá er svo sem
skiljanlegt að ekki hafi færi gefist á
því að koma þeim öllum saman á ein-
um tónleikum. En í staðinn brugðu
þeir á það ráð að bjóða upp á sárabæt-
ur, tíbesku söngkonuna Soname
Yangchen og hvílíkar sárabætur!
Fyrst á sviðið í ágætum Austurbæ
var hin umtalaða íslenska hljómsveit
Tenderfoot. Sveitin leikur lágstemmt
og ljúfsárt kassagítarrokk, afar
dramatískt og tilfinningaþrungið.
Ekki leynir sér að fjórmenningarnir,
sem þetta band skipa, eru fullir af
metnaði, taka tónlistarsköpunina
grafalvarlega og ætla sér stóra hluti.
Þeir hafa líka alla burði til þess, eru
vel spilandi og Karl Henry með ein-
staka söngrödd. Með meitlaðri laga-
smíðum og áframhaldandi leit af eigin
tóni og rödd ætti Tenderfoot að skipa
sér í röð athygliverðari sveitar hér á
landi ef ekki víðar og verður einkar
fróðlegt að heyra fyrstu plötuna sem
þeir eru nú með í smíðum.
Þá stigu á svið í fyrsta sinn þetta
kvöldið tvíeykið sem stóð fyrir kvöld-
inu, Steintryggur og hóf leik. Í öðru
lagi slóst hin tíbeska Soname í hóp-
inn, örlítið feimin og hikandi í fyrstu,
eins og hún væri svolítið smeyk við
áhorfendur og viðtökur þeirra. Og
þótt það leyndi sér ekki allt frá fyrsta
tóni er hún gaf frá sér að þar færi ein-
stök söngrödd, þá small hún ekki al-
veg í fyrstu lögunum við undirleik
þeirra Steintryggs og hollensk-
danska altmúlíg-gítaristans Sörens
Venema. Ugglaust æfingarleysi og
öðru óöryggi um að kenna. En hún
var samt ósköp ljúf og fann hjá sér
mikla þörf til að ræða við áhugasama
áhorfendur í þéttsetnum Austurbæ.
En á meðan hún virtist ekki alveg
sýna sínar bestu hliðar í fyrstu lög-
unum við undirleik þá skein hún þeim
mun skærar eftir að hún stóð eftir ein
á sviðinu og söng nokkra tíbeska
sálma, bænir, fjallalög og kyrjaði fyr-
ir og með áhorfendum. Þar fann hún
sig best, lék á als oddi, gantaðist við
áhorfendur og sagði þeim lífsreynslu-
sögur á milli þess sem hún sönglaði á
hreint einstakan máta a capella og
færði áhorfendur skýjum ofar.
(Makalaust hvað sumir áhorfenda
gátu verið tillitsslausir í garð hennar
og annarra áhorfenda með því að
þurfa endilega að vera masandi út í
eitt á meðan á þessum viðkvæma og
lágstemmda flutningi stóð.)
Seinni hluti tónleikanna var nær al-
farið tileinkaður Dialog, plötu Stein-
tryggs. Eins og fyrr segir komu ekki
nærri því allir við sögu á tónleikunum
sem áttu framlag á plötunni – sem var
synd. Var því mikið af tónlistinni
„fengið að láni“ með því að vera leikin
af bandi. Auðvitað verður slíkt aldrei
jafnáhrifaríkt og lifandi flutningur, en
sá sem lifandi og lífrænn var stóð
sannarlega fyrir sínu. Ekki þarf að
fara mörgum orðum um hæfni þeirra
Steintryggsmanna. Steingrímur
lamdi tablatrommurnar af mikilli inn-
lifun en þó ætíð með þeirri smekkvísu
ákefð sem fékk slátt hans til að falla
fullkomlega að lögunum, sjaldnast í
forgrunni, fremur sem traustur bak-
grunnur, drifkraftur. Á meðan sat
Sigtryggur bak við sitt hefðbundna
rokktrommusett og hér verður bara
gamli Sykurmolaaðdáandinn að fá að
lýsa því yfir að það var hápunktur
kvöldsins að fá eftir öll þessi ár að sjá
hann þar og hlýða á. Sveiattan að
maður hafi ekki bara verið búinn að
gleyma því hversu magnaður tromm-
ari hann er, alltaf svo innilega ligeg-
lad, trommuleikurinn svo áreynslu-
laus en um leið kraftmikill og frjór.
Og þeim til fulltingis voru valinkunnir
hljóðfæraleikarar, Sören Venema
þeirra atkvæðamestur, leikandi á
ýmsa kynlega gítara á borð við mið-
austurlenska oud-gítarinn, waldzith-
er, madolin og sítarafbrigði. Greini-
lega fjölhæfur gítarleikari þar á ferð
og var fróðlega á hann að hlýða, þótt
stundum hafi leikur hans verið helst
til of lítt áberandi eða þá lágt stilltur í
hljóðkerfinu, sem var synd.
Eitt helsta risið á tónleikunum var
þegar þeir blástursmenn Kjartan Há-
konarson og Óskar Guðjónsson fóru á
kostum í tveimur af kröftugustu og
um leið sterkustu lögum plötunnar,
miðjulögunum „I Don’t Get It!“ og
„Swung“. Þar fékk líka hinn lifandi
flutningur sín best notið en þess ber
að geta að það er örugglega ekki
hlaupið að því að gera þeim fullkomin
skil öllum lögunum ellefu af plötunni
frábæru Dialog, svo margslungin eru
þau og þaulunnin í hljóðverinu.
Undir lok veglegra tónleika steig
tíbeska Soname aftur á svið við mik-
inn fögnuð gesta, söng lag frá Mið-
Austurlöndum með Steintryggi og
komst klakklaust frá. Fór hún síðan á
algjörum kostum og sýndi breidd sína
svo um munaði í rokkuðu lokalaginu,
einhvers kona þjóðlagaútgáfu af
rokkslagara ZZ Top „La Grange“ þar
sem Soname rumdi af miklum krafti
og sannfæringu – minnti þá einna
helst á Yoko Ono í Ham-ham.
Skýjum ofar
HLJÓMLEIKAR
Austurbær
Hljómleikar í Austurbæ fimmtudags-
kvöldið 15. apríl 2004. Fram komu ís-
lenska hljómsveitin Tenderfoot, tíbeska
söngkonan Soname Yangchen, tvíeykið
Steintryggur, sem stendur saman af Sig-
tryggi Baldurssyni og Steingrími Guð-
mundssyni. Með þeim léku Sören Ven-
ema, Róbert Þórhallsson, Gísli Galdur,
Óskar Guðjónsson, Kjartan Hákonarson,
Helgi Svavar Helgason.
STEINTRYGGUR OG SONAME YANGCHEN
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Soname söng og kyrjaði við góðar undirtektir í Austurbæ.
Skarphéðinn Guðmundsson