Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 37 jóðanna. rður Ís- arsam- starfs- ð leitað ríku, en á rá ýms- starfs- kisráðu- inheldur g Jarð- di eflist ar, auk þjóðanna, Barna- og Þró- viði á sviði mvinnu óði í við sér- róun- m tengj- m í ga hvernig það í érfræð- Eins ar og sam- unarríkj- é- m rn- Íslend- inga. Ótal tækifæri blasa við, hvarvetna bíða verkefni og íbúar þróunarlandanna þurfa á slíkri samvinnu að halda. En sú samvinna verður fyrst og fremst að vera á for- sendum samstarfslandsins. Í gegnum tíðina hefur eitt helsta vandamál þróunaraðstoðar verið að aðstoðin er veitt á forsendum stuðningslandsins og fyrir vikið skap- ast ekki sá vilji sem til þarf til að tryggja langvarandi ár- angur. Þróunaraðstoð Íslands er unnin á forsendum okkar samstarfslanda sem skapar traust og stuðlar að bættum árangri. En traustið dugar því miður ekki til eitt og sér, ekki heldur þótt fjármunir liggi til grundvallar. Friður er auðvitað ein forsenda þróunarsamvinnu en sjúkdómar og örbirgð geta dregið verulega úr árangri af slíku starfi. Í mörgum ríkjum sunnanverðrar Afríku vofa afleið- ingar eyðnifaraldurs yfir öllu lífi. Í þorpi eftir þorp eru einungis börn og gamalmenni – heilu kynslóðirnar hafa orðið eyðni að bráð og heimsókn á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn í Afríku líður manni aldrei úr minni. Aldrei. Það er slæm tilhugsun að þetta þarf ekki að vera svona og þetta á auðvitað ekki að vera svona. Með bættu aðgengi að lyfjum og forvörnum gætu sjúkir alið önn fyrir börnum sínum og færri sýkst. Eðlilegt er að Ísland verji meira fé til þessa málaflokks og til þess verður ekki síst litið í stefnumótun um þróunarsamvinnu Íslendinga sem í hönd fer á næstunni. Með henni gefst okkur Íslendingum tækifæri til þess að sýna fram á að undanförnum árum og áratugum höf- um við ekki aðeins komist frá örbirgð til allsnægta, held- ur einnig og um leið til aukins þroska. Og þá er ekki til lítils unnið. til þróunarsamvinnu Höfundur er formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. hafi m- æri erk- na Þróunarsamvinna í Mósambík. Heimamenn grafa brunn fyrir fé frá Hjálparstarfi kirkjunnar. prósenta eignarhlut og sterkar raddir voru um að ganga lengra. Þannig sagði í nefndaráliti efnahags og viðskiptanefndar sem ég var þá for- maður fyrir: „Ákvæði um yfirtökuskyldu aðila sem eignast ráðandi hlut í hlutafélagi hefur einnig verið mjög til umræðu. Hafa margir talið nauðsynlegt að lækka það hlutfall atkvæðisréttar sem leiðir til yfirtökuskyldu. Ljóst er að hluthafar eru í flest- um tilvikum komnir með ráðandi hlut áður en skylda til yfirtökutilboðs stofnast samkvæmt gildandi reglum. Með lægra hlutfalli atkvæðis- réttar sem leiðir til yfirtökuskyldu eru hagsmun- ir hluthafa í yfirteknu félagi betur tryggðir. Þá er talið að lækkun hlutfallsins leiði til skilvirkari hlutabréfamarkaðar. Nefndin leggur af þessum sökum til að hlutfallið verði lækkað niður í 40%. Ljóst er að slíkt atkvæðamagn gerir hluthöfum í flestum tilvikum kleift að hafa ráðandi áhrif á stjórnun félaga. Jafnvel má leiða að því líkur að ráðandi áhrif skapist oftast við enn lægra hlutfall atkvæðisréttar. Ekki er gengið lengra í lækkun hlutfallsins að þessu sinni en nefndin telur engu síður ástæðu til að taka það til gaumgæfilegrar skoðunar hvort rétt sé að lækka það enn meira.“ Gagnkvæmt traust Það er því alveg ljóst í hvaða átt löggjafinn hefur viljað ganga. Þróunin hefur verið merkj- anleg og skýr. Um það hefur verið prýðileg sátt. Fulltrúar allra þingflokka sem áttu sæti í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis skrifuðu undir fyrrgreindan texta. Það var því að vonum að við þingmenn úr öll- um þingflokkum á Alþingi sammæltumst um tvö frumvörp þar sem enn er gerð tilraun til þess að styrkja stöðu minni hluthafa. Þetta er í samræmi við þann þingvilja sem birst hefur ítrekað á Al- þingi og hér hefur verið í nokkru rakin. Enginn vafi er á því að mjög mikilvægt er að hér á landi verði áfram starfandi öflugur hluta- bréfamarkaður. Ein forsenda þess er að almenn- ingur telji sér óhætt að festa hluta ævisparnaðar síns í hlutabréfum. Til þess að svo megi verða þarf fólk að vera visst um að það geti treyst leik- reglunum og að þær séu skjól hinum almenna hluthafa. Að fólk sem fjárfesti í hlutabréfum upplifi sig ekki sem lítið síli í hákarlatjörninni. Forsenda þess er að leikreglur séu skýrar, verndi minni hluthafana, án þess að þær komi í veg fyrir eðlilega þátttöku öflugra fjárfesta; fag- fjárfestanna sem við höfum líka verið að setja lög um. Þannig er líklegt að fleiri gerist hluthafar í íslensku atvinnulífi og hlutabréfamarkaðurinn verði lifandi og fái aðhald frá smáum hluthöfum sem og hinum stærri. Leið til að jafna og bæta lífskjör Á þessu máli er líka önnur hlið, sem vænt- anlega er umdeildari pólitískt. Það er sú rök- semd að virk þátttaka almennings í hlutabréfa- kaupum geti líka verið aðferð við að jafna kjör og gefa almenningi ríkari þátt í hagnaði fyrirtækj- anna. Á það hefur verið bent að margar tilraunir til þess að jafna lífskjör með kjarasamningum, skattalegum aðgerðum og félagslegum úrræðum hafi runnið út í sandinn. Með því að almenningur eigi hlut í fyrirtækjum njóti hann ábatans ef vel gengur og eigi þess kost að auka eigur sínar. Um slíkt verður þó tómt mál um að tala, nema fólk telji sér óhætt að fjárfesta í fyrirtækjum. Þess vegna þarf löggjafinn að búa til þær aðstæður að fólk telji sér það óhætt. Löggjöf sem styrkir rétt lítilla hluthafa enn frekar frá því sem nú er, leiðir til slíks og er því ein mikilvægasta forsenda þess að almenningur í þessu landi verði til frambúðar reiðubúinn að festa fé sitt í atvinnurekstri. Ein- mitt um þessar mundir er þörfin knýjandi. Fréttir berast af óvenjulágu sparnaðarhlutfalli almennings og því þarf að snúa við. Þverpólitísk samstaða Mikil þverpólitísk samstaða á Alþingi vekur þær vonir að með lagasetningu verði staða hins almenna hluthafa styrkt enn frekar en nú er. Í þá átt hefur þróunin verið hingað til. Við vitum að fullt tilefni er til frekari aðgerða. Þess vegna meðal annars fluttum við sexmenningar, úr öll- um stjórnmálaflokkum, á dögunum frumvörp sem lúta að þessu. Góðar viðtökur almennings og fjölmiðla, svo sem leiðari Morgunblaðsins er gott dæmi um, eru sannarlega uppörvandi og sýna að mikill vilji er til þess að löggjafinn bregðist við og sýni hug sinn til málsins. ur verndi minni hluthafa Morgunblaðið/Þorkell ndur segir að leikreglur verði að vera skýrar og vernda minni hluthafa. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. ’Löggjöf sem styrkir rétt lít-illa hluthafa enn frekar frá því sem nú er … er því ein mikilvægasta forsenda þess að almenningur í þessu landi verði til frambúðar reiðubú- inn að festa fé sitt í atvinnu- rekstri. ‘ M ikil er skömm Ís- lands um þessar mundir. Rík- isstjórn lands okkar hefur gert Íslendinga ábyrga fyrir þeim hörmungum sem yfir Írak ganga í kjölfar árásarstríðs Bandaríkj- anna og Breta. Innrásin var ólöglegt athæfi að alþjóðalögum, gerð í trássi við Sameinuðu þjóð- irnar. Æðstu ráðamenn lands okkar, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gerðu Ís- land hins vegar að ábekingi að innrásinni með því að lýsa yfir fyrirvaralausu fylgi við hana. Um leið gerðu þeir Ísland og Íslend- inga samábyrga með innrás- arríkjunum og afleiðingum her- námsins. Þau óhæfuverk sem hernámsliðið vinnur í Írak dag hvern eru þannig á ábyrgð Ís- lendinga sem þjóðar og breytir þá engu að íslenska ríkisstjórnin hafði ekki tök á að senda herlið á vettvang. Þúsundir óbreyttra írakskra borgara liggja í valnum, þjóð- argersemar hafa verið eyðilagð- ar, ránshendi farið um söfn og heimsminjum aftan úr forneskju tortímt. Helstu náttúruaauðlindir Íraka eru bakgrunnur þessarar herfarar, sem knúin er fram af stærstu olíuhringum Bandaríkj- anna sem nú hafa undirtökin í stjórnkerfi þessa heimsveldis með Dick Cheney varaforseta sem ódulbúinn fulltrúa sinn. Í páskavikunni murkuðu bandarískar hersveitir lífið úr 700 manns í Fallujah, að meiri- hluta til konur og börn að því virtar fréttastofur staðhæfa. Al- þjóðleg mannréttindasamtök með höfuðstöðvar vestanhafs hafa krafist rannsóknar á þessum at- burðum en tala fyrir daufum eyrum. Æ fleiri spyrja sig hvar upphafs þeirra hryðjuverkaógna sem nú eru helsta umræðuefni á Vesturlöndum sé að leita og hverjir falli undir hugtakið hryðjuverkamenn. Eru þeir sem ráða yfir herjum og ráðast á önnur þjóðríki í trássi við alþjóðalög þar undan- skildir? Og hver er hlutur þeirra ríkja og valdsmanna sem veita Bandaríkjunum og Bretum stuðning til óhæfuverkanna? Undirrót þess ástands sem nú ríkir í alþjóða- málum og tengt er hryðjuverkum liggur á Vesturlöndum. Á meðan menn ekki horfast í augu við það á ástandið aðeins eftir að versna. Þeir sem ráku Palestínumenn af landi sínu fyrir rösklega hálfri öld og halda heilli þjóð fyrir botni Miðjarðarhafs í herkví eiga stóran hlut að máli, einnig við Ís- lendingar. Það er skelfilegt til þess að vita að á sama tíma og forseti Bandaríkjanna slær ein- hliða striki hugmyndir um frið- arferli milli Ísraels og Palestínu skuli íslenskir ráðamenn hjúfra sig fastar en nokkru sinni fyrr upp að valdsmönnunum í Wash- ington. Ábyrgð Íslands og hryðjuverkaógnin Eftir Hjörleif Guttormsson ’ Undirrót þess ástandssem nú ríkir í alþjóða- málum og tengt er hryðjuverkum liggur á Vesturlöndum. ‘ Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.