Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALLT FRÁ því Leifur Kolbeinsson, eigandi og kokkur á La Primavera, dvaldi í Kaupmannahöfn fyrir tveim- ur árum og kynntist kokkum frá Napólí hefur réttur sem hann lærði af þeim verið af og til á matseðli La Primavera. Þetta er steiktur skötu- selur með parmesan og chili og sum- ir gera sér margar ferðir til að bragða aftur og aftur á þessu hnoss- gæti. Leifur gefur lesendum góðfúslega uppskrift að réttinum vinsæla og segir hann einfaldan í matreiðslu, auk þess sem nú sé rétti tíminn til að elda skötusel. Það sem helst þurfi að varast er að ofelda fiskinn. Steiktur skötuselur með parmesan og chili (fyrir fjóra) 720 g skötuselur, hreins- aður og skorinn í 8 jafn- stórar sneiðar 200 g fínt rifinn parmesan 4 lítil rauð fersk chili örlítið hveiti ólífuolía sítróna Chili hreinsað og skorið í fína bita og blandað saman við fínt rifinn parmesan. Fiskin- um velt upp úr hveiti og steikt- ur í vel heitri olíu í eina mínútu þar til hann brúnast á báðum hliðum, 2–3 sneiðar í einu. Sneiðunum er því næst velt upp úr chili- og ostablöndunni, rað- að á ofnfast fat og bakað undir 220°C heitu grilli í ofni í 2–3 mín- útur, þar til hjúpurinn fer að brúnast. Fiskurinn er borinn fram með sítrónu og ólífuolíu. Með skötuselnum er borið fram soðið spínat, ferskur aspas og rósmarín- og hvítlaukskartöflur. Rósmarín- og hvítlaukskartöflur 1 kíló meðalstórar kartöflur maldonsalt svartur pipar hvítlaukur ferskt rósmarín Kartöflurnar skrældar, skornar í tvennt og settar í ofnskúffu. Þær eru vættar með ólífuolíu og kryddaðar vel með maldonsalti og svörtum pip- ar. Heilir hvítlauksgeirar og ferskt rósmarín er sett út í og ekki sparað. Þetta er sett í 240°C heitan ofn í um 30 mín. og snúið og hrært í á 10 mín- útna fresti.  MATUR|Uppáhaldsrétturinn er skötuselur Hnossgæti frá Napólí Frá Napólí til Reykjavíkur: Steiktur skötuselur með parmesan og chili. Morgunblaðið/Ásdís Leifur Kolbeinsson, kokkur og eigandi La Primavera. La Primavera Austurstræti 9 Reykjavík Sími: 5618555 Veffang: www.laprimavera.is steingerdur@mbl.is TIL ERU nokkur afbrigði af gul- rótum og þar á meðal eru þær sem nefndar eru „baby carrots“ upp á ensku. Þ.e. þessar litlu sætu sem eru allar eins í laginu og e.t.v. má kalla dverggulrætur. Þær koma ekki alveg svona reglulegar upp úr jörðinni, heldur er búið að snyrta þær vandlega og setja í neytendapakkningar. Dverggul- rætur eru í rauninni langar og mjóar gulrætur sem eru svo skornar í jafnstóra bita, að því er fram kemur á vef framleiðandans Grimmway. Dverggulræturnar geymast ekki eins lengi og venjulegar gul- rætur, heldur eru þær bestar inn- an örfárra daga eftir að þær eru keyptar. Afbrigðið þroskast hrað- ar en venjulegar gulrætur og það hefur þær afleiðingar að dverg- gulrætur eru ekki jafnríkar af be- takarótíni og venjulegar gulrætur. En á móti kemur að fólk borðar yfirleitt meira af hinum hand- hægu, afhýddu og tilsnyrtu dverg- gulrótum en hinum, og fær því sinn skammt af næringarefnunum. Í fróðleiksmola á vefútgáfu Washington Post kemur fram að forðast beri að geyma gulrætur með eplum eða perum þar sem ávextirnir mynda ákveðna loftteg- und þegar þeir þroskast og getur það leitt til þess að gulræturnar verða bitrar á bragðið. Morgunblaðið/Ásdís Gulrætur: Vel snyrtar dverggulræt- ur eru hollur skyndibiti. Hollar og handhægar  GULRÆTUR Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af yfirhöfnum Fjölkerfa DVD spilari 6.999.- Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.