Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALLT FRÁ því Leifur Kolbeinsson, eigandi og kokkur á La Primavera, dvaldi í Kaupmannahöfn fyrir tveim- ur árum og kynntist kokkum frá Napólí hefur réttur sem hann lærði af þeim verið af og til á matseðli La Primavera. Þetta er steiktur skötu- selur með parmesan og chili og sum- ir gera sér margar ferðir til að bragða aftur og aftur á þessu hnoss- gæti. Leifur gefur lesendum góðfúslega uppskrift að réttinum vinsæla og segir hann einfaldan í matreiðslu, auk þess sem nú sé rétti tíminn til að elda skötusel. Það sem helst þurfi að varast er að ofelda fiskinn. Steiktur skötuselur með parmesan og chili (fyrir fjóra) 720 g skötuselur, hreins- aður og skorinn í 8 jafn- stórar sneiðar 200 g fínt rifinn parmesan 4 lítil rauð fersk chili örlítið hveiti ólífuolía sítróna Chili hreinsað og skorið í fína bita og blandað saman við fínt rifinn parmesan. Fiskin- um velt upp úr hveiti og steikt- ur í vel heitri olíu í eina mínútu þar til hann brúnast á báðum hliðum, 2–3 sneiðar í einu. Sneiðunum er því næst velt upp úr chili- og ostablöndunni, rað- að á ofnfast fat og bakað undir 220°C heitu grilli í ofni í 2–3 mín- útur, þar til hjúpurinn fer að brúnast. Fiskurinn er borinn fram með sítrónu og ólífuolíu. Með skötuselnum er borið fram soðið spínat, ferskur aspas og rósmarín- og hvítlaukskartöflur. Rósmarín- og hvítlaukskartöflur 1 kíló meðalstórar kartöflur maldonsalt svartur pipar hvítlaukur ferskt rósmarín Kartöflurnar skrældar, skornar í tvennt og settar í ofnskúffu. Þær eru vættar með ólífuolíu og kryddaðar vel með maldonsalti og svörtum pip- ar. Heilir hvítlauksgeirar og ferskt rósmarín er sett út í og ekki sparað. Þetta er sett í 240°C heitan ofn í um 30 mín. og snúið og hrært í á 10 mín- útna fresti.  MATUR|Uppáhaldsrétturinn er skötuselur Hnossgæti frá Napólí Frá Napólí til Reykjavíkur: Steiktur skötuselur með parmesan og chili. Morgunblaðið/Ásdís Leifur Kolbeinsson, kokkur og eigandi La Primavera. La Primavera Austurstræti 9 Reykjavík Sími: 5618555 Veffang: www.laprimavera.is steingerdur@mbl.is TIL ERU nokkur afbrigði af gul- rótum og þar á meðal eru þær sem nefndar eru „baby carrots“ upp á ensku. Þ.e. þessar litlu sætu sem eru allar eins í laginu og e.t.v. má kalla dverggulrætur. Þær koma ekki alveg svona reglulegar upp úr jörðinni, heldur er búið að snyrta þær vandlega og setja í neytendapakkningar. Dverggul- rætur eru í rauninni langar og mjóar gulrætur sem eru svo skornar í jafnstóra bita, að því er fram kemur á vef framleiðandans Grimmway. Dverggulræturnar geymast ekki eins lengi og venjulegar gul- rætur, heldur eru þær bestar inn- an örfárra daga eftir að þær eru keyptar. Afbrigðið þroskast hrað- ar en venjulegar gulrætur og það hefur þær afleiðingar að dverg- gulrætur eru ekki jafnríkar af be- takarótíni og venjulegar gulrætur. En á móti kemur að fólk borðar yfirleitt meira af hinum hand- hægu, afhýddu og tilsnyrtu dverg- gulrótum en hinum, og fær því sinn skammt af næringarefnunum. Í fróðleiksmola á vefútgáfu Washington Post kemur fram að forðast beri að geyma gulrætur með eplum eða perum þar sem ávextirnir mynda ákveðna loftteg- und þegar þeir þroskast og getur það leitt til þess að gulræturnar verða bitrar á bragðið. Morgunblaðið/Ásdís Gulrætur: Vel snyrtar dverggulræt- ur eru hollur skyndibiti. Hollar og handhægar  GULRÆTUR Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af yfirhöfnum Fjölkerfa DVD spilari 6.999.- Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.