Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 30
Palermo og Toronto Úrval Útsýn býður í haust beint leigu- flug til tveggja nýrra áfangastaða, Pa- lermo á Ítalíu og Toronto í Kanada. Far- ið verður til Palermo helgina 20.–23. maí nk. en 20. maí er uppstigningar- dagur. Margt er að skoða í Palermo, t.d. tónlistarhúsin, listasöfnin, leikhúsin og útimarkaðir. Toronto stendur við Ont- ario-vatn og meðfram bökkum þess eru veitingastaðir, verslanir og skemmtistaðir. Íbúarnir koma frá rúm- lega hundrað aðskildum menning- arsvæðum og endurspeglast það í lista- og skemmtanalífi og matarmenn- ingu í borginni. Endurbætur á Hótel Ísafirði Síðastliðið ár hafa verið gerðar miklar endurbætur á Hótel Ísafirði. Herbergi hafa verið endurnýjuð og þeim fjölgað um fjögur. Eitt herbergi flokkast nú sem lúxusherbergi en getur einnig nýst fyrir gesti í hjólastól, sem fjölskyldu- herbergi eða fyrir brúðhjón. Hótel Ísa- fjörður er þriggja stjörnu hótel með 36 herbergjum sem öll eru með sturtu, sjónvarpi og síma. Veitingasalur tekur allt að 100 manns í sæti. Með end- urbótunum á Hótel Ísafirði hefur öll að- staða til fundahalda batnað mjög og er hótelið nú betur í stakk búið að taka á móti ýmiss konar ráðstefnum og fund- um auk ferðamanna allt árið. Áferð um Ísland Á ferð um Ísland, Around Iceland og Rund um Island 2004 eru komnar út hjá útgáfufélaginu Heimi. Bókin kemur út einu sinni á ári á þrem- ur tungumálum í 90.000 eintökum auk vefútgáfu á www.heimur.is/world. Bók- unum er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum landsins. Í bókunum er fjallað um hvern lands- hluta, bæði landafræði, sögu og áhuga- verða staði auk ítarlegra þjónustulista sem uppfærðir eru árlega í samstarfi við heimamenn. Þá er einnig að finna kort í upphafi hvers kafla þar sem inn eru merktir helstu gististaðir, tjald- svæði og sundstaðir í landshlutanum. Ljósmyndir í bókinni eru eftir Pál Stef- ánsson og Geir Ólafsson. Ritstjóri er María Guðmundsdóttir. GB Ferðir semja við Mount Juliet GB Ferðir hafa gert samning við hótelið Mount Juliet Conrad á Írlandi en hót- elið er við ána Nore á Írlandi. Á hótelinu eru 32 herbergi og 2 forsetasvítur. Ekkert herbergi er eins þar sem húsið er upphaflega byggt sem heimili. Hvert herbergi ber nafn sem hefur skírskotun í söguna. Þar er fyrsti golfvöllinn sem Jack Nicklaus hannaði í Evrópu. Völl- urinn var vígður árið 1991 og hafa mörg stórmótin farið fram á honum, m.a. World Golf Championship – American Express, árið 2004. Það mót verður haldið aftur á Mount Juliet í ár. Hótelið var valið 28. besta hótel í Evrópu af Condé Nast. Á Mount Juliet er golfskóli og gott æfingasvæði. Golfferð til Oxfordshire GB Ferðir hafa gert samning við The Springs í London. Hótelið er í Oxfor- dshire og landareignin einkennist af görðum, vatni og skóglendi. 31 herbergi er á hótelinu sem er byggt árið 1874 í Tudor-stíl. Golfvöllurinn hentar byrj- endum sem lengra komnum. Þrír golf- dagar kosta 25.900 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið eru tvær nætur með morg- unverði, þriggja rétta kvöldverði og 3x18 holu golfhringir. GB Ferðir hafa einnig gert samning við Ritz Carlton hótelið í Berlín, nýtt lúx- ushótel. Það er staðsett í hjarta borg- arinnar, á Potzdamer Platz og á hót- elinu eru 320 herbergi, þar af 38 svítur. Taíland og Víetnam í haust Langferðir bjóða í haust ferðir til Taí- lands og Víetnam í samvinnu við Kuoni í Danmörku. Ferðirnar hefjast í Kaup- mannahöfn og verður íslenskur far- arstjóri. Farið verður til Víetnam 1.–15. október og verð á mann í tvíbýli ef bók- un er staðfest fyrir 1. júní er 173.100 kr. Tvær ferðir verða til Taílands, 16.–30. október og 24. október til 7. nóvember. www.urvalutsyn.is www.hotelisafjordur.is www.gbferdir.is www.kuoni.is www.heimur.is Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Ferðalög: Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður beint leiguflug til Toronto í Kanada í haust. FERÐALÖG 30 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Erla Guðrún Hafsteins-dóttir er nýkomin fráJapan þar sem húndvaldist í þrjá mánuði við nokkuð frumstæðar aðstæður á skíðasvæði uppi í nyrstu fjöllum ásamt áströlskum kærasta sínum Luke Shearman. Þar var Luke að kenna Japönum snjóbrettalistina, en parið kynntist hér á landi þegar þau hittust í snjóbrettabúðum uppi á Snæfellsjökli. Erla Guðrún segist vera mikil skíða- og brettakona. Hún byrjaði að læra á skíði á fimmta aldursári og tók svo snjó- brettin fram yfir skíðin fyrir um það bil sex árum, þá sautján ára gömul. Ferðalagið frá Íslandi til Japans var bæði langt og strangt því Erla Guðrún flaug í einni „bunu“ alla leið, eins og hún kemst að orði, og klukkutímarnir orðnir nítján frá því hún lagði af stað þar til hún komst á áfangastað. „Frá Keflavík flaug ég til London og þurfti að bíða á Heat- hrow-flugvelli í nokkra tíma áður en ég náði tólf tíma flugi til Tókýó. Þar þurfti ég að skipta um flugvöll, frá Narita-flugvelli yfir á Haneda- flugvöll. Þaðan var tveggja tíma flug til Sapporo. Þangað sótti Luke mig og við tók tveggja tíma akstur til skíðasvæðisins Niseko Hirafu, þar sem við bjuggum. Aftur á móti þegar við fórum heim, tókum við ferju frá bænum Tamokamai til Oarai sem var átján tíma ferðalag að næturlagi og því sváfum við mestallan tímann. Frá Oarai tókum við lest til Tókýó þar sem við eyddum tveimur sólar- hringum hjá kunningja. Síðan var flugleiðin Tókýó-London-Keflavík, líkt og á útleiðinni.“ Skíðasvæðið Hirafu er mitt á milli tveggja bæjarkjarna, Niseko og Kutchan, á eyjunni Hokkaido. Stærsta borg eyjunnar er Sapporo, þar sem búa um tvær milljónir íbúa, og þar skoðuðu þau Erla Guðrún og Luke sig um og fylgdust m.a. með snjóbrettamóti, sem þar var haldið. „Fyrir þá, sem hafa gaman af því að ganga á fjöll, þá er eitt fjall nálægt skíðasvæðinu, sem er vinsælt að ganga á. Það heitir Yotei-zan og er útsýnið af því stórfenglegt. Við vorum náttúrlega mjög mikið á snjóbrettum sem var auðvitað megintilgangurinn með ferðinni, en aðstæður þarna bjóða upp á hreint frábæran púðursnjó. Mér fannst líka mjög gaman að ganga um ná- grennið á snjóþrúgum og svo not- færðum við okkur auðvitað „onsen“ Japana, en það eru náttúruleg og sérstök heit böð, ekki ósvipuð Bláa lóninu. Sá er þó munurinn að karlar og konur fara ekki saman í „onsen“, heldur í sitthvort „onsenið“, þar sem Evuklæðin ein og sér eru látin duga í þessum sérstæðu japönsku böðum, sem ég mæli eindregið með að menn prófi, eigi þeir leið um.“  FRAMANDI STAÐIR Á snjóbrettum í japönsku fjalllendi Frábær aðstaða: Með brettið á bakinu í lausamjöll.Útsýni: Séð frá skíðasvæðinu Niseko Hirafu yfir til fjallsins Yotei-zan. Vistarverurnar: Þau Erla Guðrún og Luke bjuggu í efri skúrnum á milli þess sem þau stunduðu útiveruna. Í heitu baði: Erla Guðrún ásamt kærastanum Luke Shearman. Með snjóbrettin í far- teskinu fór Erla Guðrún Hafsteinsdóttir alla leið til Japans þar sem hún fann frábæra lausamjöll og naut náttúrulegra baða og japanskrar kurteisi í hvívetna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.