Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Undirbúningur undir árlega Sæluviku Skagfirðinga er nú í fullum gangi, og má segja að afmæli Geirmundar hafi verið góð upphitun fyrir þessa gömlu gleðiviku. Á ár- um áður, þegar orðin framlegð og arðsem- iskrafa voru óþekkt, lögðu menn daglegt amstur einfaldlega alveg til hliðar, og þegar eitt ballið var búið fóru menn beint í biðröð- ina til þess að kaupa sér miða á næsta ball og tryggja sér borð, en þegar því var lokið var loks unnt að fara heim, leggja sig og safna kröftum fyrir næstu lotu. Hinsvegar er nú mun meira framboð á flestu því sem þarf til helgarskemmtana, um kráarrölt og dans- leikjahald að velja hverja helgi, og þá leggja hinir lífsþyrstu ef til vill minna á sig nú en áður til þess að njóta Sæluvikunnar til fulls.    Leikfélag Sauðárkróks er nú að ljúka æf- ingum á leikritinu Síldin kemur, síldin fer, eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur, undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar og verður frumsýning sunnudaginn 25. apríl næstkomandi. Leikendur eru rúmlega tutt- ugu en alls koma um fjörutíu manns að sýn- ingunni. Allskonar skemmtiefni og uppá- komur verða alla vikuna, en lokakvöldið er svo dægurlagakeppni Kvenfélags Sauð- árkróks, sem nú er að sigla inn í annan ára- tuginn með þessa vinsælu keppni, og segja aðstandendur hennar að sífellt verði tónlistin betri og lögin betur unnin til dóms og flutn- ings. Að keppninni lokinni verður að venju Lokadansleikur í Íþróttahúsinu.    En að öllu alvarlegri hlutum Jón Eiríks- son sem stundum hefur verið nefndur Drangeyjarjarl, hefur á undanförnum árum lagt á sig ómælt erfiði til þess að gera að- gengi að einni helstu náttúruperlu Skaga- fjarðar, Drangey, betra og öruggara. Á síð- astliðnu sumri steypti Jón mikinn viðlegukant í Uppgönguvíkinni og var flest gert til þess að hér yrði um varanlega fram- kvæmd að ræða, bæði sett niður ankeri og herlegheitin fleyguð saman með stálboltum. Nú hefur Jón hinsvegar farið sína fyrstu ferð fram í eyju á þessu vori, og þá kom í ljós að í veðurhamförum vetrarins hefur garðurinn góði færst allnokkra metra úr stað og klippt á flestar festingar, þó að ekki sé hann ónot- hæfur. Segist Jón nú sjá að enn um stund verði hann að þjarka við eyjuna ef vel á að vera og ljóst að verki sínu sé langt í frá lokið. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Menningarhátíðverður á Reyk-hólum sum- ardaginn fyrsta. Er þetta í annað sinn sem sumri er fagnað með þessum hætti, að því er fram kemur á vef Reykhólahrepps. Dagskráin hefst kl. 13 með opnun myndlistarsýn- ingar í hjúkrunar- og dval- arheimilinu Barmahlíð. Þar sýnir Guðmundur Björgvinsson verk sín. Klukkustund síðar hefst dagskrá í íþróttasal Reyk- hólaskóla þar sem fær- eyska söngkonan Eivör Pálsdóttir treður upp. Þá mun Þórunn Valdimars- dóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, lesa upp úr verki sem hún vinnur að um Matthías Jochumsson, en hann fæddist í Reyk- hólasveitinni á 19. öld. Í Barmahlíð hefst kl. 15 sama dag árlegur Barma- hlíðardagur þar sem seld- ar verða kaffiveitingar og sýndar hannyrðir. Menningarhátíð Laxamýri | Gullkýrin var afhent á aðalfundi Fé- lags þingeyskra kúa- bænda nýlega, en hana hlaut að þessu sinni Haukur Tryggvason á Laugabóli fyrir kúna Glóð 126 sem hlaut sam- tals 305 stig í dóms- og kynbótaeinkunn. Silf- urkúna hlutu ábúendur á Kambsstöðum fyrir kúna Grá nr. 124 með 300 stig og bronskúna hlaut Atli Sigurðsson á Ingjalds- stöðum fyrir kúna Etnu nr. 132 sem hlaut alls 297 stig. Það var Guðmundur Steindórsson ráðunautur sem fór yfir kúasýning- arnar, en kýrnar sem fengu verðlaun fyrir fal- lega byggingu voru frá Gautlöndum, Krossi, Múla II og Ljósavatni. Mikið er af velbyggðum afurðakúm í héraðinu og oft er erfitt að gera upp á milli góðra gripa. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Verðlaunahafar: F.v.: Sigurður Böðvarsson Gautlönd- um, Sigurður Birgisson Krossi, Haukur Tryggvason Laugabóli með gullkúna, Atli Sigurðsson Ingjalds- stöðum og Aðalgeir Karlsson Múla II. Gullkýrin fór að Laugabóli Prófastur var á leiðheim traðirnar áTorfastöðum, þar sem séra Guðmundur Torfason var prestur á ár- unum 1860 til 1875. Séra Guðmundur taldi sig vita erindið. Hann hafði skroppið til Reykjavíkur og orðið vel við skál: Von er ekki verri gesta veit ég það og skil. Satan hefur sent þann versta sem hann átti til. Svo kemur hér önnur Sat- ans vísa eftir séra Guð- mund. Þegar hann hætti prestskap á Torfastöðum átti hann að fá Tor- fastaðakot til ábúðar. En þar sat fyrir Hafliði nokk- ur Magnússon og Hjörtur hreppstjóri í Austurhlíð Eymundsson studdi Haf- liða í að vera áfram, en loks þegar kotið losnaði, orti séra Guðmundur: Kominn er ég „kotið“ í kalla ég rudd sé gatan, Hjörtur gat ei hamlað því Hafliði né Satan. Enn orti séra Guðmundur og þá orðinn aldraður: Þá var rifið, þá var slegið, þá var róið, stokkið, glímt. Nú er skriðið, nú er legið, nú er sóað tíð og hímt. Að sóa tíð pebl@mbl.is Grindavík | Starfsmenn fisk- verkunarinnar Vísis í Grindavík voru í gær að breyta í fisk- vinnslunni. Ágúst Ingólfsson sem er á lyftaranum og Hjálmur Sigurðsson sem styður við færi- bandið þverneituðu því að þeir væru að gera fínt fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands, sem kemur í heimsókn til Grindavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni 30 ára kaupstaðarafmælis. Forset- inn heimsækir einnig fyrirtæki en þeir félagar sögðu að þótt forsetinn væri frá Þingeyri eins og stofnandi Vísis væri ólíklegt að hann kæmi í heimsókn vegna þess að engin vinnsla yrði þar í dag. Málið skýrðist þegar Ágúst sagði að þeir væru að flytja út tæki úr flökunarlínunni til að rýma fyrir niðurísingu sem þeir kalla. Hann sagði að smærri fiskurinn yrði sendur til vinnslu á Húsavík en keyptur stór fisk- ur á markaði í staðinn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Breytingar í fiskvinnslunni Kaupstaðarafmæli VISTRÝMI fyrir aldraða eru hlutfallslega mun færri á Suðurnesjum en á landinu í heild og biðlistar að sama skapi lengri. Kom þetta fram í erindi Sig- urðar Garðarssonar, for- manns stjórnar Dvalar- heimila á Suðurnesjum, á fundi Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum sem fram fór á Flughót- eli í Keflavík í fyrra- kvöld. Samkvæmt útreikn- ingum Sigurður, sem byggðar eru á tölum Hagstofu Íslands frá árinu 2001, ættu að vera 170 dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarrými á Suðurnesjum til þess að jafnvægi næðist miðað við landið allt. Þar af þyrftu að vera liðlega 100 hjúkr- unarými og 46 dvalarrými. Raunverulegt framboð rýma er nú hins vegar um 120. Vantar því um 50 rými upp á til að ná lands- meðaltali. Jafnframt kom fram hjá honum að um 70 manns væru á biðlista eftir rými á dvalar- og hjúkrunarheimilum en jafnramt kom fram á fundinum að erfitt væri að meta biðlista vegna mismunandi aðferða. Fram kom á fundinum að Reykjanesbær hefur hug á að byggja hjúkrunarheimili í bæjarfélaginu. Þar er nú ekkert hjúkrunar- heimili en bærinn á aðild að Garðvangi í Garði. Hugmyndir að skipulagi í kringum Reykjaneshöllina gera ráð fyrir þeim mögu- leika að uppbygging í þágu aldraðra verði þar sem íþróttavöllur Njarðvíkur er nú. Vantar 50 vistrými upp á landsmeðaltal BRÚARVINNUFLOKKUR frá Reyðar- firði byrjar í næstu viku að setja upp göngu- brú yfir Jökulsá í Lóni þar sem farið er inn í Kollumúla. Byrjað var á brúnni í fyrrasum- ar en þá voru steyptar undirstöður og mun verkinu verða lokið í endaðan maí. Kemur þetta fram á Samfélagsvef Hornafjarðar. Núna er aðeins fært á jeppum inn að Ein- stigi þar sem brúin kemur yfir Jökulsá en fram kemur að Vegagerðin hyggst láta hefla veginn þangað í næstu viku og þá muni leið- in verða fær fyrir fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu göngubrúarinnar opnast gönguleið úr Stafafellsfjöllum inn á Lóns- öræfi. Ferðafólki sem leggur leið sína um Lónsöræfi hefur fjölgað ár frá ári. Göngubrú byggð ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.