Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 48
MESSUR Á MORGUN 48 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Dagskrá um Jón Arason biskup í Landakoti SUNNUDAGINN 18. apríl kl. 20 verður dagskrá um Jón Arason biskup í Landakoti. Dagskrá þessi var samin og undirbúin vorið 2003 með styrk frá Kristnihátíðarsjóði og er henni ætlað að birta svipmynd af per- sónu og skáldskap Jóns Hólabisk- ups. Í dagskránni er flutt lög og ljóð frá kaþólskum tíma á Íslandi, eftir Jón biskup sjálfan og eftir göml- um íslenskum handritum. Flytj- endur eru þau Gerður Bolladóttir sópran og Kári Þormar organisti. Ennfremur les Hjörtur Pálsson upp úr samtímaheimildum frá tíma Jóns biskups. Enginn aðgangseyrir, en hins- vegar eru gestirnir beðnir að láta fé af hendi rakna að dagskrá lok- inni til að styrkja framlag lista- mannanna. Einnig er hægt að kaupa CD með dagskrá um Jón Hólabiskup í safnaðarheimilinu að tónleiknum loknum. Kvennakirkjan í Langholtskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Langholtskirkju sunnu- daginn 18. apríl kl. 20.30. Sigríður Munda Jónsdóttir guðfræðingur prédikar. Ólöf Davíðsdóttir syng- ur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Mánudaginn 26. apríl kl. 17.30 hefst námskeið á vegum Kvenna- kirkjunnar fyrir konur sem hafa búið við ofbeldi á einn eða annan hátt. Námskeiðið byggist á bók- inni Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum sem nýlega kom út á vegum Þjóðkirkjunnar. Kennarar verða Vilborg Oddsdóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Nám- skeiðið er haldið í Kvennagarði, Laugavegi 59, og verður í fjögur skipti. Námskeiðið er ókeypis. Skrán- ing er í síma 551 3934 eða á net- fangið kvennakirkjan@kirkjan.is. Barnaguðsþjónustur í Grafarvogskirkju og Borgarholtsskóla SÍÐUSTU barnaguðsþjónustur vetrarins verða þrjá næstu sunnu- daga, 18., 25. apríl og 2. maí í Grafarvogskirkju og Borgarholts- skóla kl. 11:00. Laugardaginn 8. maí verður svo hin árlega og vinsæla barna- messuferð. Grafarvogskirkja. Sunnudagaskólar sameinast Í TILEFNI af fermingarguðþjón- ustum í Laugarnes- og Háteigs- kirkju bjóða sunnudagaskólar beggja safnaða upp á leiksýningu í Íþróttahúsi Laugarnesskóla sunnudaginn 18. apríl kl. 11:00. Það er Stoppleikhópurinn sem sýnir þar leikrit um Hans klaufa en stundinni stjórna sunnudaga- skólakennarar beggja safnaða. Allt fólk velkomið. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni verður í Dómkirkj- unni, sunnudaginn, 18. apríl kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýkina. Anna Sigríður Helgadóttir, Hjörleifur Valsson, Birgir og Hörður Bragasynir sjá um stemmningsríka tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flyt- ur hugleiðingu. Sr. Karl V Matth- íasson leiðir samkomuna og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyrirbæn. Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar www.domkirkjan.is ÁSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 14. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Æðruleysisguðsþjónusta kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleið- ingu. Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um tónlistina. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Tekin samskot til kirkjustarfsins. Ferming- armessa kl. 13.30. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Kvöldmessa kl. 20. Einfalt form, kyrrlátt og hlýlegt andrúmsloft. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Fjalar Sig- urjónsson prédikar. Sr. Lárus Hall- dórsson þjónar fyrir altari. Félag fyrrum starfandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11. Prestar sr. Sigurður Pálsson og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Hljómsveit ferm- ingardrengja leikur í messunni. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Org- anisti Hörður Áskelsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Magneu Sverr- isdóttur. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson. Í stað barnaguðsþjónustu verður farið á leiksýninguna „Hans klaufi“ sem hefst kl. 11 í Laugarnes- skóla. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fermingarmessa og barnastarf kl. 11. Prestar séra Jón Helgi Þór- arinsson og séra Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir. Kór Langholtskirkju syngur. Org- anisti Jón Stefánsson. Barnastarfið verður í safnaðarheimilinu. LAUGARNESKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálp- ara og Sigurvini Jónssyni fermingarfræð- ara, Gunnari Gunnarssyni, organista og Kór Laugarneskirkju. Kl. 11 Sunnudaga- skóli Laugarneskirkju og Háteigskirkju sameinast í dag í íþróttahúsi Laugarnes- skóla. Þar mun Stoppleikhópurinn flytja leikritið um Hans klaufa en sunnudaga- skólakennarar beggja safnaða stýra sam- verunni. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Einsöngur Inga J. Backman. Kór Neskirkju syngur ásamt Drengjakór Neskirkju syngur. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Taizémessa kl. 11. Öll tónlist messunnar er sótt í Taizé- hefðina. Markmið þessara sálmasöngva er að dýpka bænalífið. Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju. Organisti Pavel Manas- ek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma. Æskulýðsfélagið kl. 20 – spilakvöld. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fermingarguð- sþjónusta klukkan 11. Prestur sr. Carlos Ferrer. Tónlist: Carl Möller, Anna Sigga og Fríkirkjukórinn. Allir velkomnir ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl.11. Rebbi og félagar mæta. Söngur og gleði. Kaffi og ávaxtasafi á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Ath. breyttan tíma. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Kirkjan er lokuð vegna viðgerða 14.–30. apríl. Messað verður kl. 11 sunnudaginn 2. maí. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Ferming- armessa kl. 11. Prestur: Sr. Svavar Stef- ánsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organista. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Elfu Sifjar Jóns- dóttur. Mánudaginn 19. apríl verður farin vorferð með eldri borgara á vegum Fella- og Hólakirkju til Skálholts og að Sól- heimum. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 og komið til baka um kl. 17. Skráning í ferðina í s. 557 3280 og fs. 862 0574. Í þátttökugjaldinu sem eru kr. 1.000 er innifalin rútuferð og hádegisverður. Sjá nánar á www.kirkjan.is/fella-holakirkja GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 13.30. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Bryndís. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Siffi og Sigga. Undirleikari: Guð- laugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar þjóna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í neðri safnaðarsal. Söngur, leikir og fönd- ur. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum í umsjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir. Fr. Sigurgeirsson. LINDASÓKN Í KÓPAVOGI: Guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum meðan á guðsþjón- ustu stendur. Kór safnaðarins syngur fyr- ir í sálmasöng og messusvörum, org- anisti er Hannes Baldursson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir velkomnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng.Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir söng. Altarisganga. Org- anisti er Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN, Fossaleyni 14, Grafarvogi: Kl. 11. Morgunguðsþjón- usta. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir kennir um efnið: Hvernig talar Guð? Kl. 20. Sam- koma með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Halldór Lárusson predikar. Allir velkomn- ir. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til- veruna“ sýndur á Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Heim- sókn frá Færeyjum. 24. apríl kemur Uni Næs, prestur frá Færeyjum. Í þessum sambandi verður færeysk kvöldvaka laugardaginn kl. 10.30 og samkoma sunnudaginn kl. 20.30. Sunnudaginn 18. apríl kl. 20.30 verður samkoma. Allir eru velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: kl. 17 samkoma fyrir hermenn og samherja. Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Umsjón Anne Marie og Ha- rold Reinholdtsen. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Inger Dahl talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 18. apríl er samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Ragnar Snær Karlsson, æsku- lýðsfulltrúi KFUM og KFUK talar. Undra- land fyrir börnin meðan á samkomunni stendur. Matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomuna. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Omar Mando frá V-Afríku. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Allir hjart- anlega velkomnir. Miðvikudaginn 21. apr- íl kl. 18–20 er fjölskyldusamvera með léttri máltið. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 06. filadelfia@gospel.is www.gospel.is VEGURINN: Unglingablessun kl. 11:00. Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00, Högni Valsson predikar, lofgjörð, vitnisburðir og samfélag eftir samkomu í kaffisalnum. Allir hjartanlega velkomnir. ath. mánudaginn 19.04 verður konu- kvöld kl. 20:00 allar konur velkomnar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Á laug- ardögum: Barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8 til 18.30. Sunnudaginn 18. apríl: Fyrsta altarisganga barna Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Alla fimmtu- daga: Rósakransbæn kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. SAURBÆJARKIRKJA á Kjalarnesi: Ferm- ingarmessa kl. 13. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. MOSFELLSKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Jón Þorsteinsson. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Laug- ardagur kl. 11: Fermingarmessa í Landa- kirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestar sr. Fjölnir Ásbjörnsson og sr. Þor- valdur Víðisson. Sunnudagur kl. 11: Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill söngur, biblíusaga, biblíukerti og brúðu- heimsókn. Fjölmennum í kirkju með börn- in. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræð- ararnir. Kl. 14: Fermingarmessa í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestar sr. Fjölnir Ásbjörnsson og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 15.10: Guðsþjón- usta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð- jónssonar. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörns- son. Kl. 20.30: Æskulýðsfundur í Landa- kirkju. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferming- armessur kl. 10.30 og kl. 14. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson. Organisti Antonía Hevesi. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta í Víðistaðaskóla kl. 11. Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni í matsal Víðistaðaskóla. Skemmtileg stund fyrir alla aldurshópa. Ferming- arguðsþjónusta kl. 10. Kirkjukór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Trompet: Eiríkur Örn Páls- son. www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl.11. Góð og upp- byggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Sig- ríður Kristín leiðir stundina ásamt tónlistarmönnunum Erni Arnarsyni og Skarphéðni Hjartarsyni. VÍDALÍNSKIRKJA: Við minnum á ferð sunnudagaskólans í Húsdýragarðinn í dag, laugardag. Farið með rútu frá Vídal- ínskirkju kl. 11. Áætluð heimkoma kl. 13. Grill og gaman. Fermingarmesa á sunnudag kl. 13.30. Sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson þjóna. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Hrönn Helgadóttir. Allir velkomnir. Prest- arnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson þjóna. Álft- aneskórinn syngur. Organisti Hrönn Helgadóttir. Kristjana Helgadóttir leikur á þverflautu. Allir velkomnir. Prestarnir. AKRANESKIRKJA: Fermingarguðsþjón- ustur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu eftir messuna. Aðalfundur Ísafjarðarsóknar. Micaela Kristín-Kali verður með erindi um amerískt kirkjulíf og í hverju það sé helst frábrugðið ísfirsku safnaðarstarfi. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Lokahátíð sunnudagaskólans kl. 11 í safn- aðarheimili. ÆFAK kl. 20. GLERÁRKIRKJA: Laugardagur: Ferming- armessa kl. 13.30. Sunnudagur: Barna- samvera kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kl. 16.30 bænastund. Kl. 17 almenn samkoma. Níels Erlings- son talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Í dag, laugardaginn 17. apríl, kl. 14: Aðalfundur safnaðarins. Allir meðlimir hvattir til að mæta. Sunnudagur: Kl. 16.30 vakninga- samkoma. Hrefna Brynja Gísladóttir pré- dikar. Mikil og fjölbreytt lofgjörðartónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapössun með- an á samkomu stendur. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund sunnudag kl. 20. Ath. breyttan tíma. Kl. 20.30 hefst síðan að- alsafnaðarfundur Svalbarðssóknar í safn- aðarstofunni. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja. Kyrrðarstund mánudaginn 19. apríl kl. 20. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Súpa og brauð eftir messu. Ferming- armessa kl. 14. Morguntíð sungin þriðju- dag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudag 21. apríl kl. 11. Anna María Snorradóttir hjúkr- unarfræðingur heimsækir okkur og ræðir svefnvandamál. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Fermingamessur sunnudag kl. 10.30. Foreldramorgnar eru alla þriðjudagsmorgna kl. 10 í safn- aðarheimili Hveragerðiskirkju. Herdís Storgaard verður gestur á foreldramorgni 20. apríl nk. og ræðir um slysavarnir og öryggismál barna. Jón Ragnarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Ferming- armessa sunnudag kl. 14. Jón Ragn- arsson. Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) Kristskirkja í Landakoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.