Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ● NEYTENDUR keyptu dagvöru fyrir 3,9% meira í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, mælt á föstu verðlagi. Þetta er niðurstaða mæl- ingar á smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og IMG. Í febrúar síðastliðnum keyptu neyt- endur 4,6% meira af dagvöru en í sama mánuði árið áður. Smásala á áfengi var 4,0% meiri í mars en í sama mánuði árið áður, en sala í lyfjaverslunum var hins vegar um 8,2%. Smásöluvísitala SVÞ-IMG er reikn- uð af IMG, samkvæmt upplýsingum beint frá fyrirtækjunum og ÁTVR. Miðað er við að a.m.k. 80% af veltu í greininni skili sér með þessum hætti. Í tilkynningu frá SVÞ segir að þetta hlutfall sé þó venjulega nokkru hærra. Dagvörusala vex milli ára FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA er atvinnugrein í vexti sem þarf að hlúa betur að og styrkja enda er öflug kjarnastarfsemi á heimamarkaði ávallt forsenda fyrir öflugri útrás íslenskra fyrirtækja. Og með því að færa íbúðalán til bankanna eflist íslensk kjarnastarfsemi þeirra og skilyrði til útrásar og þar með atvinnusköpunar íslensku bankanna batna. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjáns- sonar, formanns Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja, SBV, á aðalfundi samtakanna í gær. Halldór lagði ríka áherslu á mikilvægi fjármála- þjónustunnar sem atvinnugreinar. Sagði hann viðhorf stjórnvalda til greinarinnar mótast um of af því að setja henni skorður og amast við vexti hennar. Þessu viðhorfi sagði hann að þyrfti að breyta, bæði hjá stjórnvöldum og í opinberri um- ræðu. „Þessi atvinnugrein er að skapa störf sem styður umbreytingar og framfarir og hefur upp á að bjóða bestu þjónustu sem þekkist í okkar ná- grannalöndum. Við teljum að stjórnvöld þurfi að tryggja okkur starfsskilyrði.“ Halldór kom stuttlega inn á þátttöku bankanna í umbreytingum á fjármálamarkaði. Sagði hann núgildandi lagaramma traustan og fullnægjandi. Þátttaka í þessum umbreytingum hér gerði bönk- unum kleift að stækka og eflast og taka þátt í út- rás. „Það er brýnt að þrengja ekki þessa stöðu. Við erum með fyrirkomulag hér sem er ekki óáþekkt því sem er í nágrannalöndunum og því viljum við halda.“ Jafnframt kom fram hjá honum að eitt helsta áherslumál SBV til framtíðar væri að efla starfs- umhverfi íslenska fjármálamarkaðarins enn frek- ar í alþjóðlegu tilliti. Því þyrfti að gæta að því að setja ekki hér á neinn hátt þrengri leikreglur en væru í samkeppnislöndunum. Íbúðalánin efla útrás Íbúðalán voru Halldóri einnig ofarlega í huga en það hefur verið helsta baráttumál samtakanna undanfarið að þau flytjist til bankakerfisins. „Það samræmist ekki hlutverki ríkisins að setja reglur, annast eftirlit og jafnframt að standa í samkeppn- isrekstri. Við höfum efasemdir um að það sam- ræmist Evrópureglum um ríkisábyrgð,“ segir Halldór. „Ríkisábyrgð í kerfinu var áður hugsuð til þess að skapa markað fyrir fjármögnun kerf- isins en ekki að viðhalda því þegar sá markaður væri kominn. Þegar meira en helmingur útlána einstaklinga er hjá Íbúðalánasjóði þá vantar kjarnastarfsemi inn í íslensku bankana en íbúða- lán eru hluti af kjarnastarfsemi allra vestrænna banka.“ Hann minnti á könnun sem SBV lét gera „og leiddi í ljós að Ísland hefur í dag orðið algjöra sér- stöðu hvað varðar beina aðkomu ríkisins að hús- næðismálum“. Halldór sagði ýmsar leiðir færar fyrir ríkið til að stíga skrefið nú og færa húsnæð- islánin í átt til bankanna, það væri í samræmi við alla þróun í Evrópu og Ameríku. Fjögur þúsund starfsmenn Fram kom í máli formannsins að nú störfuðu um 4 þúsund manns á fjármálamarkaði, eða um 2,5% af íslenskum vinnumarkaði. Hann sagðist reikna með því að um 10% þeirra starfa tengdust erlendri starfsemi. Og þrátt fyrir alla hagræðingu í greininni væri atvinnuleysi innan hennar undir meðaltali. Hlutfall háskólamenntaðra starfs- manna sagði hann hafa aukist verulega á und- anförum 5–6 árum, úr 5–10% í 20–25%. Vaxtamunur úr 4,4 í 2,6% Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, minnti á þau sögulegu tímamót á síðasta ári þegar íslensku bankarnir voru endanlega komnir úr eigu hins opinbera og í hendur einkaaðila. Afleið- ingin hefði verið sú að fjármálafyrirtæki hefðu lent í brennidepli þjóð- og stjórnmálaumræðu en því miður hefði hún oft verið illa upplýst og borið vott um lítinn skilning á nútímalegri, alþjóðlegri fjármálastarfsemi. Nefndi hann fullyrðingar um að þjónustugjöld væru hér hærri en í öðrum lönd- um og umræður um háa vexti. Hvað vextina varð- ar sagði hann skorta á vitneskju manna um þann árangur sem íslenskir bankar hefðu náð við lækk- un vaxtamunar. Frá árinu 1995 til ársins 2003 hefði vaxtamunur bankakerfisins minnkað rétt um helming, úr 4,4% í 2,6%. Sagði Guðjón að háir vextir á Íslandi hefðu orðið lítið með vaxtamun að gera. „Meginskýring hárra vaxta eru háir stýri- vextir en um þá hafa aðilar í okkar ágætu sam- tökum ekki að segja.“ Erlendir bankar með 29% lána Guðjón sagði enn eina goðsögnina um íslenska banka vera að hér á landi væri fákeppni. Hann sagði að miðað við stöðuna í nærliggjandi löndum væri munurinn minni en skyldi ætla. „Á Vest- urlöndum er algengt að fjórir stærstu bankarnir hafi verulega markaðshlutdeild og í litlum löndum eins og Belgíu fer hún upp í 90% af inn- og útlán- um.“ Hann sagði íslenska banka auk þess eiga í raun- verulegri samkeppni við erlenda banka. „Þegar hlutdeild aðila á lánamarkaði [árið 2003] er skoð- uð kemur í ljós að íslenskir bankar sitja þar aðeins að rúmum fjórðungi [26%]. Erlendir bankar eru hins vegar með um 29% af heildar- lánastarfseminni hér á landi og hefur sú hlutdeild farið vaxandi undanfarin ár,“ sagði Guðjón og bætti við að eftirtektarvert væri að þrátt fyrir einkavæðingu bankanna næmu umsvif ríkisins 19% á lánamarkaði. Það hlutfall væri þó langtum hærra þegar eingöngu væri tiltekinn einstaklings- lánamarkaður en hlutdeild Íbúðalánasjóðs er þar 53%. Guðjón sagði hlutfall ríkisins hafa vaxið um tvö prósentustig á milli ára, sem og hlutur trygginga- félaga, en hlutur banka og sparisjóða hefði dregist saman úr 26% í 22%. „Hlýtur það að skjóta skökku við að hlutdeild þeirra fyrirtækja sem hafa opinbert starfsleyfi til að stunda lánastarf- semi sé sífellt að minnka.“ Ný stjórn SBV var sjálfkjörin á aðalfundinum og hana skipa Bjarni Ármannsson, Finnur Svein- björnsson, Halldór J. Kristjánsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Valtýsson, Sævar Helgason og Þórður Már Jóhannesson. Hreiðar Már var kjörinn formaður á fyrsta fundi stjórnarinnar. Brýnt að þrengja ekki um of leikreglur á fjármálamarkaði Erlendir bankar með um 29% af heildarlánastarfseminni hér á landi í fyrra – hlutur íslenska bankakerfisins var 26% og hlutur ríkisins 19% Morgunblaðið/Ásdís Atvinnuskapandi íbúðalán Halldór J. Krist- jánsson, formaður SBV, segir að tilfærsla íbúða- lánanna frá ríki til banka geti átt þátt í að skapa skilyrði fyrir enn öflugri útrás og þar með at- vinnusköpun íslensku bankanna. ● VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,56% milli mars og apríl. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Hagstofu Íslands í gær. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir, en þær reiknuðu með að vísitalan myndi hækka um 0,2–0,4%. Verð- hækkun á fötum og skóm hefur mest áhrif til hækkunar vísitölunnar að þessu sinni. Verðbólga mælist nú 2,2% miðað við hækkun vísitölunnar undanfarna tólf mánuði, sem er aukning frá fyrra mánuði en þá mældist verðbólgan 1,8%. Hækkun vísitölunnar und- anfarna tólf mánuði án húsnæðis er 1,2%. Verðbólgan er undir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5% verðbólga á ári. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 0,8%, sem jafngildir 3,3% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í apríl 2004 er 232,0 stig, miðað við 100 stig í maí 1988. Vísitalan án húsnæðis er 225,9 stig, sem er 0,44% hækkun frá því í mars. Verð á fötum og skóm hækkaði um 5,3% milli mars og apríl í kjölfar útsöluloka, en vísitöluáhrif þess eru 0,29%. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,4% (vísitöluáhrif 0,17%) og verð á bensíni og gasolíu hækkaði um 4,3% (0,16%). Verð á tækjum, tómstundavörum og bókum lækkaði um 2,5% (0,12%), sem að- allega má rekja til fermingartilboða, að því er segir í tilkynningu Hagstofu Íslands. Í Morgunkorni greiningar Íslands- banka í gær segir að hækkun vísi- tölu neysluverðs lýsi aukinni und- irliggjandi verðbólgu. Þótt undirliggjandi verðbólga sé ekki mik- il um þessar mundir telji deildin að hún muni aukast nokkuð á næstu misserum samhliða auknum um- svifum. Gengisþróun krónunnar á næstunni sé þó einn helsti óvissu- þátturinn í þeirri spá en einnig ríki óvissa um ýmsa þætti, svo sem hver áhrif nýs íbúðalánakerfis verða. Í hálf fimm fréttum greining- ardeildar KB banka segir að hækkun vísitölu neysluverð að þessu sinni sé árstíðabundin frekar en að hún sé vottur um undirliggjandi verð- bólguþrýsing. Hækkun vísitölu neysluverðs nú endurspegli að miklu leyti árstíðasveiflur og óreglulega liði líkt og bensínverð. Segir greining- ardeild KB banka að þó mæling verðbólgunnar að þessu sinni hafi verið hærri en væntingar margra hafi staðið til, sé ekki þar með sagt að mikill verðbólguþrýstingur hafi komið fram á yfirborðið, sem hafi verulega aukið líkurnar á vaxtahækkun. Oft séu mikil frávik í mælingum á milli mánaða. Verðbólga mælist 2,2% ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI HÆTT er við að bankasamsteypur í stóru Evr- ópulöndunum nái mikilvægu stærðarforskoti á bankamarkaði á næstu árum, að mati Hein Blocs, framkvæmdastjóra NVB, sem eru systursamtök SBV í Hollandi en hann var heiðursgestur á aðal- fundinum. Greindi hann frá þróun síðustu áratuga á bankamarkaði í Hollandi og sagði frá starfsemi samtakanna. Blocs sagði eitt helsta áhyggjuefni hollensku samtakanna í dag lúta að takmörkuðum möguleikum hollenskra banka til samruna eða kaupa á bönkum í öðrum Evrópulöndum. Vegna bandalags Evrópulandanna og gríðarlegra hindr- ana í flestum landanna sé nánast ómögulegt að kaupa banka í öðru landi. Blocs segir borðleggj- andi að landamæri verði lokuð þar til stóru löndin í Evrópu, s.s. Þýskaland og Frakkland, hafi um- breytt sínum bankamarkaði og búið til stórar bankasamsteypur með sameiningum innanlands. Telur Blocs að eftir um tíu ár verði þessir bankar tvöfalt stærri en stærstu bankar minni landa í Evrópu. „Við þær kringumstæður hefur leikurinn gjörbreyst, þá er ekki lengur um sameiningar að ræða heldur yfirtökur erlendis frá,“ segir hann. Um eitt hundrað bankar eru starfandi í Hol- landi og þar af eru 90 erlendir. Markaðshlutdeild þriggja stærstu bankana þar er samtals rúm 80% og hlutdeild fimm stærstu er yfir 95% en þeir reka 6.400 af 6.600 útibúum í landinu. Hein Blocs hjá NVB í Hollandi Stóru löndin munu ná forskoti PHARMACO setti nýtt samheita- lyf á markað í Evrópu í gær, sama dag og einkaleyfi á lyfinu féll úr gildi. Lyfið er samsett úr tveimur virkum lyfjaefnum, hjartalyfinu Lisinopril og þvagræsilyfinu Hy- drochlorothiazide. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Pharmaco til Kauphallar Íslands í gær. Í tilkynningunni kemur fram að Pharmaco hafi jafnframt í vikunni hafið útflutning á hjartalyfinu Qui- napril í töfluformi, sem Delta, dótt- urfélag Pharmaco á Íslandi, hefur framleitt. Lyfin, sem eru fyrst og fremst notuð við háþrýstingi, verða seld í gegnum dótturfélag Pharma- co, Medis, til annarra lyfjafyrir- tækja sem markaðssetja það og selja undir eigin vörumerki. Lisinopril/Hydrochlorothiazide- lyfið er framleitt af Pharmamed, dótturfyrirtæki Pharmaco á Möltu, og er þetta í fyrsta skipti sem Pharmaco kemur með nýtt lyf á Evrópumarkað sem framleitt er í lyfjaverksmiðju félagsins á Möltu. Byrjað var að framleiða og pakka Lisinopril/Hydrochlorothiazide í janúar sl. Í tilkynningu Pharmaco segir að næstu daga verði fluttar yfir 50 milljón töflur af lyfinu til Bret- lands, Þýskalands, Spánar, Skand- inavíu, Hollands og Austurríkis. Þess má geta til samanburðar, að í upphafi þessa árs flutti Pharmaco út 300 milljónir taflna af hjartalyf- inu Ramipril. Fram kemur í til- kynningunni að Delta hafi framleitt og pakkað hluta af því magni af Lis- inopril/Hydrochlorothiazide, sem nú fer á markað. Steinþór Pálsson, framkvæmda- stjóri Pharmamed, segir í tilkynn- ingunni að allt frá því Pharmaco keypti Pharmamed á árinu 2001 hafi verið unnið að endurbótum á lyfjaverksmiðjunni á Möltu. „Eftir endurbæturnar uppfyllir hún ýtr- ustu kröfur Evrópusambandsins og mun gegna mikilvægu hlutverki í lyfjaframleiðslu Pharmaco fyrir Evrópumarkað. Sala Lisinopril/ Hydrochlorothiazide er mikilvæg- ur áfangi í starfsemi Pharmaco á Möltu þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við framleiðum nýtt lyf þar fyrir Evrópumarkað,“ segir Steinþór. Greining óbreytt Í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Íslands segir að fram hafi komið á afkomufundum sem stjórnendur Pharmaco hafi staðið fyrir, að næsta verkefni félagsins á eftir hjartalyfinu Ramipril yrði í apríl. Tilkynning Pharmaco nú sé því í takt við áætlanir félagsins. Segir greiningardeildin að erfitt sé að meta hvort virði lyfjanna sé í takt við áætlun greiningardeildar- innar og greining á félaginu sé því óbreytt. Nýtt samheitalyf frá Pharmaco á Evrópumarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.