Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 25
Fagridalur | Héraðssamningur al- mannavarnanefndar Mýrdals- hrepps við björgunarsveitina Vík- verja, svæðisstjórn Slysavarna- félagsins Landsbjargar á svæði 16 og Rauðakross Íslands, Víkur- deildar, var undirritaður nýverið. Í samningnum felst hvernig vinna á að skipun hjálparliðs vegna al- mannavarna til starfa á hættu- og neyðartímum. Samkomulagið er unnið upp úr samningi frá 2002 milli Almanna- varna ríkisins, Rauða kross Ís- lands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en hann fjallaði um hlutverk þeirra í heildarskipulagi hjálparliðs. Myndin er frá undirritun samn- ingsins í slökkvistöðinni í Vík, f.v.: Einar Bárðarson formaður Vík- verja, Bryndís Harðardóttir, for- maður svæðisstjórnar 16, Sigurð- ur Gunnarsson, sýslumaður Vík, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri og formaður almannavarnanefndar, Sigurður Hjálmarsson, formaður rauðakrossdeildar í Vík, og Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Endurskipulagning björgunarmála Ljósmynd/Örn Þórarinsson Stelpurnar í Sólgarðaskóla að lokinni sýningu á Kardimommubænum. Fljót | Árshátíð Sólgarðaskóla í Fljótum var haldin fyrir skömmu. Hún var að venju vel sótt af heima- fólki en afrakstur hennar rennur í ferðasjóð nemenda. Á hátíðinni fluttu nemendur ýmis atriði sem þau hafa æft undanfarið undir hand- leiðslu kennara sinna, Guðrúnar Halldórsdóttur og Halldórs Hálfdán- arsonar, en tónlistin var undir stjórn Önnu Jónsdóttur tónlistarkennara. Uppistaðan í skemmtuninni var hið kunna leikrit Kardimommubærinn. Þar sem nemendurnir eru aðeins fimm talsins urðu sumir að leika fleiri en eitt hlutverk, en það leystu þeir með prýði. Var dagskráin í rauninni ótrúlega fjölbreytt miðað við hvað fáir stóðu að henni og ljóst að mikil vinna hefur legið að baki undirbúningnum. Öflug dagskrá á árshátíð LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 25 Þórshöfn | Loðnu- og hrognafrystingu er lok- ið fyrir nokkru og langri og strangri vinnutörn hjá starfsfólki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar en mjög mikið var fryst á tiltölulega skömmum tíma. Í tilefni þessara vertíðarloka hélt starfs- mannafélag HÞ mikla matarveislu eða „loðnu- slútt“ í félagsheimilinu með skemmtidagskrá og þangað fjölmenntu þeir sem höfðu tekið þátt í þessari miklu vinnutörn. Margir Þórshafnarbúar hafa samvisku- samlega helgað Hraðfrystistöðinni alla starfs- krafta sína og aldrei slegið slöku við. María Jó- hannsdóttir er ein af þeim. Hún er ekki þekkt fyrir að sitja auðum höndum og dreif sig í loðnutörnina nú á dögunum þegar þörf var á mannskap þó að hún hefði ætlað að hætta vinnu í fyrra við 67 ára aldurinn. Árin hennar Maríu hjá Hraðfrystistöðinni eru nú orðin 45 og fannst samstarfsfólki henn- ar tilvalið að heiðra hana á þessu hátíðarkvöldi með blómum og gjöfum. Meðal gjafanna var vandaður áletraður skjöldur með loftvog og klukku. Vinnufélagarnir sögðu það vísa til ein- stakrar stundvísi Maríu og einnig til áhuga hennar á veðrinu en sannir Þórshafnarbúar missa helst ekki af veðurfréttunum. Að lokinni skemmtidagskrá var dansleikur fram eftir nóttu og gengu ballgestir jafn- vasklega fram í dansinum sem og í vinnunni. Lokagleði loðnufólks Morgunblaðið/Líney Enn ein vertíðin að baki: María Jóhannsdóttir heiðruð með góðum gjöfum eftir 45 ár starf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.