Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT samningi flutnings-
sviðs Landsvirkjunar við Orku-
veitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja, sem skrifað var undir
í gær, munu fyrirtækin greiða
Landsvirkjun alls rúma 10 millj-
arða króna næstu 20 árin, að sögn
Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS.
Þar af eru um 8 milljarðar í flutn-
ingsgjöld, um 1½ milljarður vegna
tapa í kerfinu og 500–1.000 millj-
ónir fyrir aðra þjónustu flutnings-
kerfisins. Samkvæmt flutnings-
gjaldskrá stórnotenda munu
fyrirtækin greiða flutningssviði
LV um 39 aura á hverja kílóvatt-
stund.
Hitaveitan þarf að ráðast í um
800 milljóna króna framkvæmd við
spennuvirki og 14 km línulögn frá
Reykjanesvirkjun að Svartsengi
og þaðan í flutningskerfi Lands-
virkjunar. Þessi lína hefur farið í
gegnum umhverfismat en bygging
hennar er miðuð við 220 kV
spennu þó að hún verði rekin í
fyrstu á 132 kV.
Sambærilegur tengikostnaður
Orkuveitunnar er óverulegur, að
sögn Guðmundar Þóroddssonar,
forstjóra OR, þar sem Búrfellslína
1 fer hjá fyrirhugaðri Hellisheið-
arvirkjun. Landsvirkjun þarf að
reisa nýtt tengivirki við Kolvið-
arhól.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær þarf flutningssvið
Landsvirkjunar að ráðast í fjár-
festingu í auknu flutningskerfi fyr-
ir 6,6 milljarða króna. Langdýrust
er þar lagning Sultartangalínu 3
frá tengivirki við Sultartanga að
Brennimel í Hvalfirði, skammt frá
Grundartanga. Á því verki að vera
lokið í febrúar árið 2006.
Ekki hægt að nota
orðið „sáttur“
Guðmundur Þóroddsson segir
samninginn loks líta dagsins ljós
eftir nokkurn ágreining fyrirtækja
á milli um hvort þau ættu að
leggja línurnar sjálf eða skipta
kostnaðinum við flutning rafork-
unnar til Norðuráls. Samkomulag
hafi náðst og samningurinn sé eins
góður og hægt sé að vonast eftir,
hann sé sá fyrsti sinnar tegundar
hér á landi. Þetta hafi kallað á
nýja hugsun og ný úrræði. Guð-
mundur segir flutningsverðið, um
39 aura á kílóvattstund, vera við-
unandi en það geti þó átt eftir að
breytast.
Forstjóri HS segist ekki geta
notað orðið „sáttur“ um samning-
inn við Landsvirkjun. Í raun sé um
litla samninga að ræða heldur skil-
mála sem Hitaveitunni séu settir.
Til að ná samningum við Norðurál
hafi verið nauðsynlegt að ganga
frá þessum hluta verksins. Júlíus
segir útreikninga á sínum tíma
hafa sýnt að ódýrara hafi verið
fyrir HS að leggja eigin raflínu að
Grundartanga en að fara þá leið
sem fara þurfti.
Júlíus bendir á að Sultartanga-
lína 3 verði með 400 kV spennu og
allt að 1.600 MW flutningsgetu.
Stækkunin nú á Grundartanga
kalli á 150 MW afl. Fjárfesting
vegna frekari stækkunar Norður-
áls úr 180 í 300 þúsund tonn, ef af
verður, verði því lítil vegna flutn-
ingsmannvirkja.
Færri línur með meiri orku
Þórður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri flutningssviðs
Landsvirkjunar, segir að vegna
óska frá sveitarfélögum, ferða-
þjónustunni og fleiri hagsmunaað-
ilum hafi legu Sultartangalínu 3
verið breytt frá því sem fara átti í
fyrstu, og á nokkrum stöðum
sveigi hún frá línu 1, m.a. af um-
hverfissjónarmiðum þannig að hún
falli betur að umhverfinu. Mat á
umhverfisáhrifum línunnar hefur
þegar farið fram og umhverfisráð-
herra staðfest úrskurð Skipulags-
stofnunar. „Línan er hönnuð sem
framtíðarlína í flutningskerfinu og
með möguleika á að hækka
spennuna síðar meir, sem lið í að
mæta umhverfiskröfum. Við sjáum
fyrir okkur að raflínum muni
fækka í framtíðinni og við munum
því byggja færri línur sem flytja
meiri raforku,“ segir Þórður.
Nokkru eftir undirskrift samn-
ingsins í gær, og þegar mynda-
tökumenn fjölmiðla höfðu yfirgefið
stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú-
staðaveg, dró Júlíus fram nýjan
samfesting, merktan Hitaveitu
Suðurnesja, og afhenti Þórði.
Áföst gallanum voru belti og axla-
bönd og sagði Júlíus þetta vera
tákn þess og áminning að allt yrði
þrítryggt hjá flutningssviðinu en
áhættan yrði öll framleiðendanna.
Flutningssamningur OR og HS við Landsvirkjun
Tíu milljarðar króna
fyrir flutninginn
Morgunblaðið/RAX
Þórður Guðmundsson og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, tók-
ust í hendur að lokinni undirskrift og með þeim (f.v.) voru þeir Júlíus Jóns-
son, Ellert J. Eiríksson, stjórnarformaður HS, og Guðmundur Þóroddsson.
! "#
!
!
$
!
"
#$%
"
%
! "# "#
!
& '
(
!"#$$% '
(
'(
)
(
*
+,(
(
'"
+"
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, var viðstaddur
undirritun samningsins í gær. Hann
sagði við Morgunblaðið að þetta
hefðu verið ánægjuleg tímamót.
Það væri merkilegur áfangi að
Orkuveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja væru að selja raf-
orku beint til stóriðju. Óska mætti
fyrirtækjunum til hamingju með
þetta.
Sem kunnugt er gat Lands-
virkjun ekki útvegað Norðuráli um-
beðna orku þar sem sem fram-
kvæmdum við Norðlindaölduveitu
var slegið á frest. Friðrik sagði fyr-
irtækið hins vegar geta útvegað
orku fyrir frekari stækkun á
Grundartanga, eftir fimm til sex ár.
„Við erum að vonast til þess að þá
verði Norðlingaölduveitan komin í
höfn,“ sagði Friðrik, en viðræður
hafa staðið yfir í vetur við hrepps-
nefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps
um lónhæð veitunnar og samhliða
framkvæmdir. Nú lægi það fyrir,
eftir að niðurstöður nýrra hæð-
arútreikninga urðu ljósar, að um-
hverfisáhrif veitunnar væru mun
minni en talið var í fyrstu og við-
unandi að mati Landsvirkjunar
þegar lónið yrði utan friðlandsins í
Þjórsárverum og gróðureyðing
yrði engin. Framkvæmdirnar gætu
vonandi farið fljótlega í skipulags-
vinnu innan hreppsins, en meiri-
hluti hreppsnefndar hefur verið
andvígur áformum Landsvirkj-
unar. Sagðist Friðrik finna fyrir
meiri vilja en áður meðal nefnd-
armanna að ganga til samninga við
Landsvirkjun en þetta mál myndi
væntanlega ekki skýrast fyrr en
síðar á þessu ári.
Norðlingaölduveita til-
búin fyrir næstu stækkun
ALPER Mehmet, nýr sendi-
herra Bretlands hér á landi, af-
henti Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta Íslands trúnaðarbréf sitt
í gær.
Mehmet er fyrsti innflytjand-
inn sem tekur við stöðu sendi-
herra fyrir hönd Bretlands.
Hann er 55 ára gamall og fædd-
ur á tyrkneska hluta Kýpur, en
fjölskylda hans fluttist til Bret-
lands fyrir nær fimmtíu árum
árið 1956.
Alper Mehmet starfaði við
breska sendiráðið hér á landi
fyrir rúmum áratug og byrjaði
þá að læra íslensku og hefur að
undanförnu bætt við þá þekk-
ingu sína, en breska utanrík-
isþjónustan hvetur sendiherra
sína sem hingað koma til að læra
íslensku.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sendiherra Breta af-
henti trúnaðarbréf sitt
ÆTLA má að heildarkostnaður
samfélagsins vegna campylobac-
ter-tilfella hafi að meðaltali numið
tæpum 108 milljónum kr. á ári á sl.
sex árum. Kostnaður vegna salm-
onellutilfella nam að meðaltali 65
milljónum kr. á ári á tímabilinu
1998–2003. Árlegur kostnaður
samfélagsins vegna matarsjúk-
dóma var því að meðaltali nálægt
173 milljónir kr. að því er lesa má
út úr skýrslu Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands um eftirlitsiðnað-
inn á Íslandi, sem birt var á mánu-
dag.
Talið að 10% tilfella mat-
arsjúkdóma séu tilkynnt
Kostnaður vegna þessara sýk-
inga náði hámarki á árunum 1999
og 2000 en á árinu 2000 nam
kostnaður vegna salmonellutilfella
tæpum 317 milljónum kr. skv. mati
stofnunarinnar og kostnaður vegna
campylobacter-tilfella nam 276
milljónum á árinu 1999 skv. mati
skýrsluhöfunda. Þessir útreikning-
ar byggjast m.a. á þeirri forsendu
að flest tilfelli matarsjúkdóma séu
ekki tilkynnt og megi ætla að að-
eins um 10% séu tilkynnt og skráð
sem matarsjúkdómar. Vísað er til
erlendrar rannnsóknar sem leiddi í
ljós að kostnaður vegna matar-
sjúkdóma í Bandaríkjunum var við
það miðaður að aðeins um 7% til-
fella væru skráð. Út frá þessari
forsendu megi áætla raunveruleg
tilfelli matarsjúkdóma á Íslandi
síðustu ár.
Benda skýrsluhöfundar á að ef
gert sé ráð fyrir að hægt hefði ver-
ið að koma í veg fyrir 10% tilfella
matarsjúkdóma með því að sam-
eina matvælaeftirlit á Íslandi, líkt
og stefnt er að í frumvarpi sem
liggur fyrir Alþingi, hefði sparn-
aður eða ábati numið um 103 millj-
ónum kr. á umræddu sex ára tíma-
bili.
Hundraða milljóna
kostnaður vegna
matarsjúkdóma