Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 19
Einstæð lífssýn
Ný bók eftir Önnu Pálínu
Árnadóttur söngkonu
„Þetta er í raun mjög einfalt. Ef þú eyðileggur mig
þá eyðileggur þú þig um leið. Ekki satt?"
Hún þegir.
„Er þá ekki betra að við lifum saman?"
Hún lítur til mín og kinkar kolli.
Anna Pálína greindist með krabba-
mein fyrir 5 árum. Hér segir hún frá
reynslu sinni.
Þetta er saga um lífsgleði og sigra,
saga um djúpa örvæntingu jafnt og
hamingjustundir og um einstæða
lífssýn.
Sögð af ævintýralegri frásagnargleði
og einlægni.
Bók sem á erindi
við okkur öll.
salkaforlag.is
sími: 552 1122
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga svf. verður haldinn
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.30.
Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt samþykktum félagsins.
Á aðalfundinum verður tekin til afgreiðslu tillaga stjórnar að samþykktarbreytingum sem fylgja mun
fundarboði til aðalfundarfulltrúa - auk þess sem tillagan er til kynningar á heimasíðunni http://www.kea.is.
Einnig verður lögð fram stefnumótun stjórnar KEA, að því er varðar hlutverk félagsins og undirbúning
fjárfestinga og annarra byggðafestuverkefna.
Allir félagsmenn KEA hafa rétt til að sitja aðalfundinn með málfrelsi og tillögurétti - en einungis kjörnir
fulltrúar félagsdeilda hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Í tengslum við aðalfundinn efnir KEA til málþings í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 28. apríl kl. 18-20 með
yfirskriftinni „Vaxtarsamningur fyrir Eyjafjarðarsvæðið - aðild KEA að nánari úrvinnslu og aðgerðum.“
Framsöguerindi á fundinum flytur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Að því loknu verða pallborðsumræður þar sem auk ráðherra verða:
Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA,
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri,
Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur og stjórnarformaður Matvælaseturs HA,
Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og
Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA.
Samantekt í lok pallborðs: Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA.
Stjórnandi pallborðsumræðna: Birgir Guðmundsson, blaðamaður og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
Fundurinn er öllum opinn og er fólk hvatt til þess að fylgjast með og taka þátt í áhugaverðum umræðum.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga svf.
Aðalfundur KEA 2004
REGLUR um takmörkun á fjölda nemenda við
innritun í Háskólann á Akureyri voru samþykktar
á fundi Háskólaráðs í gær með þremur atkvæðum
gegn einu, en einn ráðsmaður var fjarverandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar reglur eru settar
fyrir allar deildir háskólans, en áður hefur verið
beitt fjöldatakmörkunum í heildbrigðisdeild.
Reglurnar gera ráð fyrir að heildarfjöldi innrit-
aðra nýnema verði 590 á haustmisseri 2004 en inn-
ritaðir nýnemar á liðnu hausti, 2003 voru ríflega
760. Áætlanir gera ráð fyrir að 1.482 nemendur
stundi nám við háskólann á árinu 2004 en þeir voru
1.175 á síðastliðnu ári.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak-
ureyri, sagði að ástæður þess að gripið er til
fjöldatakmarkana nú í fyrsta sinn í nær 17 ára
sögu háskólans sé m.a. vaxandi aðsókn að námi við
háskólann á undanförnum árum og að fjárveit-
ingar til hans útiloki að fleiri nemendur verði inn-
ritaðir. „Aðsóknin hefur vaxið mjög en fjárveit-
ingar til háskólans gera ekki kleift að taka við
fleiri nemendum. Það er auðvitað jákvætt að að-
sóknin er mikil, að fólki vilji stunda nám hér, en
við teljum okkur því miður ekki geta tekið við öll-
um þessum fjölda miðað við þær fjárveitingar sem
við höfum,“ sagði Þorsteinn. Hann nefndi að hús-
næðismál háskólans væru einnig að einhverju
leyti ástæða þess að grípa þarf til þessara ráðstaf-
ana nú sem og þyrftu menn að horfa til gæða
námsins. Hægt sígandi fjölgun væri betri en hol-
skefla.
Um nokkurra ára skeið hefur fjöldatakmörk-
unum verið beitt í heilbrigðisdeild, teknir hafa
verið inn 36 nýnemar í hjúkrunarfræði á ári og 18 í
iðjuþjálfun. Svo verður áfram. Fjöldi nýrra nem-
enda í auðlindadeild á fyrsta námsári takmarkast
við 75. Sæki fleiri um en unnt er að taka við mun
val á nemendum m.a. byggjast á undirbúningi í
stærðfræði og raungreinum, meðaleinkunn á
stúdentsprófi og viðtölum ef þurfa þykir. Hvað fé-
lagsvísinda- og lagadeild varðar verður miðað við
120 nýnema á fyrsta ári og 140 nýnemar verða
teknir inn í kennaradeild næsta haust. Mið verður
einnig tekið af undirbúningi í m.a. íslensku, ensku
og stærðfræði hvað þessar greinar varðar við val á
nemendum komi til þess. Þá verða 70 nýnemar
teknir inn í rekstrar- og viðskiptadeild næsta
haust, en sæki fleiri um sem uppfylla almenn inn-
tökuskilyrði verður undirbúningur í stærðfræði og
hagfræðigreinum metinn sem og meðaleinkunn á
stúdentsprófi. Í upplýsingatæknideild verða tekn-
ir inn 35 nýnemar árlega. Undirbúningur í stærð-
fræði, greinandi hugsun og ensku verður hafður til
hliðsjónar við val á nemendum sæki fleiri um sem
uppfylla almenn skilyrði.
Fulltrúar kennara og nemenda lýsa
yfir áhyggjum vegna takmarkana
Fulltrúar kennara og nemenda á fundi háskóla-
ráðs bókuðu á fundinum þar sem reglurnar voru
samþykktar að þeir hörmuðu að þurfa nú í fyrsta
sinn í sögu háskólans þann atburð að setja þurfi
reglur sem miða að takmörkun inntöku í allar
deildir. Þeir segja nám við Háskólann á Akureyri
eftirsótt og aðsókn vaxandi. „Nú bregður svo við
að stjórnvöld hafa gert skólanum að takmarka
fjölda nemenda við deildir Háskólans á komandi
hausti 2004,“ segja fulltrúar kennara og nemenda
og að þeir harmi þessa stefnumörkun í mennta-
málum „og lýsum yfir áhyggjum okkar vegna fyr-
irsjáanlegra afleiðinga m.t.t. þróunar Háskólans á
Akureyri og háskólamenntunar í landinu.“
Fyrstu reglur um takmörkun á fjölda nýnema við Háskólann á Akureyri
590 nýnemar teknir inn árlega
Dönsk listakona sýnir | Danska
myndlistarkonan Heidrun Sörensen
sem dvalið hefur í gestavinnustofu
Gilfélagsins undanfarna tvo mánuði
opnar myndlistarsýningu í Deigl-
unni, Listagili, Akureyri á morgun,
fimmtudaginn 22. apríl kl. 14. Á
sýningunni eru verk sem hún hefur
unnið meðan á dvöl hennar hefur
staðið á Íslandi og eru byggð á til-
finningu listamannsins fyrir náttúru
landsins.
Einnig sýnir hún myndverk frá
Danmörku sem hún kallar „Hunde-
dage – Dogdays“ eða hundadaga,
sem er lýsing listamannsins á þeirri
skelfilegu lífsreynslu að vera bitinn
af grimmum hundi.
Heidrun verður svo með erindi í
kvöld, miðvikudagskvöldið 21. apríl
kl. 20.30, í Deiglunni þar sem hún
fjallar um verk sín, en hún málar
og vinnur í leir.
ANDRÉSAR Andar leikarnir á skíðum
verða settir við hátíðlega athöfn í Íþrótta-
höllinni á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Um 660
keppendur víðs vegar af landinu eru skráðir
til leiks og munu þeir ásamt fylgdarliði
ganga fylktu liði frá KA-heimilinu að
Íþróttahöllinni kl. 20.
Keppni hefst svo í Hlíðarfjalli á morgun,
sumardaginn fyrsta, og stendur fram á
laugardag. Keppt verður í alpagreinum og
göngu og eru keppendur á aldrinu 6–13 ára.
Eins og fram hefur komið þurfti að aflýsa
Andrésar Andar leikunum í fyrra vegna
snjóleysis en að þessu sinni eru ágætar að-
stæður í Hlíðarfjalli, þótt vissulega mætti
vera þar meiri snjór. Leikarnir hafa til
þessa verið haldnir í kringum sumardaginn
fyrsta en ákveðið hefur verið að flýta þeim á
næsta ári og halda þá í kringum 20. mars.
Þátttaka á leikunum nú er mun meiri en
aðstandendur þeirra höfðu þorað að vona.
Með þessum mikla fjölda keppenda koma
þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og systkini
og það verður því mikill fjöldi gesta í bæn-
um næstu daga.
Andrésar
Andar leikarn-
ir settir í kvöld
Feminískar aðferðir | Silja Bára
Ómarsdóttir flytur fyrirlestur á fé-
lagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn
21. apríl, kl. 16.30 í Þingvallastræti
23, stofu 14. Hann nefnist „Fem-
inískar aðferðir í alþjóðastjórn-
málum“.
„Að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið
hefur hingað til verið talið hæsta stig
föðurlandsástarinnar. Slík breytni
hefur konum lengst af virst fyr-
irmunuð. Í erindi sínu ætlar Silja
Bára Ómarsdóttir að leita svara við
spurningunni: „Hvernig er hægt að
samræma kvenlæg gildi og al-
þjóðastjórnmál? “ segir í frétt um fyr-
irlesturinn. Silja Bára Ómarsdóttir
hefur MA-gráðu í alþjóðastjórn-
málum og starfar tímabundið sem
verkefnisstjóri hjá Jafnréttisstofu.
Söngtónleikar | Auðrún Að-
alsteinsdóttir söngnemandi heldur
söngtónleika á morgun, sumardaginn
fyrsta, í Freyvangi
kl. 15. Um er að
ræða 8. stigs tón-
leika á vegum Tón-
listarskóla Akureyr-
ar. Auðrún flytur
þar fjölbreytta efn-
isskrá við undirleik
Dórotheu D. Tóm-
asdóttur, Þórdísar
Karlsdóttur og Reynis Schiöt. Með
Auðrúnu syngja Anna Aðalsteins-
dóttir, Árni Friðriksson, Jóhannes
Gíslason og söngkennari hennar og
móðir, Þuríður Baldursdóttir. Ókeyp-
is aðgangur er að tónleikunum.
Auðrún
Aðalsteinsdóttir
BÆNDUR í Eyjafirði eru farnir að huga að vor-
verkunum, þótt enn sé miður apríl. Veðrið hefur
verið þeim hagstætt að undanförnu, þótt heldur
hafi kólnað í veðri. Róbert Fanndal, kúabóndi í Litla
Dunhaga í Hörgárbyggð, var að sækja áburð til Ak-
ureyrar í vikunni og hann sagði að útlitið fyrir vor-
ið væri gott, enda kæmu tún kæmu vel undan vetri.
Hann sagði ekki alveg komið að því að bera á en í
það yrði ráðist fljótlega enda lítill klaki í jörð. Ró-
bert sagðist eiga eftir um helminginn af heyinu frá
síðasta sumri og hann greip því til þess ráðs að
fjölga nautgripum um helming. Hann er nú með um
60 nautgripi og 26 kýr. Róbert hefur einnig stundað
kornrækt með nágranna sínum Árna Arnsteinssyni
í Stóra Dunhaga og eru þeir félagar farnir að huga
að því að undirbúa jarðveginn fyrir sáningu.
Morgunblaðið/Kristján
Bændur huga að
vorverkunum
Vortónleikar | Árlegir vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða
haldnir í dag, miðvikudaginn 21. apríl og á föstudag, 23. apríl í Gler-
árkirkju. Þeir hefjast bæði kvöldin kl. 20.30. Dagskráin er bæði glæsileg
og fjölbreytt að vanda. Hljómsveit leikur undir í hluta dagskrárinnar undir
stjórn Snorra Guðvarðs-sonar kórfélaga. Einsöngvarar eru þeir Ari Jó-
hann Sigurðsson tenór og Jóhannes Gíslason bassi. Söngstjóri er Erla Þór-
ólfsdóttir og píanóleikari Dórótea Dagný Tómastdóttir.