Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚUM Suðurnesja sem hafa verið
atvinnulausir í langan tíma býðst að
sækja þriggja vikna stuðningsnám-
skeið þar sem m.a. er fjallað um at-
vinnuleit, styttri námsmöguleika og
áhrif atvinnuleysis á sálarlífið. Til-
gangur námskeiðsins er að hvetja,
hlusta, fræða, byggja upp og opna
fólki sýn á nýja möguleika, bæði varð-
andi nám og störf.
„Við eigum þetta ógeðfellda Íslands-
met, að vera með mesta atvinnuleysi
hér á landi í lengstan tíma. Núna höfum
við verið í meira en þrjú ár alltaf með
hæstu mælingarnar á atvinnuleysi,“
segir Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur (VSFK), sem stendur að nám-
skeiðinu í samvinnu við fleiri aðila sem
láta sig málefnið varða, m.a. Reykja-
nesbæ, Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja
og önnur verkalýðsfélög. Atvinnuleysi
á Suðurnesjum mælist nú 4,3%.
Fyrsta námskeiðið hófst í þessari
viku og það síðara verður í byrjun
maímánaðar. Kristján segir nám-
skeiðið af því tagi að hann voni að
brottfall verði mikið, þó aðeins hafi
fólkið fengið atvinnu.
Fá gefins kort í
líkamsrækt og sund
Sr. Björn Sveinn Björnsson, trún-
aðarráðgjafi VSFK og verkefnisstjóri
fyrir námskeiðið, segir að mikil sálu-
hjálp felist í námskeiði af þessu tagi.
„Annars vegar með því að rjúfa ein-
angrunina, en einnig með því að opna
fólki sýn á nýja möguleika í lífinu. Það
gerum við með t.d. sjálfstyrkinga-
námskeiði og starfskynningu sem við
bjóðum upp á og námskynningu.
Hvatningin er stór hluti sálgæslunnar
og að koma reglu á lífsmunstrið, sem
fer auðvitað mikið úr skorðum þegar
fólk verður atvinnulaust,“ segir hann.
Björn segir að á námskeiðinu sé
höfðað til huga, sálar og líkama. Fólk
borði saman morgunmat og síðan
komi fulltrúar úr atvinnulífinu,
stjórnmálamenn, sálfræðingur og
fleiri til að ræða við fólkið. „Eitt sem
hefur verið áhyggjuefni hjá okkur
hérna á Suðurnesjum er hvað mennt-
unarstigið hefur verið lágt. Það er
mikilvægt að sýna fólki að menntun
opnar margar dyr,“ segir hann, en á
námskeiðinu verður tollvarðanám og
félagsliða- og stuðningsfulltrúanám
kynnt, auk þess sem fjallað verður um
fleiri námsmöguleika á Suðurnesjum.
Kennt er til hádegis fjóra daga í
viku meðan á námskeiðinu stendur. Í
lok hvers dags er síðan boðið upp á
heilsurækt og næringarráðgjöf.
Reykjanesbær gefur þátttakendum
námskeiðsins tveggja mánaða sund-
kort og líkamsræktarstöðin Lífstíll
gefur líkamsræktarkort sem gildir í
einn mánuð.
Á námskeiðinu eru kraftar aðila
sem láta sig atvinnuleysi varða sam-
einaðir. Kristján segir að það hafi
tíðkast of mikið að menn kallist á en
vinni ekki saman. „Við höfum verið að
kallast á, bæjarstjórinn og ég og
fleiri, með ályktunum og slíku. En nú
förum við úr orðum vonandi til fram-
kvæmda og efnda. Einu mennirrnir
sem fá atvinnu af því að kallast á eru
ég og bæjarstjórinn!“
Telja Suðurnes
hafa verið afskipt
„Þetta er ákveðið ákall til stjórn-
valda. Það er náttúrulega löngu kom-
ið að okkur, það þurfa ekki öll at-
vinnutækifæri að streyma norður í
land og austur á firði með iðnaðar- og
viðskiptaráðherra. Það er fyrir löngu
komið að Suðurnesjunum í atvinnu-
pólitík stjórnvalda, sérstaklega nú
þegar Varnarliðið hyggst draga sam-
an,“ segir Kristján.
Hann segir mikilvægt að hafið
verði átak í því að bætta samgöngur á
milli sveitarfélaga á Suðurnesjum.
„Það skýtur skökku við að þegar við
erum búin að vera í þessu mesta at-
vinnuleysi landsins í langan tíma að
þá er samt töluverður innflutningur á
erlendu vinnuafli hingað. [...] Á meðan
ekki er boðið upp á notendavænar
samgöngur á Suðurnesjum, getur
fólk ekki þegið það að fá vinnu t.d. í
fiski úti í Garði, því það er þeim lífsins
ómögulegt að komast til og frá vinnu
ef það hefur ekki bíl og eftir langvar-
andi atvinnuleysi er bíllinn eitt af því
fyrsta sem fýkur,“ segir hann.
Stuðningsnámskeið fyrir Suðurnesjabúa sem hafa verið án atvinnu í langan tíma
Rýfur einangrun og
opnar nýja möguleika
Morgunblaðið/Nína Björk
Kristján Gunnarsson og sr. Björn Sveinn Björnsson vonast til að brottfall af
námskeiðinu verði mikið, þannig að þátttakendur hafi fundið sér atvinnu. KVENNAKÓR Suðurnesja heldur
sína árlegu vortónleika á sumardag-
inn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl kl.
20.30, í Ytri-Njarðvíkurkirkju og
þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.30 í
Safnaðarheimili Sandgerðis. Stjórn-
andi er Krisztina Kalló Szklenárné,
undirleikari á píanó er Geirþrúður
Fanney Bogadóttir og á bassa Þór-
ólfur Þórsson. Á efnisskrá er m.a.:
klassík gömlu meistaranna, íslensk
og ungversk þjóðlög, létt dægurlög
og gospel.
Þá mun kórinn verða með sameig-
inlega tónleika með Kvennakór
Garðabæjar í Ytri-Njarðvíkurkirkju
12. maí nk.
Kórinn undirbýr nú ferð til Ung-
verjalands í september, þar sem ráð-
gerðir eru tónleikar, m.a. ásamt ung-
verskum kvennakór, auk þess sem
kórinn mun syngja við ýmis tækifæri
þar í landi. Þess má geta að stjórn-
andi kórsins er frá Ungverjalandi.
Vortónleikar
Kvennakórs
Suðurnesja
„MÉR líst mjög vel á þetta nám-
skeið, maður lærir mikið upp-
byggjandi um sjálfstraust og fleira,
eins og hvernig maður á að koma
sér áfram,“ segir Kolbrún Lind
Karlsdóttir, sem hefur verið á at-
vinnuleysisbótum í tæp tvö ár, en
hún hefur 50% starf og hefur verið
að leita að öðru starfi á móti.
Hafþór Guðbjartsson, sem hefur
verið í atvinnuleit í um ár, er sam-
mála þessu. „Ég tel þetta efla
sjálfsmyndina og sjálfstraustið og
lít á þetta sem góðan undirbúning
fyrir atvinnuleit og til að efla
mann í mannlegum samskiptum,“
segir hann. Hafþór segir gott að
hitta fólk í sömu sporum. „Það er
góður félagsskapur í þessum hópi.
Hér er fólk saman í hóp sem er að
fást við það sama og það er mikið
atriði.“
Gott að hitta
aðra í sömu
sporum
ELDRI borgarar lýstu áhyggjum
vegna fyrirhugaðra breytinga á
þjónustuhlutverki D-álmu
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í
ályktun sem samþykkt var á aðal-
fundi Félags eldri borgara á Suð-
urnesjum, sem haldin var í Reykja-
nesbæ á laugardag og um hundrað
manns sóttu.
Í ályktun fundarins segir að D-
álman hafi upphaflega verið byggð
og ætluð sem hjúkrunardeild fyrir
sjúka aldraða Suðurnesjabúa.
Sögðu þeir mikilvægt að hafist
verði handa nú þegar við að byggja
nýtt hjúkrunarheimili í Reykja-
nesbæ „til að mæta þörf þeirra
mörgu einstaklinga sem ekki geta
lengur búið í eigin húsnæði“, eins
og sagði í ályktuninni.
Gestir fundarins voru Sigríður
Snæbjörnsdóttir, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja, og Böðvar Jónsson, formaður
bæjarráðs Reykjanesbæjar. Sigríð-
ur talaði um stefnumótun til fram-
tíðar í heilbrigðisþjónustu fyrir
eldri borgara á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja og sýndi Böðvar mynd-
ir af fyrirhuguðu þjónustusvæði
fyrir aldraða, þar sem gert er ráð
fyrir húsnæði af ýmsu tagi sem
tengjast mun þjónustukjarna og
hjúkrunarheimili.
Aðalfundur Félags eldri borgara
Áhyggjur af breyttu
hlutverki D-álmu Heil-
brigðisstofnunarinnar
SÖNGLEIKURINN „Uppgjör“ var
frumsýndur í Samkomuhúsinu í
Garði í gær, en 25 krakkar í 7.–10.
bekk í Gerðaskóla taka þátt í upp-
setningunni sem félagsmiðstöðin
„Trufluð tilvera“ ber hitann og þung-
ann af. Söngleikurinn er eftir Álfhildi
Sigurjónsdóttur, stuðningsfulltrúa í
skólanum, sem einnig leikstýrir
krökkunum.
Guðbjörg Björgvinsdóttir í 7. bekk
og Skarphéðinn Guðmundsson í 10.
bekk fara bæði með hlutverk í leikrit-
inu. Þau eiga eina setningu hvort.
Guðbjörg segir: „Ég sagði mínum for-
eldrum mína meiningu um síðustu
helgi“ og Skarphéðinn segir: „Harpa
Sjöfn hættu að bögga hana, líttu bara
á sjálfa þig og þessa andlitsmálningu“.
Þá syngur Guðbjörg einsöng í lagi
með textanum „Stelpan er komin í
stuð“. Skarphéðinn syngur rödd Kens
í „Baby-girl“ laginu, þar sem hann er
að biðja stelpu um að koma með sér á
djammið og spilar auk þess á hljóm-
borð.
Morgunblaðið hitti krakkana og
höfund verksins í Gerðaskóla í gær
og sögðust þau ekki stressuð fyrir
frumsýninguna. Að minnsta kosti
tvær sýningar eru áætlaðar. Söng-
leikurinn fjallar um krakka sem eru
að skipuleggja árshátíð og tekur
m.a. á útskúfun og einelti, að sögn
höfundarins. Aðspurð hvernig stóð
að því að hún samdi leikrit fyrir
krakkana segir Álfhildur að það hafi
„bara gerst“, en henni finnist mjög
gaman að vinna með krökkunum.
„Það eru ótrúlega margir sem
vilja vera með í þessu. Ein mamman
sér um alla málningu og kennir þeim
það. Önnur er með á öllum æfingum
að hjálpa mér. Það er mjög gaman
hvað margir hafa áhuga á að vera
með.“ Álfhildur segir að öllum sem
vildu vera með í uppfærslunni hafi
verið fundið hlutverk. Krakkarnir
hafi í fyrstu verið svolítið feimnir að
stíga upp á svið og syngja. „Þau voru
neydd í það á fyrstu æfingu og nú
eru þau öll að sjóast,“ segir Álfhild-
ur, sem segir að alltaf séu að upp-
götvast nýir söngvarar og að mikið
hæfileikafólk búi í Garðinum.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Alls taka 25 krakkar í 7.–10. bekk þátt í Uppgjörinu.
Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir
Álfhildur, Guðbjörg og Skarphéðinn í „Truflaðri tilveru“.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Álfhildur segir að í ljós hafi komið
að mikið af hæfileikaríkum krökk-
um búi í Garðinum.
Uppgjör
í Garðinum
Sandgerði | Fulltrúar meirihlutans í
bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hafa
ákveðið að láta gera nýja starfslýs-
ingu fyrir íþrótta- og tómstunda-
fulltrúa í kjölfar þess að Ólafur Þór
Ólafsson sagði starfi sínu lausu.
Ólafur mun að eigin ósk láta af
störfum 11. maí næstkomandi.
Ágreiningur hefur verið í bæj-
arstjórn Sandgerðisbæjar, þar sem
Ólafur situr í minnihluta, og sagðist
hann ekki geta gegnt starfinu eftir
tiltekna bókun meirihlutans. Á
fundi bæjarstjórnar í síðustu viku
voru lagðir fram undirskriftarlistar
þar sem farið var fram á það að
meirihlutinn bæði Ólaf Þór afsök-
unar og hann drægi uppsögn sína
til baka. Þá gagnrýndu fulltrúar
Framsóknarflokksins málsmeðferð
meirihlutans. Fulltrúar meirihlut-
ans tóku fram af þessu tilefni að
þeim þætti ekki ástæða til að biðjast
afsökunar á umræddum ummælum
og gagnrýndu málatilbúnað minni-
hlutans. Samþykkt var samhljóða
að þakka Ólafi fyrir störf hans sem
íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Breyta starfi
íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa