Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 23

Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 23 w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? Ótrúlegusta fólk hefurgetað baðað sig í heimisöngstirna um nokk-urra ára skeið með hjálp karókí-tækninnar og nú er komin fram á sjónarsviðið ný tækni, sem kann að gera leynda drauma um frægð og frama á hvíta tjaldinu að veruleika. Menn jafnt sem konur geta í það minnsta upplifað sig sem Holly- wood-stjörnur í smátíma og feng- ið vissa útrás fyrir „leikræna“ hæfileika. „Movieoke“ er að verða vinsælt í skemmtana- og afþreying- arbransanum vestanhafs og er tæknin afsprengi karókísins, sem reyndar er nauðsynlegur fylgi- fiskur þessa. Öldurhús, sem bjóða upp á „movieoke“, þurfa auk karókísins að hafa breiðtjald og safn af myndbandsspólum. Þátttakandinn velur síðan sína uppáhaldssenu úr kvikmynd sem er varpað á risaskjáinn og á með- an rúllar senan á minni skjá fyrir framan gestinn ásamt texta að- alpersónanna. Það er síðan í verkahring viðkomandi að fara með textann. Annaðhvort tekst mönnum vel upp eða uppátækið kitlar hláturtaugar annarra gesta, sem er, að sögn þeirra sem til þekkja, mun algengara. Það er því ekki síður auðvelt að gera sig að fífli í „movieoke“ en í karókí, en það er um að gera að prófa. Einhver gæti til að mynda hugs- að sér að leysa Robert De Niro af í Taxi Driver eða Ben Stiller í Zoolander, sagði veitingamað- urinn Anastasia Fite í samtali við fréttavef NBC á dögunum, sem fyrst fór að bjóða upp á þessa ný- stárlegu afþreyingu sl. haust á stað, sem kallast Den of Cin í New York. Vegna mikilla vin- sælda, munu fleiri staðir hafa fylgt í kjölfarið. Stjörnur á hvíta tjaldinu um stund  DÆGRADVÖL|Áhugaverð skemmtun fyrir þá sem hafa áhuga á leiklist AP Innlifun: Þessi áhugasami mað- ur heldur á plasthníf þar sem hann tekur senur úr myndinni Evil Dead II. Stjörnur: Í hlutverki Jennifer Beals í myndinni Flashdance. Íbyrjun apríl var ákveðið að banna göngu-grindur í Kanada. Að sögn Herdísar L.Storgaard, verkefnisstjóra barnaslysa-varna hjá Lýðheilsustöð, nær bannið til bæði nýrra og notaðra göngugrinda. „Ástæðan fyrir banninu er sú að rekja má fjölda alvarlegra slysa á börnum til notkunar á slíkum búnaði. Dæmi eru um að börn hafi dáið þegar þau féllu niður stiga í göngugrindum.“ Herdís segir að vert sé að benda á að á síðasta ári urðu tvö slæm brunaslys á litlum börnum sem voru í göngugrind hér á landi. „Göngugrindin gerir það að verkum að barn nær frekar í hluti sem það myndi ekki ná til ef það væri að skríða um.“ Herdís segir mikilvægt að öryggishlið séu sett fyrir stigaop í húsum þar sem göngugrindur eru í notkun. „Það er almennur misskilningur að börn læri að ganga fyrr í göngugrindum. Rannsóknir sýna þvert á móti að börn eru allt að tveimur vikum á eftir öðrum börnum ef þau nota mikið göngu- grindur. Það er ekki æskilegt að barn noti göngu- grind lengur en tíu mínútur í senn þar sem þau geta orðið þreytt í þeim og dæmi er um að börn hafi fengið vöðva- bólgur vegna og mikillar notkunar.“ Göngugrind- ur bannaðar í Kanada  UNGBÖRN leiðandinn ekki afgreitt meira því fötin njóta vinsælda víðar en hér,“ segir Helga, en um er að ræða kjóla, gallajakka og buxur á stúlkur, frá tveggja ára til táningsaldurs. Fötin eru framleidd í Höfðaborg í S- Afríku, en þarlendur tískuhönnuður fékk þá hugdettu að gaman gæti verið að nýta krafta listakvenna, sem hefðu lítið milli handanna en hefðu sitt helsta lífsviðurværi af því að mála verk á torgum og ströndum fyrir ferðamenn. Aðalheiður Karlsdóttir, eigandi Englabarna, kynntist vörulínunni á tískusýningu erlendis og hefur síðan gerst umboðsaðili fatnaðarins í Skandinavíu. Handmáluð telpnaföt  TÍSKA Vinir Vatnaskógar fjölmennið! Kaffisala til styrktar starfinu í Vatnaskógi Kassabílar Vatnaskógar Leiktæki Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 9 4 3 • s ia .i s Sumarhátíð Skógarmanna Sumardaginn fyrsta 22. apríl kl. 14-18 í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28 Morgunblaðið/Ásdís Handmáluð tískuföt frá Suður-Afríku hafa notið vinsælda íversluninni Englabörnum viðLaugaveg, en að sögn versl- unarstjórans Helgu Karlsdóttur, kynnti verslunin þessa nýju vörulínu fyrst hinn 1. nóvember sl. þegar verslunin flutti sig um set á Laugaveginum. „Þessi fatnaður fékk strax afbragðs viðtökur fyrir jólin og þegar við hugð- umst svo panta meira til að anna eftirspurn, gat fram- Nýjar rannsóknir benda nú til þess aðheimilisstörfin geti dregið úr líkumá að konur fái krabbamein. Vís-indamenn hafa komist að því að líkamleg athafnasemi á borð við húsverk og göngu geti minnkað hættu á legkrabbameini um allt að þriðjung. Að sama skapi bendir önnur rannsókn til þess að meiri hreyfing auki líkurnar á því að lifa af brjóstakrabbamein. Niðurstöður þessar voru kynntar nýlega á ár- legu vísindaþingi bandarísku krabbameins- samtakanna í Orlando. Fram kom að eftir því sem konur vörðu meiri tíma í húsverk og hreyfingu, reyndust þær betur varðar gegn þeim vágesti, sem krabbameinið er. Heimilisstörf heilsusamleg  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.