Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÚ embættisfærsla dóms-
málaráðherra, Björns Bjarnasonar,
s.l. sumar að að leggja til að yngsti
umsækjandinn með
minnstu starfsreynsl-
una yrði skipaður
dómari í Hæstarétti
vakti mikla undrun og
reiði, sérstaklega hjá
þeim sem þekktu til
umsækjenda og mis-
munandi hæfis og
hæfni þeirra. Í kjölfar
skipunar eftir tillögu
ráðherra munu þrír
umsækjenda, þar af
tveir þeirra sem
Hæstiréttur sjálfur
hafði metið heppileg-
asta, hafa kvartað til umboðs-
manns Alþingis og sá fjórði, kona
sem óumdeilt hefur bæði mun
meiri menntun og starfsreynslu en
sá sem skipaður var, kærði skip-
unina til lögbundinnar kæru-
nefndar jafnréttismála.
Markmið jafnréttislaga er að
koma á jafnrétti og jafnri stöðu
kvenna og karla á öllum sviðum.
Meginreglur þeirra um bann við
mismunun vegna kynferðis hafa
verið skýrðar svo af Hæstarétti í
mörgum málum að konu skuli veitt
starf ef hún er að minnsta kosti
jafnt að því komin og karlmaður
sem við hana keppir að því er
varðar menntun og starfsreynslu,
þegar á viðkomandi starfssviði eru
fáar konur. Það á sannanlega við
um Hæstarétt því af níu dómurum
eru aðeins tvær konur. Reglur
jafnréttislaganna byggja jú á því
sjónarmiði að eðlilegt sé að konur,
sem eru helmingur þjóðarinnar og
eiga sama rétt og karlar til að leita
réttar síns fyrir dómstólunum, eigi
fulltrúa til jafns við karla við
æðsta dómstól landsins.
Lögunum er beinlínis ætlað
að takmarka vald ráðherra
Það er óumdeilt að með þessari
reglu, sem á sér stoð í jafnrétt-
islögum og Hæstiréttur hefur stað-
fest með túlkun sinni, er verið að
takmarka svigrúm veitingarvalds-
hafa, í þessu máli dómsmálaráð-
herra, og leggja á hann þá kvöð að
skipa konu, þegar hún er jafnhæf
eða hæfari en karl. Það var og nið-
urstaða kærunefndarinnar á dög-
unum að það hefði honum borið að
gera og byggðist sú niðurstaða á
mati og samanburði nefndarinnar
á menntun og starfsreynslu þess-
ara tveggja umsækjenda, sem er
ótvírætt konunni í vil.
Nú er það svo að skipun í dóm-
arastöðuna verður ekki breytt
þrátt fyrir þá niðurstöðu kæru-
nefndarinnar að hún hafi verið í
bága við jafnréttislög og hvert svo
sem álit umboðsmanns verður.
Ráðherrann á nú þann kost að
finna ,,viðunandi lausn á málinu“
eins og segir í tilmælum kæru-
nefndarinnar til ráð-
herra. Konan á þann
kost að vísa málinu til
dómstóla, en einungis
til heimtu bóta og það
er von margra að hún
geri það til að fá með
því fram túlkun þeirra
á gildi jafnréttislaga í
þessu máli.
Ekki síst er það
gagnlegt vegna þess
að forsætisráðherra
hefur sérstaklega haft
orð á tveimur úr-
skurðum nefndarinnar
sem Hæstiréttur hefur hrundið, að
því er virðist til marks um að ekki
sé á úrskurði kærunefndarinnar
byggjandi og gefur jafnframt með
því til kynna að nýja málið sé sam-
bærilegt við hin tvö, annað um
veitingu stöðu sýslumanns og hitt
um starf leikhússtjóra. Hið rétta
er að í nýja málinu gilda önnur
sjónarmið vegna sérstakra reglna
um mat á hæfi umsækjenda og
embættisgengisskilyrða sem eru
bundin í dómstólalögum.
Viðbrögð ráðherra við
úrskurði kærunefndar
jafnréttismála
Þegar úrskurðurinn lá fyrir brást
dómsmálaráðherra hart við og
gagnrýndi bæði kærunefndina og
jafnréttislögin, sem hann sagði auk
þess ekki geta bundið hendur sín-
ar. Það eru fyrst og fremst þessi
viðbrögð ráðherrans, fremur en
niðurstaða nefndarinnar, sem vak-
ið hafa sterk viðbrögð i samfélag-
inu. Ekki síst fyrir það að jafnrétt-
islögin voru afgreidd frá Alþingi í
fullri sátt fyrir aðeins fjórum árum
og jafnréttismál, og sérstaklega
viðvarandi launamunur kynjanna,
hefur verið mjög mikið í opinberri
umræðu síðustu misseri. Ef af-
staða þingheims er óbreytt til jafn-
réttislaga og meginmarkmiða
þeirra svo og áframhaldandi sátt
er um þá túlkun Hæstaréttar á
lögunum, að konu skuli skipa í
starf á sviðum þar sem konur eru
fáar ef hún er jafnhæf eða hæfari
en karl, þá verður ekki séð að
dómsmálaráðherra hafi meirihluta
þingmanna á bak við sjónarmið
sín.
Hvað ber framtíðin
í skauti sér?
Dómsmálaráðherra fer sannanlega
ekki með jafnréttismál innan rík-
isstjórnar, en orð hans og viðbrögð
við úrskurði kærunefndar eru
þrátt fyrir það verulegt bakslag í
jafnréttisbaráttuna og sjónarmið
og viðhorf hans eru líka til þess
fallin að valda bæði ugg og óvissu.
Ekki síst vegna þess að vænta má
að á þessu kjörtímabili muni losna
þrjár stöður við Hæstarétt, sem
hann mun gera tillögu um hverjir
skipi, auk annarra skipana í stöður
og embætti á verksviði hans.
Mikil starfsreynsla
konum til trafala
Það hefur lengi háð konum
gagnvart stöðuveitingum að þær
hafa ekki staðið körlum á sporði
hvað varðar lengd starfstíma og
starfsreynslu. Fjölskylduábyrgðin,
sem konur hafa axlað í mun meiri
mæli en karlar og ekkert vægi hef-
ur við mat á hæfi og hæfni í störf
og embætti, hefur lengi valdið því
að konur hafa gagnvart jafnöldrum
sínum staðið höllum fæti. Þær hafa
oft fyrir vikið styttri starfstíma á
vinnumarkaði og þar af leiðandi
takmarkaðri starfsreynslu. Það
tekur tíma mælt í mánuðum, árum
og áratugum fyrir konur jafnt og
karla að afla sér umfangsmikillar
og haldgóðrar menntunar og
starfsreynslu og vera með því sem
best búinn undir stöður eins og
embætti hæstaréttardómara.
Vegna þessa sker það í augu að
dómsmálaráðherra leggur sérstaka
áherslu á ungan aldur þess sem
hann lagði til að yrði skipaður í
Hæstarétt sem röksemd fyrir
þeirri ákvörðun sinni.
Sérstaklega skýtur þetta þó
skökku við fyrir það að ráðherrann
sjálfur, eins og tiltekið er í úr-
skurði kærunefndar, rökstyður
ákvörðun sína um vægi ,,sérþekk-
ingar“ nýja dómarans í Evrópu-
rétti á langri eigin reynslu. Sem
sérfróðs manns um þróun utanrík-
ismála, svo og sem alþingismanns
og formanns utanríkismálanefndar
þegar EES-samningurinn var þar
til meðferðar og sem mennta-
málaráðherra og dómsmálaráð-
herra. Þeirrar miklu reynslu sem
dómsmálaráðherra býr að var
sannanlega ekki aflað á einni nóttu
heldur á löngum tíma meðan ráð-
herrann sjálfur hefur elst að árum.
Sjálfstæði
dómstóla
Nýjasti dómari Hæstaréttar er án
efa ágætur drengur og verður
vafalaust nýtur og hæfur dómari.
Björn Bjarnason er líka margra
góðra gjalda verður og mann-
kostamaður, reyndur, skilvirkur og
vinnusamur. – En þetta mál snýst
bara öðru fremur um annað og
meira en þá tvo og ágæti þeirra.
Það snýst um að mannréttindi og
málefnalegar ástæður séu höfð í
heiðri, um trúverðugleika og sátt
um leikreglur sem Alþingi setur og
almenningur allur þarf að geta
treyst að sé fylgt. Það verður að
vera hafið yfir allan vafa að ein-
ungis málefnalegar ástæður liggi
til grundvallar vali á hæstarétt-
ardómurum og að sjálfstæði dóms-
valdsins sem eins þriggja þátta
ríkisvaldsins sé tryggt.
Jafnréttislögin
í framkvæmd
Jónína Bjartmarz skrifar
um jafnréttislög og ráðningu
hæstaréttardómara
’Það verður að verahafið yfir allan vafa að
einungis málefnalegar
ástæður liggi til grund-
vallar vali á hæstarétt-
ardómurum …‘
Jónína Bjartmarz
Höfundur er alþingismaður.
LEIGUFLUGFÉLAGIÐ Loft-
leiðir, dótturfélag Flugleiða, er nú í
samningaviðræðum við félag í Ísrael
um að félagið taki að sér áætlunarflug
milli Tel Aviv og New York, sem hefj-
ast á í júní nk. Skyldi nokkrum dylj-
ast, að fyrir botni Mið-
jarðarhafs ríkir
styrjaldarástand af
verstu tegund? Þar á
sér stað miskunn-
arlaust dráp almennra
borgara á báða bóga,
og fer hraðversnandi.
Ætla mætti að Ís-
lendingar gerðu sér
grein fyrir, að svokall-
að „heilagt stríð“ væri
alvarlegt mál, og skyn-
samlegast að koma þar
hvergi nærri. Tillits- og
miskunnarleysi á þess-
um slóðum ætti að vera
öllum kunnugt enda í
fréttum daglega.
Arabaheimurinn,
vígbúinn, mun án
nokkurs efa fylgjast
með því hverjir liðsinna
og vinna fyrir höf-
uðandstæðinginn og
gætu svokölluð „sókn-
arfæri“ á þeirra vett-
vangi, þar sem Íslend-
ingar hafa um langt
árabil tekið að sér
verkefni, snúist í and-
hverfu sína.
Engum ætti að dylj-
ast að staðsetning íslenskra flugá-
hafna í Tel Aviv eða næsta nágrenni,
væri á hættusvæði og því afar óæski-
leg. Hafa ber í huga háskalega stig-
mögnun átakanna á nefndu svæði og
hið algjöra miskunnarleysi sem þar
ríkir. Enginn ætti að ganga gruflandi
að þeirri staðreynd.
Og ennfremur, skyldi nokkur efast
um, að flugvél í eigu eða leigu félags í
Ísrael og ber merki sem slík, myndi
vera álitlegt skotmark fyrir andstæð-
inga sem berjast í miskunnarlausu
„heilögu stríði“?
Það er óhugnanlegt að ætla mönn-
um slík voðaverk, en lítum á fortíðina
og allt það sem er að gerast í átökum
líðandi stunda, það er
vissulega ógnvekjandi
og ætti öllum að vera
ljóst.
„Sóknarfærum“ eftir
peningum hljóta að vera
einhver takmörk sett,
a.m.k. hjá þeim sem vilja
telja sig siðmenntaða og
andstæða nöktu ofbeldi.
Því ætti, að mínu mati,
engum að líðast að
skáka fram íslenskum
flugáhöfnum og tækj-
um, inn á styrjald-
arsvæði, þar sem mis-
kunnarlaust hatur og
ofbeldi er ríkjandi.
Virðingarverð er sú
viðleitni íslenskra félaga
á vettvangi flugsins að
færa út kvíarnar um víð-
an völl, og veita þar með
okkar mjög hæfa og
góða flugfólki atvinnu í
hörðum heimi. En hafa
verður fulla gát á því að
hættulegum verkefnum
verði ekki sinnt, verk-
efnum, sem aðrir jafnvel
forðast að koma nærri
og því föl. Ég óska Flug-
leiðum og tengdum fyr-
irtækjum velfarnaðar í geystri sókn í
heimi flugsins, og vil lifa í þeirri trú
og von að í þeirri framsókn verði forð-
ast að stíga á rauðglóandi jörð.
Grafalvarleg
stefna í
flugmálum
Jóhannes R. Snorrason ræðir
um flugmál og stríð
Jóhannes R. Snorrason
’„Sóknarfær-um“ eftir pen-
ingum hljóta að
vera einhver
takmörk sett,
a.m.k. hjá þeim
sem vilja telja
sig siðmenntaða
og andstæða
nöktu ofbeldi.‘
Höfundur er fyrrverandi yfirflug-
stjóri hjá Flugleiðum og handhafi
flugskírteinis nr. 5.
Í ÞEIRRI orrahríð sem verið hef-
ur undanfarið í tengslum við skipan
nýs hæstaréttardómara hefur margt
misjafnt verið sagt. Sumir hafa reynt
að ræða þetta mál á málefnalegum
forsendum en aðrir tjáð sig með held-
ur dapurlegum hætti.
Nú ætla ég ekki að
kasta rýrð á þann
ágæta kvenumsækj-
anda sem sótti um
stöðuna. Hann þekki
ég ekki en trúi því sem
sagt er að um mjög
hæfan einstakling sé að
ræða. Mér var hins
vegar illa brugðið þeg-
ar ég sá hvað haft var
eftir mínum gamla pró-
fessor Sigurði Líndal í
DV sl. föstudag. Þar
stóð að Ólafur Börkur
hafi verið á meðal
þeirra sem hafi verið
minnst hæfir umsækj-
enda og að hann hafi
engan hitt í lögfræð-
ingastétt sem hafi talið
Ólaf Börk hæfasta um-
sækjandann. Ekki veit
ég nákvæmlega hvaða
lögfræðinga Sigurður
umgengst en fullyrðingar hans gefa
alranga mynd af hæfni Ólafs Barkar
og umræðum meðal lögfræðinga um
málefnið eins og ég þekki þær. Það er
sorglegt að Sigurður skuli fara með
umræðuna niður á þetta plan.
Nú þekki ég Ólaf Börk persónu-
lega og hef fylgst náið með starfsferli
hans. Hann hefur verið farsæll dóm-
ari og dómstjóri til margra ára. Allir
lögfræðingar sem þekkja hann vita
að hann er jarðbundinn, skarp-
greindur, réttsýnn og mikill manna-
sættir. Því fögnuðu margir kollega
minna ákaft þegar Ólafur Börkur var
skipaður hæstaréttardómari. Það er
góð tilfinning að vita að
ráðamenn okkar lands
skuli velja einstakling
með hans mannkosti í
það ábyrgðarmikla starf
sem dómarastaða er.
Það er mikilvægt fyrir
okkar þjóð að í Hæsta-
rétti sitji ætíð úrvals-
fólk. Ég fullyrði að þann
hóp fyllir Ólafur Börkur
með sóma.
Gáleysisleg umræða
um hæfi hæstarétt-
ardómara er ábyrgð-
arhluti. Það verður alltaf
að ríkja traust til þess
starfs sem þar er unnið.
Nú er mál að um-
ræðunni linni. Kven-
umsækjandinn hefur
lýst því yfir að hann
muni reka sitt mál
áfram og er enn langt í
land að endanleg nið-
urstaða fáist. Það er von
mín að umsækjandinn geri það ekki í
kastljósi fjölmiðlanna því það gerir
ekkert annað en að draga úr trú
manna á Hæstarétti.
Nýi hæstaréttar-
dómarinn
Jóhann R. Benediktsson skrifar
um skipan hæstaréttardómara
Jóhann R. Benediktsson
’Það er mik-ilvægt fyrir okk-
ar þjóð að í
Hæstarétti sitji
ætíð úrvals-
fólk.‘
Höfundur er sýslumaður.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið