Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 29
Fleiri konur dvöldu íKvennaathvarfinu í fyrramiðað við árið 2002 eða 73á móti 55. Börn voru einn-
ig fleiri í fyrra eða 59 en 41 árið
2002. Þá dvöldu konurnar að með-
altali lengur í athvarfinu á síðasta
ári en þar áður og fjölgaði dvalar-
dögum úr 741 í 1.501 milli ára. Við-
tölum fækkaði úr 380 í 315. Sama
konan getur komið oftar en einu
sinni í dvöl eða viðtal og á bak við
388 komur eru alls 230 konur.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Samtaka um kvennaathvarf sem
kynnt var fjölmiðlum í gær. Fram
kom á fundinum hjá forráðamönn-
um SUK að lagabætur varðandi
heimilisofbeldi væru brýnar. Segir
Drífa Snædal, fræðslu- og kynning-
arstýra samtakanna, að munur
væri á ofbeldi sem menn verði fyrir
úti á götu og heimilisofbeldi. Væri
oft erfitt að sanna hið síðarnefnda,
einkum andlegt ofbeldi. Hún sagði
engin lög taka sérstaklega á heim-
ilisofbeldi og væri fullt tilefni til að
taka almennu hegningarlögin til
endurskoðunar. Kom fram á fund-
inum að það væri ekki síst með tilliti
til sérstöðu er varðaði kynbundið
ofbeldi. Hún fælist í nánum
tengslum við ofbeldismann og
þeirri staðreynd að ofbeldi eigi sér
oft stað innan veggja heimilisins
þar sem fólk eigi að vera öruggt ef
allt er með felldu.
Ásókn í samhengi við
umfjöllun í fjölmiðlum
Drífa Snædal segir að ásókn í
Kvennaathvarfið sé jafnan í nokkr-
um takti við umfjöllun í fjölmiðlum
um konur sem verða fyrir ofbeldi og
hún segir það af hinu góða ef konur
viti af því úrræði sem Kvennaat-
hvarfið bjóði. Markmið samtakanna
er að „reka athvarf, annars vegar
fyrir konur og börn þeirra þegar
dvöl í heimahúsum er þeim óbæri-
leg vegna andlegs eða líkamlegs of-
beldis eiginmanns, sambýlismanns
eða annarra heimilismanna og hins
vegar fyrir konur sem verða fyrir
nauðgun,“ segir í skýrslunni. Einn-
ig er konum veitt ráðgjöf og upplýs-
ingar og meðal fleiri markmiða
samtakanna er að efla fræðslu og
umræðu um ofbeldi innan fjöl-
skyldu, m.a. til að auka skilning í
þjóðfélaginu á eðli ofbeldis og af-
leiðingum þess. Í skýrslunni er
heimilisofbeldi skilgreint þannig að
það sé þegar einn fjölskyldumeð-
limur kúgar annan í skjóli friðhelgi
heimilisins og tilfinningalegrar-, fé-
lagslegrar- og fjárhagslegrar bind-
ingar.
Gerendur ofbeldis gegn konum
eru eiginmenn eða sambýlismenn í
helmingi tilvika. Þá segja forráða-
menn Kvennaathvarfsins að fyrr-
verandi sambýlismenn eða eigin-
menn séu í vaxandi mæli gerendur
en í fáum tilvikum séu það ættingj-
ar eða vinir.
Ástæður oft margar
Meirihluti kvenna sem leitaði til
Kvennaathvarfsins í fyrra búa á
höfuðborgarsvæðinu eða um 82%
en það er þó engu að síður opið kon-
um af öllu landinu. Kemur fyrir að
konur utan af landi fái styrk til að
nýta sér athvarfið. Mestur hluti
kvennanna er á aldrinum 26 til 40
ára en elsta konan var yfir áttrætt
og sú yngsta 13 ára. Haft er sam-
band við barnaverndaryfirvöld í til-
fellum barnungra kvenna. Hlutfall
erlendra kvenna sem koma í
Kvennaathvarfið er 7–11% sem
Drífa segir ívið hærra en hlutfall er-
lendra kvenna í þjóðskrá.
Ástæða fyrir komu kvenna er í
nærri 80% tilvika til að leita stuðn-
ings og álíka oft vegna andlegs of-
beldis. Kemur fram í skýrslunni að
aukning sé á andlegu ofbeldi og að
þær tölur séu í ósamræmi við þá
mynd sem margir hafi af heimilis-
ofbeldi. „Flestir sjá fyrir sér konu
með glóðarauga og aðra líkamlega
áverka. Konurnar telja líka margar
að þær verði að vera með líkamlega
áverka og þá mikla til þess að eiga
erindi í Kvennaathvarfið. En þessu
er ekki þannig háttað því andlega
ofbeldið, sem þær koma flestar
vegna, er falið. Hótanir, svipbrigði,
einangrun og fjárhagsleg stjórnun
eru dæmi um slíkt,“ segir í skýrsl-
unni. Líkamlegt ofbeldi er ástæða
komu í um 40% tilvika og rúmlega
30% leita vegna morðhótunar eða
ofsókna. Þá er ofbeldi gegn börnum
og kynferðislegt ofbeldi ástæðan í
rúmlega 5–7% tilvika og segir Drífa
ástæðurnar oft fleiri en eina. Í
nærri 70% tilvika er úrlausn mála
sú að veita konum áheyrn og stuðn-
ing en í rúmlega 10% tilvika koma
þær í athvarfið.
Eftir dvöl í Kvennaathvarfinu
halda konur heim í 60% tilvika en í
leiguhúsnæði í yfir 15% tilvika og í
rúmum 10% tilvika til vina. Fram
kemur í skýrslunni að þegar kona
fer heim sé gerandi oft heima en í
stöku tilvikum hafi hann flutt út og
þau sótt um skilnað. Aðrar höfðu
komist að samkomulagi við makann
um að komast saman í hjónaráðgjöf
eða að maðurinn færi í áfengismeð-
ferð. Drífa segir að eftir dvöl í
Kvennaathvarfinu, sem sé yfirleitt
að hámarki fjórar vikur, séu kon-
urnar sterkari, þeim hafi tekist að
byggja sig upp til að mæta jafnvel
sömu aðstæðum og hafa verið
heima fyrir.
Rekstrargjöld rúmar
43 milljónir
Rekstrargjöld Samtaka um
kvennaathvarf voru í fyrra rúmar
43 milljónir króna og tekjur svip-
aðar. Stærstur hluti tekna er frá
ríkissjóði eða 27,4 milljónir króna
en 8 milljónir eru frá Reykjavíkur-
borg og allmörg sveitarfélög
styrkja og reksturinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tekið er á móti konum sem leita til Kvennaathvarfs í sérstakri viðtalsstofu þar sem þær geta verið í næði.
Dvalardagar kvenna og barna í Kvennaathvarfinu
nærri tvöfalt fleiri í fyrra en 2002
Segja engin lög
taka sérstaklega til
heimilisofbeldis
Samantekt | Fleiri
leituðu skjóls hjá
Kvennaathvarfinu í
fyrra en 2002. Í árs-
skýrslu Samtaka um
kvennaathvarf kemur
fram að þeir sem beita
konur ofbeldi eru oftast
sambýlismenn og í
vaxandi mæli fyrr-
verandi makar.
"'
"(
(
9
9
' :
9
'":
; 4:
"( ,
"
//2 //. /// $%%% $%% $%%$ $%%0
)*+
,--
../
+,
00
..)
,1,-2
233
,/0
..2
0.
+)
*/
,1+33
,*/
./.
..-
0/
2*
/3
.1-*2
)2-
,+,
*+
+/
)-
0.
.10)+
+3)
230
*-
2-
+3
-2
.1//3
2)+
)/3
++
),
,)
2.
.10.2
)//
).+
-)
)2
)*
+*
.123,
nefndin undir mat OR og Hitaveitu
Suðurnesja um mat á flutningsvirkj-
um sem þegar hafa verið greidd af
almannafé og að flutningur fyrir
stóriðju verði meðhöndlaður sér-
staklega.
Telur nefndin að breytt skipan
raforkumála sé ekki tilefni til að
auka verðjöfnun í flutningskerfi raf-
orku frá því sem nú er og leggur
áherslu á að verðjöfnunin sé gagnsæ
og með skilgreindu þaki. Vilji ríkis-
valdið umfram það stuðla að lægra
raforkuverði þar sem framleiðslu- og
flutningskostnaður sé hæstur verði
það gert beint í gegnum fjárlög. Þá
leggur nefndin til að borgin gerist
eignaraðili í hinu nýja flutningsfyr-
irtæki.
Í nefndinni sátu Már Guðmunds-
son hagfræðingur og formaður
nefndarinnar, Álfheiður Ingadóttir
líffræðingur, Áslaug Björgvinsdóttr
lögfræðingur, Geir Magnússon for-
stjóri, Páll Halldórsson jarðeðlis-
fræðingur, Páll Kr. Pálsson verk-
fræðingur og Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri.
Orkustefna liggi fyrir að
nokkrum mánuðum liðnum
Már Guðmundsson hagfræðingur
sagði uppbyggingu í orkumálum
Reykvíkinga hafa skilað miklum ár-
angri, orka væri tiltölulega ódýr og
mikið afhendingaröryggi væri fyrir
hendi. Rafmagn og húshitun heimila
væri þannig 40–60% ódýrari en í höf-
uðborgum annarra Norðulanda. Á
hinn bóginn væri fjárbinding borg-
arinnar i orkumálum miklum mun
meiri en tíðkaðist í hinum höfuð-
borgum Norðurlandanna. Borgin
ætti 92% í OR og tæplega 45% í
Landsvirkjun og samtals væri eigið
fé borgarinnar sem bundið er í þess-
um tveimur fyrirtækjum og ábyrgð-
ir vegna fjárfestinga þeirra tæplega
140 milljarðar króna. „Það er því
ljóst að það er til mikils að vinna ef
það er hægt að ná sama árangri í
orkuafhendingu og orkuverði með
minni fjárfestingu af hálfu borgar-
innar,“ sagði Már.
Þá væri mikilvægt að horfa til
þess að með breyttri skipan yrðu OR
og Landsvirkjun samkeppnisaðilar í
framleiðslu og sölu á raforku.
Már sagði það mat nefndarinnar
að það muni ekki þurfi að skipta upp
OR í ljósi breytinga á orkulögum eft-
ir því hvort um sé að ræða einok-
unar- eða samkeppnisstarfsemi.
Fyrirtækið væri lítið á evrópskan
mælikvarða og þannig yrði unnt að
fá undanþágu frá tilskipun ESB um
það efni. Að sögn Þórólfs Árnasonar
borgarstjóra verður skýrsla nefnd-
arinnar lögð til grundvallar frekari
vinnu sem lýkur með samþykktri
orkustefnu Reykjavíkurborgar að
einhverjum mánuðum liðnum.
n hverfi
rkjun
Morgunblaðið/Jim Smart
æðingur og Þórólfur Árnason borgarstjóri
nar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
stjóri
ki hafa
kustefnu-
r Reykja-
orgar en
tillagna
reyta
irkjun í
lag.
elur þá
ma vel til
eftir að
væmdum
ð Kára-
Eðlilegt
junar
Friðrik
ólfi Árna-
málið
a flókið.
í huga
r verður
mjög lít-
t við því
ut ein-
uka eig-
rt af
m,“ segir
ginfjár-
ekstri sé
ð verði
um 20%
þegar framkvæmdum við Kára-
hnjúka lýkur.
Óeðlilegt að færa eignirnar
inn í Orkuveitu Reykjavíkur
Hann segir Landsvirkjun hafa
vitað af starfi þessarar nefndar á
vegum borgarinnar og veitt ýmsar
upplýsingar. Meginniðurstaðan
komi sér persónulega ekki á óvart,
þó að hann telji sumar leiðir æski-
legri en aðrar. Til dæmis sé ólík-
legt að ríkið muni kaupa hlut
borgarinnar í Landsvirkjun og sú
leið komi vart til greina. Einnig sé
það að hans mati óeðlileg og erfið
leið að Reykjavíkurborg yfirtaki
hluta af eignum Landsvirkjunar
og færi inn í Orkuveitu Reykjavík-
ur. Borgin fái með þeim hætti eng-
ar peningalegar greiðslur til að
bæta skuldastöðu sína, sem virðist
hafa verið eitt af því sem rekið
hafi nefndina áfram. Til viðbótar
sé afar flókið að taka eignir
Landsvirkjunar og hluta þær í
sundur. Því þurfi að fylgja sala á
raforku og skipta henni upp á milli
stóriðju og almenningsveitna. Ef
fara eigi þá leið þurfi að leita eftir
samþykki allra stóriðjufyrirtækj-
anna í landinu.
gsleiðin
til greina
gnar
áli í New
hugmynd
msókn
fyrir
gjökul,
koðaði
ku af-
rn Har-
ngöngu í
ginu í 15
að verða
ð baki
ur
vegna. Þá
átta s.s.
dvent-
ókn
igurðsson
deyjum.
FORSVARSMENN vísindafélags-
ins The Explorers Club hafa lýst yf-
ir áhuga á að afsteypu af högg-
myndinni „Fyrsta hvíta móðirin í
Ameríku“ eftir Ásmund Sveinsson
verði komið fyrir í höfuðstöðvum fé-
lagsins í New York. Styttan er í
vörslu Ásmundarsafns en afsteypur
af verkinu er að finna á Hellnum,
við Glaumbæ í Skagafirði og í Kan-
ada.
Að sögn Richards Wiese, forseta
félagsins, vill félagið með þessu
heiðra minningu Guðríðar Þor-
bjarnardóttur sem jafnan hefur
verið talin víðförlasta kona miðalda.
Mun Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti hafa sagt söguna af afrekum
Guðríðar í þröngum hópi fé-
lagsmanna fyrir nokkru sem varð
til þess að áhugi vaknaði á að heiðra
minningu hennar með þessum
hætti.
Að sögn Eiríks Þorlákssonar,
forstöðumanns Listasafns Reykja-
víkur, hefur forsetaskrifstofan fært
hugmyndina í tal við hann en engin
formleg ákvörðun liggur fyrir um
hvort af verður eða hver standi
straum af kostnaðinum. Þó beri að
líta á það sem mikinn heiður að The
Explorers Club hafi hug á að fá af-
steypu af verkinu í sína vörslu.
Guðríður Þorbjarnardóttir var
fædd á Laugarbrekku á Snæfells-
nesi um 980 og er sagt frá henni í
Eiríks sögu rauða. Hún sigldi frá
Íslandi til Grænlands og giftist þar
þrisvar en ásamt þriðja manni sín-
um, Þorfinni karlsefni, sigldi hún
ásamt 160 manna föruneyti til Vín-
lands. Komu þau að stað sem þau
nefndu Hóp sem líkur benda til að
sé þar sem New York borg stendur
nú. Sonur þeirra Snorri er sagður
fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist í
Ameríku. Frá Vínlandi sigldu þau
aftur til Grænlands og þaðan til Ís-
lands og settust að í Glaumbæ í
Skagafirði. Snorri tók síðar við búi
foreldra sinna og byggði fyrstu
kirkjuna sem reist var í Glaumbæ.
Eftir að Guðríður missti eigin-
mann sinn fór hún í pílagrímsferð
til Rómar. Hún hafði þá siglt átta
sinnum yfir úthöf og ferðast yfir
þvera Evrópu.
Að sögn Richards hefur hann
einnig fært í tal við kvikmynda-
framleiðanda vestan hafs að gerð
verði heimildamynd um ævi Guðríð-
ar.
Vilja fá afsteypu af
„Fyrstu hvítu móð-
urinni“ til New York