Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 37
✝ Þórir Björn Eyj-ólfsson fæddist
25. október 1937.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Landspít-
alans 8. apríl síðast-
liðinn. Þórir var
sonur hjónanna Eyj-
ólfs Guðmundssonar
kennara og konu
hans, Sigrúnar Þór-
arinsdóttur. Bróðir
Þóris er Guðni Ragn-
ar, f. 11. október
1947. Fósturbróðir
hans er Þórarinn
Guðnason, f. 17.
ágúst 1943.
Þórir kvæntist 15. nóvember
1959 eftirlifandi konu sinni,
Helgu Pálsdóttur, f. 16. júní 1940.
Dætur þeirra eru: 1) Erna, f. 2.
apríl 1963, gift Magnúsi E. Eyj-
ólfssyni, þeirra dótt-
ir er Helga Kristín,
f. 3. sept. 1992. 2)
Guðrún Kristín, f.
11. ágúst 1972, í
sambúð með Aðal-
steini H. Jóhanns-
syni, þeirra dætur
eru Dóra Jóna og
Þórný Edda, f. 15.
febrúar 1999.
Þórir lauk prófi í
húsasmíði 1958 og
starfaði við smíðar
alla tíð, lengst af hjá
Ármannsfelli og síð-
an hjá ÍAV eftir
sameiningu þessara félaga eða
þar til hann greindist með
krabbamein í byrjun mars sl.
Útför Þóris fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku besti pabbi, það er svo sárt
að þú skulir vera farinn frá okkur úr
þessu lífi, en við vitum að nú ert þú
laus við þjáningarnar sem hrjáðu þig
síðustu vikurnar. Það er svo stutt
síðan veikindi þín greindust en þó
voru þau orðin svo slæm að lyfja- og
geislameðferð dugðu ekki til. Þú sem
alltaf varst svo heilsuhraustur að við
trúðum því fram á síðustu daga að
þú myndir ná þér og flytja með
mömmu í Blásalina um næstu mán-
aðamót eins og þú varst búinn að
hlakka svo til.
Þú varst alltaf svo ljúfur og góður
og hjálplegur við allt og alla og alltaf
tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd.
Vinnusemi og vandvirkni voru þér í
blóð borin. Þér lá alltaf á að komast
úr bænum austur í bústað á föstu-
dögum þar sem þú eyddir öllum
stundum með hamarinn á lofti við
endurbyggingu. Tengdasynir þínir
gerðu oft grín að nákvæmninni í þér
við endurbygginguna á bústaðnum,
þar sem millimetrar skiptu þig oft
meira máli en tommur skiptu aðra.
Oft komu þeir inn og þegar spurt var
hvort þú værir ekki að koma í kaffi
líka þá svöruðu þeir: „Nei, hann er
úti að díla við millimetra.“
Margar ánægjustundir höfum við
líka átt þar við laxveiðar og alltaf
brögðuðust þínir laxar best.
Elsku pabbi, við kveðjum þig með
söknuði, en við vitum að þú kemur til
með að vaka yfir okkur öllum um
ókomna tíð og þegar okkar tími
kemur tekur þú á móti okkur með
opinn faðm og bros á vör.
Þínar dætur
Erna og Guðrún Kristín.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Vertu sæll, elsku afi, guð geymi
þig. Þúsundir smellikossar.
Afastelpurnar.
Þórir Björn Eyjólfsson fæddist á
Ísafirði 25. okt. 1937 og var því
tæpra sex ára þegar ég fæddist. Ég
varð fyrir því óláni að faðir minn lést
eftir skyndileg veikindi þegar ég var
aðeins fjögurra mánaða gamall og
stóð þá móðir mín uppi með tvo
kornunga drengi en bróðir minn
Tómas var þá tæpra tveggja ára.
Það varð því mitt hlutskipti að flytj-
ast til móðursystur minnar, Sigrún-
ar, móður Þóris, en þau Eyjólfur
fóstri minn bjuggu þá í Njarðvíkum
þar sem hann var barnakennari. Þar
ólumst við Þórir upp saman fyrstu
árin eða þar til ég var u.þ.b. fjögurra
ára að við fluttum til Hafnarfjarðar
þar sem móðir mín og flestir aðrir úr
fjölskyldunni bjuggu.
Til að byrja með fluttum við inn í
litla húsið hennar mömmu þar sem
Guðni Ragnar yngri sonur þeirra
hjóna fæddist árið 1947. Síðar
keyptu þau hjónin hús á Tunguvegi í
Hafnarfirði eftir að Eyjólfur kom frá
framhaldsnámi í Danmörku. Á
Tunguveginum bjó ég hjá þeim fram
að fermingu en þá flutti ég aftur til
móður minnar og bróður.
Ég átti ánægjulega æsku hjá þeim
Sigrúnu og Eyjólfi og þar var ég
ætíð eins og þeirra eiginn sonur.
Þórir var mér heldur ekki verri en
væri hann minn eiginn bróðir og
verndaði mig og yngri bróður sinn
og veitti okkur hlutdeild í öllu sínu.
Þórir hafði verið í sveit að Steig í
Mýrdal, hjá Stígi föðurbróður sínum
og þangað vorum við sendir saman á
sumrin frá því að ég var fimm til sex
ára og þar til hann hætti að „vera í
sveit“. Þar var ég hins vegar á
hverju sumri til fermingaraldurs eða
í ein 8 sumur alls og var því eiginlega
líka fóstraður upp af föðurbróður
Þóris og á æskuheimili Eyjólfs.
Steig var fremur einangrað býli og
sjaldan farið af bæ nema nauðsyn
bæri til. Þar mætti því halda að hafi
verið viðburðasnauð vist fyrir borg-
arbörn. En þarna var oftast margt
barna sem Stígur bóndi og Gísella
kona hans veittu sumarvist. Faðir
Stígs og þeirra bræðra var enn á lífi
og var sjór sagna og góð fyrirmynd
og þótt farlama væri og staurblindur
stundaði hann störf sín af mikilli
elju.
Þetta var nokkuð stórt býli fyrir
einyrkja á þess tíma mælikvarða;
líklega 20–25 nautgripir þegar mest
var og erfitt land að yrkja; áin Klif-
andi eða Hafursá hafði í aldanna rás
brotið landið og eytt túnum. Þegar
við bræður komum þar fyrst voru
heimatún slegin með orfi og ljá og
ekki var langt síðan hestasláttuvél
hafði verið tekin í notkun. Dráttar-
vél kom ekki á bæinn fyrr en um
miðja síðustu öld eða upp úr því. Það
var því margt að snúast og enn góð
not fyrir snúningastráka. Það
breyttist síðan með vélvæðingunni
eins og á öðrum íslenskum sveita-
heimilum. Við bræður vorum
snemma látnir vinna ýmis störf sem
til féllu. Húsbændum í Steig þótti
Þórir duglegur og samviskusamur
og ég er sannfærður um að dvölin í
Steig hafi verið okkur báðum gott
veganesti þó að kaldsamt hafi verið á
stundum og erfitt.
Þórir var að sögn móður minnar
fremur einþykkur drengur; – hún
sagði, vel að merkja ekki þrjóskur,
því það var hann ekki. Mér hefur
alltaf fundist síðan að þetta væri
hrósyrði fremur en hitt. Hann var
fastur fyrir en var ávallt sanngjarn
og kurteis. Hann var sannur Íslend-
ingur; hæglátur, bjartur og hrein-
lyndur, afskaplega traustur og mikið
prúðmenni. Hófsemdarmaður í öllu.
Hann hafði líka húmorinn í lagi og
ekki man ég eftir honum í vondu
skapi. Hann var vinmargur og vin-
sæll og sérlega bóngóður, ekki síst
við mig og gott til hans að leita. Það
var hins vegar erfiðara að launa hon-
um greiða; það var eins og það væri
óþarfi í hans huga. Sem fagmaður
var hann sérstaklega vandvirkur og
flanaði ekki að neinu.
Þótt sex ár væru á milli okkar var
mér alltaf tekið sem jafningja og
mér ætlað að vera með í öllu sem
fram fór. Þannig var ég kornungur
látinn taka þátt í einu hugðarefni
hans sem unglings, sem var áhugi á
djasstónlist og skrifaði, að hans
beiðni, undir áskorun til Ríkisút-
varpsins um aukna spilun á djassi og
hafði þó raunar enga hugmynd um
hvaða fyrirbrigði það væri.
Seinna keypti Þórir gamlan bíl;
Ford Prefect, af nágranna okkar og
gerði hann bílinn upp að nokkru
leyti. Þá hef ég líklega verið 11–12
ára og Þórir 18. Bíllinn stóð fyrir ut-
an girðingu og þurfti að aka honum
inn í garðinn okkar. Og þá fékk hann
þá hugmynd að fósturbróðirinn ætti
að fá að aka bílnum þennan spöl upp
að eldhúsglugganum. Ég fékk stutta
leiðsögn í því að aka og átti að
standa á kúplingunni og gefa dálítið
bensín en síðan að sleppa kúpling-
unni og stýra inn um hliðið. Ég held
því hins vegar fram að gleymst hafi
að kenna mér hvernig ætti að stöðva
bifreiðina. Ég settist inn og gerði
eins og fyrir mig var lagt; steig
bensínið í botn og sleppti kúpling-
unni. Bíllinn þeyttist inn um hliðið
og upp að eldhúsglugganum og blóð-
ið hvarf úr andliti fóstra míns (sem
var meðeigandi þótt ekki hefði hann
bílpróf þá) og bróður sem stóðu eins
og lamaðir fyrir utan garð. Einhvern
veginn fékk ég andartakshugboð á
síðustu sekúndubrotum ökuferðar-
innar og steig hinn pedalann, þ.e.
bremsuna í botn þannig að bíllinn
staðnæmdist fáeina sentimetra frá
steinveggnum. Það þarf ekki að geta
þess að mér var ekki falið að keyra
bílinn lengi eftir þetta atvik.
Ég minnist þess ekki að Þórir ætti
aðrar kærustur en Helgu, hún kom
inn í líf okkar um það leyti sem ég
flutti af Tunguveginum og síðan var
annað nafnið ekki nefnt öðruvísi en
hitt fylgdi með. Sama átti við um for-
eldra þeirra beggja. Þannig voru
Páll og Kristín, foreldrar Helgu, allt-
af kölluð „Palli-og-Stína“, (hljómaði
eiginlega eins og „Palestína“) og
eins var með þau Eyjólf og Sigrúnu.
Til Þóris og Helgu var gott að
leita og nánast slegið upp stórveislu í
hvert sinn sem komið var í heim-
sókn. Um tíma bjuggu þau á Kapla-
skjólsvegi í Reykjavík. Þar átti ég
öruggt skjól ungur að árum og fékk
oft að gista þegar seint var látið af
drabbi um nætur og kannske ekki
peningar eftir til að kaupa leigubíl til
Hafnarfjarðar. Minnisstæðar eru
líka heimsóknir í sumarbústað
þeirra hjóna við Iðu og þar veiddi ég
minn fyrsta lax, í ánni fyrir neðan
bústaðinn.
Þessi fósturbróðir minn var mér
afar kær og ég minnist þess aðeins
einu sinni að hafa heyrt honum hall-
mælt í mín eyru, af manni í and-
artaks bræði, ég varð orðlaus og hef
raunar aldrei skilið hvað manninum
gekk til.
Ég get glaðst yfir því nú að hafa
átt samleið með honum og stigið í
sporin hans á svo margan hátt. Mik-
ilvæg og örugg handleiðsla hans hef-
ur án efa verið mér bending um
rétta leið í lífinu og hvernig ætti að
lifa því. Við gengum báðir svipaðan
veg framan af; vorum í skátastarfi í
Hafnarfirði og í Hjálparsveit skáta,
sóttum sömu skóla og höfðum tals-
vert samband eftir að ég flutti til
móður minnar. Við hófum starfsævi
okkar sem unglingar á þeim fagra
stað Mýrdalnum undir sömu stjórn.
Við höfum staðið hlið við hlið og séð
landið okkar með sömu augum, hrif-
ist af fegurð þess og ekki þurft að
hafa um það mörg orð. Það var bara
þarna – fyrir okkur.
Það var okkur öllum mikið og
óvænt áfall þegar Þórir lést svo
stuttu eftir að ljóst var að hann
gengi ekki heill til skógar. Hann háði
hetjulega baráttu fyrir lífi sínu í þær
fáu vikur sem gáfust eftir að hann
greindist með einn skæðasta sjúk-
dóm okkar tíma.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
samfylgdina og votta Helgu og
dætrum þeirra hjóna og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Þórarinn Guðnason.
Kær fyrrum samstarfsfélagi er
fallinn frá. Krabbi kóngur hefur
reitt snöggt og að okkur finnst
ótímabært til höggs og eins og oft er
hans vani hafði hann betur og við-
komandi þarf að skipta um tilverusv-
ið. Þórir Eyjólfsson var einn af
grundvallarstoðunum í Byggingar-
félaginu Ármannsfelli hf. sem örlög-
in höguðu svo að ég veitti forstöðu
um nær þriggja áratuga skeið. Þórir
er samofinn minni tilveru í þessu ati
sem byggingariðnaður er. Hans
verður minnst af okkur félögunum
svo lengi sem við lifum og verk hans
munu lengi standa. Þórir hafði mjög
sérstæða og fágæta mannkosti.
Honum var flest fjær en að látast
eða miklast, en ef eitthvað þurfti að
gera sem vandasamt var kom oftar
en ekki til þess að kallað var á Þóri
og honum falið verkið af þeim stóra
hópi góðra fagmanna sem unnu hjá
félaginu. Í byggingum sem allir
lögðu sig sérstaklega fram eins og
við byggingu Hæstaréttar var Þórir
ómissandi. Þegar eitthvað þurfti að
gera heima hjá mér eins og að setja
upp nýja eldhúsinnréttingu sem
konan mín hafði hannað kom ekki
annað til greina en að Þórir setti
hana upp, sem segir meira en mörg
orð um hvaða traust við bárum til
hans. Hann var einnig ómissandi
sem félagi í félagslífinu utan vinnu
og var einn af drifkröftum starfs-
mannafélagsins. Ármannsfell hvarf
inn í ÍAV fyrir nokkrum árum í því
samrunaferli sem einkennir okkar
þjóðfélag. Þórir hverfur til annarra
starfa og vonandi hitti ég hann þar
fyrir í framtíðinni. Eiginkonu og
fjölskyldu votta ég innilegustu sam-
úð mína.
Ármann Örn Ármannsson.
ÞÓRIR B.
EYJÓLFSSON
Fleiri minningargreinar um Þóri
Björn Eyjólfsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Guðrún Jónsdótt-ir fæddist á Pat-
reksfirði 16. mars
1931. Hún lést 11.
apríl síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Jóns Guð-
mundssonar frá
Krossadal og síðar
verkamanns á Pat-
reksfirði og Ingi-
bjargar Helgu Guð-
mundsdóttur, hús-
móður og verkakonu
á Patreksfirði.
Guðrún var yngst
systkinanna, næst
koma tvíburarnir Marteinn og
Magnús, f. 1923, þá Klara Back-
man, f. 1921. Marteinn og Klara
létust 1995. Systkini Guðrúnar
samfeðra eru: Guðmundur 1901–
1964, Helgi 1903–1905, Friðrik
1904–1987, Guðrún 1906–1925,
Jóhanna María 1908–1982, Snorri
1911–1932, Guðleif, f. 1914. Sam-
mæðra er Gunnar Páll Backman
Kristmundsson 1914–1945.
Guðrún giftist Hreini Bjarna-
syni. Þau skildu.
Fóstursonur Guð-
rúnar er Páll Ingi-
bergsson, f. 12.11.
1958. Börn Páls eru:
1) Helga Björk Páls-
dóttir, f. 16.1. 1980,
sambýlismaður
hennar er Óli Kára-
son Tran, f. 1.9.
1974, þeirra börn
eru: Diljá Ösp Óla-
dóttir Tran, f. 2.1.
1999, og Alexander
Kári Ólason Tran, f.
20.7. 2000. 2) Guð-
rún María Pálsdótt-
ir, f. 1.6. 1990. 3) Ingibjörg Helga
Pálsdóttir, f. 9.4. 1992. Guðrún
eignaðist eina dóttur, Ingibjörgu
Gyðu Guðrúnardóttur, f. 21.3.
1967, hennar maður er Gunnlaug-
ur Jónsson, f. 17.6. 1967. Þeirra
börn eru Ylfa, f. 9.3. 1996, Embla,
f. 14.12. 1997, og Jón Marteinn, f.
24.4. 2003.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Guðrún ólst upp í foreldrahúsum
á Stekkum í Patreksfirði. Hún
gekk í barnaskóla og stundaði al-
menn verkamannastörf þar. Síðan
fór hún á hússtjórnarskólann á
Staðarfelli í Dölum.
Guðrún fluttist til Reykjavíkur
og vann við Landspítalann, það má
segja að hún hafi unnið þar allan
sinn starfsaldur að undanskildum
nokkrum árum sem hún vann hjá
sælgætisgerðinni Víkingi. Jafn-
framt aðalstörfum hjá Landspítal-
anum, sem voru fjölbreytt, vann
Guðrún ýmis aukastörf enda þurfti
hún að sjá ein fyrir tveimur börn-
um.
Gunna frænka, eins og við syst-
kinabörn hennar kölluðum hana
alltaf, var góð kona með mikið
hjartarými, var vel látin og átti
marga vini og hún ræktaði vinskap-
inn, bæði vinnufélaga og ættingja.
Ef Patreksfirðingar, Tálknfirðingar
eða Barðstrendingar komu veikir á
Landspítalann varð hún að vitja
þeirra ef hún vissi nokkur deili á
þeim.
Það var alltaf jafn mikil tilhlökk-
un sem barn og unglingur að fá
Gunnu frænku í heimsókn en hún
reyndi að koma vestur á hverju
sumri og alltaf færandi eitthvað.
Auðlegð sína byggði Gunna ekki
á peningum, heldur umhyggju fyrir
öðrum og að finna réttlátar leiðir í
lífinu. Hún átti alltaf nóg, það var
alltaf best að gista hjá Gunnu þrátt
fyrir þrengsli, alltaf var pláss. Allt-
af var hægt að leita til Gunnu bæði
sem unglingur og fullorðinn, ein-
urð, æðruleysi, kærleikur og von
var hennar ráð til að leysa vanda,
brosið og umræða á jafningjamáli.
Trúin á það góða í manninum voru
verðmæti hennar sem verða aldrei
metin til fjár. Gunna átti vini úr öll-
um kimum þjóðfélagsins, jafnt rík-
um sem fátækum og alltaf til þjón-
ustu reiðubúin, hún varð líklega
aldrei reið, leið hennar var skiln-
ingur. Guðrún var alin upp af fá-
tæku fólki í þorpinu, við harða lífs-
baráttu og léleg húsakynni en
samheldna stórfjölskyldu og
gleðina sem fólst í samhjálpinni.
Það kom aldrei til greina að gefast
upp þótt lífsbarátta hennar væri
hörð alla ævi.
Fordómaleysi Guðrúnar var al-
gjört. Hún naut samskipta við alla,
menntun, þjóðerni, litarháttur eða
kyn, ríkidæmi eða fátækt skipti
ekki máli.
Börnin hennar, barnabörn og
barnabarnabörn, systkinabörnin og
börnin okkar voru hennar yndi og
sál, hún fylgdist alltaf með okkur.
Elsku frænka, það verður skrítið
að geta ekki komið í heimsókn og
spjallað, leyst málin eða að vita að
þú hringir ekki þegar of langt um
líður. Guðrún hafði barist við
krabbamein um þriggja ára skeið,
á tímabili töldum við að hún sneri
ekki heim frá spítalanum en þá reis
hún upp ótrúlega hress og lifði
ánægjulegar stundir og náði að
vera við fermingu elsta barnabarns
síns, hún kvartaði sjaldan og þegar
stundin var komin þá var það
hljóðlátt heima eins og henni var
líkt.
Ég veit að þú ert þarna og fylg-
ist með, jafnvel lætur vita. Það
voru forréttindi að eiga þig og læra
á lífið af þér.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem engin tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
sem öllum reynist kær.
(G. Ö.)
Ingibjörg og Palli, við verðum
áfram kærleiksrík fjölskylda og lof-
um Gunnu frænku að vera í góðu
sambandi eins og bestu systkini.
Ármann Ægir Magnússon.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.