Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk MÉR ER ALVEG SAMA UM ÞAÐ SEM ÖÐRUM FINNST! HVERNIG HLJÓMAÐI ÞETTA? ÞÚ ÞARFT AÐ ÆFA ÞIG BETUR ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA LANGUR, LANGUR DAGUR MIKIÐ ER DAGURINN BÚINN AÐ VERA FLJÓTUR AÐ LÍÐA! GÆTI ÉG FENGIÐ HLUTA AF ÞÍNUM DEGI LÁNAÐAN ÞAÐ BÝÐUR ALDREI NEINN JÓA SVALA HEIM Í KAFFI... Leonardó © LE LOMBARD framhald ... EF ÉG SKILDI ÞIG RÉTT ÞÁ HELD ÉG AÐ ÞIG VANTI DÁLÍTIÐ MIKILVÆGT ? ÉG MEINA... ÓMISSANDI HVAÐ ER ÞAÐ LÆRLINGUR? ÞETTA ER MÖGNUÐ STUND NÝJAN JARÐSKJÁLFTA! EINS OG Í MYNDINNI “Ó JERÚSALEM” ÞEGAR RIDDARINN KEMUR HEIM OG KONAN SEGIR BÁLREIÐ... ÞETTA HEFÐI EKKI GETAÐ VERIÐ BETRA ERTU AÐ KOMA HEIM EFTIR ÖLL ÞESSI ÁR...? KOMUM OKKUR ÚT OG LÍTUM Á ÞETTA EINMITT ÞÁ FÓR ÉG BARA INN Í RÚM AÐ SOFA FÍNT! EN HVAÐ MEÐ ÞENNAN RICHTER KVARÐA ÞAÐ KEMUR BRÁÐUM Í LJÓS... ! ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is HEIMDALLUR félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun og varar við fyr- irhuguðum aðgerðum til að jafna raforkuverð og húshitunarkostnað í landinu. Í þessu fámenna landi ætti það að vera sjálfsagt að frumþarfir manna svo sem að fæða sig og klæða, hita og lýsa húsnæði sem og allur almennur kostnaður einstak- linga og fyrirtækja sé sem jafnast- ur. Nánast á hverjum einasta degi er rætt og ritað í fjölmiðlum lands- sins af fólki á suðvesturhorni lands- sins gegn landsbyggðinni og eiga þar hlut að máli bæði lærðir og leiknir og fara oft mikinn. Og smátt og smátt er verið að snúa almenn- ingsálitinu gegn okkur, þar er verið að fá stjórnmálamenn til þess að taka af flutningsjöfnun af sementi, olíu og bensíni. Hver er tilgangurinn með þessu og hver vegna heyrist allt of lítið frá landsbyggðarfólki, ekki síst pólitískt kjörnum fulltrúum okkar? Á Frelsi .is er talað um að ekki megi gera landsbyggðarfólki hærra undir höfði með því að jafna orkukostnað, er ekki öll orka lands- ins sameign okkar allra og hvernig er hægt að tala um að gera okkur hærra undir höfði þegar orkukostn- aður víða á landsbyggðinni er 40 til 50 prósentum hærri en þar sem hann lægstur og sennilega enn hærri hjá fyrirtækjum þar sem hús- hitunarkostnaður er ekki niður- greiddur? Á meðan á suðvestur- horni landsins er ríkisábyrgð á atvinnu og eignum manna er allt gert til þess að lama landsbyggðina, öll loforð stjórnmálamanna eru einskis virði og svikin jafnharðan og því miður er ekkert sem bendir til þess að þessari þróun verði snúið við. Menn telja sér það frekar til tekna að vera hátt á frelsislista ungra sjálfstæðismanna en gæta hagsmuna landsbyggðarinnar. Við viljum engar ölmusur frá samfélag- inu en ég bendi á að í aldir kom þjóðarauðurinn frá sjávarútvegs- stöðunum á landsbyggðinni. Menn hafa hátt um að jafna þurfi atkvæð- isrétt manna, mín vegna er það í lagi því ekkert hefur misvægi atkvæða gefið okkur annað en vandræði en ýmislegt annað yrði að jafna í leið- inni svo sem frumþarfir okkar, jafn- rétti til náms, heilbrigðisþjónustu og betri samgöngur. Hin mikla þensla sem verið hefur undanfarin ár á höf- uðborgarsvæðinu hefur skrúfað upp verðlag og vexti sem við þurfum svo að borga herkostnaðinn af. Ég er viss um að við þurfum að greiða hærri vexti vegna verðlítilla eigna sem eru verðlitlar vegna stjórn- valdsákvarðana sem soga allt suður. Ég skora á alla stjórnmálamenn að beita öllum tiltækum ráðum til þess að verja hagsmuni landsbyggðarinn- ar þar sem ástandið er orðið vægast sagt grafalvalegt. VÍÐIR BENEDIKTSSON, Völusteinsstræti 12, 415 Bolungarvík. Jöfnun kostnaðar Frá Víði Benediktssyni: HVAÐ er átt við? Jú. Ungbörnum jafnvel fyrirburum er gefin þurr- mjólk, athugasemdalaust. Samt vita allir að brjóstamjólk er mun betri og hefur áhrif á heilsu barnsins til góðs fyrir lífstíð. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem njóta brjóstamjólkur eingöngu lengur en 6 mánuði, koma mun betur út heilsufarslega en þau börn sem eru alfarið á þurr- mjólk, eða fá hana sem ábót ásamt brjóstamjólk. Af hverju eru ekki starfandi mjólkurbankar hér á landi eins og í löndunum í kring um okkur? Því gæt- um við ekki að sjálfsögðum rétti barna til að fá bestu fáanlegu nær- ingu sem völ er á? Það þykir frétt- næmt að móðir í Noregi mjólkaði svo mikið og seldi umfram framleiðslu sína, að lokum gat hún keypt sér nýj- an bíl fyrir þær greiðslur sem hún fékk fyrir mjólkina sína. Í Danmörku fá allar mæður smitaðar af HIV ókeypis brjóstamjólk fyrir sín börn í 4 mánuði. Í Stokkhólmi er einn mjólkurbanki sem þjónar fimm sjúkrahúsum, en í Svíþjóð allri eru starfandi tíu mjólkurbankar. Í Bret- landi eru starfandi 30 mjólkurbank- ar, einnig eru bankar í Írlandi, Finn- landi, Þýskalandi, Belgíu, Bandaríkjunum o.s.frv. Því bjóðum við Íslendingar börnum okkar ekki upp á besta hráefnið sem völ er á og hæfir best þeirra líkama, sem fæðist óþroskaður og þarf allar þær upplýs- ingar sem brjóstamjólkin gefur um hvernig ónæmiskerfi og ofnæmis- kerfi manna á að starfa? Nýleg rannsókn á drengjum hér á landi sýndi samband á milli offitu og þurrmjólkurneyslu. Hvað á að gera? Halda áfram að gefa börnum þurrmjólk, þegar marg- ar mæður hér á landi hella niður um- fram mjólk, þar sem enginn vill taka við henni? Í mjólkurbanka þarf lítinn og mjög einfaldan tækjakost og mundi ég telja að það nægði 1–2 fyrir allt landið. Hingað til hefur það verið þannig að móðir hefur átt að velja á milli þess að gefa þurrmjólk og brjóstamjólk. Við þurfum að breyta þessu vali í að kaupa brjóstamjólk eða útvega hana sjálfar þar sem það hefur mikil og langtímaáhrif á heilsu- far viðkomandi barns. WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunin, gefur út að að- eins ein móðir af hverjum þúsund geti ekki mjólkað af líkamlegum or- sökum. Samt eru þjóðir að þyngjast og mjólkin kemur mun seinna í of þungar konur og erfiðara er að ná henni. Því þurfa þungar konur oft mikinn stuðning og aðstoð í byrjun. Breytinga er þörf, vinna þarf fyr- irbyggjandi starf, notum brjóstagjöf til að koma í veg fyrir vandamál í sambandi við offitu og átröskunar- sjúkdóma, drögum úr líkum á insúl- inháðri sykursýki á barnsaldri og síð- ar, drögum úr meltinga- færasýkingum, eyrnabólgu og ofnæmi sem virðist vera orðnir sjálf- sagðir sjúkdómar en eru það ekki. Markmiðið hlýtur að vera að sjá öll- um börnum fyrir bestu mögulegu næringu sem völ er á þannig að koma megi í veg fyrir sjúkdóma og mikinn kostnað fyrir þjóðfélagið. Burt séð frá vilja, þekkingu eða getu móður til að uppfylla næringarþörf barns síns. ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi. Ungbörn alin á skyndibita Frá Arnheiði Sigurðardóttur: Arnheiður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.