Morgunblaðið - 21.04.2004, Qupperneq 56
8
5
9
'
5
7" 5
5
#
!&
!
'$ !
%
( $&
!
:
„ÉG SLÍT mig úr beltinu og það er
bara eins og mér hafi verið kippt
út úr bílnum. Þegar ég lendi í göt-
unni og lít aftur fyrir mig, þá sé ég
ljósin á bílnum hverfa niður fyrir
vegkantinn. Fyrst heyrði ég
sprengingu, þá hefur örugglega
loftpúði verið að springa eða þá
dekk undan bílnum. Svo heyrði ég
bara skruðninga og læti niður dal-
inn,“ sagði Vilhjálmur Árnason,
sem slapp naumlega út þegar
vöruflutningabifreið hans fór út af
veginum á Klettshálsi í Barða-
strandasýslu fyrir neðan klett sem
heitir Gunnsteinn í fyrrinótt og
hrapaði niður 40–50 metra háa
skriðu.
Mikið hvassviðri var á Kletts-
hálsi þegar slysið átti sér stað og
hálkublettir. Bifreiðin sem er í
eigu vöruafgreiðslunnar á Pat-
reksfirði var að flytja 20 tonn af
rækju frá Reykjavík til Bíldudals.
Vilhjálmur sagði að hann hefði
lent á hálkubletti og bíllinn tekið
að spóla. Hann hafi áður lent í
sömu aðstæðum en þá alltaf tekist
að bakka og komast á fast til að
setja keðjur undir, en nú hefði ekki
ráðist við neitt. Bíllinn hafi byrjað
að renna út í vegrásina og hann
vonast til að hann færi þangað, því
það væri minni skaði.
„En svo lít ég í spegilinn hægr a
megin, og sé að gámurinn er kom-
inn þversum. Síðan snýst bíllinn,
því að þá er gámurinn byrjaður að
fara fram af. Ég lít í spegilinn mín
megin og sé að hjólin á vagninum
eru komin fram af. Ég sá það að ég
gat ekki gert meir, þannig að ég
stökk bara út. Ég var í belti, sem
ég er yfirleitt ekki í þegar ég fer
yfir fjöllin, því að þá er ég viðbúin
að stökkva út ef eitthvað kemur
upp á eins og í þessu tilfelli,“ sagði
Vilhjálmur.
Hann sagði að annar flutn-
ingabílstjóri hefði verið á eftir sér,
sem hefði stoppað og sett keðjur
undir bíl sinn.
„Á þessari stundu eru ljósin enn
logandi á bílnum og ég fer niður
fyrir og ætla bara að slökkva á
ljósunum. Það var fyrst þá sem ég
gerði mér grein fyrir því hvað bíll-
inn var illa farinn og þá kom líka
sjokkið. Ég fór og slökkti ljósin og
tók gallann minn út úr bílnum,
enda var ekkert annað að gera,“
sagði Vilhjálmur ennfremur.
Hann sagðist ákveðinn í að
halda áfram akstrinum. „Það er
bara að drífa sig sem fyrst af stað
aftur, en ég hugsa að ég taki Bald-
ur svona til að byrja með. Ég bú-
inn að keyra í þó nokkur ár og
þetta er í fyrsta skiptið sem ég
lendi í nokkru svona,“ sagði hann
að lokum.
„Eins og mér hafi verið kippt út“
Vilhjálmur Árnason slapp naumlega út þegar vöruflutningabifreið
hans fór út af og niður 40–50 metra háa skriðu á Klettshálsi í fyrrinótt
Morgunblaðið/Birna Mjöll
Flutningabíllinn valt 40–50 metra niður hlíðina. Hann er ónýtur en reynt verður að bjarga farminum.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FLUTNINGASKIPIÐ Banshee frá Marshalleyju tók
niðri í vesturhluta hafnarinnar í Helguvík á Reykja-
nesi um hálfáttaleytið í gærkvöldi. Snör viðbrögð
hafnsögumanns og skipstjóra á dráttarbát hafn-
arinnar komu þó í veg fyrir alvarlegan skaða, en
skipið var óðara dregið úr höfninni.
Skipið var á leið út úr höfninni þegar það missti
afl. „Skipið varð vélarvana um leið og það var komið
í stefnu út úr höfninni og rak undan vindi í vest-
urhluta hafnarinnar. Þá kom lóðsbátur hafnarinnar,
setti taug í skipið að framan og dró það út úr höfn-
inni,“ segir Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Helgu-
vík.
Stjórnbúnaður og skrúfa skipsins eru í lagi en kaf-
arar könnuðu í gærkvöldi hvort einhverjar skemmd-
ir hefðu orðið á stjórnborðssíðu skipsins.
Að sögn Péturs tók um tíu mínútur í heildina að ná
skipinu út úr höfninni og gekk allt vel fyrir sig. Náði
skipið síðan að sigla fyrir eigin vélarafli með lóðs-
bátnum út úr höfninni.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Greiðlega gekk að losa Banshee og urðu engar skemmdir á stýrisbúnaði eða skrúfu.
Sementsflutningaskip
tók niðri í Helguvík
MÁLFLUTNINGUR í mál-
verkafölsunarmálinu svokall-
aða hófst í Hæstarétti í gær
þar sem Bogi Nilsson ríkis-
saksóknari krafðist refsi-
þyngingar yfir tveimur sak-
borningum málsins. Taldi
hann hin meintu brot ákærðu
skaðleg fyrir viðskipti á lista-
verkamarkaðnum og bætti við
að vegna mikils umfangs hefði
háttsemin skaðað íslenska
lista- og menningarsögu.
Gagnrýnir ákæruvaldið
Ragnar Aðalsteinsson,
verjandi annars ákærða,
gagnrýndi ákæruvaldið í
ræðu sinni. Hefði ríkislög-
reglustjóri valið þrjú kærð
málverk árið 1998 og ákært
fyrir þau, þrátt fyrir að vera
með tugi kærðra verka í rann-
sókn, í því skyni að fá leiðbein-
ingar hjá Hæstarétti um
hvernig skyldi haga málsókn
síðar gegn ákærða. Ekki
mætti hluta í sundur rýmkuð
brot og prófa sig áfram gegn
ákærða árum saman, heldur
ætti hann rétt á réttlátri máls-
merðferð og afgreiðslu sinna
mála í einu lagi.
Með því að velja brot og
geyma önnur til síðari tíma og
ákæra hvað eftir annað væri
verið að brjóta á rétti ákærða
og stíga stórt skref í átt til lög-
regluríkis.
Þyngri
refsingar
krafist
Segir meint/10
Málverkaföls-
unarmálið
EINKAVÆÐINGARNEFND í Búlgaríu
hefur frestað lokafrágangi samninga um
kaup Viva Ventures á 65% kjölfestuhlut í
búlgarska símafyrirtækinu BTC og loka-
greiðslum fyrir hlutinn, sem átti að inna af
hendi í gær, um tvo mánuði til 20. júní. Fé-
lag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar
og fleiri íslenskra fjárfesta fjármagnar
fjórðung kjölfestuhlutarins.
Lokafrágangur einkavæðingarsamn-
ingsins strandar sem fyrr á úthlutun þriðja
farsímaleyfisins í Búlgaríu.
Greiðslu fyrir
65% hlut í
BTC frestað
Kaupum/12
♦♦♦
TJALDURINN flaug í hópum í kringum
Vík í Mýrdal í gær en einn fuglinn skar sig
þó úr hópnum fyrir það hve hann var hvít-
fiðraðri en aðrir. Tjaldur er almennt sagð-
ur vera svartur á höfði, bringu og að ofan
en hvítur að neðan. Að sögn Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglasérfræðings er þessi
tjaldur albínói að hluta, líkt og þekkt sé
meðal fugla sem annarra dýra.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Tjaldur
albínói í Vík
♦♦♦
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra seg-
ist telja að starfsemi Íbúðalánasjóðs standist
fyllilega ákvæði EES-samningsins. Hann sé
því ósammála þeim niðurstöðum Rannsókn-
arstofnunar í fjármálarétti við Háskólann í
Reykjavík, sem unnar voru að beiðni Sam-
taka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, og
kynntar voru í gær.
Í álitsgerð Rannsóknarstofnunarinnar er
komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi
Íbúðalánasjóðs raski eðlilegri samkeppni á
lánamarkaði hér á landi. Þá segir að Íbúða-
lánasjóður uppfylli ekki skilyrði um félagsleg
markmið, sem ákvæði EES-samningsins
setja fyrir stuðningi hins opinbera við slíka
atvinnustarfsemi, einkum vegna hinna al-
mennu lána sjóðsins.
SBV lögðu í gær fram formlega kvörtun til
Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna starf-
semi Íbúðalánasjóðs, á grundvelli álitsgerðar
Rannsóknarstofnunarinnar.
„Við höfum séð það á undanförnum mán-
uðum og misserum að bankarnir hafa mikinn
áhuga á því að ná stærri sneið af kökunni er
kemur að húsnæðislánum,“ segir Árni. „Það
kemur mér því ekki á óvart að þeir skuli fara
þessa leið því við höfum setið undir bæði
beinum og óbeinum hótunum um að þeir
kynnu að kæra rekstur húsnæðislánakerfis-
ins til ESA. Það var meðal annars í því ljósi
að ríkisstjórnin ákvað í nóvember að tilkynna
ESA um fyrirhugðar breytingar á kerfinu.“
Ósammála
niðurstöð-
um SBV
Raskar/12
SBV kvarta til ESA
vegna Íbúðalánasjóðs