Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. desember 1988
9
• Utanríkisráðherra segirað ef NATO fái ekki heimild til forkönnunar
fyrir næsta haust missi íslendingar verkefnið úr landi.
• Hugmyndir um byggingu varaflugvallar á Grænlandi sagðar eiga að
þrýsta á íslendinga.
• Skýrsla starfshóps um varaflugvöll hefur verið opinberuð og sýnir
að cjera má ráð fyrir að herinn noti flugvöllinn einnig á friðartímum.
• Aætlanir um byggingu vallaríns gera ráð fyrir að hann verði cpinn
allan sólarhringinn, til staðar verði slökkvilið og snjóruðningsdeild og
fullkominn öryggisútbúnaður. Að sögn utanríkisráðherra mun NATO
hugsanlega greiðan allan byggingarkostnaðinn en íslendingar rekstr-
arkostnaðinn. Skv. upplýsingum af Keflavíkurflugvelli er rekstrar-
kostnaður við þann völl einan um 30 milljónir dollara á ári.
Aðaldalsflugvöllur er aöeins í 15 kílómetra fjarlægð frá Húsavik. Þar
hefur nýlega risið glæsileg flugstöð, en ef áaetlanir um byggingu
varaflugvallar komast i framkvæmd innan fárra ára verður gjörbreyt-
ing á svæðinu. NATO gerir ráð fyrir 3.000 m flugbraut með tilheyrandi
flugvélastæði, akstursbrautum og miklum viðbúnaði. Frumkostn-
aðaráætlun hljóðar upp á 11—15 milljarða. PRESSUMYND/ Jóhann-
es Sigurjónsson
Bygging varaflugvallar fyrir millilandaflug hér á landi
sem kostaður yrði af mannvirkjasjóði NATO er nú í at-
hugun í utanríkisráðuneytinu. Bandaríkjamenn hafa
sýnt þessu mikinn áhuga undanfarið og mannvirkja-
sjóður NATO hefur þegar samþykkt fjárveitingu til að
gera megi forkönnun á aðstæðum hér á landi fyrir slíkan
flugvöll. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við
fyrirspurn frá Geir Haarde alþingismanni, sem dreift er
á alþingi í dag. Mannvirkið mun kosta 11—15 milljarða.
Skv. upplýsingum sem PRESSAN hefur aflað sér er um
að ræða 3.000 metra langa flugbraut með stóru flug-
hlaði og eldsneytisgeymum og öryggisbúnaði. Þetta eru
fyrstu kröfur NATO og ennfremur að samhliða flug-
brautinni verði ökubraut. Þá er gert ráð fyrir að þar
verði stöðug vakt í flugturni allan sólarhringinn,
slökkvilið, snjóruðningsdeild til að flugbraut verði alltaf
haldið hreinni o.s.frv. Til samanburðar má geta þess að
PRESSAN hefur aflað sér þeirra upplýsinga á Keflavík-
urflugvelli að þar kosti reksturinn við flugbrautirnar
einar (þ.e. hreinsun flugbrauta, slökkvilið, viðhald á
brautarljósum o.þ.h.) um 30 milljónir dollara á ári eða
tæplega einn og hálfan milljarð ísl. króna. Hugmyndir
NATO munu ganga út á að framkvæmdir við byggingu
varaflugvallar á Húsavík geti hafist árið 1994 eða 1995.
Þaö er því augljóst aö varaflug-
vallarmálið er að komast mjög
áberandi á dagskrá þrátt fyrir and-
stöðu Alþýðubandalagsins og
framsóknarmanna við það að hér
verði byggður NATO-flugvöllur og
að í stjórnarsáttmálanum sé tekið
fram að ekki verði ráðist í neinar
nýjar hernaðarframkvæmdir. Eng-
in ákvörðun hefur verið tekin og
ekki stendur til að tekin verði
ákvörðun um framkvæmdir á næst-
unni. Hins vegar hefur PRESSAN
fyrir því traustar heimildir að mjög
fljótlega og ekki síðar en á fyrstu
mánuðum næsta árs verði íslensk
stjórnvöld að taka ákvörðun um að
leyfa Bandaríkjamönnum að kanna
hér möguleika fyrir gerð varaflug-
vallar fyrir Atlantshafsbandalagið.
ÞRÝSTINGUR FRÁ
GRÆNLANDI
Þrýstingurinn á málið kemur
OMAR
FRIÐRIKSSON
einkum til vegna samþykkis græn-
lensku heimastjórnarinnar og
danskra stjórnvalda til handa
NATO um að gera forkönnun á því
að leggja varaflugvöll í Meistaravík
á Austur-Grænlandi. Hér líta menn
svo á að ef ekki verða teknar
ákvarðanir skjótlega um forkönn-
un hér á landi muni íslendingar
missa herflugvöllinn til Grænlands
en Jón Baldvin hefur nýlega upp-
lýst að NATO sé reiðubúið til að
kosta vallargerð hér á landi, senni-
!EF VIÐ FÖLLUMST EKKI Á FORKÖNNUN
HVERFUR VERKEFNIÐ ÚR LANDI
í segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.
íslensk stjórnvöld verða að gera upp hug sinn tilNATO-
flugvallar fyrir nœsta haust.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra er nú staddur íhöfuðstöðv-
um NATO í Brussel á ráðherrafundi bandalagsins. PRESSAN náði tali af
honum á millifunda ígœr. „Þetta varaflugvallarmál er í athugun í utanrík-
isráðuneytinu. Þeirri athugun er ekki lokið og sú skoðun beinist að því að
ganga úr skugga um hvort um nokkur skilyrði sé að rœða varðandi stjórn-
un eða nýtingu varaflugvallar á friðartímum í tengslum við mannvirkja-
sjóð Atlantshafsbandalagsins, “ segir hann í samtali við PRESSUNA.
lega að öllu leyti. Aftur á móti telja
margir fullvíst að bandaríski herinn
hafi langtum meiri áhuga á Húsa-
vík en Meistaravík. Ástæðan er
fyrst og fremst veðurskilyrði, því
þegar Keflavíkurflugvöllur er lok-
aður eru litlar líkur á að Húsavík sé
jafnframt lokuð vegna veðurs, en
veður eru öll vályndari í Meistara-
vík. Skv. áreiðanlegum heimildum
mun sá möguleiki einnig vera fyrir
hendi að Bandaríkin hafi áhuga á
að byggja flugvöll á Grænlandi sem
verði í raun herstöð á friðartímum.
Á Húsavík verði þá varaflugvöllur
fyrir bæði Keflavíkurherstöðina og
herstöð á Austur-Grænlandi. í
grænlenskum fjölmiðlum hefur því
hins vegar verið haldið töluvert á
loft að beiðni NATO um varaflug-
völl þar sé í raun til komin til að
þrýsta á íslendinga.
ÆFINGAFLUG VID VÖLLINN
í áratugi hefur verið uppi um-
ræða um varaflugvöll fyrir milli-
landaflug og hefur NATO og eink-
um Bandaríkjaher í síauknum mæli
sýnt áhuga á að slíkur flugvöllur
gæti einnig sinnt hernaðarþörfum.
Síðastliðið vor skilaði sérstakur
starfshópur skýrslu sinni um vara-
millilandaflugvöll. Farið hefur ver-
ið með þessa skýrslu sem trúnaðar-
mál þar til fyrir nokkrum dögum að
samgönguráðherra lét koma henni í
dreifingu. í skýrslunni er fjallað um
úttekt á aðflugsskilyrðum, veður-
fari, aðstöðu til mannvirkjagerðar
og umhverfismálum. Þar er fyrst og
fremst miðað við þarfir flugvallar,
sem hefði 3 þús. metra langa flug-
braut og gæti hann bæði sinnt þörf-
um alþjóðlegs áætlunar- og leigu-
flugs, svo og herflugs. Mælti starfs-
hópurinn með Húsavík í þessu sam-
bandi.
í skýrslunni er miðað við þarfir
NATO, enda var starfshópurinn til
kominn í beinu framhaldi af við-
ræðum sérstakrar viðræðunefndar
sem átti í könnunarviðræðum við
Atlantshafsbandalagið um þetta
mál.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra hefur að undanförnu
„Þetta tekur nokkurn tíma í und-
irbúningi, svo ekki er að vænta
ákvarðana um það í bráð,“ segir
hann. Ráðherra segir jafnframt að
sú kostnaðartala upp á 11 milljarða
króna sem hann hefur varpað fram
vegna byggingar vallarins byggist á
lauslegri kostnaðaráætlun.
„Spurningin sem við þurfum að
svara núna er einfaldlega þessi:
Viljum við fyrir okkar leyti heimila
að fram fari svokölluð forkönnun á
málinu. Það er nú þegar ákveðið að
slík könnun fari fram í Grænlandi.
Hún er óskuldbindandi."
— Þrýstir það mál á Islendinga
um að taka ákvörðun um forkönn-
un?
„Ekki út af fyrir sig, vegna þess
að það liggur fyrir að ef við föll-
umst ekki á að þessi forkönnun fari
fram þá verður málið látið niður
falla að því er ísland varðar og verk-
efnið hverfur bara úr landi.“ •
— Brýtur það ekki í bága við
stjórnarsáttmála að þessu máli
skuli vera haldið í athugun?
„Að sjálfsögðu ekki. Það liggur
alveg ljóst fyrir að hér er ekki um
neina hernaðarframkvæmd að
ræða. Hér er um að ræða mann-
virki sem er í einu og öllu á ábyrgð
og undir stjórn íslenskra aðila við
venjulegar kringumstæður.
Aróðurinn gegn málinu hefur
fyrst qg fremst verið sá að hér sé á
ferðinni einhver dulbúin herstöð.
Það er alrangt. Hér er um að ræða
mannvirki sem er nauðsynlegt, hver
svo sem kostar það og framkvæmir,
fyrir íslenskt millilandaflug. Það er
aðkallandi og brýnt af öryggis-
ástæðum. Það liggur ljóst fyrir að
jafnvel þótt mannvirkjasjóður
NATO kæmi ekki inn í myndina þá
yrðum við að gera sömu kröfur til
þess að því er varðar tæknileg at-
riði.Það yrði að öllu leyti undir ís-
lenskri stjórn, íslenskri flugmála-
stjórn og stjórn íslenskra yfirvalda
og mannað af íslendingum. Einu
skilyrði mannvirkjasjóðsins varða
stríðstíma og við vitum öll hvað
gerist á stríðstímum.“
— Munu íslendingar þá bera
rekstrarkostnaðinn við völlinn?
„Trúlega. “
— Verður þetta mál á dagskrá í
ferð þinni þarna í Brussel?
„Ekki umfram það að afla frek-
ari upplýsinga.“
— Hefurðu sett þér einhver
tímamörk í málinu?
„Þetta mál verður úr sögunni
næsta haust ef íslensk stjórnvöld
sinna því ekki, hvort sem það fer í
hendur Dana eða annarra."