Pressan - 08.12.1988, Page 32

Pressan - 08.12.1988, Page 32
PRESSU Alþingi liggur fyrir frum- varp frá einstaklingum úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki, þar sem tekið er á menntunarmál- um lögreglumanna. í greinargerð með frumvarpinu eru m.a. eftirfar- andi upplýsingar: „Talsverður hluti af lögregluliði í stærstu Iögreglu- umdæmum er án starfsmenntunar og lætur nærri að um einn þriðji hluti lögreglumanna, sem nú sinna útköllum í Reykjavík, sé án þessar- ar menntunar. Hlutfallið er enn lakara á Keflavíkurflugvelli. Nokk- ur hópur þeirra manna, sem starfa í Reykjavík, hefur aðeins notið kennslu á fárra daga námskeiði sem nægir ekki til annars en að kynna þeim um hvað starfið snýst. Hætt er við að þessir menn hafi litla eða enga þekkingu á þeim lögum og reglum sem þeir eiga að starfa el'tir, og ekki heldur undirstöðuþekkingu í sálarfræði sem löggæslumönnum er nauðsynleg. Líkur eru á því að störf þeirra verði ófullnægjandi og umkvörtunarefni." Þessir menn eru ekki einu sinni taldir þekkja grundvallarréttindi borgaranna, t.d. réttindi handtekinna manna. Um þetta eru sem sagt einstaklingar sammála úr öllum flokkum nema Framsóknarflokknum, sem stýrir sem kunnugt er dómsmálaráðu- neytinu... þ », - „Elsku amma“ þegar menn ætla sér i alvöru að vera í bissness. Þetta kemur sérstaklega í ljós fyrir jólin, þegar verslanir og heildsalar berjast natrammri baráttu við að ná athygli kúnnans. Hingað til hafa menn lát- ið sér nægja auglýsingar eða aðra tengda kynningarstarfsemi. Alltaf reyna menn þó að fara ótroðnar slóðir og fyrir þessi jól mun eitt bókaforlaganna, Mál og menning, hafa brugðið á það ráð að bjóða íbúum elliheimila í ókeypis ökuferð í verslun fyrirtækisins við Síðu- múla. Eftir því sem næst verður komist er þessi aðferð fengin að Iáni hjá stjórnmálaflokkunum, sem um árabil hafa boðið öldruðum og las- burða kjósendum ókeypis ökuferð í von um stuðning... d„. Sykurmolarnir, hefur mörgum skyldum að gegna. Vinir og velunn- arar í gegnum súrt og sætt vilja að sjálfsögðu fá notið einhvers af vel- gengninni. Eftir að hljómsveitin braust í gegnum frægðarmúrinn hafa nokkrar íslenskar hljómsveitir troðið upp á tónleikum sveitarinn- ar. Sú sem næst hlýtur heiðurinn er Risaeðlan, sem hefur um skeið ver- ið á þeirri braut sem Sykurmolar fetuðu hér áður. Önnur íslensk dægurlagahljómsveit, Strax, mun hafa lagt sitt af mörkum til að fá að baða sig í sviðsljósi Sykurmolanna. Jakobi Magnússyni, ótitluðum hljómsveitarstjóra, mun hafa orðið nokkuð ágengt því innan skamms fær Strax að hita upp fyrir Molana á aukatónleikum á Englandi. Risaeðlan fær hins vegar að spila með Sykurmolunum á konsert í Intcrnational Ballroom í London, sem er 5.000 manna tónleikasalur, mjög eftirsóttur. Kannski eiga þau Jakob og Ragnliildur einhvern tím- ann eftir að ná svo langt... v ertíð auglýsingasafnara hefur alla jafna verið síðustu vik- urnar fyrir jól. Nú bera þeir sig illa. Safnari eins fjölmiðilsins í höfuð- borginni er hættur að hafa tölu á þeim verslunareigendum sem ekki vilja auglýsa fyrir jólin, einfaldlega vegna þess að þeir ætl'a að loka fyr- irtækjum sínum fyrir fullt og fast um eða laust eftir áramót. Þeir sjá því afar lítinn tilgang með að kynna vörur sínar, auk þess sem þeir vilja ekki stofna til frekari fjár- skuldbindinga en orðið er. Verst haldnir allra virðast kaupmenn við Laugaveginn.... á hefur Frjáls verslun enn einu sinni gefið út stórfróðlegan lista yfir stærstu fyrirtæki landsins í veltu eða umfangi talið. Listinn er mikil uppspretta upplýsinga um hag fyrirtækja í einkarekstri, sam- vinnurekstri og opinberum rekstri á árinu 1987. SIS trónir enn sem fyrr á tojppnum með veltu sem að nú- virði hjjíáðar upfxá-um 23 miHýarða . króna og minnkaði hún þó að raun- gildi um 897o. Mestu „spútnikkarn- ir“ upp listann eru hins vegar að þessu sinni bankarnir og sparisjóð- irnir, Hagkaup, Hekla, Húsasmiðj- an, Bílaborg, KRON og Happ- drætti Háskóla íslands. Hvað síð- astnefnda „fyrirtækið" varðar er skýringin augljóslega skrapmiða- byltingin, en hagnaður HHI á síð- asta ári nam 253 milljónum króna (að núvirði um 337 milljónir). Árið 1979 var Hagkaup í 29. sæti á listan- um en er nú orðið 12. stærsta fyrir- tæki landsins með yfir 4 milljarða króna veltu og má raunar bæta við dótturfyrirtækinu Miklatorgi (IKEA), sem veltir um 900 milljón- um að núvirði. Jafnvel enn meiri uppgangur hefur þó verið hjá Is- Icnskom aðalverktökum, sem áður. birtist ekki á listunum (vegna leynd-, arinnar), en mælist nú 18. stærsta fyrirtæki landsinS með 3,6 .millj- arða króna veltu og hagnað upp á rúman milljarð að núvirði... að sjá á bíða menn spenntir eftir- sjá hvaða meðferð hin nýstofn-- aða Fangelsismálastofnun ríkisins fær víð afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins, en til hennar er gert ráð fyrir að verja samkvæmt frumvarp- inu tæpum 20 milljónum króna á næsta ári, þar af 13,5 milljónum í laun. Eru ýmsir uggandi um að ekki komi það fé til með að skila sér til stofnunarinnar óskipt. Þess má geta að þegar hafa verið ráðnir átta fangaverðir til starfa við stofnunina og sitja þeir nú á skólabekk að Iæra fræðin . . . HtEBUDUR POTIUR! Nú ertil mikils að vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er þrefaldur pottur - og þreföld ástæða til að vera með! / Láttu nú ekkert stöðva þig. / Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. ! mji

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.