Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 5

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8: desember 1988 5 Jólagjafir fyrirtækja til viðskiptavina og starfsmanna ERU Á TOPPNUM Eitt sinn tíókaðist það hjá starfsfólki Sláturfélags Suður- lands að hver fékk sitt hangi- kjötslæri í jólagjöf frá fyrirtæk- inu. Síðustu tvö árin hafa allir fengið londonlamb og eitt og annað meðlæti til viðbótar. Og það sem meira er: Allir fyrrum starfsmenn SS sem komnir eru á eftirlaun hafa fengið sama glaðning. Viömælandi okkar hjá Sláturfélaginu vildi ekki upplýsa hvað fólk fengi að þessu sinni. BANKAR Eins og fram kom hér framar gefa einkabankarnir starfsfólki sínu gjarnan jólagjafir til við- bótar þrettánda mánuðinum. Áriö I986 var Iðnaöarbankanum sérstaklega hagstætt. Þá fékk hver starfsmaður afhentar fimmtán þúsund krónur í sér- stakan bónus á aöfangadag. í fyrra fékk starfsfólk bankans úttektarávlsanir á einhver þrjú veitingahús. Hvar sem er á landinu. Hver ávlsun var upp á 2.500 krónur. Misjafnt er hvað aörir bankar gefa starfsfólki sinu. Sjaldgæft er þó að það fái peninga. ,yiö erum með peninga I höndun- um allt árið um kring og ætl- umst alls ekki til þess aö fá þá líka í jólagjöf," sagði einn starfsmaður einkabanka. TVÆR FLÖSKUR AF INNLENDU Öll þekkjum við annrlkið hjá Áfengis- og tóbaksverslun rlk- isins. Þar eru starfsmenn á þönum allt árið um kring. Skömmu fyrir jól fer mynstrið I birgðahaldinu að breytast. Þá fer að seljast mun meira af rauðvíni, tólf ára gömlu viskli og góðu koníaki en á öðrum timum árs. Þá koma stjórnend- ur fyrirtækja og stofnana og kaupa gjafir handa starfsfólki og viðskiptavinum. En hvað um starfsmenn ÁTVR sjálfa? Hvað fá þeir í jólagjöf frá sin- um vinnuveitanda eftir erfiði aðventunnar og reyndar alls ársins? Að sögn skrifstofustjóra ÁTVR hefur það tíðkast lengi að starfsmenn stofnunarinnar sem eru orðnir tuttugu ára eða eldri fái í jólagjöf tvær flöskur af innlendu framleiðslunni. Þeir sem enn eru ekki orðnir tvítugir fá jólagjöfina sígildu: konfektkassa. Mikið er um að forráðamenn fyrirtækja gefi starfsmönnum sínum jólagjafir. Svo og stórum viðskiptavinum. Gjafirnar eru misstórar og sumir forstjórar og framkvæmdastjórar virð- ast ótrúlega gjafmildir. Hreinustu jólasveinar. EFTIR ÁSGEIR TÓMASSON - MYNDIR MAGNÚS REYNIR dæmi þess að starfsmaður fyrirtækis hefði verið verölaun- aður fyrir frábæran árangur í starfi með farseðli til útlanda. LEIKHÚSMIÐAR Að óreyndu hefði maður freistast til að halda að starfs- fólk í prentsmiðjum og bóka- forlögum fengi bækur í jóla- gjöf. Harðjaxlar hljómplötufyr- irtækjanna færu með plötu heim á síöasta degi fyrir jól, f snyrtivöruverslunum væri eitt- hvað vellyktandi í jólapakkan- um frá fyrirtækinu og svo framvegis. Sú virðist þó aldeil- is ekki vera reyndin. „Nei, við fáum aldrei bók frá fyrirtækinu I jólagjöf," sagði starfsmaður bókaútgáfu. „Við fáum útgáfubækurnar jafnóð- um og þær koma og verðum bara að kaupa bækur frá öðr- um forlögum sjálf.“ Forráða- menn fyrirtækisins eru þó í menningarlega geiranum. Starfsfólkið fær leikhúsmiða, vönduð vinglös — en ekkert vín. Alla jafna að minnsta kosti. — Hljómplötufyrirtækin gefa sínu fólki alla jafna bæk- ur. „Við fáum hvort sem er þaer plötur sem við höfum áhuga á. Ýmist gefins eða með góðum afslætti," sagði starfsmaður hljómplötuútgáfu. ENGIN VERÐBRÉF Ritstjómir dagblaða og tíma- rita gefa sínu fólki ekki áskrift í jólagjöf. Nokkuð er á reiki hvað gefiö er. Best mun þó Morgunblaðið gera við sitt fólk. Oft hafa verið á kreiki tröllasögur um gjafmildi útgef- endanna í Aðalstræti, en þær eru að sögn ónefnds starfs- manns talsvert orðum auknar. „Ef hart er í ári, mikið um verkföll og afkoma blaðsins því ekki góð, fáum viö engan bónus. í góðæri hafa menn hins vegar oft orðið hýrir á svip þegar þeir hafa litið I launaumslagið." í prentsmiðjunni Odda er slegið upp veislu síöasta vinnudag fyrir jól. Starfsmenn leggja einn lltinn jólapakka ( púkk hver. Slðan skiptast þeir á gjöfum auk þess sem fyrir- tækið leysir alla út með dag- bók og einhverjum glaðningi til viðbótar. Fyrirtæki á sviði fjölmiðlun- ar gaf starfsfólki sínu eitt sinn hlutabréf I jólagjöf auk mynd- arlegrar jólauppbótar. Hins vegar er það fáheyrt að for- stjórar kaupi verðbréf og gefi starfsfólki sínu. Starfsmaður Fjárfestingarfélagsins sem Pressan ræddi við hafði aldrei heyrt um slíkt. „Við fáum ekki einu sinni bréf I jólagjöf," sagði hann og hló. „Bara þetta hefðbundna, bækur, konfekt, hljómplötur eða koníak.“ HANGIKJÖTSVEISLA Hjá Ferðaskrifstofu íslands, sem áður var Ferðaskrifstofa ríkisins, snæðir starfsfólkið saman jólahádegisverö nokkr- um dögum fyrir jól. Til hans er einnig boðið sumarstarfsfólki og þeim sem nýhættir eru störfum. Hangikjöt er haft á borðum. Snætt ervið kertaljós og gjarnan fylgir dálítill hús- lestur eða hugvekja með. Um heföbundna jólagjöf frá fyrir- tækinu er ekki að ræða en milli jóla og nýárs eða ein- hvern af fyrstu dögum nýja árs- ins er síðan efnt til samkvæm- is og þar fær hver maður sinn konfektkassa. Hjá Útsýn fá starfsmenn bók eða dagbók, konfekt, ilmvatn eða eitthvað slíkt. „Engar ferð- ir,“ sagði viðmælandi Press- unnar. „Siíkt er einfaldlega ekki hægt.“ Öll höfum við heyrt um þrettánda mánuð bankastarfs- manna. Þann fyrsta desember er launaumslagiö einfaldlega tvöfalt að þykkt. Það er að segja með tvöföldum mánaðar- launum. Enn er ekki fariö að greiða yfirvinnu fyrir þrettánda mánuðinn hvað sem slðar verður. Þrettándi mánuður banka- starfsmanna er að sögn ekki samningsbundinn, en fyrir honum hefur fyrir löngu skap- ast hefð. Oft fá svo banka- starfsmenn veglegar jólagjafir til viðbótar. Allt eftir þvl hvern- ig viðskiptin hafa gengið á ár- inu. Að sögn viömælanda Pressunnar mun það þó ekki tfðkast hjá rlkisbönkunum að almennt starfsfólk þeirra fái jólagjafir frá vinnuveitandan- um. ÁFENGIÐ FLÝTUR Það virðist sem sagt fara nokkuð eftir velgengni fyrir- tækjanna hversu veglegar jóla- gjafir þau gefa. Þar sem starfs- fólk er margt og veltan ekkert til að hrópa húrra fyrir fær fólk oft bækur eða konfekt. Traustir viðskiptavinir fá þó gjarnan flösku af góðu viskli eða konl- aki. Hafi árferðið verið fremur slæmt er áfenginu sleppt það árið en bók látin nægja. Umsvifamikill iðnaðarmaður sem Pressan náði tali af kvaðst til dæmis stundum fá svo mikið af koniaki að sér entust ekki næstu tólf mánuð- ir til að koma því öllu I lóg. En önnur ár — þegar kreppir að I þjóðarbúinu — eru flöskurnar kannski ekki nema tvær eða þrjár og bækurnar þeim mun fleiri. Hví? Jú, Áfengis- og tó- baksverslunin veitirekki magn- afslátt. Hins vegar er hægt að komast að góðum kjörum hjá bókaforlögunum séu mörg ein- tök keypt af sömu bókinni. SÉRFRÆÐINGAR Fámenn fyrirtæki með ein- hvers konar sérfræðinga á sín- um snærum virðast gjafmild- ust. Við fréttum af -eiganda endurskoðunarskrifstofu sem gaf undirmönnum slnum tugi þúsunda fyrir tveimur árum. — Viðmælandi okkar, sem var ungur starfsmaður og Iftt reyndur, kvaðst hafa fengið milli tuttugu og þrjátlu þús- und. Þeir sem lengri höfðu starfsaldurinn fengu meira. Starfsmaður ferðaskrifstofu sagðist þekkja dæmi þess að sérfræðingafyrirtæki með tíu starfsmenn eða minna byðu sínu fólki og mökum að auki I utanlandsferö fyrir jól. Hins vegar kannaðist hann ekki við að farmiðarværu beinlínis gefnir I jólagjöf. Þó vissi hann

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.