Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 23
eftir Kristján Kristjánsson
23
skuluð þið þekkia þá • • •
1. Fjölnisvegur 15, Birgir ísleifur Gunnarsson.
Viðbyggingin er fremur stillaus. Þaö gamla og góða feliur i
skuggann fyrir hinu nýja. Þannig er það líka hjá Birgi. Naut
þess eitt sinn að vera borgarstjóri, en var nú síðast ráðherra
i misheppnaðri rikisstjórn og ekki vist hvort hann fær
nokkurn tíma sinn gamla sess aftur. (PRESSUmyndir Róbert)
Fyrir nokkru lét PRESSANþað eftir sér að hnýsast obbolítið í húsakost
! nokkurra alþingismanna og hcetti sér um leið út í dólgasálfrœði. Með mátu-
legum einföldunum mátti svo lesa eitt og annað úr húsum þingmanna sem
kom mátulega heim við karakterana sjálfa. Allt gert af hreinu alvöruleysi.
Við byrjuðum á að taka fyrir Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Kvenna-
lista en aðþessu sinni tökum við fyrir hina flokkana þrjá, Sjálfstœðis-, Borg-
ara- og Framsóknarflokk. Hin borgaralegu öfl í landinu, ef enn er beitt ein-
földunum. Það helstasem kemur íIjós er að fulltrúarþeirra afla berast hreint
ekkert óskaplega á, reyndar alls ekki ef vel er gáð. Listinn sem hér birtist er
þvímiður ekki tœmandi. T.d. vantar áhann landsbyggðarþingmenn, sem búa
í fjölbýlishúsum í Reykjavík, og eins þingmann úr Reykjaneskjördœmi,
Jóhann Einvarðsson. Að öðru leyti stendur dólgasálfrœðin fyrir sínu, enda
er hún — eðli málsins samkvæmt — alvörulaus.
2. Rauðalækur 9, Friðjón Þórðarson.
Ósköp eitthvað yfirlætislaust eins og Friðjón hefur sjálfur
verið eftir að hann sat i rikisstjórn Gunnars Thoroddsen.
3. Sóleyjargata 19, Friðrik Sophusson.
Gamalt hús i grónu hverfi sem kemst þó líklegast aldrei á
spjöld sögunnar fyrir arkitektúrinn. Sumar hliðarnar þó alveg
ágætar. Svipað og þingmaðurinn og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins. Margt gott en heildarmyndin ekki alveg nógu
sterk.
4. Brekkugerði 24, Eyjólfur Konráð Jónsson.
Mikil gluggaröðin á framhliðinni minnir á viða sýn Eyjólfs
Konráðs, sem alltaf hefur haft aðra skoðun á peningamálum
en allir aðrir.
5. Hraunbær 78, Geir Haarde.
Blokk meðal blokka, fremur stíllaus og þunglamaleg. Menn
skyldu þó varast að vanmeta hana sem bústað því i henni
getur búið gott fólk. Hún býr semsé yfirýmsu þó hún láti ekki
mikið yfir sér. Svipað og þingmaðurinn, sem telst vera á upp-
ieið innan flokksins.
6. Stigahlíð 87, Guðmundur H. Garðarsson.
Þetta hús er allt eitthvað beint og slétt, fellt og fint. En um leiö
óskaplega lítið spennandi. Rétt eins og Guðmundur, sem er
einn þeirra manna sem hverfa jafnan i allri umræðu.
7. Melabraut 14, Seltjarnarnesi, Halldór Blöndal.
Þungt, en samt ekki alveg laust við stil og sjarma. Dregur dám
af þingmanninum, sem er oft þungstigur og þungorður en
lika stundum hnyttinn og skemmtilegur.
8. Stekkjarflöt 14, Garðabæ, Ólafur G. Einarsson.
Ákaflega yfirlætis- og átakalaust. Sjónvarpsloftnetið, sem
teygir sig óvenjulega hátt, vitnar um tilraunir þingmannsins
til að komast í álnir frekar en verið hefur. Undirstaðan er all-
tént traust, lengi formaður þingflokksins.
9. Tjaldanes 5, Arnarnesi, Matthias Bjarnason.
Öruggt, dálitið lokað og samanherpt. Rétt eins og þingmað-
urinn og fyrrverandi ráðherra kemuroft fyrirsjónir. Bakhliðin
er hinsvegar ábyggilega miklu opnari og skemmtilegri.
10. Hringbraut 59, Hafnarfirði, Matthías Á. Mathiesen.
Vel staðsett hús, á dálitilli hæð ofar götunni og gangandi veg-
farendum. Minnir á virki sem ekki er auðunnið, ekki auðvelt
að fella þann sem þar býr af stalli. Matthias enda kóngur i sínu
kjördæmi.