Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 28

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 28
'28 4 ^ D ~ f .^ri r. i ■» > 0 v i , r. r l i t •; r .i "* ! i-- Fimmtudagur 8. desember 1988 bridge Ég fæ endrum og eins ákúrur frá lesendum fyrir að gera geim- og slemmuspilum of hátt undir höfði. Til þess að reyna að jafna reikn- ingana er spil vikunnar „bútur“. Þótt það sé komið nokkuð til ára sinna er útfærsla varnarinnar í spil- inu jafn glæsileg sem fyrrum. ♦ D109 y Á7632 ♦ 4 4»6532 ♦ 85 V 1054 ♦ G9765 4» DG9 ♦ 632 V D ♦ ÁKD108 4» 10874 A gefur, enginn á, og vekur á 1- spaða. Suður skellti sér inná á 2- tíglum (eins og flestir myndu gera). Eftir tvö pöss enduropnaði A með dobli. Það vafðist síðan ekkert fyrir vestur, með 2—3 varnarslagi, að sitja sem fastast. Gegn 2-tíglum, dobluðum, spil- aði vestur út spaða-8. Austur tók þar sína 3 slagi, vestur kastaði hjarta og skipti síðan í tromp. Suð- ur gerði sér ljósa mynd af skipting- unni og ákvað að stytta sig í tromp- inu. 300 til AV liti ekki svo illa út. Hann vann á trompás, hjarta á ás og hjarta trompað. Næst spilaði hann sig út með laufi. En AV tímasettu vörnina frábær- lega vel. Austur hausaði laufið og spilaði síðan spaða i gegn. Sagnhafi kastaði laufi, en vestur trompaði af félaga til að ná jafnri lengd og suð- ur í trompinu. Þá var tímabært að spila laufdrottningu og nú var kom- ið að austur að svara fyrir sig. Hann trompaði af félaga sínum. Og með austur inni í 3ja spila endastöðu fékk suður aðeins tvo slagi á tromp. 500 í AV og hámarksskor til varnar- innar. ♦ ÁKG74 V KG98 ♦ 32 4» ÁK skák Manngangur fyrr og nú Það manntafl sem fjallað hefur verið um hér í þáttunum fram til þessa var talsvert ólíkt skákinni eins og við þekkjum hana nú. Þar mátti aldrei leika peði fram nema um einn reit í senn, hrókun var óþekkt, bisk- uparnir gengu að vísu eftir skálín- um eins og nú, en gátu hvorki tekið löng skref né stutt: biskup hljóp yf- ir einn reit og settist á þann næsta, en mátti stökkva yfir mann eins og riddari. Mestu munaði þó á gangi drottningar hún gat ekki flutt sig nema um einn reit í senn og aðeins á ská. Hvíta drottningin var því bundin við hvíta reiti, svarta drottn- ingin við svarta, svo að þær gátu aldrei mæst. Sama máli gegndi um biskupana. Að vísu áttu báðir hvít- reita biskupa. Sá hvíti stóð á fl og komst þaðan til d3, síðan til b5 o.s.frv. Sá svarti stóð á c8 og komst þaðan á a6, síðan á c4, e2 o.s.frv. Þeir gátu því aldrei hist. Heildar- liðsafli var miklu minni en í nútíma skák, eins og sjá má af þessari töflu þar sem gömlu gildin eru eftir fornri arabískri heimild — enda gamla arabíska nafnið á manntafli notað — nútíma sjatranj skák Hrókur 5 5 riddari 31/3 3 fers—drottning 12/3 9 al fil—biskup 11/4 31/4 peð 5/8 til 11/41 GUÐMUNDUR Af þessu leiddi að leiftursóknir með fléttum og fórnum voru nærri óþekktar, til þess var liðsafli ekki nægur. Skákin var afar hæggengur leikur þar sem peðunum var mjak- að áfram og liðsflutningar fóru síð- an fram í skjóli þeirra. Herstjórnar- listin hlýtur að hafa verið þung og hæggeng, en sennilega djúp. Sigur var hægt að vinna á þrennan hátt: 1) með því að máta, 2) með því að patta og 3) með því að fella alla menn andstæðingsins nema kóng- inn. Það sem áður er sagt um mann- ganginn bendir til þess að síðasta leiðin hafi oft verið torsóttari en í fljótu bragði kann að virðast, drottningakaup og biskupakaup voru óhugsandi eftir gömlu reglun- um um manngang. Það gat því ver- ið erfitt að losa óvinakónginn við síðasta manninn, svo ekki sé minnst á hve erfitt hefur verið að máta.i krossgátan flTLfit PflPRlR W U í & rr DftyKKuR Wd HBmill SJÓK MA-jjEdl IflfríA/V LEYFI I M0UT HAF EyAi I STÆKK- U-flw KlHO FLAS srúaxM TÆ.LA SP/L EIRMR- lailst (d MASTiaR FLAK )0 TRd'A- \TEGurlo shíbfok ghLftQu. 'DFuHflíuR w VÆTA FiSKm Æ5A GRomS )l Aít-ðJA GcRor stjaki S KEMHIR PDKI Ljósie r'oú 1 PLAHTA ‘il'at SÝI/I 0DLTA hlb-B soHgla FiaSK J3 L'ASA FÆ-ÐI FERSKT 15 UMDíMIS- STftFiR mpLAR 1? 'ORA ~1S TRYLL- AST BY0A fioTA FELL TÆKI EKKI HRftÐI Tf STÓRAR AFTUR GFAMuR KAPP )b 0o&i 17 , 18 19 20 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 PRESSUKROSSGÁTA NR. 11 SkUafrestur er til 19. desember og er utanáskriftin eftirfarandi: PRESSAN, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verðlaunin fyrir 11. krossgátu eru íslensk skáldsaga sem át kom fyrir síðustu jól, Heilagur andi og englar vítis, eftir Ólaf Gunnarsson. Forlagið gaf bókina út. Heilagur andi og englar vítis er gleðisaga um björgun jarðar, eins og segir á bókarkápu. Þetta er nokkuð óvenjuleg saga, eins og höfundar er von og vísa, en Ólafur er þegar kunnur af nokkr- um skáldsögum og í þeim hópi má nefna Milljón prósent menn, Ljóstoll og GAGA. ^ Dregið hefur verið úr réttum lausnum fyrir 9du krossgátu og upp kom nafn Sigurbjargar K. Schiöth, Heimahaga 1, 800 Selfossi. Hún fœr senda bókina Purpuralitinn eftir Alice Walker, sem Forlagið gaf út. Teflendur og áhorfendur. Flæmskt málverk frá miðri fimmtándu öld.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.