Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 13

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. desember 1988 13 ovenjulegt kort fyrir oli t5iCss®H venjulegt fólk nmm Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími91 -680988 Þressah Áskriftarsími 681866 V dagbókin hennar dúll E L Í-J, I I I I I I I I I I I I Kœra dagbók. Hvaða sadisli var |rað eiginlega, sein l'ann upp prófin? Það vill örugglega enginn láta skrá sig fyrir þeirri uppl'inningu, sem segir nú sína sögu, maður. Fólk skammast sín nelnilega ekki lyrir góðar hug- myndir... Það er bara eitt jólapról’, sem ég kvíði ekkert rosalega lyrir. Þótt ótrúlegt megi virðast er þaö danska. Mér finnst hún alveg meiri- háttar krúttleg og svo hef ég lika lært ógeðslega mörg dönsk orð af henni ömmu á Einimelnum, án þess að vita það. Ég er viss um að mál- farið á henni helur sparað mér meira en hundrað uppflettingar í orðabókinni. (Amma segir sjálf að það sé merki um „aristókratí" að tala svona, en mamma segir að þetta sé snobb í kerlingunni. Hún sé aðslá um sig með dönsku af því hún haldi að það sé svo gasalega mennt- aðog flott. Ég held nú bara að þetta sé gamall vani, sem hún getur ekki hætl.) Á Einimelnum er t.d. aldrei nokkurn tímann talað um umslög. Þar koma sko „komfelóttur" inn um btéfalúguna, takk fyrir kær- lega. Amma gengur heldur aldrei á gangstéttum. Hún „spássérar" á „fortóinu“! Svo eru engar svalir á húsinu hennar og engin girðing í kringum garðinn. Hjá henni er „altan“ eða „balkon“ (eltir því hvaða stuði hún er í) og „gerrett“, scm afmarkar lóðina hennar. Þetta, sem hún er með á nefinu, kallasl „lonníettur" og niðri í kjallara er sko „vaskahús“ en ekki þvottaher- bergi. Það er líka allt alveg einstak- lega „elegant", sem ömmu linnst smart. Ef hún er ógeðslega heilluð af einhverju er það hins vegar „raffíneraður elegansi“ — hvorki meira né minna. Siðan hefur hún amma búið til orð, sem mamma segir að sé ekki til í neinu heimsins tungumáli. Það er „restorasjón". Hún notar það, þegar aðrir tala um veitingahús, svo þetta er greinilega einhver brenglun á orðinu „restau- rant“. En það þýðir ekki baryi að segja henni að þetta sé della... Þá segir hún bara að við séum sveitó. Ég verð eiginlega að hætta og demba mér í lærdóminn. Eftir nokkra daga verður þetta síðan búið og þá byrjar fjörið: Vinnan á pósthúsinu. Það verður örugglega alveg meiriháttar — sérstaklega að fá útborgað! Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að kaupa mér og í hvaða búðum það fæst. Bless, Dúlla. Fróðlegir þættir fyrir alla, byggðir að mestu á áramótaannálum Sjónvarpsins. Á hverjum laugardeqi: ÖKUÞÓR Bráðfyndinn þáttur um hrekkjóttan einkabílstjóra sem hefur munninn fyrir neðan nefið. Á hverjum sunnudegi: MATADOR Líflegir spjall- og grínþættir með músíkívafi, í umsjón hins fjörmikla Hemma Gunn. Ahverjum fímmtudegi: MATLOCK Annan hvem miðvikudag: HEMMIGUNN Vandaður danskur framhaldsþáttur um fólkið og lífið í bænum Korsbæk. Góður leikur, góður húmor. Annan hvem þriðjudag: ÁÞVÍ, HERRANS ARI EIGÐU GOÐAR STUNDIR VIÐ SKJÁINN í VETUR Hinn hægláti en snjalli lögmaður leysir erfiðustu sakamál af innsæi og kunnáttu. Og að auki: bíómyndir, þættir fyrir börn og unglinga, íþróttir, þættir úr menningarlífinu og fræðslumyndir. Með Sjónvarpinu ertu vel settur- það nær sambandi við þig. -O. SJÓNVARPIÐ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.