Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 18

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 18
ISLENSKA AUCLÝSINGASTOFAN HF 18 Fimmtudagur 8. desember 1988 bækur Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og fengið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Klingjandi málmur Ólafur Haukur Símonarson: Gauragangur. Reykjavík, Mál og menning, 1988. 260 bls. Söguhetja bókarinnar og sögu- maður, Ormur, er 16 ára er sagan gerist en 17 ára er hann segir hana. Þetta er saga af ást- hans til Lindu, sambandi þeirra og að- skilnaði, af vináttu hans við Rún- ar og Höllu, og af uppgjöri hans við samfélagið og sjálfan sig. Enn ein þroskasagan. Ormur er ákaflega kaldhæðinn á ytra borði. Hann gerir grín að öllu, er orðheppinn og hnyttinn í tilsvörum. Á köflum er bókin mjög fyndin, og þetta er styrkur hennar. Að öðru leyti er hún í besta falli slarkfær. Sumt við hana er afleitt. Persónusköpun er í algeru lág- marki í Gauragangi. Eina mann- eskjan í bókinni sem við fáum nokkra skýra heildarmynd af er Ormur sjálfur. Og jafnvel Ormur er í rauninni ekki persóna heldur „týpa“ sem við höfum séð þús- und sinnum áður: skelin hörð en hjartað á réttum stað, skilnaðar- barn, uppreisnarmaður, pínulítið betri og örlítið manneskjulegri út- gáfa af James Dean. Samt er þetta allt í lagi í sjálfu sér. Bókin þarfnast í rauninni ekki persóna. Hún er þess eðlis — eins konar skemmtisaga með boð- skap, ekki sálfræðistúdía. Öllu al- varlegri eru gallar í uppbyggingu og skortur á jafnvægi í framsetn- ingu og frásögn — mistök sem ekki geta verið öðru að kenna en vítaverðri hroðvirkni. Ég ætla að láta mér nægja að nefna um þetta eitt sérstaklega Ijótt dæmi. Það er sjálfgefið að Linda verður ólétt. Þannig er það alltaf. En okkur er gefið að skilja að getnaðurinn hafi átt sér stað kvöldið fyrir gamlársdag. Nokkr- um dögum eftir síðasta sam- ræmda prófið, þ.e. fjórum mán- uðum síðar, segist Linda samt ætla í fóstureyðingu. Orðrétt segir hún: „Mer dettur ekki í hug að fæða þetta barn Ormur“ (bls. 240). Er Gauragangur unglingabók? Það skiptir eiginlega engu máli. Vissulega ættu unglingar að geta haft gaman af henni. Margir þeirra vildu eflaust geta sett upp jafn „kúl“ og „töff“ grímu og Ormur. Hitt er svo annað mál að það er ýmislegt í frásögninni sem lítil von er til að nokkur þeirra skilji. Dæmi: Ormur yrkir ljóð. Hon- um finnst hann hafa ort það áð- ur, í fyrra lífi (bls. 205). Hversu margir unglingar ætli viti að ljóð- ið er eftir Tu Fu, kínverskt skáld frá T’ang-tímanum — jafnvel þótt Ormur tali um vin sinn Li Po, Kína, seftjarnir og fjallaskörð? Fyrir flestum unglingum (og raunar mörgum fullorðnum líka) geta slíkir kaflar ekki virst annað en leiðinlegur orðaflaumur. Sjálf- um finnst mér hugmyndin skemmtileg en alveg óviðeigandi á þessum stað — hún fellur ekki inn í umhverfið. Ólafur Haukur verður oft einum of málglaður og kann sér ekki hóf: enn eitt merkið um hroðvirkni. Þrátt fyrir allt þetta hefði Gauragangur getað orðið mjög góð bók, hefði höfundur nennt að nostra betur við hana. Og kannski dæmi ég hana harðar en skyldi einmitt vegna þessa. En Ól- afi Hauki á ekki að Ieyfast að senda frá sér hálfunnin og óunnin verk ár eftir ár. Til þess er hann of hæfileikaríkur og skemrritilegur höfundur. ■ blómciuol Gróðurhúsinu við Sigtún. Sími 689070 NORÐMANNSÞINUR Jólatréð sem ekki fellir barrið Jólatrén okkar eru óvenjufalleg í ár. Komið í jólaskóginn og veljið jólatré við bestu aðstœður Landsbyggðarþjónusta. Sendum jólatré hvert á land sem er. Pantið tímanlega.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.