Pressan


Pressan - 08.12.1988, Qupperneq 21

Pressan - 08.12.1988, Qupperneq 21
Fimmtudagur 8. desember 1988 21 sjúkdómar og fólk Eintal reykingamanns Alvarlegt heilbrigðis- vandamál Reykingar eru eitthvert alvarleg- asta heilbrigðisvandamálið í vestur- heimi. Árlega deyr fjöldi karla og kvenna hérlendis vegna reykinga úr krabbameini, lungnasjúkdómum eða hjarta- og æðasjúkdómum. Lífslíkur reykingafólks eru minni en annarra: Þannig er fullyrt að hver sígaretta sem reykt er stytti líf- ið um u.þ.b. 5 minútur. Það er hægt. að rekja fjölda sjúkdóma beint til reykinga; lungnakrabba, krabba- mein í barka og vörum og munni, hjarta- og æðasjúkdóma og krans- æðastíflu, svo og mikinn fjölda lungnasjúkdóma; bronkítis, lungnaþan og endurteknar sýking- ar. Því miður láta margir læknar sig þetta litlu varða. Sumir reykja sjálf- ir og eru því algjörlega úr leik þegar ráða á fólki heilt í þessum efnum. Aðrir læknar virðast telja, að fyrir- byggjandi læknisfræði sé á herðum einhverra annarra og veigra sér því við að taka á því alvarlega máli sem reykingarnar eru. Þeir gefa því óhikað fúkalyf og astmalyf við fylgikvillum reykinganna, án þess að ræða það við sjúklinginn að hann verði að hætta reykingum ef hann ætlar sér að fá einhverja heilsu. En stundum getur verið erf- itt að ræða við reykingafólk um reykingar. Tveggja pakka maður Ingi B. var einn af þessum dæmi- gerðu stórreykingamönnum. Hann vann vaktavinnu, bjó í blokkar- íbúð, tveggja barna faðir á miðjum aldri. Hann kom stundum á stof- una til mín vegna bronkítis og hósta og streitueinkenna. Ingi var riðvax- inn maður, frekar þéttholda, með gula fingur af reykingum. Hann var þrjóskan uppmáluð. — Mér finnst gott að reykja og reykingarnar eru að mínu viti skaðlausar fyrir mig, ég hósta vegna þess að ég er með ÓTTAR GUÐMUNDSSON LÆKNIR kvef, og hvað með það? Þið lækn- arnir kennið bara reykingunum um allt sem þið getið ekki læknað eða vitið ekki af hverju stafar. Við reyk- ingamenn erum ofsóttir af ykkur sem ekki reykið, og hafðu það. Þið setjið upp öll þessi skilti sem segja að reykingar séu bannaðar og eruð með þetta endalausa röfl um að þið fáið svo og svo mikinn reyk í ykkur frá okkur sem reykjum. Ef þið þol- ið svona illa reyk, af hverju i and- skotanum hættiði bara ekki að anda? Hvað vœri lífið án reyks? Ingi var nú orðinn heitur af vand- lætingu. Hann hóstaði nokkrum sinnum, ræskti sig síðan og sagði: Nei, hvað væri lífið án 30—40 síg- arettna á dag? Lífið er svo djöfull leiðinlegt, að maður verður eigin- lega að lífga upp á það með sígarett- um. Hvað finnst þér eiginlega um íslenska sjónvarpið, finnst þér það skemmtilegt? Tómir helvítis sænsk- ir vandamálaþættir og náttúrulífs- viðundur frá Bretlandi. Er virkilega hægt að ætlast til þess að maður sitji og horfi á þessi skipulögðu leiðindi kvöld eftir kvöld án þess að fá sér reyk? Síðan er allur þessi áróður, hversu dýrt það er að reykja. Einu sinni hitti ég einhvern andreykingapostula eins og þig og hann tók fram litla reiknistokkinn sinn og sagði: Þú ert búinn að reykja í 25 ár. — Já, sagði ég. — Ef þú hefðir aldrei reykt og alltaf lagt peningana fyrir ættirðu núna ein- býlishús og 2 BMW-bíla. — Jæja, sagði ég þá, reykir þú? — Nei, sagði Annad kvöld, föstudagskvöld, koma Bubbi og Megas fram í Tunglinu. Þetta er ekki hugsað sem tónleikar heldur lidur i beinni útsendingu á Stöð 2. Meistararnir koma aðeins tveir fram að þessu sinni en þ. 15. desember verða útgáfutónieikar þeirra i tengslum við útkomu breiðskifunnar Blárra drauma. Þeir tónleikar verða á Hótel íslandi. í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur Hörður Torfason trúba■ dortónleika á Hótel Borg. Um daginn kom út tvöfalt albúm með lögum Harðar sem ber heitið Rauói þráóurinn. Borgin verður opnuð kl. 21.00 og miðaverð er 600 kr. GHÁ hann stoltur. — Att þú einbýlishús og 2 BMW-bíla? Hann varð þögull, eins og ég hefði stungið upp í hann tappa. Skattar og gjöld — Svo verðurðu að athuga, að við reykingamenn borgum alveg ógrynni af peningum til ríkisins í tóbaksskatt og tolla og allan djöful- inn. Hvað yrði um allan opinbera geirann ef við hættum að reykja, kannski sumir fengju ekkert kaup og opinberir starfsmenn yrðu enn verr launaðir en nú? Þá yrði að fara að drýgja tekjur fleiri en dómara hæstaréttar með einni og einni flösku af sterku. Svo allt þetta hel- vítis kjaftæði um lífslikur og sjúk- dóma. Ég þekki kall sem hefur reykt í 45 ár og er í dag 86 ára gamall og hann lifir enn. Eða allt bullið um úthaldsleysi reykingamanna. Ég fer allra minna ferða og ekkert mál, um daginn gekk ég t.d. 400 metra í ein- um rykk án þess að stansa. Ég gct meira að segja gengið upp stiga og reykt á meðan eins og ekkert sé. Það þarf sæniilegt úthald aðgeta hóstað svona mikið eins og ég geri, enda er égalltaf með kvef, en það erekki út af reykingum. Eða allir þessir vesal- ingar sem hafa reynt að hætta og ég þekki. Þeir fara að éta og éta og verða feitir eins og Ameríkanarnir uppi á velli. Svo eruð þið alltaf að segja að maður verði frískur og lifi lengur ef maður hættir. Einn vinur minn hætti að reykja og veistu hvað gerðist? Þegar hann var búinn að vera hættur í 3 vikur lenti hann í bíl- slysi og dó. Ekki hafði hann mikið upp úr því að hætta, maðurinn sá. Ingi hóstaði nú nokkrum sinnum og tók sér síðan málhvíld. — Ann- ars reyndi ég einu sinni að hætta að reykja og það var engin kúnst. Ég var orðinn svo þreyttur á öllu röfl- inu um veikindi, úthaldsleysi og peningaeyðslu ég ákvað bara að hætta. Eftir 4 klukkutíma uppgötv- aði ég að þetta var allt til einskis og bölvað rugl, svo ég byrjaði aftur. En þetta sannaði fyrir mér að ég gel hætt hvenær sem ég vil. Við horl'ð- umst í augu nokkrar mínútur og Ingi brosti. — Þú vcrður að gefa mér eitthvað við þessu kvefi og hættu nú að tala um reykingar. 85% vilja hœtta að reykja Eins og sjá má á þessari orðræðu er Ingi í sótsvartri afneitun á skað- semi reykinganna og neitar að horl'- ast í augu viðskaðsemi þeirra. Þetta er rnjög venjulegt fyrir marga sem eru í svipaðri stöðu. Þannig geta alkóhólistar haldið endalausar ræður um nytsemi alkóhóls og rétt- lætt drykkjuskap fyrir sjálfum sér út í það óendanlega. En hver einasti læknir verður að vera meðvitaður um það, að 85% þeirra sem reykja vilja hætta og þurfa hjálp til þess. Ef einhver ætlar að hætta verður liann að sjá einhvern tilgang með þvi. Nikótín er ákaflega sterkt eitur og vanabindingin er mikil. Þegar hætt er að reykja þarl' að skipu- leggja það vel andlega og líkam- Iega. Mín reynsla er sú að besla ráð- ið sé að gefa reykingafólki nikótín- tyggjó meðan það er að komast yfir verstu fráhvarfseinkenni, Nicor- clle. Það cr hægt að láta al' reyk- ingum, en til þess þarl' ákveðinn vilja og trú á sjállan sig. Árangur- inn lætur ekki á sér standa og flest- um skaðlegum áhrifum reyking- anna má snúa við ef hætt er. Þannig aukast lifslíkurnar aftur og hættan á alvarlegum æða- og hjartasjúk- dómum og lungnakrabba minnkar verulega. Við Ingi kvöddumst og hann tók upp sígarettupakkann í dyrunum og lékk sér reyk. — Þú getur ekki læknað allan heintinn, sagði ég spekingslega við sjálfan mig, sumt er ekki á þínu valdi. bækur Einlæg — og furðu áleitin Titill: Mín káta angisi Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson Útg.: Mál og menning 1988 Guðmundur Andri Thorsson nýtur þess bæði og geldur að les- andi fyrstu skáldsögu hans væntir ósjálfrátt mikils af honum, þótt skriftir hans til þessa séu ekki mikl- ar að vöxtum. Þess vegna verð ég að viðurkenna að smáhrollur fór um mig þegar ég las fyrstu síðurnar í bókinni: M in káta angist. Æi, nei, ekki enn ein bókin um lífsreynslu drengja á aldrinum sjö til tuttugu og sjö, var fyrsta fordómafulla við- bragðið sem ég tók. Það næsta: Og frásögnin með yfirlætisblæ unga menntamannsins sem fyrirlítur bólugrafna stráka og kennslukon- ur. En ótti minn reyndist ástæðu- laus. Vissulega er sögumaður Guð- mundar Andra, „Ég“, drengur á aldrinum sjö til tuttugu og sjö. En honum tekst, eins og reyndar flest- um fyrirrennurum sínum sem fjalla um sama efni, að vinna úr efniviðn- um á nýjan hátt og að rnörgu leyti óvæntan, þrátt fyrir látleysi frá- sagnarinnar. Og þetta með yfirlæt- ið, ekki til baga og hverfur með öllu þegar líður á söguna. Sjálfsháðið sem á að réttlæta yfirlætisfullar lýs- ingar gerir það meira að segja að hluta. Ég nenni ekki að tíunda í smá- atriðum hvers vegna mér finnst efni og viðhorf höfundar skipta meira máli en frásagnartæknin og frá- sagnaraðferðin. Best að afgreiða það með einni setningu: Formið skiptir ekki meginmáli, né einstök stílbrögð og aðferð, svoframarlega sem allt þetla uppfyllir lágmarks- kröfur. Þessar lágmarkskröfur ■ verður hver að setja fyrir sig, aðeins örfáar nýjar íslenskar skáldsögur hafa uppfyllt þær á undanförnum árum, í allri nýju gróskunni t ís- lenskum skáldsögum. Bók Guð- mundar Andra gerir það. Þá eru það efnið, innihaldið og viðhorfin. Þar finnst mér styrkur Guðmundar Andra mestur. Frá- sögn sem fjallar nánast um ekki neitt: strákur fer í skóla, er ástfang- inn, sæll, sorgbitinn, er með nógu mikilli undiröldu til að hræra les- andann og hrífa. Atburðir utan meginefnisins, jafnvel dauðsföll og niðurlæging vinar, renna áfram samhliða aðalefninu án þess að trufla það. Andrúmsloftið í sög- unni minnir mig svolítið á Alfrúnu Gunnlaugsdóttur, þótt aðferð hennar sé ólík þeirri næstum of lát- lausu mynd sem Guðmundur Andri dregur upp. Styrkur bókar Guðmundar Andra felst i að geta miðlað sinni kátu angist af nógu miklum þunga til að hreyfa við lesanda, án þess að hverfa frá næstum nöturlegri ein- feldni, sem bæði birtist i frásögn- inni og myndinni sem höfundur dregur upp af söguhetju sinni. Veik- leiki kannski helstur að nokkur skil eru í frásögninni frarnan til og sú einlægni og mátulegi sálarháski sem einkenna bókina mestalla mættu að mínu mati gjarnan vera komin fram áður en maður setur sig í fordómastellingarnar. Sé þetta stílbragð er það varla nógu mark- visst. Þessa bók á ég áreiðanlega eftir að lesa oftar. ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.