Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 10

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 10
10 Fimrritudagur 8. desember 1988 eins og fram kemur á uppdrættinum lendir þjóðvegurinn eins og hann er nú á flughlaði nýja vallarins skv. tillögunni. lagt mikla áherslu á að varaflug- völlur á Húsavík yrði að öllu leyti mannaður af íslenskum aðilum, undir íslenskri flugumsjón og stjórn og verði því ekki hernaðar- mannvirki. Eina skilyrði af hálfu NATO sé að völlurinn yrði til taks ef til styrjaldar kemur. í skýrslu nefndarinnar kemur þó greinilega fram að gert er ráð fyrir umferð her- flugvéla um völlinn. Orðrétt segir í skýrslunni: „Einnig er umhverfismálaþáttur- inn töluvert viðkvæmari hvað varð- ar hávaðamengun, en gera verður ráð fyrir meiri flugumferð vegna æfingaflugs herflugvéla og meiri mannvirkjum, svo sem stórum flugskýlum og eldsneytisgeymum.“ Einn viðmælandi PRESSUNN- AR, sem er gjörkunnugur þessum málum, segir: „Það sem skiptir varnarliðið máli á friðartímum er að hafa þessa aðstöðu til að geta lent þegar á þarf að halda. í dag þurfa þeir alltaf að bera eldsneyti sem dugar til að lenda í Skotlandi. Veðurfarslega eru yfirgnæfandi lík- ur á að þeir geti lent þarna ef ekki verður hægt að lenda hér fyrir sunnan. Þetta myndi gerast nokkr- um sinnum á ári. Ef þessar vélar þurfa viðhald, þá yrði flogið með mannskap norður til að gera við — þegar færi gæfist.“ UMRÆDA í FLUGRÁDI Síðastliðið sumar, þegar áður- nefnd skýrsla um varaflugvöll lá fyrir, gerði flugráð samhljóða sam- þykkt í málinu. Þar var hugmynd- um um herflugvöll ýtt til hliðar á þeim grundvelli að ákvörðun um slíkt væri fyrst og fremst í verka- hring alþingis. Þá lægju þær upp- lýsingar fyrir frá Flugleiðum að 2.000 metra löng flugbraut væri nægileg fyrir allar flugvélategundir sem félagið hyggst nota í framtíð- inni eftir endurnýjun flugflotans. Önnur flugfélög töldu sig heldur ekki þurfa Iengri flugbraut en Félag ísl. atvinnuflugmanna benti flug- ráði á að til að fullnægja fyllsta öryggi væri æskilegast að miða við 2.400 m flugbraut á varaflugvelli. í flugmálaáætlun er stefnt að því að flugvellirnir á Akureyri, Sauðár- króki og Egilsstöðum bjóði í fram- tíðinni upp á 2.000 m flugbraut og á öllum jjessum stöðum er hæglega unnt að lengja flugbrautina nokk- uð umfram 2.000 metrana. Ákvörðun flugráðs varð því sú, að mæla með að 2.400 metra braut sem nú er í byggingu á Egilsstöðum, verði framtíðararaflugvöllur fyrir áætlunar- og leiguflug. Þjónusta á Akureyrarflugvelli verði hið fyrsta aukin og ennfremur að gerð flug- brautar á Sauðárkróki taki einnig mið af því að mannvirkið geti sinnt þörfum millilandaflugvéla. Þar með var Húsavíkurflugvöllur og áformaður herflugvöllur settur út úr myndinni. Síðastliðinn þriðjudag var málið hins vegar aftur tekið upp í flugráði vegna þeiírar umræðu sem sprottið hefur á síðustu vikum í kjölfar yfir- lýsinga utanríkisráðherra um að NATO væri reiðubúið til að greiða fyrir uppbyggingu varaflugvallar hér á landi. Það var Jóhann Al- bertsson, fulltrúi Borgaraflokksins í flugráði, sem bar það upp og mun hann ásamt Árna Johnsen hafa mælst til þess að flugráð tæki NATO-flugvöll til umræðu á ný. Utanríkisráðherra hefur sagt að flugöryggi krefðist þess að hér yrði komið upp varaflugvelli. Það er hins vegar augljóst að engin þörf er fyrir 3.000 metra flúgbfaut fyrir áætlunarflugið í framtíðinni. Aftur á móti munu flugrekstraraðilar líta svo á að NATO-völlur byði margfalt meira öryggi og betri þjónustu en fyrirhugaðir flugvellir á Egilsstöð- um, Akureyri og Sauðárkróki. Málið er gífurlega pólitískt og gæti teflt lífi ríkisstjórnarinnar í hættu. Á Húsavík er mikill áhugi á að fá flugvöllinn og hefur bæjar- stjórnin sent frá sér ályktanir þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að staðsetja varaflugvöllinn þar. Hér er enda mikið í húfi, því hér er stærsta mannvirki á hernaðarnót- um á ferðinni sem ráðist hefur verið í utan Keflavíkurvallar allt frá árinu 1961, þegar Stokksnesstöðin var reist. Mikill áhugi er fyrir því innan Al- þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks að láta NATO byggja flugvöllinn. Framsókn hefur áíyktað gegn því að mannvirkja- sjóður NATO greiði kostnaðinn og Álþýðubandalagið er eindregið á móti. Heimildir eru þó fyrir því að innan ríkisstjórnarinnar sé sú skoð- un uppi að það megi takast að fá Alþýðubandalag og andsnúna framsóknarmenn til fylgis við ákvörðun um að Bandaríkin geri forkönnun við Húsavík á næsta ári, sambærilega við þá könnun á flug- vallarlagningu sem gerð verður á Grænlandi. Reikna menn þá með að þetta megi takast heima í héraði þar sem þrýstingurinn á þingmenn um að vinna þessu máli braut er mikill. Þess má geta að Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra er þingmaður Norðurlandskjördæm- is eystra. Þeir sem telja að þarna sé aug- ljóslega hernaðarmannvirki á ferð- inni segja að í framtíðinni muni HUGMYNDIR UM HERFLUGVÖLL HAFA TAFIÐ UPPBYGGINGU VARAFLUGVALLAR segir Leifur Magnússon, formaður flugráðs Leifur Magnússon, formaöur flugráðs, segir að ráðið hafi gert meginsamþykkt stna í varaflugvall- armálinu í sumar þegar mælt var með Egilsstöðum. „Það hefur ekk- ert breystfrá þeirri samþykkt, en á fundinum sl. þriðjudag var rœtt um að beina þeirri ósk til flugmála- stjórnar að taka saman greinargerð um hverju þurfi að bæta við að- stöðuna á Akureyrarflugvelli til að hann geti gegnt hlutverki varaflug- vallar þar til Egilsstaðaflugvöllur verður tilbúinn. I framhaldi af því spunnust umræður um varaflug- völl til hernaðarþarfa í tilefni af þeirri umfjöllun sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið. Það var engin ákvörðun tekin í því máli og þráttfyrir að Jóhantj A Ibertsson hafi hafið máls á þessu styður hann óbreytt fyrri samþykkt flugráðs, “ segir hann. Leifur segir að hér sé orðið um tvö aðskilin mál að ræða, þ.e. um varaflugvöll fyrir áætlunarflug og svo herflugvöll. „Við bentum á það í sumar að flugráð væri ekki fært um að ákveða hvort ráðist yrði í byggingu herflugvallar. Slík ákvörðun yrði að koma frá alþingi og ríkisstjórn. Hins vegar gæti flug- ráð komið inn í það mál sem fagleg- ur aðili ef að því kemur.“ — Hver yrði þá breytingin ef ákveðið verður að byggja NATO- völl? „Eina breytingin yrði þá væntan- lega sú að Egilsstaðaflugvöllur yrði byggður skv. flugmálaáætlun, þ.e. yrði 2.000 metrar í stað 2.400, eins og samþykkt var.“ — Er sú aðs/aða sem herflug- völlur býður uppá á einhvern hátt ákjósahlegri fyrir áœtlunarflug umfram það sem gert er ráð fyrir á Egilsstöðum, Sauðárkróki og Ak- ureyri? „Hann yrði miklu fullkomnari að mörgu leyti og það myndi að sjálfsögðu nýtast farþegafluginu." — Hefur þetta herflugvallarmál tafið fyrir uppbyggingu varaflug- vallar fyrir millilandaflug? „Það hefur kannski gert það undanfarna áratugi og þess vegna kom flugráð með sína „íslensku lausn“ þegar ráðið gerði samþykkt sína í sumar. Við vildum einskorða okkur við þarfir áætlunarflugs- ins,“ segir Leifur. STJÓRNARSLIT EF AF VERDUR segir Páll Pétursson, alþingismaður og fulltrúi í flug- ráði, um NATO-flugvöll í Aðaldal. Páll Pétursson alþingismaður á sæti í flugráði og hefur lýst mikilli andstöðu við að NATO greiði fyrir byggingu varaflugvallar hérlendis. „Eg átti þátt í að það stendur í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar að ekki verði ráðist í frek- ari hernaðarframkvœmdir hér á landi á stjórnartímanum, “ segir hann. „Við þurfum varaflugvöll fyrir íslenskar þarfir og slíkur flug- völlur er þegar fyrir hendi á Sauð- árkróki með lítilsháttar breyting- um. Einnig á Akureyri og á Egils- stöðum. Islensku flugi er engin nauðsyn á að fá flugvöll úr mann- virkjasjóði NATO. “ „Ég hef enga trú á að NATO ætli sér að byggja varaflugvöll fyrir okkur í gustukaskyni heldur fyrir sig í hern-. aðarskyni. Þær kröfur sem þeir gera sýna augljóslega að þarna er um herflugvöll að ræða. Varaflug- vallarnefndin gekk út frá því sem einni forsendu að varaflugvöllurinn þyrfti að vera á afskekktum stað auk mikils landrýmis til þess að ónæði af æfingaflugi herflugvéla yrði sem minnst. Þeim datt í hug Þingeyrarsandur, en hann er auð- vitað gjörsamlega þýðingarlaus fyr- ir innanlandsflug,“ segir hann. „Ef menn eru að tala um 11 millj- arða kr. flugvöll er það sönnun þess að þarna er um stórafbrigðilegt mannvirki að ræða, sem er með allt öðrum búnaði en þeir flugvellir sem íslendingar þekkja. Við erum t.d. að byggja varaflugvöll á Egilsstöð- um fyrir fáein hundruð milljóna, sem hefur fullkomna aðstöðu til að taka við farþegaflugvélum." Páll segir að hugmyndin um her- flugvöll hafi tafið fyrir uppbygg- ingu varaflugvallar. „Við vorum vel á veg komin með að fá varaflugvöll- inn á Sauðárkrók, en af einhverjum ástæðum virðast nefndarmenn vera mjög andvígir þeirri hugmynd og finna henni flest til foráttu." Páll segir að það liggi ljóst fyrir að ekkert verði gert í þessu máli varðandi fjármögnun NATO á meðan þessi ríkisstjórn situr. „Þar tekur yfirlýsing forsætisráðherra af öll tvímæli. Forsætisráðherra hefur sagt að ef samið verður lagafrum- varp um meiriháttar málefni í and- stöðu við vilja einhvers í stjórnar- flokkunum verði litið á það sem nýr meirihluti hafi myndast og þá eru menn jafnframt að slíta þessu stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmál- inn tekur fyrir þetta, Framsóknar- flokkurinn getur ekki fallist á þetta og í fjórða lagi liggur fyrir yfirlýs- ing Alþýðubandalagsins, sem geng- ur í sömu átt.“ Bandaríkjamenn koma sér upp fastri aðstöðu á flugvellinum. Bandaríkin séu að bregðast við aukinni hernaðargetu Sovétríkj- anna á Norður-Atlantshafi með efl- ingu loftvarna íslands úr landi gagnvart auknum umsvifum sov- éska flotans. Ekkert liggur þó fyrir um áform bandarískra hermálayf- irvalda hvað þetta varðar, en hitt er augljóst af skýrslu starfshópsins og samtölum við ýmsa sem þekkja til þessara mála að verði NATO-völlur byggður í Aðaldal muni Þingeying- ar oftlega verða varir við F-15-orr- ustuþotur hersins á svæðinu, hvern- ig svo sem horfir til friðar í heimin- um á næstu árum. Uppdráttur úr skýrslu starfshóps um varamilli- landaflugvöll á Húsavik. Hér er gert ráð fyrir aðflugi úr norðri að 3.000 metra herflugbraut í Aðaldal. Eins og sjá má hefst aðflug talsvert fyrir norð-austan Húsavik. Einnig var kann- aður sá möguleiki að setja flugbrautina 400 m fyrir vestan núverandi flugbraut með það fyrir augum að nota nýju flugstöðina sem stendur við flugvöllinn. Kort fyrir hávaðafleti i kringum varaflugvöil i Að- aldal. Hringarnir sýna 85—90—95 desíbela há- vaða.í skýrslu starfshóps- ins er einnig rætt um um- hverfisáhrif og ekki sist á veiði i Laxá, en skv. áætlun- um liggur flugumferðin yfir einn þekktasta laxveiði- staðinn í ánni. í skýrslu starfshópsins segir: „Norðurendi flugbrautar- innar nálgast hins vegar Laxá og Æðarfossa, sem eru einn besti laxveiðistað- ur í ánni, og er ekki Ijóst hvort röskun verður t.d. á veiðimennsku vegna flug- umferðarhávaða. Ef braut- in yrði færð 500—1.000 m vestar yrði mun minna ónæði frá flugumferð á ibæjum og við Laxá.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.