Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 12

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 8. desember 1988 Rœður hjartað eða heilinn ferðinni hjá dagskrárgerðarmönnum? „ég reyni stundum að spila mig út úr þunga skapinu með léttri tónlist44 ■■■ ENDURSPEGLA EINKALIF OG ÞJÓDFÉLA GSSTEMMNINGU EFTIR ÁSGEIR TÓMASSON MYND: MAGNÚS REYNIR Daginn sem einn Ijósvíkingurinn okkar varð pabbi í fyrsta sinn lét hann hlustendur aldeilis heyra þad. Fyrst í þættinum sungu Ellý og Vil- hjálmur Hvers vegna er hvert lítið barn svo lítið? Fljótlega á eftir fylgdi Paul Anka og She’s Having My Baby. Síðar komu Raggi Bjarna og Ég var lítið barn og lék mér við ströndina, The Who og The Kids Are Alright, Ann Linnet og Barndommens gade og þannig mætti lengi telja. Úrillur hlustandi hringdi og spurði hver and... gengi á, hvort útvarps- maðurinn væri nýorðinn pabbi eða hvað! „Já,“ svaraði hinn alveg steinhissa. „Hvernig vissirðu það?“ „Ég reyni auðvitað að láta hugar- ástandið ekki hafa áhril’ á hvaða tónlist ég vel og leik,“ segir Óskar Páll Sveinsson á rás tvö. „Stundum get ég þó ekki annað. Þá reyni ég að spila mig ýt úr þunga skapinu með léttustu og fjörugustu tónlistinni sem ég finn. Ég forðast þá eins og heitan eldinn að leika eitthvað þungt. Það myndi hreinlega Ieggja mig í rúmið. Síðan snýst dæmið við þegar skapið er gott. Þá legg ég í að leika rólegu lögin með tregablöndnu textunum án þess að hika.“ Óskar Páll segist verða var við að hlustendur noti tónlistina ekki síður sem stemmningargjafa en hann sjálfur. „Ég man eftir simtali sem ég l'ékk á mánudagsmorguninn var,“ segir hann. „Þá hringdu nokkrir mánu- dagsfúlir starfsmenn Meitilsins og báðu endilegá um að l'á að heyra eitthvert hressilegt gítarrokk til að vekja sig, Bryan Adams eða eitt- hvað slíkt. Þá verður maöur nú líka aldeilis var við ástfangna fólkið á næturvöktum rásar tvö. í öllu falli veit maður hvaö er i uppsiglingu þegar óskalögin eru róleg blúslög með John Mayall, helst með tíu mínútna gítarsólóum!" VEÐRIÐ HEFUR ÁHRIF „Ég læt skapið sem ég er í hverju sinni aldrei hafa áhrif á hvaða tón- list ég vel,“ segir Anna Þorláks, sem til skamms tíma var dagskrár- gerðarmaður á Bylgjunni. „Sé ég í ástarsorg stekk ég ekki í Randy Crawford-bunkann og leik allt það tregablandnasta með henni. Ég skil hugarástandið miklu frekar eftir heima." Það er hins vegar veðrið sem hef- ur áhrif á lagalista.Önnu. „Ef það rignir eða himinninn er fremur þungbúinn gríp ég til fjör- ugustu tónlistarinnar sem ég þekki,“ segir hún. „í góðu veðri vel ég hins vegar mun meira af rólegri tónlist en venjulega. Reyni með öðrum orðum að skapa mótvægi við veðrið hverju sinni. — Annars er það nú kannski næsta lag á undan sem ræður mestu um það sem ég spila næst,“ segir Anna Þorláks. MÁNUDAGS- OG FÖSTUDAGSLÖG Þorgeir Ástvaldsson, morgun- ntaður Stjörnunnar, segir ávallt vera um einhverja endurspeglun að ræða, hvort heldur talmál eða tón- list eigi í hlut. „Maður er alltaf að kljást við sjálfan sig og reyna að láta sér íinnast öðruvísi en ástandið er í raun og veru,“ segir hann. „Ég er það snemma á ferðinni með mína dagskrá að meira að segja draumar mínir hafa áhrif á hvaða tónlist ég vel til flutnings.“ Oft er talað um að dagskrárgerð- armenn tónlistarstöðvanna'1 velji öðruvísi tónlist á föstudögum en á mánudögum. Þorgeir kannast við það. „Jú, jú, við höfum oft fengið að heyra þetta. En staðreyndin er sú að stemmningin er allt önnur í þjóð- lífinu á mánudögum en föstudög- um. Vinnuþjökuð þjóð, eins og við (slendingar erum, hlakkar vita- skuld til tveggja daga hvíldar og þá hleypur galsi í mannskapinn. Þessi galsi hlýtur að smitast jafnt til þeirra sem saga timbur alla vikuna og hinna sem velja og leika tónlist. Auðvitað hlýtur útvarpsstöðin að anda með hlustendum sínurn, ef svo má að orði komast. Til dæmis þykir flestum best að hlusta á þægilega og rólega tónlist á sunnudags- morgnum. Hresst rokk á hins vegar betur upp á pallborðið á fimmtu- dags- eða föstudagskvöldum. Dag- skrárgerðarmenn hljóta að taka mið af því.“ Þorgeir Ástvaldsson vekur hlust- endur alla jafna með þægilegri, miðaldra eða gamalli dægurtónlist á morgnana og læðir að einu og einu nýju sem stingur ekki mikið í stúf við það sem fyrir er. Einn föstudagsmorgun fyrir nokkrum vikum var hins vegar allt á útopnu hjá honum. Morguninn eftir að Linda Pétursdóttir var valin Ungfrú heimur. Tilviljun? „Nei, nei,“ svarar Þorgeir. „Sig- ur hennar var sannkallað ljós í myrkrinu þessa dagana. Fréttirnar næstu daga á undan höfðu verið sérstaklega dökkar. Halli þjóðar- búsins orðinn milljarðar, forsætis- ráðherra kvað þjóðina gjaldþrota og svo framvegis. Síðan kom sigur Lindu eins og svolítil rós mitt í öllu illgresinu og auðvitað fylltist dag- skrárgerðarmaðurinn gleði og til- hlökkun vegna þess að það voru þó ekki allar fréttir svartar þrátt fyrir allt.“ OG AD LOKUM var það dagskrárgerðarmaðurinn sem var að missa kærustuna sína til nokkurra mánaða námsdvalar á er- lendri grund. Þar sem hún sat í rút- unni á leið út á flugvöll heyrði hún sinn heittelskaða spila I’m Leaving on a Jet-Plane og fleiri trega- blandna söngva sem hjartað hafði greinilega tekið þátt í að velja með heilanum. Hún tók rútuna til baka. ■ Að kyssast eða ekki Veistu hver á heimsmet í koss- um? Það er hann James Whale frá Tyne, sem er nyrst á Englandi. Hann kyssti 4.000 stelpur á átta klukkustundum. Það má hins vegar ekki alls staöar kyssast á almannafæri. T.d. ekki I Bahrein, þar sem kærustu- par var dæmt til að greiða 14 þús- und króna sekt fyrir þetta ósæmi- lega athæfi. Eða I Rússlandi, þar sem dómari skipaði pari (í hegn- ingarskyni) að faðmast og kyssast I tvær klukkustundir á dag á járn- brautarstöð I Moskvu — og hélt náttúrlega að þau yrðu að athlægi. Raunin varð þó önnur, þvf fólkið á brautarstöðinni fagnaði kærustu- parinu einmitt óspart. Lifa örvherrtir skemur en betur? í nýlegri bandarískri könnun kemur fram að örvhent fólk deyr að meðaltali sex eða sjö mánuð- um fyrr en þeir rétthentu. Ein af ástæðunum fyrir þessum mun er talin sú, aö örvhentir lendi fremur I alls kyns slysum við notkun véla,. sem ætlaðareru „venjulegu" fólki. En í þessari rannsókn kom einn- ig fram að óvenjulega hátt hlutfall af örvhentum manneskjum nær langt í lífinu. Fólk f þeim hópi er t.d. Leonardo da Vinci, Alexander mikli, Július Caesarog tennisleik- ararnir John McEnroe, Jimmy Connors og Martina Navratilova. Samkvæmt rannsókninni er örv- hent fólk um fjórtán prósent af mannkyninu. Eykur salt á astM? Læknir nokkur f Birmingham telur sig hafa sannað að salt- neysla auki vanlíöan sjúklinga með astmakast. í kjölfar þessarar niöurstöðu hófu margir spftalar rannsókn á málinu og virðist út- koman alls staðar hin sama: Sjúkl- ingar, sem borða saltan mat á meðan á kasti stendur, finna fyrir auknum öndunarerfiðleikum. Áfengi er kjartMtyrkjMhii Enn einu sinni birtast tölur, sem sýna að hófleg drykkja getur verið heilsusamleg. Árið 1976 var hafin rannsókn á 120 þúsund hjúkrunar- fræðingum i Bandaríkjunum og niöurstöður sýna að hætta á hjartasjúkdómum minnkar um allt að helming hjá þeim, sem drekka þrjár til átján einingar af áfengi á viku. (Liklega vegna þess að áfengisneyslan hjálpar viökom- andi aö slaka á.) Átján einingar af áfengi sam- svara tvéimur glösum af léttvlni á hverju kvöldi, auk tveggja gin- sjússa einu sinni I viku. Ein áfeng- iseining er t.d. eitt bjórglas, eitt glas af léttvíni, eitt sérrí- eða púrt- vinsglas eða „einn einfaldur" af sterkari gerðinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.