Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 31
- 'l't. Fimmtudagur 8. desember 1988 sjónvarp FIMMTUDAGUR 8. desember Stöð 2 kl. 16.15 ROOSTER* Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri Russ Mayberry, aðalhlutverk Paul WiUiams, Pat McCormick. Hefðbundinn tvíeykishúmor, ann- ar er stór og hinn lítill, passa ekki saman, sem á að vera fyndið, þetta er svona Gog og Gokke-stíll. Þessir náungar sem þarna leika löggur sem eltast við brennuvarga tóku síðan upp samstarf í Smokey and the Bandit-myndunum. Stöð 2 kl. 22.15 í KLAKABÖNDUM * * Dead of Winter Bandarísk, gerð 1987, leikstjóri Arthur Penn, aðalhlutverk Mary Steenburgen, Roddy McDowell, William Russ. Mynd um leikkonu sem hefur átt litlu láni að fagna, en er ráðin í hlutverk í kvikmynd af sérvitringi sem býr í gömlu risastóru húsi eða kastala. Með tíð og tíma kemst hún að því að hlutverk hennar er annað en hún átti von á, hún er fangi. Atburðarásin er að vísu fremur fyrirsegjanleg, en samt er þetta kraftmikil spennu- mynd og flestir leikarar fara vel með sitt. Stöð 2 kl. 23.55 PIXOTE * * * * Brasilísk, gerð 1981, leikstjóri Hector Babenco, aðalhlutverk Fernardo Ramas De Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao o.fl. ísköld mynd um 10 ára glæpa- niann í Brasilíu sem er melludólg- ur, sniffar lím og myrðir þrjár manneskjur áður en yfir lýkur. Myndin er raunsærri en lífið sjálft, dregur ekkert undan og segir frá öllu í ömurlegri tilveru brasilískra barna sem hvergi eiga höfði sínu að halla og sjá sér far- borða með glæpum ýmiskonar. Þau eru útlagar nútímasamfélags- ins, tilvera þeirra dregin upp úr sorapytti. Siðferðisstandardinn enginn og gjörðirnar eftir því. Hrottaleg mynd, ekki fyrir við- kvæmt fólk að horfa á. Alls ekki fyrir önnur börn. FÖSTUDAGUR 9. desember Stöð 2 kl. 16.35 TÁLDREGINN * A Night in Heaven Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri John G. Avildsen, aðalhlutverk Christopher Atkins, Lesley Ann Warren og Robert Logan. Segir frá kennslukonu sem fer með vinkonum sínum á karl- mannastripptíssjóv (gott orð). Að- alstjarnan er nemandi hennar, sem hún er u.þ.b. að fella fyrir lé- lega frammistöðu. Þessi ferð dreg- ur dilk á eftir sér. Þetta er frekar slöpp mynd, sæmilegasta hug- mynd sem ekki hefur verið fylgt eftir, það eina sem stendur upp úr er leikur Warren. Rikissjónvarpið kl. 22.40 BLÓÐSÁTTMÁLINN * * The Holocraft Covenant Bresk, gerð 1985, leikstjóri John Frankenheimer, aðalhlutverk Michael Caine, Lilli Palmer, Ant- hony Andrews, Victoria Tennant. Mynd sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu Roberts Lud- lum. Segir frá bandarískum arki- tekt sem fær boð um að koma til Sviss og hitta þar háttsettan bankastjóra. Þar fær hann afhent bréf frá föður hans, sem var hátt- settur foringi í þýska hernum. Á eftir fylgir eðlilega flókin atburða- rás eins og reyfara er siður. Með- almynd þrátt fyrir góðan hóp að- standenda. Stöð 2 kl. 00.05 GOTT GEGN ILLU * Good against Evil Bandarísk, gerð 1979, leikstjóri Paul Wendkos, aðalhlutverk Dack Rambo, Elyssa Davalos, Richard Lynch. Rithöfundur fellur fyrir konu sem djöfullinn sjálfur hefur ákveðið að skuli eiga barn sem hefur hið illa í sér. Prestar og fleiri koma við sögu í þessari heimskulegu, yfirnáttúrulegu spennumynd. Langt fyrir neðan meðallag. Stöð 2 kl. 01.25 JEREMIAH JOHNSON ★ ★ ★ Bandarísk, gerð 1972, leikstjóri Sidney Pollack, aðalhlutverk Ro- bert Redford, Will Geer, Stefan Gierasch. Mynd um líf fjallabúa, sem leik- inn er af Redford, fjallar um bar- áttu hans við kalda vetur, indíána og aðra fjallabúa. Því miður er eins og myndin geti ekki gert upp við sig hvenær og hvernig henni á að ljúka og það eyðileggur eðli- lega fyrir henni. Engu að síður er hún góð og nær fram sterkri lýs- ingu á því lífi sem einmana fjalla- búinn lifir. LAUGARDAGUR 10. desember Rikissjónvarpiö kl. 21.40 KÍNARÓSIN * The China Rose Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri Robert Day, aðalhlutverk George C. Scott, Ali McGraw. Bandarískur kaupsýslumaður (Scott) ákveður að fara til Kína og leita sonar síns sem hvarf þar í menningarbyltingunni einum sex- tán árum fyrr. Hefði hann ekki átt að vera Iöngu farinn? Hann fær aðstoð kínverskumælandi túlks (McGraw) og saman reyna þau að Ieita drenginn uppi. Lenda auðvitað í ótrúlegustu ógöngum áður en yfir lýkur. Myndin er illa heppnuð, leikaravalið misheppnað og það er einkum það sem dregur hana niður. Stöð 2 kl. 21.40 SILKWOOD * * * Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri Mike Nichols, aðalhlutverk Meryl Streep, Kurt Russell, Cher. Myndin er byggð á sannsöguleg- um atburðum og segir frá Karen Silkwood sem lést á óútskýrðan hátt árið 1974. Skömmu áður hafði hún látið mjög til sín heyra varðandi öryggismál í kjarnorku- verinu í Oklahoma þar sem hún vann. Myndin tengir að sjálf- sögðu saman þessa tvo atburði. Myndin er nokkuð hæg en afar vel leikin og tæknilega vel gerð. Stöð 2 kl. 23.45 Á SÍDASTA SNÓNINGI * Running Scared Bandarísk, gerð 1986, leikstjóri Peter Hyams, aðalhlutverk Gre- gory Hines, Billy Cristal. Þessir tveir kunnu gamanleikarar leika löggur í Chicago sem eru orðnar býsna þreyttar á því að vera löggur og hafa hugsað sér að hætta. Þeir þurfa þó að fást við eitt mál fyrst og um það snýst myndin eðlilega. Billy Cristal á góða spretti í myndinni, svo er í henni bílaeltingaleik jr sem þykir góður. Annars er þetta bla. Stöð 2 kl. 01.30 FORDÓMAR Alamo Bay Bandarísk, gerð 1985, leikstjóri Louis Malle, aðalhlutverk Amy Madigan, Ed Harris, Ho Nguyen. Vel gerð en ekki nægilega áhrifa- rík mynd sem fjallar um átök sem áttu sér stað í raunveruleikanum milli víetnamskra innflytjenda og fiskimanna í Texas við Gulf-fló- ann. Gerist á tímabilinu um og eftir Víetnamstríðið. SUNNUDAGUR 11. desember Stöð 2 kl. 12.55 VIÐKOMUSTAÐUR * * * Bus Stop Bandarísk, gerð 1956, leikstjóri Joshua Logan, aðalhlutverk Mari- lyn Monroe, Don Murray, Betty Field, Eileen O’Connell. Myndin sem endanlega staðfesti hæfileika Marilyn sem leikkonu. Þessi grátbroslega kómedía segir frá ungum, óhörðnuðum kúreka (Murray) sem fellur fyrir söng- konu og afræður að giftast henni, án þess að spyrja fyrst. Góð mynd að flestu leyti. oe 31 Stöð 2 kl. 22.50 SUNSET BOULEVARD ★ ★ ★ ★ Bandarísk, gerð 1950, leikstjóri Billy Wilder, aðalli/utverk Will- iam Holden, Gloria Swanson, Erich Von Stroheim. Stórmynd frá gamla tímanum, þreföld Óskarsverðlaunamynd. Segir frá gamalli kviknrynda- stjörnu (Swanson) sem býr ásanrt þjóni (Stroheint) og heldur að auki karlmann sem einskonar elskhuga (Holden). Myndin er í svart-hvítu, löngu orðin klassísk, er allt í senn; bitur, fyndin og töfrandi. Að auki var þetta „grand finale“ hjá Gloriu Swan- son. Stöð 2 kl. 00.40 KRISTÍN * Christine Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri John Carpenter, aðalhlutverk Keith Gordon, John Stockwell, Alexandra Paul, Harry Dean Stanton. Absalút fáránleg mynd. Segir frá dreng sem kaupir sér bíl sem gerir hann geðveikan, bíllinn hefur sjálfstæðan vilja og réttir sig sjálfur eftir árekstra og þvíumlíkt. Otvarpið í honum spilar þegar bíll- inn finnur hjá sér þörf til að hlusta eða koma einhverjum á óvart. Þarf að segja meira?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.