Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 16

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 16
16 HARÐVIÐARvAl m síðustu helgi hófst birting leikinnar sjónvarpsauglýsingar frá fjölmiðladagskrárblaðinu Næst. Byrjaði auglýsingin á því að kona nokkur leitaði örvæntingarfull að dagskránni í Nýju helgarblaði. Ekki virtist konugreyið finna þar það, sem hún leitaði að, og fleygði því blaðinu í gólfið. Það er hins veg- ar skemmst frá því að segja að aug- lýsingin var stöðvuð, vegna þess hvaða ímynd hún gaf af helgarblað- inu. Mun hún ekki birtast aftur í þessari mynd... fengið greitt fyrirfram inn á vænt- anlegt uppgjör, þannig að fullyrð- ingin um drátt á uppgjöri er hrein fjarstæða. Einnig vil ég gera athugasemd við að sagt er að ég hafi látið hafa eftir mér að ég hafi ekki átt von á að platan „í fylgd með fullorðnum" yrði metsöluplata. Þetta er rangt. Ég og aðrir starfsmenn Steina hf. vorum þess fullvissir að plata Bjart- mars ætti góða möguleika á að ná verulega góðri sölu jólin 1987. Þessu til vitnis eru verk fyrirtæk- isins, þ.e. markaðssetning, auglýs- ingar og annað, sem endurspegluðu trú okkar á plötuna. Það var okkur mikil ánægja að sjá plötuna seljast jafnvel og raun bar vitni, en að sjálfsögðu leyfðum við okkur aldrei að vona að hún næði 15.000 eintökum þó við værum þess full- viss að hún myndi ganga vel. Það er hinsvegar rétt í þessum vangaveltum að Steinar hf., Bjart- mar og útgefandi Bjartmars i ár, Sigurður Rúnar Jónsson, hafa gert með sér dreifingarsamning þar sem Steinar hf. dreifir hinni nýju plötu Bjartmars og er það samstarf hið ánægjulegasta í alla staði. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna og von um að þetta athuga- semdakorn fái staðsetningu í blað- inu sem verði álíka áberandi og þær röngu fullyrðingar sem birtust um mig og Steina hf. Með lögum skal land byggja. Steinar Berg Isleifsson Athugasemd Varðandi vangaveltur um sam- starf Steina hf. og Bjartmars Guð- laugssonar, sem fram komu í Pressumolum í síðustu útgáfu Pressunnar, vil ég leiðrétta eftirfar- andi sem rangt er með farið. Því er haldið fram að ástæða þess að Steinar hf. gefur ekki út hina nýju plötu Bjartmars Guðlaugssonar, „Með vottorð í leikfimi“, sé dráttur á uppgjöri við listamanninn. Þarna er vegið að heiðri Steina hf. á órétt- mætan hátt og hefði verið auðvelt að komast að sannleikanum hvað þetta varðar. Uppgjör fór fram á þeim degi sem kvað á um sam- kvæmt samningum Steina hf. og Bjartmars Guðlaugssonar. Þá mætti Bjartmar ásamt Eiríki Tóm- assyni, lögfræðingi sínum, og yfir- fór þau gögn sem lögð voru fram og veitti síðan móttöku fullnaðarupp- gjöri frá hendi Steina hf. Þessu til viðbótar skal tekið fram að áöur en til uppgjörs kom hafði l^jartmar / / SEX ÁSTÆÐUR I nýjasta hefti Læknablaösins er uppörvandi tafla sem sýnir hversu slysum hefur fækkað í kjölfar lög- bindingar á notkun öryggisbelta. í heild hefur þannig brotum og sár- um fækkað um 50%. Þetta þýðir þó ekki að beltin bjargi okkur alfarið frá eymslum, því um leið hefur tognunartilfellum fjölgað um 86% og þá mest tognun á hálsi. En það eru óneitanlega góð býti að togna á hálsi frekar en hljóta ljót sár á höfði... L ■ ■cimsblaðið hundrað ára, Inlernational Herald Tribune, fæst nú samdægurs á íslandi og annars staðar. Þetta makalausa banda- ríska parísardagblað á sér merka sögu. Þannig skrifaði Hcmingway fyrir blaðið, Art Buchwald skrifaði þar fasta dálka og Jóhann Strauss orti tónverk til heiðurs „Haraldi þríbunu“ eins og Halldór Laxness nefndi blaðið. Loksins geta menn sem sagt keypt Herald Tribune í Reykjavík. Það sem meira er, blað- ið er komið í samkeppni við ís- lensku dagblöðin. Áskrifendur fá nefnilega HT borið til sín fyrir klukkan sjö á útgáfudegi. Kannski Morgunblaöið megi fara að vara sig... 'MINNSTA PÖNTUN 10STK. VERÐ KR. 42 PR. STK.* af hverju TARKETT er mest selda parketið hér á landi: Tarkett er með nýrri lakkáferð sem gerir það þrisvar sinnum endingar- betra en væri það með venjulegu lakki. \ Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. Gefur skýrari og fallegri áferð. \ Tarkett er auðvelt að leggja. Tarkett er gott í öllu viðhaldi. Verðið á Tarketti er hagstætt. JOLAKORT EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. ivfoVÁT.m'ín-.m Skipholti 31, sími 680450 RJíi HARÐVIÐARVAL HF., KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010. Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.