Pressan - 08.12.1988, Side 24

Pressan - 08.12.1988, Side 24
24 11. Bólstaðarhlið 31, Pálmi Jónsson. Pálmi er auðvitað fyrst og fremst bóndi á Akri þar sem höfuð- ból ættar hans er. Búseta hans í borginni einkennist af nauð- syn. Fararskjótinn með H-númerinu bendir hinsvegar til að reisnin felist í öðru. 14. Brúnaland 3, Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn er hversdagslegur og hið sama má sega um raðhús þingmannsins. I endalausri runu af raðhúsum í raðhúsa- hverfi. 17. Nesvegur 82, Hreggviður Jonsson. Þetta hús var teiknað á vondum tíma í íslenskri byggingar- sögu. HÚsið, sem enginn tekur eftir fyrr en það fer. 20. Melhagi 10, Alexander Stefánsson. Hús Alexanders er hálffalið bakvið tré. Rétt eins og Alex- ander sjálfur hefur alltaf staðið í skugganum af sterkari mönnum i flokknum. Jafnvel þegar hann gegndi ráðherra- embætti. 23. Brekkusel 22, Halldór Ásgrimsson. Ákaflega þungt en um leið svo traust að þaö stæðist nánast jarðskjálfta. Mikil steypa og sterkur svipur. Rétt eins og sjáv- arútvegsráðherrann, kletturinn i hafinu, sem stendur jafnvel uppi i hárinu á alþjóðasamtökum ef þarf. 12. Stigahlíð 73, Ragnhildur Helgadóttir. Enginn kvenlegur dráttur i þessu einbýlishúsi. 13. Reykjahlið, Mosfellsbæ, Salóme Þorkelsdóttir. Lítið hús og lágreist, kailarekki á viðbrögð. 15. Skildinganes 48, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Dálitið þung brúnin á þessu húsi og það fer ekki að njóta virð- ingar fyrr en það getur talist til fornminja. 16. Kleppsvegur 134, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Aðalheiður býr að sjálfsögðu i blokk, enda hefur hún vist alltaf unnið fyrir sömu launum og það fólk sem hún hefur unnið fyrir, þ.e.a.s. þegar hún var formaður Sóknar. 18. Brekkubær 14, Ingi Björn Albertsson. Dæmigert raðhús í Breiðholti eða Árbæ. Þó er það öðruvisi en það næsta, munurinn samt ekki óskaplegur. Ingi Björn er eins og raðhúsið hans, i þvi felst örlitil breyting en engin upp- reisn sé það næsta tekið til hliðsjónar. 19. Miðbraut 31, Seltjarnarnesi, Július Sólnes. Afskaplega verkfræðingslegt hús. Líklegt að þingmaðurinn hafi teiknað það sjálfur, línur allar beinarog snyrtilegar. Þess vegna erfitt að fá fólk til að trúa að það sé eitthvað nýtt og öðruvisi, sé meira en bara traustlega steypt hús. 21. Vatnasel 1, Guðmundur Bjarnason. Guðmundur er einna best búandi af þingmönnum þeim sem hér er um skrifað. Húsið er nokkuð rammgert en um leið ör- litið tilgerðarlegt. Heilbrigðisráðherrann er líka svolítið svo- leiðis, passar upp á að hafa fallegt bindi þegar hann kemur i sjónvarpið og þess háttar. 22. Gnoðarvogur 24, Guðmundur G. Þórarinsson. Ákaflega formlaus og þokukenndur still, siglir nánast út i gráa móðu. 24. Mávanes 19, Steingrimur Hermannsson. Bjálkahandriðið ber með sér fortíð Steingrims Hermanns- sonar i Bandaríkjunum. Húsið er allt ákaflega opið, miklir gluggar, stórar svalir, skrautlegur reykháfur. Rétt eins og ráð- herrann. 25. Birkigrund 47, Kópavogi, Stefán Valgeirsson. Eins og norðlenskur bóndi er þetta hús breitt og stöðugt. Hefur breitt bak og lætur ekki sitt eftir liggja við að veita gest- um húsaskjól. Rétt eins og þingmaðurinn, sem rekið hefur erindi margra manna, veitir stöðuga fyrirgreiðslu og er stoltur af.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.